Fréttablaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 10
10 13. júlí 2008 SUNNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Í gær reistu Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands minnismerki á Flateyri um Einar Odd Kristjánsson. Mikið þarf til að koma þegar allir eru á eitt sáttir um að einn maður hafi átt svo ríkan þátt í að sameina hagsmuni umbjóðenda beggja þessara samtaka þegar mikið lá við. Það gerðist í kjarasamningum sem síðar voru kenndir við þjóðarsátt. Af hálfu Alþýðusambandsins lék Ásmundur Stefánsson þar höfuðhlutverk- ið ásamt Guðmundi J. Guðmundssyni. Hlutur þeirra var síst minni en eldhugans. Þetta var í byrjun árs 1990. En hugsunin átti sér lengri aðdrag- anda og forsendur í stefnubreytingu í efnahags- og fjármálum á níunda áratugnum. Nokkrum vikum áður hafði fjármálaráðherr- ann fengið Alþingi til að samþykkja fjárlög þar sem reiknað var með vaxandi verðbólgu á milli tuttugu og þrjátíu af hundraði. Það var sú sýn sem ríkisstjórnin sjálf hafði á áhrif þeirra gamaldags millifærsluráðstafana sem hún hafði horfið aftur til. Það var gegn þessari vá sem forystumenn á almennum vinnu- markaði risu upp. Þeir tóku einfaldlega til sinna ráða. Árangurinn situr enn í minni manna. Ríkisstjórnir hafa komið og farið af ýmsum ástæðum í gegnum tíðina en engin sitjandi ríkisstjórn hefur verið sett til hliðar við efnahagsstjórnina eins og gerðist í þessu tilviki. En hvað var þessi þjóðarsátt? Orðið er nú um stundir notað um alla skapaða hluti en þó mest um óskhyggju. Margir kalla eftir þjóðarsátt án þess að hafa sjálfir nokkuð til málanna að leggja. Einar Oddur Kristjánsson og Ásmundur Stefánsson vissu hins vegar gjörla hvað var að og hvers þurfti við. Inntak þjóðarsáttarinnar fólst í kjarasamningum þar sem sátt varð um launabreytingar sem þýddu í raun kjararýrnun um tíma. Þetta var kjarninn í ráðagerð til þess að ná niður þeirri verðbólgu sem þáverandi ríkisstjórn ætlaði að horfa upp á án aðgerða. Með öðru móti var ekki unnt að bæta lífskjörin til framtíðar. Það tókst. Guðmundur Magnússon sagnfræðingur lýsir í nýlegri grein í Markaði Fréttablaðsins minnisblaðinu sem aðilar vinnumarkað- arins afhentu ríkisstjórninni til framkvæmdar: „Að efni og fram- setningu var minnisblaðið eins og efnahagskafli í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar, enda sögðu margir á þessum tíma að þunga- miðja landsstjórnarinnar hefði færst úr Stjórnarráðinu til aðila vinnumarkaðarins. Þarna voru beinlínis gefin fyrirmæli um ásætt- anleg viðskiptakjör og hagvöxt, gengi, vexti, verð á búvörum, verð- lag opinberrar þjónustu, þróun neysluvísitölu og launaþróun hjá opinberum starfsmönnum.“ Ríkisstjórninni var meira að segja gert að ógilda með lögum kjarasamninga sem fjármálaráðherrann hafði sjálfur ný samþykkt og þóttu fela í sér verðbólgutímasprengju. Afturvirkni þeirra laga var síðar dæmd andstæð stjórnarskrá. Forsætisráðherrann á vissu- lega heiður skilinn fyrir að aftengja verðbólgutímasprengju fjár- málaráðherrans þegar honum var ljóst hvað til hans friðar heyrði. Þjóðarsáttin var ekki gjafapakki í silkiumbúðum eins og margir virðast halda nú. Hún snerist um erfiða hluti eins og kjaraskerðingu og nauðsynlegar hliðarráðstafanir. Næsta ríkisstjórn fékk síðan það hlutverk að viðhalda stöðugleikanum með því að hverfa aftur til nútíma efnahagsstjórnar. Vel fer á því að merki þess manns sem hafði nógu sterka hugsjón og sannfæringu til að ryðja lokakafla brautarinnar skuli risið á Flateyri. Minnismerki um áhrifaríkan forystumann: Hvað er þjóðarsátt? ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR Eftir Þórlind Kjartansson Órói í efnahagsmálum og ótti um þróun þeirra hefur á síð- ustu mánuðum verið ráðandi á Íslandi. Þetta er mikil breyting frá þeirri stemmningu sem ríkt hefur undanfarin ár, en niðursveiflan nú er í raun ekki óvænt í ljósi þeirrar velgengni sem Íslendingar hafa notið á síðustu árum. En þótt harðni á dalnum í hagkerfinu er mikilvægt að missa ekki sjónar á því að staða Íslands verður áfram öfundsverð í heiminum. Það er því engin ástæða til þess að fyllast bölmóði yfir því sem er í vændum. Þó er nauðsynlegt að draga lærdóm af þeirri stöðu sem við stöndum frammi fyrir og finna leiðir til þess að aðlaga íslenska hagkerfið og hagstjórnina að gjör- breyttum aðstæðum. Gömul stjórntæki í efnahagslífinu hafa í raun verið borin ofurliði af stefn- um, straumum og stemningu á alþjóðlegum mörkuðum. Þetta þarf að horfast í augu við, einkum varðandi þá stefnu sem Íslending- ar hafa reynt að fylgja í gjaldeyris- málum. Alþjóðavæðing og frumkvæði Í ræðu á ráðstefnu á vegum Íslensk-Ameríska viðskiptaráðsins í New York í mars á þessu ári lýsti forsætisráðherra fjórum þáttum sem stuðlað hafa að velsæld á Íslandi. Þeir eru: alþjóðavæðing, einkavæðing, skattalækkanir og afnám hafta. Annar lykill að fram- tíðarhagvexti Íslands kom fram í nýlegri könnun Global Entrepren- eurship Monitor. Hún sýndi að Íslendingar eru mun líklegri en íbúar í Evróusambandinu til þess að stunda frumkvöðlastarfsemi. Þetta er mikilvægur eiginleiki og ekki sjálfsagður. Jákvætt viðmót gagnvart nýjungum, einföld skrif- finnska, tiltölulega lágir skattar og almenn virðing fyrir athafnasemi eru þættir sem stuðla að þessari jákvæðu stöðu. Undanfarin ár hefur ríkis- stjórnar forysta Sjálfstæðisflokks- ins tryggt að þessum þáttum hefur verið gefinn verðskuldaður gaum- ur. Frelsi og alþjóðahyggja hafa þar ráðið för. Ungir sjálfstæðismenn vilja halda áfram á þeirri heillavæn- legu braut að stækka þann markað sem Íslendingar geta sótt á með vinnu sína, vörur, þjónustu, hugvit og fjármagn. Aðild Íslands að innri markaði Evrópu er mikil- vægasta stoðin í utanríkisverslun okkar en fyrirhugaðir fríverslun- arsamningar við fleiri stór svæði verða einnig mikil lyftistöng fyrir íslenskt athafnalíf. Þessir samn- ingar munu breyta landslagi utan- ríkisviðskiptanna. Það er vert að hafa þetta í huga þegar rætt er um hagsmuni Íslands í alþjóðasam- starfi. Frelsi til þess að gera samninga um fríverslun ætti að vera mikil undirstaða áframhald- andi alþjóðlegrar sóknar. Möguleikar í gjaldmiðlamálum Til þess að viðhalda samkeppnis- hæfni Íslands þurfa innviðir í efnahgslífinu stöðugt að vera til endurskoðunar. Mest aðkallandi nú er staða gjaldmiðilsins. Núverandi fyrirkomulag flot- gengis krónunnar með verðbólgu- markmiði er ekki ýkja gamalt og leggja verður kalt mat á það hvort fyrirkomulagið sé raunhæft með hliðsjón af því opna og frjálsa hag- kerfi sem við tilheyrum og viljum vera hluti af. Vöxtur fjármála- stofnana og umbreyting þeirra yfir í alþjóðleg stórfyrirtæki kall- ar ennfremur á nýjar hugmyndir í peningamálum og hagstjórn. Augljóst er að alþjóðlegt sam- starf er eina raunhæfa lausnin. Nú þegar hefur verið stigið skref í þessa átt með samningum við seðlabanka annarra Norðurlanda- þjóða um gjaldeyris- skipti. Með þeim var undirstrikað að ógnir sem steðjað geta að íslensku myntinni eru ekki staðbund- ið vandamál. Slíkir samning- ar, einir og sér, duga þó tæp- ast. Það þarf tryggara umhverfi í gjaldeyrismálum sé litið til lengri tíma, að minnsta kosti á meðan núverandi aðferð- um er beitt við vaxtaákvarðanir. Tenging íslensku krónunnar við stærra gjaldmiðlasvæði, með traustum samningum við erlenda seðlabanka, er raunhæfari kostur. Miðað við núverandi stöðu er nær- tækast að líta til tengingar við evru, þótt auðvitað megi velta fjöl- mörgum öðrum kostum upp. Til eru ýmsar leiðir í þessum efnum, sem flestar eru ókannaðar en vert er að tæpa á. Nokkur fámenn ríki í Evrópu hafa með samningum, á grund- velli sérstakra samninga við Evr- ópusambandið, tekið upp evruna sem gjaldmiðil þótt þau standi utan sambandsins. Aðild Íslands að innri markaðnum gefur tilefni til þess að slíkir möguleikar séu kannaðir af fullri alvöru. Jafn- framt hljótum við að skoða ábend- ingar Guðmundar Magnússonar og Stefáns Más Stefánssonar um að aðild Íslands að Evrópska mynt- kerfinu gæti verið rökrétt útfærsla á EES samningnum. Allt fer þetta eftir pólitískum vilja og efnahags- legum hagsmunum. Traustari gjaldmiðill og frelsi í gjaldmiðlamálum Þá er ennfremur mikilvægt að hér ríki óskorað frelsi til þess að skrá hlutafé sitt, eiga viðskipti og gera upp í þeirri mynt sem henta hverju fyrirtæki. Æskilegast væri að jafnvel skattgreiðslur mætti inna af hendi í fleiri mynt- um en þeirri íslensku. Með því að tryggja fyrirtækjum slíkt frelsi ætti atvinnulífið að hafa flest þau tæki sem þarf til þess að standast alþjóðlega samkeppni og halda áfram að dafna. Þetta er kjarni þeirra úrlausnarefna sem við stöndum frammi fyrir í gjaldeyris- málum. Umræða um að aðild að ESB og upptaka evru á þeim grunni sé eini valkosturinn við núverandi fyrirkomulag er hins vegar ekki málefnaleg. Það er því brýnt að umræða um gjaldmiðlamál og peningahag- fræði sé ekki vængstýfð af fyr- irframgefnum ályktunum eða lituð af áróðri fyrir aðild okkar að ESB. Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Endurskoðum gjaldeyrismálin Auglýsingasími – Mest lesið Pólitískir flóttamenn Mál Pauls Ramses flóttamanns, sem sendur var á dögunum til Ítalíu, hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni. Miklar umræður hafa spunn- ist um málið og upp á síðkastið hafa ýmsir dregið trúverðugleika Pauls í efa. Sumir halda því fram að Paul stafi engin hætta af því að snúa aftur til Kenía. Aðrir hafa sakað hann um að vera fjársvik- ari. Enn aðrir efast um að hann segi satt um að hafa tekið þátt í stjórnmálum í heimalandinu. Lítið er um sannanir bak við þessar vangaveltur. En eitt er víst, að Paul hefur áhuga á stjórnmálum, svo mikinn raunar að hann skartaði bol merktum framsóknarflokknum á kosninga- plakötum flokks síns í Kenía. Íslenskir Framsóknarmenn hljóta að sýta það að missa þennan góða liðs- mann á pólitískan flótta. En svo má færa rök fyrir því að þessa dagana séu allir framsóknar- menn á pólitískum flótta. Fjörugt mannlíf Enn eru mannabreyting- ar á tímaritinu Mannlífi. Sigurjón M. Egilsson hefur verið látinn fara úr ritstjórastólnum eftir rúmlega hálfs árs viðdvöl. Á fáum árum hafa Gerður Kristný Guðjónsdóttir, Reynir Traustason, Kristján Þorvalds- son og Þórarinn Þórarinsson öll vermt þennan stól. Rafbyssuvinir Hundrað og sjö Íslendingar eru meðlimir í hópnum „Við VILJUM að Lögreglan fái rafbyssur“ á tengsla- netsvefnum Facebook. Öllu fleiri eru í hópnum „Við viljum EKKI að lögreglan fái rafbyssur“, eða 511 manns. Ekki þarf að koma á óvart að sjö meðlimir hóps þeirra sem heimta rafbyssur skarta einkennisbúningum lögreglunnar á auðkennis- myndum sínum. steindor@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.