Fréttablaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 28
Hulda Pjetursdóttir, verðbréfa- miðlari hjá Kaupþingi, hefur verið með töluverða göngudellu síðan hún labbaði á Hvannadalshnjúk fyrir þremur árum. Í fyrra reyndi hún við Mont Blanc en varð frá að víkja vegna veðurs. Hinn 1. júlí síð- astliðinn komst hún á toppinn ásamt vinum sínum, Önnu Hjartardótt- ur og Magnúsi Viðari Sigurðssyni. Hulda og félagar hennar voru með tvo mjög reynda franska fjallaleið- sögumenn sem höfðu verið með í för árið áður. Spurð að því hvernig hún hafi undirbúið sig fyrir gönguna segist hún aðallega hafa hlaupið og farið í ræktina. „Þetta tók samt vel á og var hressandi. Veðrið var gott og við fengum sól á toppnum og frábært útsýni. Við fórum svokall- aða La Traversée-leið, eða þriggja tinda-leiðina, sem er mjög falleg og liggur yfir tvö fjöll, Mt Blanc du Tacul og Mt Maudit áður en komið er að sjálfu Mt Blanc. Ferðin hófst um kl. 2 eftir miðnætti og var geng- ið fyrsta hlutann í niðamyrkri með ennisljós. Ég verð samt að játa það að ég fór þetta svolítið á seiglunni, sérstaklega bakaleiðina,“ segir hún en ferðin tók 13 tíma og var lítið um hvíld nema rétt á toppnum. „Við vorum öll heppin með heilsuna og fór þunna loftið vel í okkur þrátt fyrir tiltölulega stutta aðlögun. Það var skemmilegt og óvænt við þessa ferð að sama dag og við komumst á toppinn voru 26 konur frá 25 Evr- ópusambandsríkjum að ganga á Mt Blanc til að fagna því að 200 ár voru liðin frá því að fyrsta konan, Marie Paradis, komst á topp Mt Blanc og var heilmikið gert úr því í fjölmiðl- um. Marie fór á toppinn á sínum tíma í korselett og síðu pilsi eins og þá var venja að konur klæddust. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það hefur verið.“ Þegar Hulda er spurð hvað sé mesta „kikkið“ við að komast á fjallstind nefnir hún það að komast út úr þægindahringn- um sínum. „Það er góð tilfinning að fara lengra en maður þorir og held- ur að maður geti, annars er hætta á stöðnun. Svo er fjallamennska eitt- hvað sem maður verður háður, vill fara hærra og lengra, þetta er dálít- ið sérstök árátta. Það er svo mikið frelsi sem fylgir því að ganga á fjöll og svo er það frábær afslöppun í leiðinni. Svo er góður félagsskapur ómissandi hluti af góðum ferðum,“ segir Hulda sem er strax farin að leggja grunn að næstu ferð. „Ætli næsta utanlandsferð verði ekki Afríka eða Suður-Ameríka og svo er búið að plana nokkrar ferðir inn- anlands í sumar, þ. á m. á Mýrdals- jökul.“ martamaria@365.is Hulda Pjetursdóttir fór á topp Mont Blanc 200 árum eftir að fyrsta konan fór á toppinn Fór þetta á seiglunni Á toppnum ásamt Magnúsi Viðari Sigurðssyni, framkvæmdastjóra framleiðslu- sviðs hjá Sagafilm, og Önnu Hjartardóttur. Með þeim á myndinni eru leiðsögu- mennirnir Jean Marc Boucansaud og Eric Decamp. Í ágúst stefnir hún á að hlaupa hálft maraþon en segir að það verði ekki hundrað í hættunni þótt hún taki bara tíu kílómetra. Systurnar Katrín Alda og Rebekka Rafnsdætur munu í dag opna verslun í kjallaraíbúð á Ægisíðu 101. „Þetta eru föt sem ég er búin að vera að safna. Ég er búin að búa úti síðustu fjögur árin og er búin að sanka að mér alls konar fínu dóti á þeim tíma,“ segir Katrín Alda. Hún hefur ferð- ast mikið á síðustu árum og keypt þau föt sem hafa heill- að hana, jafnvel þótt þau hafi ekki passað á hana sjálfa. Fötin eru öll second-hand, en í búðinni verða einnig fjaðra- kragar, sem Katrín hannar, og skartgripir. Katrín er útskrifuð úr London College of Fashion en þar lærði hún svokallað fashion management. Báðar hafa svo systurnar verið mikið í kringum tískubransann og meðal annars unnið í Spúútnik. „Íbúðin niðri í kjallara var tóm svo við ákváðum bara að gera þetta,“ segir Katrín. Hún segir að vinnan við búð- ina hafi verið skemmtileg hjá þeim systrum. Þær hafa líka verið duglegar við að finna sniðugar lausnir á uppstilling- um í búðinni. Til dæmis tóku þær ísskápinn í íbúðinni úr sambandi og nú hýsir hann skartgripina sem verða til sölu. Þær systur ætla þó ekki að hella sér alveg út í búðarrekst- urinn eða hætta sínu daglega amstri, því búðin verður að- eins opin einn dag í viku. „Það er opnunarpartí á föstudaginn frá tvö til tvö og það eru allir velkomnir, en svo verður bara opið á fimmtudög- um frá þrjú til níu.“ - þeb Opna búð heima Systurnar Rebekka og Katrín Alda ætla að selja föt og skart úr kjallaraíbúðinni á Ægisíðu 101. Opið verður á fimmtudög- um frá þrjú til níu, en opnunarpartí verður haldið í dag. FÖSTUDAGUR/STEFÁN Til að koma blóðinu til að renna og búknum til að svitna er málið að labba á fjall. Sniðugt er að byrja á Esjunni en þar sem stöðugur straumur af fólki gengur þangað á hverjum degi er auðvelt að elta bara hina. Fáðu vin þinn eða vin- konu til að labba með þér og hafðu vatns- brúsa við höndina, plástur og smá nesti meðferð- is. Þetta getur ekki klikkað. LABBAÐU Á FJÖLL 4 • FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.