Fréttablaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 2
2 16. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR FORNLEIFAR Hópur innlendra og útlendra manna sem leita að dýrgripum svokallaðra musteris- riddara fer síðar í þessum mánuði upp á Kjöl til að halda áfram rannsóknum sínum í Skipholts- krók. Eins og áður hefur komið fram telur hópurinn að vera kunni að dýrgripirnir, meðal annars kaleikur Krists og skjöl úr frumkristni, kunni að hafa vera grafnir í jörðu í leynihvelfingu á Kili. Rannsóknarhópurinn hefur sérstakt leyfi sveitarstjórnar Hrunamannahrepps til að grafa skurð við Skipholtskrók til að geta komið jarðsjártækjum sínum betur við. - gar Leitin að kaleiki Krists: Fara á Kjöl í lok júlí með jarðsjá SÍÐASTA KVÖLDMÁLTÍÐIN Málverk Leonardos da Vinci er sagt innihalda vísbendingar um geymslustað kaleiks Krists. Björgvin, er Stundin okkar Björg-vin í eyðimörkinni fyrir íslensk börn? „Jú, jú, og börnin geta orðið Björg- vinir mínir í leiðinni.“ Björgvin Franz Gíslason, umsjónarmaður Stundarinnar okkar, leitar nú logandi ljósi að efni frá hæfileikaríkum börnum sem gætu komið fram í þættinum í vetur. LÖGREGLUMÁL „Þessir bjánar hafa líklega greindarvístitölu á við hund,“ segir Hildur Jónsdóttir um óprúttna aðila sem rændu ýmsum hlutum úr íbúð hennar og unnusta hennar, Andra Ólafssonar, meðan þau voru í ferðalagi um síðustu helgi. Hildur og Andri búa í Grænuhlíð 8 í Hlíðahverfinu. Þrjótarnir kom- ust inn um glugga sem rifa var á fyrir heimilisköttinn. „Mig grunar að þarna hafi strákvitleysingar verið á ferð. Ég hefði alltént stolið einhverju öðru ef ég væri ræningi,“ segir Hildur. Þjófarnir höfðu á brott með sér þriggja ára gamla fartölvu, tuttugu dvd-myndir og pela af Tópas-skoti, auk 10.000 króna sem Ester, sex ára dóttir Andra, hafði safnað sér og geymdi í sparibauk sem þjófarnir brutu upp. Þeir létu hins vegar heimabíókerfi og ýmislegt annað verðmætt eiga sig. „Við vorum á leiðinni í bankann með peningana sem Ester hafði safnað sér og þetta er leiðinlegt hennar vegna,“ segir Hildur. „Við viljum samt aðallega fá far- tölvuna okkar aftur. Hún er gömul og nánast ónýt, en í henni eru marg- ar ómetanlegar fjölskyldumyndir og námsgögn. Ef einhver mamman í hverfinu hefur séð son sinn með ókunna tölvu, þá hvet ég hana til að hafa samband við mig,“ segir Hild- ur. Hún tekur fram að tölvan sé auðþekkjanleg, með appelsínugulu loki og Carhartt-límmiða á lykla- borðinu. - kg Hildi Jónsdóttur grunar að strákvitleysingar hafi rænt íbúð hennar um helgina: Mömmur hafi augun hjá sér SAKNAR TÖLVUNNAR Hildur Ólafsdóttir segir tölvuna sem stolið var úr íbúð hennar vera einskis virði fyrir aðra en hana og unnusta sinn. ALÞINGI Ríkisstjórn Íslands tók embættisveitingu forseta fyrir á fundi sínum í gær. Ólafur Ragnar Grímsson sver embættiseið forseta á ný þann 1. ágúst. Mikill undirbúningur hefur þegar farið fram í forsætisráðu- neytinu að sögn Elísabetar Sigurðardóttur, lögfræðings hjá ráðuneytinu. Embættisveitingin fer fram í Alþingishúsinu en fyrst sækja gestir athöfn í Dómkirkjunni sem einnig er opin almenningi. „Athöfnin verður með hefð- bundnu sniði,“ segir Elísabet. „Þetta verður heilmikill viðburð- ur og mjög hátíðlegur.“ - ht Embættisveiting forseta: Tekin fyrir hjá ríkisstjórninni FYRIR FJÓRUM ÁRUM Ólafur Ragnar Grímsson sór embættiseið forseta í þriðja sinn þann fyrsta ágúst árið 2004. BRETLAND Nígerískir svikahrappar hafa platað þúsundir dala út úr ungum afrískum knattspyrnu- mönnum. Starsfólk fréttastofu breska útvarpsins BBC kom upp um svikin, og skýrir frá öllu saman á vefsíðum sínum. Svikahrapparnir hafa haft samband við fótboltamenn, sem hafa sett upplýsingar um sjálfa sig á netið í von um að umboðsmenn góðra liða í Bretlandi taki eftir þeim og bjóði þeim samning. Svikararnir biðja síðan hina ungu og áhugasömu íþróttamenn um að senda peninga, sem sagðir eru vera skráningargjald til að fá að leika fyrir umboðsmenn liðanna. En þeir sjá svo peningana aldrei aftur. - gb BBC afhjúpar svikara: Svíkja fé út úr fótboltamönnum SAMFÉLAGSMÁL Einelti markar fólk fyrir lífstíð og getur í versta falli verið lífshættulegt. Þetta segir Ingibjörg Helga Baldursdóttir, móðir ungs manns sem svipti sig lífi í lok síðasta mánaðar. Sonur hennar hét Lárus Stefán Þráinsson og var aðeins 21 árs þegar hann lést. Ingibjörg fylgdi syni sínum til grafar 3. júlí síð- astliðinn. Hún segir þau þrjú ár sem Lárus þurfti að sæta gegndar- lausu einelti hafa markað hann fyrir lífstíð. Hún barðist fyrir son sinn frá því hann var lítill og ætlar að halda baráttu sinni áfram þótt hann sé fallinn frá. „Eineltið hófst í 6. bekk í grunn- skóla í Hafnarfirði. Það er samt þannig að þessar litlu óhörðnuðu sálir vilja ekkert gera sem gæti valdið foreldrunum áhyggjum. Þannig var það hjá Lárusi og þess vegna þagði hann yfir því hve illa honum leið í skólanum. Það var ekki fyrr en um ári síðar að bekkj- arsystur sögðu foreldrum sínum frá hvernig komið væri fram við einn drengjanna í bekknum,“ segir Ingibjörg um upphaf baráttunnar. Næstu tvö árin segist Ingibjörg hafa reynt hvað eftir annað að fá skólayfirvöld og foreldra gerend- anna til að stöðva eineltið. Allt hafi þó komið fyrir ekki. Að lokum hafi hún fengið þau svör hjá skólayfir- völdum að ef eineltinu ætti að linna þyrfti Lárus að fara í annan skóla. Önnur leið væri ekki fær. Ingibjörg sótti því um fyrir hann í Tjarnar- skóla í Reykjavík en sá skóli er einkarekinn. „Hann náði sér samt aldrei aftur á strik. Svo brotinn var hann and- lega eftir reynsluna í gamla bekkn- um,“ segir hún. Ingibjörg segir málefni barna sem verða fyrir ein- elti hafa orðið útundan síðustu árin og því þurfi að ýta við umræð- unni á nýjan leik. Við útför Lárus- ar afþökkuðu aðstandendur hans blóm og kransa. Þess í stað bentu þau á minningarsjóð hjá Kaup- þingi sem stofnaður hefur verið í nafni Lárusar og er ætlunin að nota féð sem á reikninginn safnast til að vinna gegn einelti. Ingibjörg segir mikinn fjölda foreldra barna sem hafa sætt ein- elti hafa haft samband við sig vegna þessa og minnir á að það eru ekki aðeins börnin sem gráta sig í svefn á kvöldin heldur líka foreldr- arnir. Syni sínum verði ekki bjargað en lausn sé hægt að finna fyrir önnur börn og foreldra þeirra. „Það er ekki hægt að lýsa því með orðum hve sárt það er að horfa upp á barnið sitt þjást vegna ein- eltis. Ég vil gera það sem ég get til að hægt verði að hjálpa börnum og foreldrum þeirra úr þeirri stöðu sem ég og Lárus vorum í á sínum tíma með því að minna á mikil- vægi þess að vinna gegn þessu,“ segir Ingibjörg. karen@frettabladid.is Ekkert er sárara en að horfa upp á barn þjást Móðir ungs manns sem svipti sig lífi í lok síðasta mánaðar segir einelti hafa hrakið son sinn í dauðann. Hún og faðir hans vilja halda minningu sonarins á lofti og ýta við umræðunni í von um að öðrum börnum verði bjargað. LANDBÚNAÐUR Nýjar íslenskar kartföflur frá Birki Ármannssyni í Vestur-Holti í Þykkvabæ komu á markað á höfuðborgarsvæðinu í gær. Úlfar Eysteinsson, eigandi veitingastaðarins Þriggja frakka, var ekki lengi að tryggja sér þetta úrvals hráefni og gerði matgæð- ingurinn Nanna Rögnvaldardóttir sér ferð á veitingastaðinn til að kanna gæðin. „Þær voru alveg ljómandi góðar og Úlfar sauð þær alveg mátu- lega,“ sagði hún eftir að hafa smakkað. Einar K. Guðfinnsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráð- herra, mætti og fékk að bragða tvær af bestu afurðunum sem undir ráðuneytið hans heyra; fisk og kartöflur. „Ég held að honum hafi bara líkað vel, alltént heyrði maður ekkert nema smjatt, smjatt úr mat- salnum,“ segir Nanna og hlær við. Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri miðborgar- mála, var einnig að snæðingi og virtist ánægður með góðgætið sem miðbærinn hefur upp á að bjóða. - Nýjar íslenskar á borðum: Fóru vel í ráðherrann UNGLINGAR Ingibjörg Helga Baldursdóttir vill gera allt sem hún getur til að börnum sem verða fyrir einelti og foreldrum þeirra verði hjálpað. MYNDIN ER ÚR SAFNI LÁRUS STEFÁN ÞRÁINSSON Lést aðeins 21 árs gamall. SVÍÞJÓÐ Átján manns slösuðust, þar af tveir alvar- lega, í skemmtigarðinum í Liseberg skammt frá Gautaborg í gær þegar vagn sem fólkið sat í losnaði af hringekju. „Við höfðum labbað framhjá tækinu skömmu áður en sem betur fer hafði strákurinn ekki áhuga á því,“ segir Herdís Njálsdóttir sem var í skemmtigarðin- um þegar slysið varð ásamt manni sínum Hafsteini Gunnarssyni og Erlingi Erni Hafsteinssyni, syni þeirra. „Við sáum ekki hvað gerðist en það komu að okkur öryggisverðir og beindu okkur frá svæðinu sem síðan var lokað af,“ segir hún. „Knattspyrnumótið Gothiacup fer nú fram í Gautaborg og eru um 35 þúsund keppendur á aldrinum 13 til 16 ára hér, þar af um 350 íslenskir,“ segir Sigurlás Þorleifsson sem fór með hóp ungra Eyjamanna frá ÍBV. „Strákarnir voru nýkomnir úr skemmtigarðinum þegar við fréttum af slysinu en þeir höfðu víst ekki áhuga á þessu tæki,“ bætir hann við. Engir Íslendingar voru í tækinu þegar slysið varð. „En þó lukkan hafi verið með okkur í dag þá er henni ekki fyrir að fara á fótboltavellinum,“ segir Herdís en sonur hennar leikur með ÍBV sem leikið hefur fjóra leiki en ekkert stig hlotið. Fyrir tveimur árum slasaðist þrítug kona alvar- lega í sama skemmtigarði en þó ekki í sams konar tæki og brást í gær. - jse Fjöldi Íslendinga hafði verið í skemmtigarðinum áður en slysið varð í Liseberg: Lukkan með íslensku strákunum FRÁ SLYSSTAÐ Átján manns slösuðust þar af tveir alvarlega þegar vagn losnaði af leiktæki í skemmtigarðinum í Liseberg. Fjölmargir Íslendingar höfðu verið í garðinum en höfðu ekki áhuga á umræddu leiktæki. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNMÁL Aðeins fjórðungur þjóðarinnar treystir Geir H. Haarde forsætisráðherra til að leiða hana út úr þeim efnahags- þrengingum sem nú ganga yfir, samkvæmt skoðanakönnun sem Capacent gerði fyrir Stöð 2 í byrjun þessa mánaðar. Rúm sextíu prósent svarenda sem styðja Sjálfstæðisflokkinn sögðust treysta Geir. Aðeins tæp sextán prósent samfylkingar- manna sögðust treysta honum, rúm átta prósent framsóknar- manna og sex og hálft prósent vinstri grænna.Ellefu hundruð manns voru í úrtakinu og var svarhlutfall fimmtíu prósent. - gh Skoðanakönnun Capacent: Fjórðungur treystir Geir JAKOB FRÍMANN OG EINAR K. AÐ SNÆÐINGI Landbúnaðar- og sjávarút- vegsráðherra naut þess besta sem á einum diski sem íslenskur landbúnaður og sjávarútvegur hefur upp á að bjóða. Stalín eða Nikulás annar Könnun Rússneska ríkissjónvarpsins Rossiya bendir til þess að Rússar telji fyrrum einræðisherrann Jósef Stalín og fyrrum keisarann Nikulás annan mestu mikilmenni rússneskrar sögu. Könnun er þó óformleg og fer fram á netinu. RÚSSLANDBrenndist á andliti Starfsmaður sem vinnur að malbikun á Akureyri brenndist á andliti um klukkan fjögur í gærdag. Slysið varð með þeim hætti að það slokknaði á gashitara sem heldur tjöru heitri í malbikunarvélinni. Þegar verið var að kveikja upp aftur spúðist eldur yfir andlit mannsins. Hann var sendur á sjúkrahús til kælimeðferðar. LÖGREGLUFRÉTTIR SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.