Fréttablaðið - 25.05.2008, Page 64

Fréttablaðið - 25.05.2008, Page 64
matur ...FRÍSKLEGRI SVUNTU við matseldina. Skemmtilegast er að vera með fallega svuntu þegar dyrabjallan hringir en andrúmsloftið verður sérstaklega matarlegt þegar gestgjafinn kemur til dyra með svuntuna á sér. Síðar svuntur bundnar í mittið virka kokkalegar, meðan heilar svuntur sem fara yfir höfuðið eru ömmulegar. Veldu litríka svuntu fyrir sumarveislurnar. SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MAT ...FERSKUM KRYDDJURT- UM. Fátt er matarlegra en ferskar kryddjurtir í eldhúsgluggum. Nú er tíminn til að sá fræjum í pott og vera kominn með myndarlegar jurtir í sumar. Þær er svo tilvalið að nota í skreytingar á smurbrauðs- tertur og snittur fyrir veislur eða beint í salatið. Notið til dæmis steinselju og dill ofan á snittur með eggjum og rækjusalati og basilíku með tómata- salatinu. ...FALLEGA LITUM GLÖSUM í kokkteilboðið. Glös í mismunandi litum auðvelda gestum að muna hvaða glas þeir eiga ef þeir verða viðskila við það í stórum veislum. Litirnir á glösunum geta líka orðið umræðuefni og tilvalið að brjóta ísinn með því að tala um hvað liturinn á glasi viðkomandi fari vel við skóna hans eða hálstau. Kokkteilar smakkast líka miklu betur úr hressilega lituðu glasi. VIÐ MÆLUM MEÐ... ...FLOTTUM UPP- ÞVOTTAHÖNSKUM í fráganginn. Þegar mannhæðarhár stafli af óhrein- um kökudisk- um, skálum og hnífapörum bíður við vaskinn eftir vel heppnaða veislu, geta hörðustu húsmæðrum fallist hendur. Þá geta uppþvottahanskar í hressilegum lit gert gæfumuninn. Bjóðið upp á ... ristaða humarhala humarfyllta nautalund eða humar-tagliatelle Fjórir gæðaflokkar eru í boði: Sannkallaður sælkeramatur fyrir alla! Ljúffengur og litríkur B r a g ð m i k i ð s j á v a r f a n g

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.