Fréttablaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 16. júlí 2008 11 DÓMSMÁL Hæstiréttur úrskurðaði á föstudag að farbann yfir Viggó Þóri Þórissyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Verðbréfa- þjónustu sparisjóðanna (VSP), skuli framlengt til 9. september. Viggó er grunaður um tilraun til stórfelldra fjársvika fyrir að hafa gefið út tilhæfulausa ábyrgðaryfirlýsingu í nafni VSP að fjárhæð tvö hundruð milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega fimmtán milljarða íslenskra króna. Rannsókn málsins hefur staðið frá því í apríl 2007. Nokkrar tafir hafa orðið á henni þar sem leita hefur þurft aðstoðar yfirvalda í Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Ermasundseyjum og Filipseyjum. - gh Grunaður um stórfelld fjársvik: Farbannið framlengt Máttur kvenna i & ii Háskólinn á Bifröst býður upp á rekstrar- nám í fjarnámi fyrir konur sem hafa áhuga á að bæta rekstrarþekkingu sína. Markmið námsins er m.a. að gera konur í atvinnurekstri hæfari til að reka fyrirtæki sín, skapa fleiri störf á landsbyggðinni, auka arðsemi fyrirtækja og að efla tengslanet kvenna. Námskeiðið hefst með vinnuhelgi á Bifröst en svo tekur við 3 mánaða kennsla í fjarnámi . Náminu lýkur með vinnuhelgi og formlegri útskrift. Diplóma í verslunarstjórnun Háskólinn á Bifröst býður upp á diplóma- nám í verslunarstjórnun. Um er að ræða tveggja ára starfstengt nám á framhalds- skólastigi sem fram fer að mestu með fjarnámi. Markmið námsins er að auka hæfni og þekkingu starfsfólks sem vinnur við verslun og þjónustu. Að námi loknu útskrifast nemendur með diplómapróf í verslunar- stjórnun en það veitir rétt til frekara náms við frumgreinadeild Háskólans á Bifröst. Rekstur smærri fyrirtækja Auknar kröfur um aukið hagræði í rekstri og skilvirka þjónustu fyrirtækja kalla á hald- góða menntun rekstraraðila. Háskólinn á Bifröst býður eigendum og rekstraraðilum smærri fyrirtækja upp á sérhæft nám sem svar við þeirri þörf sem skapast hefur á þeim markaði sem smærri fyrirtæki starfa á. Rekstur smærri fyrirtækja (RSF) er nám sem þú getur stundað með vinnu og þannig bætt þekkingu þína. Námið nýtist því frá fyrsta degi í rekstri fyrirtækis þíns. ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á BIFROST.IS FRUMGREINADEILD VIÐSKIPTADEILD LAGADEILD FÉLAGSVÍSINDADEILD Diplóma í verslunarstjórnun Máttur kvenna I og II Rekstur smærri fyrirtækja Áfram menntaveginn! Símenntun við Bifröst E N N E M M / S ÍA / N M 3 2 19 9 www.bifrost.is SJÁVARÚTVEGUR Heildarafli fisks samkvæmt nýjustu tölum Hag- stofunnar eru tæplega 61.000 tonn en í júní í fyrra var aflinn rúmlega 112.000 tonn. Samdrátt- ur var í öllum stærstu tegundun- um. Ástæða þessa mikla samdrátt- ar er að sögn Ara Arasonar hjá Fiskistofu minnkandi veiði á kol- munna. „Stóri munurinn felst í því að það er enginn kolmunni. Kol- munninn var 34.000 tonn í júní í fyrra en núna í júní var ekkert veitt af kolmunna,“ segir Ari. Hann segir einnig vera samdrátt í botnfisksaflanum sem dróst saman um 15.000 tonn. Stærsta talan þar sé í úthafskarfanum sem minnkaði um 7.000 tonn. Friðrik J. Arngrímsson fram- kvæmdastjóri LÍÚ segir ástæður minnkandi kolmunnaveiði vera tvíþættar. Það sé annars vegar breytt göngumynstur hans og hins vegar séu veiðarnar mjög orkufrekar. „Líklega hefði verið veitt töluvert meira af kolmunna í ár ef olíuverðið væri ekki svona hátt,“ segir Friðrik. Hann segir kolmunnann mun dreifðari nú en oft áður og því borgi sig ekki fyrir skip að leggja til svo orkufrekra veiða sem kol- munnaveiðar eru. - vsp Heildarafli hefur dregist saman um helming í júní miðað við sama tíma í fyrra: Minnkandi kolmunnaveiðar hafa áhrif BREYTING Í HEILDARAFLA MILLI 2007 OG 2008 Tegund Í tonnum Heildarafli -51.218 Botnfiskafli -14.587 Þorskur -3.491 Ýsa -897 Ufsi -1.550 Karfi -449 Annar botnfiskafli -8.200 Flatfisksafli -90 Síld -4.932 Loðna 0 Kolmunni -34.487 Annar uppsjávarfiskur 2.424 Skel- og krabbadýraafli 228 Annar afli 226 KOLMUNNASKIP Ekkert var veitt af kolmunna í nýliðnum júnímánuði sem skýrir að mörgu leyti samdrátt í heildar- aflanum. FRÉTTABLAÐIÐ/EIRÍKUR NEYTENDUR Heimsóknafjöldinn á heimasíðuna samferda.net hefur margfaldast á síðustu mánuðum. „Ég veit ekki hvort þessar auknu vinsældir tengjast auknum sparnaði Íslendinga eða meiri vitund um síðuna,“ segir Birgir Þór Halldórsson sem stýrir síðunni. „Nú eru fjörutíu ferðir í boði á síðunni og í kringum hundrað heimsóknir á dag sem er miklu meira en áður.“ Það má segja að síðan bjóði upp á tæknilega útgáfu af puttaferðalögum þar sem hægt er að finna ferðafélaga á netinu. Bæði er hægt að bjóða fólki far í bíl með sér og óska eftir fari. - ges Samferda.net sífellt vinsælli: Puttaferðalög í gegnum netið FERÐALANGAR Líklega verður ekki troðið svona í bílana hjá samferda.net en allir ættu þó að geta fengið far. SAMFÉLAGSMÁL Barna- og unglinga- geðdeild Landspítalans, BUGL, hefur borist milljón króna styrkur frá Kiwanisklúbbnum Elliða. Klúbburinn gaf á dögunum út söngbók sem hann hefur selt í þeim tilgangi að styrkja starf- semina. Allur ágóði af bókinni mun renna í sérstakan styrktar- sjóð sem nefnist Birtan en nú þegar hafa safnast 1,9 milljónir króna. Fyrstu tvö verkefnin snúa bæði að útgáfu fræðsluefnis fyrir skjólstæðinga BUGL og aðstand- endur þeirra. - ges Kiwanisklúbbur gefur milljón: Elliði styrkir starfsemi BUGL Tólf mánaða í leikskóla Börn frá tólf mánaða aldri munu framvegis eiga kost á leikskólaplássi í Stykkishólmi eftir að bæjarráðið sam- þykkti samhljóða tillögu þessa efnis. Í tillögunni kemur fram að foreldrar hafi ekki átt kost á dagvistun fyrir tólf til átján mánaða börn og margir því ekki getað snúið aftur til vinnu að loknu foreldraorlofi. STYKKISHÓLMUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.