Fréttablaðið - 22.07.2008, Side 32

Fréttablaðið - 22.07.2008, Side 32
● lh hestar 22. JÚLÍ 2008 ÞRIÐJUDAGUR12 Árni Björn Pálsson skrifaði nafn sitt á spjöld sögu ís- lenskra gæðinga á Landsmóti hestamanna 2008 þegar hann reið gæðingnum Aris frá Akureyri í efsta sæti í A-flokki gæðinga. Sigur hans kom engum í opna skjöldu. Hann hafði sýnt það í úr- töku hjá Fáki að hann var til alls líklegur. Flestir spáðu þó tengda- föður hans, Sigurbirni Bárðar- syni, sigri en hann hafði úr að spila tveimur stórkostlegum gæðingum, þeim Stakki frá Halldórsstöðum og Kolskeggi frá Oddhóli. Hvor um sig gat unnið úrslitin ef dagsformið var gott. Sigurbjörn valdi Kol skegg og allt stefndi í öruggan sigur hans. Hann varð hins vegar fyrir því óhappi að missa skeifu undan fram- fæti þegar úrslitin voru varla hálfn- uð. Eftir það var fátt sem gat stopp- að þá Aris og Árna Björn. ÓPERAN EKKI BÚIN … „Nei, nei! Það er eins og einhver sagði: Óperan er ekki búin fyrr en sú feita hefur sungið,“ segir Árni Björn og er að vonum kátur með ár- angurinn. „Auðvitað hefði maður frekar kosið að vinna í keppni þar sem allir gátu klárað. En svona er þetta bara. Óhöppin gera ekki boð á undan sér.“ -Það hlýtur að hafa komið við þig þegar þú uppgötvaðir að tengdafað- ir þinn var í vanda. En þú hefur ekki látið það slá þig út af laginu? „Það var auðvitað sárt að Kol- skeggur skyldi missa undan sér skeifuna. Ég sagði víst einhvers staðar að mig hefði aldrei lang- að jafnmikið til að járna hest. En í svona slag er maður svo einbeitt- ur að sínu að það kemst lítið annað að. Maður reynir bara að klára sitt verkefni.“ MIKILL GRIPUR OG GÆÐINGUR Árni Björn þakkar hestinum sem hann sat fyrst og fremst. Án hans hefði enginn sigur unnist. En hver er saga þessa hests? „Aris er frábær gæðingur. Hann er í fyrsta lagi mjög fallegur og mikill gripur. Í öðru lagi þá eru allar gangtegundir mjög góðar og sem dæmi um það þá urðum við efstir í fimmgangi á Reykjavíkurmótinu í vor. Hann er líka með góðan kyn- bótadóm, 8,47 í aðaleinkunn, þar af 8,62 fyrir hæfileika. Það má því segja að hann sé góður hvar sem á hann er litið. Sigurbjörn keypti Aris norður í Eyjafirði fjögurra vetra. Hann var þá ótaminn. Hann er undan Grun frá Oddhóli, sem skýrir kannski áhuga Sigurbjörns á hestinum. Móðir Arisar er Kátína frá Hömr- um í Eyjafirði. Í hennar ætt eru frægir gæðingar á borð við Nátt- fara frá Ytra-Dalsgerði og Hlyn frá Akureyri, sem báðir slógu í gegn á LM1978 á Skógarhólum, nokkr- um árum áður en ég fæddist,“ segir Árni Björn, sem enn þá er ungur að árum, fæddur 1982. EKKI ÞRAUTALAUS GANGA „Það kom í minn hlut að temja Aris. Það hefur ekki gengið þrautalaust. Hann skar sig á fæti sumarið sem hann var fjögurra vetra og því lítið hægt að þjálfa hann á fimmta og sjötta vetur. Helgi Sigurðsson dýra- læknir gerði síðan aðgerð á honum í fyrra sem heppnaðist svo vel að hann er nú alheill. Það var því ekki fyrr en síðastliðinn vetur sem hægt var að þjálfa hann fyrir alvöru.“ ÞAÐ ER ÞESSI ÖGRUN Árni Björn er af þekktum hesta- mannsættum, dóttursonur Árna Jóhannssonar á Teigi í Fljótshlíð, sem er bróðir Alberts heitins Jó- hannssonar, sem var formaður Landssambands hestamannafé- laga í mörg ár. Þar var hann í sveit í tíu sumur og þurfti þá að gera fleira en öllum hestastrákum úr Reykjavík þykir gott; sækja kýrn- ar og mjólka þær, auk annarra starfa sem tilheyra hefðbundnum búskap. En á Teigi voru líka góðir hestar. „Það var góður skóli að vera í sveit hjá afa. Hann hefur alltaf átt góð hross. Til dæmis út af Hrafni frá Kröggólfsstöðum, hágeng og rúm klárhross. Ég fékk að fara á bak þessum góðu hrossum og það hefur reynst góður grunnur. Fyrsta keppnin sem ég tók þátt í var einmitt í Fljótshlíðinni, á 17. júní. Ég var ell- efu ára. Þar fékk ég þessa bakter- íu; að ná tökum á hesti, temja hann, þjálfa og leggja síðan árangurinn undir mælistiku. Það felst í þessu ögrun sem erfitt er að útskýra.“ KEYPTI KEPPNISHESTINN SJÁLFUR „Foreldrar mínir eru í hesta- mennsku og pabbi ríður mikið út. Þau hafa hins vegar aldrei hald- ið því sérstaklega að mér að taka þátt í keppni, þótt þau hafi stutt mig dyggilega. Það kom bara af sjálfu sér. Ég keypti minn fyrsta keppn- ishest sjálfur þegar ég var sextán ára, fyrir peninga sem ég hafði náð að skrapa saman. Hann hét Fjalar frá Feti. Ég komst í úrslit á honum í unglingaflokki á Landsmóti 1998 og 2000. Hann meiddist síðan á fæti og Árni Björn er reiðmaður af guðs náð Árni Björn á Leikni frá Vakursstöðum á fyrsta ári í tamningu. MYND/JENS EINARSSON Aris frá Akureyri skeiðar til sigurs í A-flokki, knapi Árni Björn Pálsson. MYND/JENS EINARSSON „Það kemur fyrir að við tölum um eitthvað annað en hesta, en það er ekki oft.“ Árni Björn með unnustu sinni, Sylvíu Sigurbjörnsdóttur, sem einnig er á kafi í hesta- mennskunni. MYND/JENS EINARSSON Stóðhesurinn Seiður frá Flugumýri II þykir einn af þeim athyglisverðari sem fram hefur komið í yngri stóðhestum. Hann er stórmyndarlegur og fagurlega skapaður, allar gangtegundir efnilegar. Hann jafnaði heimsmet í aðaleinkunn á mótinu. Seiður er fæddur þeim Páli Bjarka Pálssyni og Ey rúnu Önnu Sigurðardóttur á Flugumýri. Hlutafélag hefur verið stofnað um hestinn. Seiður er undan Kletti frá Hvammi og Sif frá Flugumýri II, sem einnig er úr ræktun þeirra hjóna. Hann setti heimsmet í aðal- einkunn fjögurra vetra stóðhesta í forskoðun á Sauð- árkróki í vor, 8,39, knapi Mette Mannseth. Nokkrum dögum síðar sló Kappi frá Kommi metið, fór í 8,42. Knapi á honum var einnig Metta Mannseth. En gengið er fallvalt hjá fjögurra vetra trippum. Á Landsmótinu var Kappi ekki í sínu besta formi en Seiður heldur að sækja sig. Það fór svo að Seiður jafn- aði heimsmetið og stóð efstur í sínum flokki. Mette sýndi mörg önnur hross á mótinu með glæsilegum ár- angri. Má þar nefna efstu hryssu í fimm vetra flokki, Pílu frá Syðra-Garðshorni. Á framtíðina fyrir sér Mette Mannseth á Seið frá Flugumýri II. MYND/JENS EINARSSON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.