Fréttablaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 17
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Bjórbandið er hljómsveit sem hefur ferðast víða um Evrópu síðustu ár og gert garðinn frægan. „Ætli við séum ekki frægasta götuhljómsveit Íslands- sögunnar,“ segir Adólf Bragason, bassaleikari í Bjór- bandinu, og brosir út í annað er blaðamaður Frétta- blaðsins spyr hann út í ævintýri hljómsveitarinnar á götum Evrópu. Bjórbandið spilaði fyrst í Evrópu fyrir sjö árum. Þá leigðu meðlimir þess níu manna bílaleigubíl í Frakk- landi og óku þvert í gegnum ellefu lönd á þremur mán- uðum og spiluðu á götum úti. „Þetta var alveg geggjuð ferð, þar sem við héldum okkur uppi einungis með því að spila og syngja. Ásamt því að spila á götum úti vorum við fengnir til að koma fram á alls konar uppá- komum á skrítnum stöðum. Fólk sá okkur fyrr um daginn úti á götu og bókaði okkur í veislu um kvöldið. Við spiluðum óvænt á bjórhátíð í Þýskalandi, í einka- veislu fyrir ríkan barón og vini hans í Amsterdam, 18 ára afmæli í Feneyjum með fimmtíu öskrandi kaþólskum stúlkum í brjáluðum hita og svo mætti lengi telja,“ segir Adólf. Tveimur árum eftir Evrópureisuna flutti hljóm- sveitin til Kaupmannahafnar þar sem meðlimir bands- ins stunduðu háskólanám. „Við eigum marga klukkutíma af ómetanlegu efni á vídeó af ferðum bandsins í Evrópu og stefnum við á að gera heimildarmynd úr efninu. Við erum búnir að bóka nokkur brúðkaup í sumar og slatta af árshátíðum í haust,“ segir Adólf og minnir á að Bjórbandið muni spila á dansleik á 800 Bar á Selfossi laugardagskvöldið 19. júlí og bendir einnig á heimasíðu Bjórbandsins sem er www.bjorbandid.com. mikael@frettabladid.is Spiluðu um alla Evrópu Adólf Ingvi og Skúli Arason trommuleikari upplifðu margt á tónleikaferð sinni um Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN ALLIR AÐ SPARA Flestir Íslendingar sem eru að kaupa sér bíl vilja nú heldur ódýran og sparneytinn bíl en nýjan og dýran bensínhák. BÍLAR 2 TÍMARNIR TVENNIR Í Mýrinni,elsta hverfi Parísar, leika börnin sér í körfubolta upp við sjö hundruð ára gamlan borgarvegg. FERÐIR 3 Sölustaðir: Járn og gler · Garðheimar · Húsasmiðjan · Egg · Búsáhöld Kringlunni Útilegumaðurinn · Motor Max · Everest · Seglagerðin Ægir · www.weber.is X E IN N J G 5 x1 0 W eb er Q – gasgrill í úti-leguna! Bjóddu henniút að borða) Dugguvogi 2 /Simi 557 9510 / patti.is Lager hreinsun allt að -60% Húsgagna lagersala t.d sófasett, hornsófar, tungusófar o.fl opið mán - fös 9 - 18

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.