Fréttablaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 20
MENNING 4 Þ að er langt um liðið síðan framleið- andinn Judy Craymer fékk þá hug- mynd að búa til söngleik úr Abba- lögum. Hún var nýskriðin úr skóla 1981 sem sýningarstjóri þegar hún komst í kynni við Tim Rice textahöfund sem þá var orðinn virtur í sínu fagi í Bretlandi: Joseph and the amazing Dreamcoat, Jesus Christ Superstar, Evita voru verk sem allir þekktu. Judy taldi Tim á að ráða sig sem aðstoðarmann. Hann var þá tekinn að ræða við Benny Anderson og Björn Ulveaus um söngleik byggðan á kalda stríðinu eins og það birtist í heimsmeistaraeinvígunum í skák, en Tim fylgdist líkt og margir menntamenn af áhuga með einvígi Fishers og Spasskís í Reykjavík og ekki síður átökum Kortsnojs við Karpov, bæði í Merano og á Filippseyjum. Craymer lenti þannig beint í hringiðunni þegar þessi þrenning smíðaði Chess og var reyndar skráð framleiðandi af frumsýningu hans í London 1986. Björn og Benny voru á þessum tíma að ná áttum eftir harkalega keyrslu í tíu ár sem höfundar og driffjaðrirnar í Abba. Inn í Chess runnu mörg af síðustu lögunum sem samin voru fyrir stelpurnar þegar hljómsveitin var að leysast upp, sundurslitin af skilnuðum og ofkeyrslu. Bandið sem spilaði á Chess-concept albúminu var Abba-bandið. Sviðsetningin í London var ekki síður erfið: Rice hélt við Elaine Page aðalsöngkonu sýningarinnar, leikstjórinn hætti við á síðustu stundu vegna veikinda og nýr tók við. Verkið var ekki full- þróað og var nánast velheppnað flopp á mæli- kvarða fyrri verka Rice. Judy Craymer var því öllu vön og sagðist hafa fengið nóg af söngleikjum þegar sýning- um á Chess var hætt í London 1987. Hún fór að vinna í framleiðslu kvikmynda og sjón- varpsefnis. En í huganum var hún alltaf að hugsa um söngleik með Abba-lögum. Sat heima hjá sér með allt safnið og valdi úr hvað henni þótti hafa gildi sönglags á sviði. En það var eitt að láta sig dreyma og annað að fá leyfi til að reyna að koma saman sögu kringum þessi lög: Hún hafði fengið leyfi hjá Björn að ríða út á hesti sem hann hélt í London svo það voru hæg heimatökin, en leyfi var ekki auðfengið. Björn og Benny eru kurteisir menn og sögðu hvorki já né nei. Sjálfir voru þeir teknir til við að smíða söngleik úr Vesturförunum eftir Moberg: söngleikurinn þeirra Kristin från Duvemala leit dagsins ljós 1995 og var leikinn í þrjú ár í Svíþjóð. Þeir eru enn að reyna að koma honum á Broadway. Þegar þeir loksins gáfu eftir réði Craymer unga konu til að skrifa bókina að Abba-söng- leiknum: Catherinu Johnson. Hún hafði sett saman leikverk, var bókmenntamenntuð og því var ekki nema eðlilegt að hún leitaði í gamla texta: gamalt franskt leikrit eftir Mari- vaux gaf hennni söguþráð: Ung kona ætlar að gifta sig. Móðir hennar hefur aldrei gefið upp hver barnsfaðir hennar er en þrír menn koma til greina. Unga stúlkan hefur upp á þeim og býður öllum þremur til brúðkaupsins. Til þessa hafa 30 milljónir leikhúsgesta séð söngleikinn Mamma Mia! Hann hefur farið á svið í átján sviðsetningum í 170 borgum á átta tungumálum og er nú sýndur í tíu löndum. Tíunda árið er framundan á sviðsetningunni í London. Í hverri viku eru keyptir miðar á söngleikinn fyrir sexhundruð milljónir íslenskra króna. Judy Craymer lagði líka allt undir: þegar konseftið og sagan voru til gekk henni hörmulega að fá fjármagn til að koma sköpunarverkinu á svið. það var ekki fyrr en Björn og Benny lögðu henni lið og henni var flogið til Stokkhólms á fund sænskra banka- manna að hún fékk fjármagn í verkið – sem enginn sér eftir. Hún heimtaði þegar í upp- hafi alla stjórn á verkefninu og bæði bankinn og Abba-bræður gáfu eftir. Hún réð virtan óperuleiksstjóra Phyllidu Lloyd til að leik- stýra ( síðasta verkefni hennar á undan tök- unum var Niflungahringurinn), réði engan þekktan leikara í upphafi og hefur haldið sömu reglu í samskiptum við Hollywood þegar kom að því að skoða verkið til kvik- myndunar. Það var fyrirtæki Toms Hanks sem kveikti á hugmyndinni þegar verkið kom upp á Broadway. Þá kom ekki til greina að selja réttinn: þeir gátu verið með, en Craym- er skyldi framleiða myndina, Johnson skrifa handritið og Lloyd leikstýra. Þær höfðu enga reynslu, en Craymer stóð fast á sínu. Hún skyldi taka inn þekkta bandaríska leikkonu en að öðru leyti ráða öllu. Áhugi Meryl Streep á hlutverki móðurinn- ar stóð á gömlum grunni: Skömmu eftir árás- irnar á New York fór hún og sá Mamma Mia! með hóp af tíu ára stelpum. Hún hreifst svo af þessari saklausu skemmtun að hún skrif- aði bréf til þeirra sem stóðu að sýningunni. Þegar henni var boðið að koma til viðtals um hlutverkið var hún staðráðin í að fá það. Það eru svo Pierce Brosnan, Colin Firth og Stellan Skarsgaard sem leika hina hugsanlegu pabba stelpuskottsins sem Amanda Seyfried leikur. Og hvernig mun þetta ganga spyrja menn: Björn getur ekki verið annað en bjartsýnn: „Við vitum ekkert“, segir hann. Sannleikur- inn er sá að þrátt fyrir gríðarlega sölu á tón- list Abba hafa þeir Björn og Benny átt í veru- legum erfiðleikum með afrakstur þessara ára. Samstarfi þeirra við umboðsmanninn Stiggan Anderson lauk með málaferlum en hann hafði stungið undan stórum hluta hagn- aðar Abba. Stúdíó þeirra Polar í Stokkhólmi lokaði eftir nokkra velgengni. Þótt bæði Chess og Kristina hafi gengið vel í Svíþjóð hefur vegur þeirra verka ekki verið sú sigurganga sem gæði þeirra gáfu vonir um. Í fyrra lauk tólf ára málaferlum þeirra við sænska rithöfundinn Carl Johan Seth sem taldi sig eiga höfundarrétt á Kristínu. Björn hefur haft hægt um sig og deilt tíma sínum milli London og Svíþjóðar þar sem hann býr. Benny hefur verið iðinn við hljóm- sveitarstjórn á sínu stóra húsbandi BAO, Benny Anderson Orkestra, sem túrar reglu- lega um Svíþjóð. Hann sá sjálfur um stjórn á upptökunum á tónlistinni fyrir bíómyndina heima í Stokkhólmi. Söngurinn var tekinn upp í Air Stúdíóinu í London. Diskurinn með úrvali þeirra tuttugu sex laga sem í myndinni eru kom út í vikunni og er það fyrsta sem kemur frá Anderson sem framleiðanda á Abba-lögum í langan tíma. Benny segir vinsældir Abba ekki bara byggja á tónsmíðum sínum og upptökustjórn Trekov sem bjó til Abba-hljóminn. Það séu textar Björns, þessar litlu sögur, sem séu grundvöllurinn fyrir vinsældunum. þeim hafi tekist að færa poppljóðið ögn lengra en fyrir- mynd þeirra, Bítlunum. Þessar sögur hafi gert söngleikinn svona vinsælan. Og nú er bara að sjá hvernig hefur tekist til með kvikmyndina: gagnrýnendur austan hafs og vestan eru hrifnir. Þegar er staðhæft að Meryl Streep fái tilnefningu til Óskars. Bæði söngleikurinn og kvikmyndin sækja opin- skátt til kvenna – þetta er rómantísk mynd og reynslan í skemmtibransanum er sú að slíkar sögur ganga alltaf best þegar kreppir að. En eitt er víst: sýningar næstu mánuði munu enn staðfesta það sem margir vissu fyrir: Björn Ulveus og Benny Anderson eru í hópi flinkustu lagasmiða dægurlagaiðnaðarins á vesturlöndum á síðustu öld. BRÚÐKAUP í Eyjahafi Kvikmyndin Mamma Mia! hefur verið fyrirferðarmikil í kynningu í liðinni viku en forsýningar hafa staðið yfi r í London frá mánaðamót- um. Agnetha og Anni-Frid mættu á frumsýningu í Stokkhólmi fyrir viku og er það í fyrsta sinn í mörg ár sem vitað er af öllum meðlimum Abba undir sama þaki. Myndin var frumsýnd hér á landi og í Bandaríkjunum í vikunni. Hún verður frumsýnd í yfi r þrjátíu löndum fram á haust. Dómar lofa góðu. Í fyrramálið verður því ljóst hvernig viðtökur almennings í hinum vestræna heimi verða við þessu safni gamalla Abba-laga þegar aðsóknartölur helgarinnar liggja fyrir. KVIKMYNDIR PÁLL BALDVIN BALDVINSSON Hótelstýra á harða hlaupum á grískri strönd. Meryl Streep í hlutverki Donnu sem hún syngur af mikilli prýði í söngvamyndinni Mamma Mia! MYND: PETER MOUNTAIN/UNIVERSAL 2008/MYNDFORM Þjóðmenningarhúsið – The Culture House National Centre for Cultural Heritage Hverfi sgötu 15 · 101 Reykjavík Sími 545 1400 · www.thjodmenning.is Sýningar · leiðsögn · verslun Opið daglega kl. 11.00 – 17.00 Leiðsögn án endurgjalds í boði fyrir skólahópa. Leiðsögn á ensku um handritasýninguna kl. 15.30 alla virka daga nema miðvikudaga. Veitingar á virkum dögum. Aðrar sýningar: Handritin - saga handrita og hlutverk um aldir. Síðbúin sýn - ljósmyndir Halldórs Laxness. Reykjavík - ljósmyndir Ara Sigvaldasonar. Þjóðin og náttúran - kvikmyndir Páls Steingrímssonar. SÝNINGAR Á ÖLLUM HÆÐUM Lj ós m yn d : © L ov ís a G . Á sb jö rn sd ót tir SURTSEY – JÖRÐ ÚR ÆGI Surtsey er komin á heimsminjaskrá UNESCO yfi r náttúruminjar sem eru einstakar á heimsvísu. Sérstaða Surtseyjar felst einkum í því að hún var friðuð frá upphafi og lífríki hennar hefur þróast án afskipta mannsins. Á sýningu Náttúrufræðistofnunar Íslands er rakin myndunar- og þróunarsaga Surtseyjar fram til dagsins í dag og spáð fyrir um framtíð eyjarinnar og þróun lífríkis hennar næstu 120 árin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.