Fréttablaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 20
20 11. júlí 2008 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 H elstu forystumenn Ríkisútvarpsins ohf. hafa sjálfir haft frumkvæði að umræðu um stöðu þessarar sam- eignar þjóðarinnar og árangurinn af starfinu eftir að um það voru sett hlutafélagalög. Vel fer á því. Ástæða er til að virða forystumönnunum þetta frumkvæði til betri vegar. Satt best að segja hefur afraksturinn af þeirri miklu grundvallarbreytingu sem Alþingi samþykkti fyrir hálfu öðru ári farið eftir vonum. Á þessum vettvangi var því spáð að kerfisbreytingin myndi þegar upp væri staðið slíta þá einingu sem verið hefur um Ríkis- útvarpið bæði frá hægri og vinstri í pólitík. Hún myndi rjúfa grið á báða bóga. Það virðist vera að koma á daginn. Skýringin á því er einföld. Stjórnendur Ríkisútvarpsins ohf. hafa í einu og öllu fært sjón- varpsrekstur ríkisins af sviði menningar- og almannaþjónustu yfir á hreint markaðssvið. Þegar valið stendur annars vegar á milli kaupa á einkarétti á íþróttaviðburðum, sem markaðssjónvarps- stöðvarnar geta með góðu móti sinnt, og hins vegar almannaþjón- ustu við landsbyggðina er þátttaka á markaðssviðinu tekin fram yfir. Þetta val hafa forystumenn Ríkisútvarpsins ohf. kynnt og rök- stutt fyrir skattborgurunum að undanförnu. Þegar umboðsmaður barna og talsmaður neytenda nefna hug- myndir um að takmarka auglýsingar í tengslum við barnatíma eru þau svör gefin af hálfu Ríkisútvarpsins ohf. að það geti almanna- þjónustustofnunin ekki gert af samkeppnisástæðum. Þegar upplýs- ingalög eru hundsuð vegna fyrirspurna um laun æðstu stjórnenda eru fyrstu skýringar þær að það verði að gera vegna stöðu á sam- keppnismarkaði. Sumir samningsbundnir kostunarstyrkir eru ekki bókfærðir til þess að komast hjá takmörkunum þar að lútandi. Pen- ingar skattborgaranna eru aukinheldur notaðir til þess að kaupa með yfirboðum þætti og starfsmenn frá markaðsstöðvunum. Af frambærilegri almannaþjónustu í sjónvarpsrekstri ríkisins, sem ekki má einnig finna á markaðssjónarpsstöðvunum, er í raun lítið annað í boði en bókmenntaþátturinn Kiljan og vandaðir við- talsþættir Boga Ágústssonar auk táknmálsfrétta. Á Rás eitt er hins vegar enn rekið metnaðarfullt menningar- og almannaþjónustu- útvarp sem hefur áhrif langt umfram hlustunarmælingar. Rás tvö er eðli máls samkvæmt markaðsútvarp. Þegar hlutafélagalögin voru til meðferðar á Alþingi vakti Sam- keppniseftirlitið athygli á að starfsemin myndi brjóta gegn almenn- um reglum samkeppnisréttarins. Alþingi virti þá viðvörun að engu. Hafi hugsunin verið sú að með því móti mætti koma hælkróki á eitt fjölmiðlafyrirtæki á markaðnum hefur það ekki gerst. Þvert á móti: Eins og á var bent á sínum tíma bitnar þessi ríkisstyrkta samkeppn- isstarfsemi, án samkeppnisreglna, á öllum fjölmiðlafyrirtækjum í sjónvarps- og útvarpsrekstri og margvíslegri blaðaútgáfu. Við þessar aðstæður er ekki nema von að gagnrýni á skipan mála komi bæði úr röðum þeirra sem vilja menningarlegan sjónvarps- rekstur á vegum ríkisins, eftir opinberum leikreglum, og hinna sem hallast að markaðslausnum, þar sem samkeppnisreglur ná til allra. Um menningarlegt ríkisútvarp og samkeppnisreglur um alla raunverulega samkeppnisstarfssemi gæti örugglega náðst sátt. Lausnin gæti falist í því einfalda ráði að bæta þeirri einu setningu við lögin um Ríkisútvarpið ohf. að samkeppnislöggjöfin nái til þess. Hverjir eru á móti því? Ríkisútvarpið sem opinbert hlutafélag: Eftir vonum ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR Íslendingar hafa löngum verið viðkvæmir fyrir illu umtali erlendis. Fjögur hundruð ár og einu betur eru frá því, að Ditmar Blefken gaf út rógsrit um þjóðina í Leyden í Hollandi. Þóttist hann þekkja vel til á Íslandi og fræddi umheiminn á ýmsum furðusögum, sennilega með aðstoð hraðlyginna Íslendinga. Arngrímur lærði Jónsson tók þá saman Anatome Blefkeniana (Greiningu á Blefken), sem kom út í Hamborg 1613, og hrakti fullyrðingar Blefkens lið fyrir lið. Nú er nýr Blefken kominn til sögunnar, þótt hann láti sér nægja stutta grein í breska blaðinu Financial Times 1. júlí. Þar heldur Robert Wade, stjórnmálafræði- prófessor í Hagfræðiskóla Lundúna, því fram, að íslenska hagkerfið standi á brauðfótum. Bankarnir hafi verið seldir óreyndum aðilum, tengdum „íhaldsmönnum“, eins og hann orðar það. Líklega muni ríkis- stjórnin brátt springa, þegar Samfylkingin slíti samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn. Væntanlegur kosningasigur Samfylkingarinnar sé kærkominn, því að þá muni Ísland aftur hverfa í röð norrænna velferðarríkja, sem leyfi ekki fjármagninu að vaða uppi óheftu, eins og verið hafi. Grein Wades er tímasett, svo að hún komi íslenskum bönkum sem verst í þeim vanda, sem þeir hafa ratað í á lánamörkuðum erlendis (og sést best á háum skuldatrygg- ingarálögum), en auk hinnar alþjóðlegu lánsfjárkreppu gjalda íslensku bankarnir þess, hversu hratt þeir hafa vaxið og hversu marga öfundarmenn þeir eiga meðal erlendra keppinauta. Ekki þarf hins vegar að leita lengi að íslenskum heimildarmanni hins nýja Blefkens. Wade endurtekur í meginatriðum það, sem Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor hefur skrifað vikulega hér í blaðið síðustu árin. Ragnar Árnason hagfræðipróf- essor hefur hér í blaðinu 18. apríl hrakið fullyrðingar um það, að Ísland hafi horfið úr röð norrænna velferðarríkja. Hefur Ragnar lagt fram alþjóðlegar mælingar á tekjuskiptingu, sem sýna, að hún er síst ójafnari á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum. Þeir Friðrik Már Baldursson hagfræðiprófessor og Richard Portes, hagfræðiprófessor í Hagfræðiskóla Lundúna, hafa síðan í Financial Times 4. júlí rekið ofan í þá Þorvald og Wade fullyrðingar þeirra um íslenskt efnahagslíf. Þeir benda á, að hreinar skuldir Íslendinga séu stórlega ofmetnar. Eignir hafa aukist ekki síður en skuldir. Íslensku lífeyrissjóðirnir eru til dæmis einhverjir hinir öflugustu í heimi miðað við höfðatölu, og fjármagn, sem áður lá verðlaust, er nú orðið verðmætt í höndum einkaaðila. Friðrik Már og Wade minna einnig á, að íslensku bankarnir starfa við sömu reglur og hliðstæðar stofnanir annars staðar á Evrópska efnahagssvæð- inu. Þeir halda því fram, að niðursveifla síðustu mánaða sé að miklu leyti eðlileg leiðrétting á (og afleiðing af) þenslu síðustu ára. Við þetta er að bæta, að Ríkis- endurskoðun gerði þrjár rækilegar skýrslur um sölu viðskiptabank- anna og komst að þeirri niðurstöðu, að ekkert væri athugavert við hana. Ég er líka sammála þeim Friðriki Má og Portes um það, að íslenska hagkerfið standi traustum fótum, þegar til langs tíma er litið. Fiskistofnar okkar eru nýttir skynsamlega, gjöfular orkulindir bíða frekari nýtingar, og hagræð- ing hefur orðið í rekstri fyrirtækja. En á erfiðum tímum má ekkert út af bregða. Þess vegna getur hinn nýi Blefken orðið okkur skeinu- hættari en hinn gamli. Nýr Blefken? HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Í DAG | Rógburður SPOTTIÐ Ein lítil lyftistöng Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, fer mikinn í grein um Ríkisútvarpið í Fréttablaðinu í gær. Ekki þarf að efast um að góður hugur búi að baki skrifunum, en í þeim leynast þó æði skrítnar söguskýringar. Fyrir það fyrsta telur Höskuldur að það hafi verið „gríðarleg lyftistöng“ fyrir allt Norðurland þegar yfirmaður Rásar 2 var „færður til Akureyrar“. Nú er „gríðarleg lyftistöng“ svo sem ekki vel skilgreint eða mælanlegt fyrirbrigði, en vandséð er að stakur skrif- stofumaður geti verið slík stöng fyrir heilan lands- hluta. Þá segir Höskuldur einnig að svæðisútvörp RÚV hafi verið lögð niður. Það er alrangt hjá Höskuldi. Svæðisútvörpin eru í fullu fjöri. Mjög lítil þjóðarsátt Höskuldur fullyrðir jafnframt að „þjóð- arsátt“ hafi á sínum tíma myndast um hlutafélagavæðingu RÚV. Það er einkennileg söguskoðun í ljósi þess að ekki þarf að leita út fyrir Alþingi að mönnum sem voru breyting- unni andvígir. Höskuldur hlaut nýverið verðlaun JCI Íslands fyrir bestu ræðumennskuna á þingi. En þótt Höskuldur sé góður í púlti þá virðast honum ansi mislagðar hendur í riti, að minnsta kosti í þess- um greinarstúf. Tapaði aldrei í prófkjöri Rangt var farið með á þessum stað í gær að Björk Vilhelmsdóttir hefði snúið baki við Vinstri grænum í Reykjavík eftir hrakfarir í prófkjöri. Björk tók ekki þátt í prófkjöri Vinstri grænna árið 2006, að eigin sögn vegna vonbrigða yfir að samstarfi Reykjavíkurlistans skyldi ekki haldið áfram. Þess í stað gekk hún í Samfylkinguna og náði fínum árangri í prófkjöri hennar. En eftir stendur sem áður að Björk lætur verkin tala þegar hún er óánægð. stigur@frettabladid.is, bergsteinn@ frettabladid.is ®
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.