Fréttablaðið - 25.05.2008, Page 20

Fréttablaðið - 25.05.2008, Page 20
LEYNIVOPNIÐ 4 matur Gaman er að skreyta fyrir barnaafmæli og þá jafnt umhverfið sem veitingarnar. Hægt er að fá fullt af skemmtilegu skrauti í ýmsum búðum bæjarins og má sem dæmi nefna Tiger, Söstrene Grenes og allnokkrar leikfangabúðir. Tilvalið er að hengja upp fallega músastiga, en sá sem hér sést með fiðrildum fæst í leikfangaversluninni Just 4 kids. Hann má einnig nota til að dansa limbó. Þá er skemmtilegt að skreyta kökur og annan mat með sælgæti, glassúr, berjum og öðru matarkyns en einnig má skreyta með litlum fánum eða öðru skrauti sem auðvelt er að kippa af. Sjóræningjafáninn sem hér sést er kjörinn fyrir töffarana og bleiki kórónufáninn fyrir dúllurnar. Þessir fánar fást í Tiger en annars má víða finna svipað skraut. Einnig má nota fána sem merkispjöld ef merkja skal sæti og stinga þeim þá til dæmis í kanilsnúð og skrifa nafnið á fánann. Gaman er að stinga sleikjó í eitthvert góðgæti og festa lítinn fána á stöngina með nafni hvers og eins. - hs Sykur kemur fyrir í ýmsum gerðum en þekktastar eru hvítur sykur, púð-ursykur og hrásykur. Sykur er bæði unninn úr sykurreyr og sykurrófum sem og fleiri jurtum. Sykur- reyr getur orðið margra metra hár og minnir á bambus. Hann er aðallega rækt- aður í Suður-Ameríku og á Indlandi en hann á uppruna sinn að rekja til Suðaustur- Asíu og sumir telja að hann eigi jafnvel rætur á Kyrrahafseyjum. Fyrir líklega um 7.000 árum lærðu menn á Indlandi að tappa sætum safa af sykur- reyrnum og þurrka hann þar til hann krist- allaðist. Evrópubúar notuðust hins vegar við hunang og ávexti sem sætuefni. Þeir kynntust fyrst sykurreyr í landvinninga- ferð Alexanders mikla á fjórðu öld fyrir Krist og lýstu honum sem „reyr sem gæti myndað hunang án býflugna“. Þeir fluttu sykur með sér til Evrópu en hann gleymdist þó aftur og það var ekki fyrr en krossfarar kynntust honum að nýju í Landinu helga að farið var að flytja hann aftur til Evrópu. Annars á sykurinn sér langa og athyglisverða sögu sem tengist mörgum heimsálfum, lyfjagerð, matargerð og þrælahaldi á amerískum sykurplantekrum, svo eitt- hvað sé nefnt, en of langt mál er að rekja þá sögu hér. Sykur er hvítleit, kristölluð tvísykra sem notuð er sem sætuefni í mat og drykki og til geymslu á matvælum. Sykur er nátt- úrulega til staðar í sumum matvælum og má þar sem dæmi nefna mjólkursykur í mjólkurvörum og ávaxtasykur í ávöxt- um og hreinum söfum. Hins vegar er talað um viðbættan sykur þegar honum er bætt í matvörur í framleiðslu. Það er ekki ein- ungis hvítur sykur sem telst til viðbætts sykurs heldur er líka notast við síróp, hunang, hrásykur, púðursykur, mól- assa og ávaxtasykur. Almennt er ekki holl- ara að bæta við einni tegund sykurs frekar en annarri. Þrátt fyrir að kolvetni séu lík- amanum nauðsynleg þá er hollustugildi sykurs ekkert nema ef vera skyldi sú nautn og vellíðan sem sætt bragðið veitir. Sykur sem slíkur er ekki hættulegur heil- brigðu fólki en er góður í hófi. - hs HRÁEFNIÐ: Sykur Sykruð sæluvíma M YN D /G ET TY IM A G ES Sykur 1 3 4 1. Til eru ýmsar gerðir sykurs og má þar nefna púðursykur, kanilsykur, hrásykur og hvítan sykur. 2. Kanilsykur er gómsætur út á grjóna- grautinn og í kanilsnúða. 3. Hrásykur hefur í sér aðeins minni súkr- ósa en hreinsaður sykur og er því ekki alveg eins óhollur. Hann er oft notaður í drykki, eins og til dæmis mojito. 4. Sykur er unninn úr sykurreyr og sykur- rófum. 2 SKEMMTILEGT SKRAUT „Margt getur fallið undir leynivopn í veislum. Til dæmis góða skapið og ánægjan við að búa til matinn og svo auðvitað gott hráefni. En íslenska lambið klikkar aldrei þegar verið er að útbúa veislumat. Það er pottþétt ásamt íslensku grænmeti,“ segir Jón Sig- fússon, kokkur hjá Mat og menningu í Þjóðmenningar- húsinu, sem hefur í yfir tuttugu ár skipulagt opinberar veislur á Íslandi. „Lambið er það hráefni sem slær alltaf í gegn, alveg sama hvaðan fólk kemur. Svo er auðvelt að mat- reiða það á ýmsa vegu,“ segir hann og bætir við að gott sé að muna að erlendir matargestir vilji gjarnan mat sem minni á þeirra þjóðarrétti. „Þrátt fyrir að við vinnum auðvitað alltaf með íslenskt hráefni hérlendis, þá er lítið mál að gera erlenda veislugesti glaða og ánægða með því að hafa örlítinn keim af þeirra matargerð. Er þá mjög gott að lauma með ýmsum kryddum og hráefnum sem notast er við í þeirra heimalandi,“ útskýrir Jón og bætir við: „Aðalatriðið, og í raun eitt helsta leynivopn þeirra sem halda veislu fyrir erlenda gesti, er að geta borið fram mat sem er að hluta til undir áhrifum frá þeirra matarmenningu.“ - mmr Íslenska lambið klikkar aldrei Jón Sigfússon, kokkur hjá Mat og menningu í Þjóðmenningar- húsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Tilvalið er að skreyta kökur svo þær verði girnilegri. Skrautlegir músastigar og fjörlegir fánar í afmælið. N O RD IC PH O TO S/ G ET TY S. 440-1800 www.kælitækni.is Okkar þekking nýtist þér ... Blandarinn sem allir eru að tala um! Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er Hnoðar deig Býr til heita súpu og ís Hraðastillir Lífstíðareign! y g

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.