Fréttablaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 36
útlit smáatriðin skipta öllu máli M argir þekkja Brynjar Ingólfsson og Steinunni Garðarsdóttur úr sjón- varpsþáttunum Hæð- inni sem sýndir voru á Stöð 2 á vormánuðum. Þar sýndu þau frumlega og skemmtilega takta í hönnun og viðurkenna að þau séu grútspæld yfir því að hafa ekki unnið. „Við vorum ótrúlega sár að vinna ekki,“ segja þau bæði í kór. „Við gerðum okkur góðar vonir um að vinna og við feng- um að vita það eftir á að dómnefndin hefði valið okkur ef þau hefðu fengið að ráða,“ segir Brynj- ar og bætir því við að þau hafi tapað í vin- sælda- kosningunni en unnið hönn- unarhlutann og því séu þau sátt. Þau sjá þó alls ekki eftir að hafa tekið þátt því hug- myndaflugið hafi þroskast á Hæðinni og þátt- takan hafi opnað fyrir þau margar dyr. Stuttu eftir að þáttunum lauk fóru þau til Indlands þar sem Steinunn hefur verið með annan fót- inn síðastliðin ár. Hún er lærður nuddari. Indland kall- aði á hana og þar lagði hún stund á jóga, lærði Bollywood-dansa og fékk hugmynd að því að stofna fyr- irtæki sem myndi selja fatnað og fylgihluti. Í fyrra lét hún draum- inn rætast ásamt systur sinni, Unni Lindu, og stofnaði fyrirtækið Kátínu. Fyrr á árinu kom Brynjar inn í fyrirtækið með henni og fóru þau saman til Indlands til að láta framleiða fatnað og fylgihluti. Þau segja ferðina hafa verið ævintýri líkast en þau dvöldu á Indlandi í mánuð og eru nýkomin heim. Það vantar ekki framkvæmda- gleðina því þau standa fyrir ind- verskum dögum á Café Oliver sem hófust í gærkvöldi. „Staðurinn er allur skreyttur í indverskum stíl og boðið er upp á indverskan mat- seðil. Við verðum með tískusýn- ingu ásamt Gyllta kettinum kl. 20 öll kvöldin og svo verður boðið upp á alvöru Bolly- wood-dansa,“ segir Stein- unn sem ku vera ansi flink í þeim. „Bollywood-dans- ar snúast um að dansa eins og hálviti,“ segir Brynjar og hlær. „Ég hef farið á dansnámskeið í Bollywood-dönsum á Indlandi og það var alveg frábært. Maður lá alveg í hláturskrampa, þetta er mjög kjánalegt en svo mikil stemning,“ segir Steinunn. Á meðan þau dvöldu á Ind- landi var ind- verska útgáf- an af „So you think you can dance“ í fullum gangi í sjón- varpinu. „Það kom mér svo á óvart að allir þeir sem mér fannst dansa verst fengu bestu einkunnirnar hjá dómurun- um. Það var til dæmis einn gaur sem fór alltaf í hálft handahlaup og var ótrúlega klunnalegur, hann var vinsælastur hjá þeim,“ segir Brynjar og bætir við að allir verði að syngja með í Bollywood. „Svo er aðaltrikkið að hreyfa hausinn og láta eins og fífl,“ segir Steinunn og hlær. Þegar þau eru spurð út í ástina á Indlandi segir Steinunn að það sem hafi heillað hana við landið hafi verið hvað allt er afslappað þar og mikill kærleikur og gleði í loftinu. „Það er ekki til neitt stress þarna sem kom sér reyndar svolítið illa þegar við þurftum að koma vörum í gám á ákveðnum degi. Það var svolítið erfitt. Að vera í viðskipt- um á Indlandi er erfitt en að dóla sér þar er yndislegt,“ segir Stein- unn. Sendingin komst til landsins og verður sýnd á tískusýningunni á Café Oliver. Einni af flíkunum á sýningunni er hægt að breyta í hátt í 20 mis- munandi flíkur. Flíkin er hugmynd Steinunnar en hún fékk ísraelskan fatahönnuð til að útfæra hana fyrir sig. „Ég fékk hugmyndina að þessu á Indlandi fyrir nokkr- um árum út frá munkaklæðum,“ segir hún. „Kosturinn er að stelp- ur geta klæðst þessu alla daga vik- unnar án þess að það sjáist að við- komandi sé í sömu flíkinni,“ segir Brynjar. Auk kjólsins eru þau með aladdínbuxur og ponjo og fullt af skartgripum. Hingað til hafa þau aðallega selt fatnaðinn á netinu og í Gyllta kett- inum og nú eru þau að leggja grunn að nýrri og öflugri heimasíðu. Þau segja að þátttakan í Hæðinni hafi hjálpað þeim að hugsa út fyrir kass- ann. „Í næstu viku höldum við í Evr- óputúr en við eigum stefnumót við heildsala sem hyggjast selja vör- urnar okkar í nokkrum löndum,“ segir Brynjar og Steinunn segir að svo verði bara að koma í ljós hvað gerist. martamaria@365.is Brynjar og Steinunn úr Hæðinni standa fyrir indverskum dögum á Café Oliver Indland hitti þau í hjartastað Steinunn á saumastofu í Indlandi. Brynjar og Steinunn standa fyrir indverskum dögum á Café Óliver. Þar sýna þau hátt í tuttugu útfærslur af kjólnum sem Steinunn klæðist. MYND /AUÐUNN Sumarið er tíminn til að glossa var- irnar á meðan sólarinnar er notið. Það dásamlega við gloss er að það er aldrei hægt að nota of mikið af því. Gloss með glimmerögnum á upp á pallborðið þetta sumarið. Það er kannski smá þversögn í tísk- unni því annaðhvort eiga varirnar að vera háglansandi eða mattar. Bleik- glossaðar varir SANDRA BULLOCK ER HRIFIN AF PRADA Það skiptir miklu máli að passa upp á dýra fylgihluti. Hér er leikkonan Sandra Bullock með forláta Pradatösku. Þegar hún hrasaði gætti hún þess vel að taskan myndi ekki laskast í fallinu. Þetta kallar maður að hafa forgangsröðina á hreinu! 12 • FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.