Fréttablaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 29
ATVINNA SUNNUDAGUR 13. júlí 2008 137 Grunnskólar Akureyrar Lausar stöður fyrir skólaárið 2008-2009 • Brekkuskóli v/Skólastíg: 100% staða tónlistarkennara. • Glerárskóli v/Höfðahlíð: 100% staða kennara. • Lundarskóli v/Dalsbraut: 100% staða umsjónarkennara. • Hlíðarskóli v/Varpholt: 100% staða þroskaþjálfa eða iðjuþjálfa, 100% staða uppeldisfulltrúa og 60%-70% staða matráðar. Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu Akureyrarbæjar: www.akureyri.is en þar er einnig að fi nna nánari upplýsingar um störfi n. Aðgengi að tölvu og aðstoð við innskráningu umsókna stendur til boða á Amtsbókasafninu og í þjónustuanddyri Ráðhússins. Skóladeild, Glerárgötu 26, Akureyri Vantar þig Smiði, múrara, járnabindingamenn, málara eða aðra starfsmenn? Höfum á skrá fólk sem óskar eftir mikilli vinnu. Getur hafi ð störf nú þegar. Proventus starfsmannaþjónusta s. 661 7000 Starf með yngri einstaklingum með langvinna sjúkdóma Skógarbær leitar að einstaklingi til að sjá um dægradvöl og félagsskap fyrir yngri einstaklinga með langvinna sjúkdóma. Upplagt tækifæri fyrir nemendur í félagsfræði, iðjuþjálfun eða þroskaþjálfun. Um er að ræða verkefni frá 1. ágúst í 3 til 4 mánuði. Vinnuhlutfall og vinnutími er samkomulag en verkefnið er hugsað sem félagsskapur og dægradvöl fyrir eða eftir hádegi og jafnvel einhver kvöld eða helgar. Verkefnið er styrkt að Lionsklúbbnum Frey, Reykjavík. Umsóknarfrestur er til og með 22. júlí 2008. Upplýsingar gefur Jónbjörg Sigurjónsdóttir hjúkrunarforstjóri í síma 510-2101 og 898-5207. Netfang: jonbjorg@skogar.is Upplýsingatækni Tryggingastofnun leitar að áhugasömu starfsfólki í upplýsingatækni. Framundan eru mörg spennandi og fjölbreytt verkefni. Í boði eru samkeppnishæf laun fyrir rétta aðila, gott starfsumhverfi og möguleiki á virkri endurmenntun. Starfssvið • Umsjón með greiningu og þróun upplýsingakerfa • Eftirlit með framvindu verkefna og hugbúnaði • Samskipti við þjónustuaðila og notendur • Ráðgjöf um högun upplýsingakerfa • Áætlanagerð og önnur tilfallandi verkefni Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólapróf á sviði tölvunarfræði, verkfræði eða sambærileg menntun, þekking eða starfsreynsla sem nýtist í starfi • Reynsla af verkefnastjórnun er nauðsynleg • Gott vald á mæltu og rituðu máli • Færni í samskiptum, Nánari upplýsingar veitir Einar Hrafnkell Haraldsson deildarstjóri hugbúnaðardeildar: einar.haraldsson@tr.is Sérfræðingur Starfssvið • Umsjón og eftirlit með gagnavinnslum • Prófanir á hugbúnaði • Útgáfustýring • Gæðamál • Verkferlar og skjölun • Greiningavinna og önnur tilfallandi verkefni Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólapróf á sviði tölvunarfræði eða sambærileg menntun, þekking eða starfsreynsla sem nýtist í starfi • Færni í samskiptum, frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum Nánari upplýsingar veitir Kristín Atladóttir deildarstjóri rekstrardeildar: kristin.atladottir@tr.is. Sjá einnig upplýsingar um auglýst störf á www.tr.is. Vinsamlegast sendið umsóknir og starfsferilsskrár rafrænt (starf@tr.is) eða í pósti til starfsmannaþjónustu Tryggingastofnunar, Laugavegi 114, 150 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 27. júlí 2008. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Hjá Tryggingastofnun starfa um 200 manns, þar af 15 í upplýsingatækni. Megináhersla í stefnu TR í upplýsingatækni er að byggja upp heildstæð og samþætt upplýsingakerfi sem styðja vel við starfsemina til hagræðis fyrir viðskiptavini. Hugbúnaðarkerfi TR eru með þeim stærri og viðameiri á landinu. Sérfræðingur, Eftirlit TR Tryggingastofnun óskar að ráða í starf sérfræðings í eftirlitsdeild. Sérfræðingurinn heyrir undir forstöðumann Eftirlits og mun vinna náið með honum og öðrum starfsmönnum að eftirliti með áreiðanleika og réttmæti bóta- og samningsgreiðslna. Eftirlit er staðsett á þróunarsviði. Verkefni: • Greina og rannsaka mál hjá Eftirliti TR. • Taka þátt í að byggja upp Eftirlit TR ásamt forstöðu manni deildarinnar. • Samræma verkferla vegna eftirlits TR og aðstoða fagdeildir við eftirlit. • Taka þátt í að þróa eftirlitskerfi TR. • Sjá um utanumhald um afgreiðslu og skjölun mála. • Aðstoða forstöðumann við skipulagningu og framkvæmd eftirlitsaðgerða. • Aðstoða forstöðumann við samantektir og tölfræðiúrvinnslu. • Samskipti við ýmsa utanaðkomandi aðila, á Íslandi og erlendis, vegna eftirlits. Menntunar- og hæfniskröfur: • Lágmarkskröfur um menntun: Viðskiptafræði, verkfræði eða sambærilegt. • Reynsla og þekking sem nýtist í starfi . • Hæfi leika til að sjá tækifæri í nýtingu tölvutækni við úrlausnir verkefna. • Frumkvæði. • Öguð, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. • Færni í mannlegum samskiptum. • Metnaður til þess að ná árangri í starfi . • Gott vald á íslenskri tungu og góð tölvukunnátta. • Góð kunnátta í norðurlandatungumáli og ensku. Nánari upplýsingar veitir Gunnar Þ. Andersen, framkvæmdastjóri þróunarsviðs og Guðjón Skúlason, starfsmannastjóri, sími 560 4400. Senda má upplýsingar rafrænt eða í pósti til starfsmannaþjónustu Tryggingastofnunar, Laugavegi 114, 150 Reykjavík, tölvupóstfang starf@tr.is. Umsóknarfrestur er til 27. júlí 2008. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Skjala- og upplýsingastjóri Tryggingastofnun óskar að ráða sem fyrst bókasafns- og upplýsingafræðing. Starfi ð felst einkum til að byrja með í mótun skjala- og upplýsingastjórnunarkerfi s í fjölbreyttu umhverfi með áhersla á rafræna stjórnsýslu. Leitað er að liprum og áhugasömum starfsmanni í spennandi og krefjandi verkefni. Starfssvið • Skipulag og mótun upplýsingakerfi s • Yfi rumsjón með áætlunum um varðveislu gagnaog skjalavistun • Þátttaka í áætlunum um rafræna skjalavistun og þróun hennar • Þjónusta jafnt innávið sem útávið um skjölun og upplýsingar • Ráðgjöf og aðstoð við starfsfólk varðandi stjórn og meðferð skjala • Umsjón með bókasafni Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun eða starfsreynsla í bókasafns- og upplýsingafræðumeða önnur sambærileg menntun • Góð reynsla og kunnátta á upplýsingakerfum • Skipulögð, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð • Frumkvæði og vandvirkni í störfum • Jákvætt viðmót og samskiptahæfi leikar Nánari upplýsingar veitir Ragnar M. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs (ragnarmg@tr.is) og Guðjón Skúlason, starfsmannastjóri (gudjonsk@tr.is). Vinsamlegast sendið umsóknir og starfsferilsskrár rafrænt (starf@tr.is) eða í pósti til starfsmannaþjónustu Tryggingastofnunar, Laugavegi 114, 150 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 27. júlí 2008. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Verkefnastjóri Stefna Tryggingastofnunar er að vera öfl ug og traust stofnun, ákvarða og inna af hendi réttar greiðslur, veita gagnlegar upplýsingar og ráðgjöf til viðskiptavina og annast eftirlit með málefnum sem TR eru falin samkvæmt lögum á faglegan, öruggan og hagkvæman hátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.