Fréttablaðið - 27.07.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.07.2008, Blaðsíða 10
10 27. júlí 2008 SUNNUDAGUR Í bókinni Arabíukonur segir Jóhanna frá kynnum sínum af stúlkunni Fatimu sem hún hitti á ferðum sínum um Jemen. Fatima var þá fjórtán ára gömul en hafði hætt í skóla vegna þess að ekki voru efni til þess að halda úti skóla í þorpinu hennar. Námsviljinn var þó slíkur að þegar þær hittust sat Fatima í búð systur sinnar með lingvafónnámskeið og lærði ensku á eigin spýtur. Þessi duglega stúlka varð Jóhönnu innblástur, ekki ein- ungis fyrir bókina, heldur líka þegar hún tók við viðurkenningu Hagþenkis og stofnaði sjóð til styrktar stúlkum í Jemen sem hún kaus að kalla Fatimusjóð. „Ég stofnaði þarna sjóð upp á 350 þúsund krónur. Það eru ekki miklir peningar en það var það sem ég átti,“ segir Jóhanna sem ákvað að flana ekki að neinu og velja vel í hvað peningunum yrði varið. „Mig langaði að nota verðlaunaféð til að hjálpa stelpum í Jemen en ég vildi líka tryggja að þetta færi ekki í neina vitleysu svo ég eyddi tölu- verðum tíma í að leita að einhverj- um í Jemen sem gæti hjálpað mér og ég gæti treyst. Það var síðan ekki fyrr en nokkrum mánuðum seinna sem ég komst í kynni við Nouriu Nagi,“ segir Jóhanna. Nouria þessi hafði þá fyrir um ári áður sett á stofn miðstöðina YERO (Yemeni Education and Relief Organization) í höfuðborginni Sanaa, eins konar skóladagheimili fyrir börn þar sem þau fengu aðstoð við heimanám, aukna kennslu og tækifæri til tómstundaiðk- unar. Stuðningurinn mikilvægur Jóhanna skoðaði aðstæður hjá Nouriu og leist vel á. „Í fyrstu reiknaði ég með að geta styrkt svona tíu stelpur fyrsta veturinn og sagði frá þessu á heimasíðunni minni. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og áður en ég vissi af voru styrktaraðilarnir orðnir svo margir að við gátum styrkt 37 börn úr sjóðnum,“ segir hún. En hvers vegna varð Jemen fyrir valinu af öllum þeim löndum sem Jóhanna hefur heim- sótt? „Vegna þess að það er að mínu viti eina landið í þessum heimshluta þar sem er veru- leg þörf fyrir þetta. Fátæktin er svo mikil og barnamergð fjölskyldna gríðarleg. Konur eiga sérstaklega erfitt uppdráttar. Þú þarft ekki að vera þarna lengi til að finnast þú verða að gera eitthvað. Það er einfaldlega ástæðan,“ segir Jóhanna. Í Jemen er skólaskylda en Jóhanna segir henni illa framfylgt af yfirvöldum. Um helm- ingur þjóðarinnar er ólæs og jafnvel talið að þriðjungur þingmanna kunni ekki að lesa, ólæsið er þó mest meðal kvenna enda algengt að aðeins elsti sonurinn í fjölskyldunni fái að ganga í skóla. Þar að auki er kennslunni sem börnin fá í skólanum oft ábótavant. „Í skólum í Jemen eru kannski 80 börn í einum bekk með einn kenn- ara. Það segir sig sjálft að þau fá lítið út úr því. Aðstoðin sem þau fá í YERO-miðstöðinni bætir heilmiklu við því þar fá þau mikinn stuðn- ing,“ útskýrir Jóhanna. Hún segir ekki óalgengt að feður taki börnin sín úr skóla vegna þess að borgi sig frekar að senda þau út að betla. „Þetta er náttúrlega erfitt og við reynum að berjast gegn þessu en fátæktin er svo mikil. Krakkarnir sem við styrkjum eru allra fátæk- ustu krakkarnir. Þetta eru börn sem væru ekki í skóla ef ekki væri fyrir þennan styrk sem þau fá,“ segir Jóhanna. Menntun bætir stöðu kvenna Í YERO-miðstöðinni fá stúlkur meðal annars kennslu í leikrænni tjáningu og hannyrðum. Jóhanna segir gaman að sjá hvernig stúlk- urnar þroskast og sjálfstraustið eykst. „Konur í Jemen halda sig mjög til hlés en ég finn að það er að breyt- ast. Fatima er til dæmis orðin 18 ára gömul og hefur þegar fengið nokkur bónorð en hafnar þeim öllum vegna þess að hún ætlar í háskóla. Það er merkilegt að þora að neita að gifta sig. Samkvæmt trúnni má ekki neyða konu í hjónaband en hins vegar er erfitt fyrir stúlku að óhlýðnast föður sínum. Fatima er heppin því hún á skilningsríka for- eldra og sem betur fer á það við um margar stúlkur,“ segir Jóhanna. Fatima fékk einmitt draum sinn um að ganga í skóla uppfylltan eftir að fréttist af því hvernig Íslendingar höfðu tekið til hendinni í Sanaa. Skólinn í þorpinu hennar var opnaður á ný og nú stefnir Fatima á framhaldsnám. „Hún ætlar að læra öll tungumál sem hún kemst yfir,“ segir Jóhanna og segir blaða- manni sögu af annarri stúlku sem var svo ánægð þegar hún lærði að lesa í YERO-mið- stöðinni að hún rauk beint á fund forstöðu- konunnar Nouriu til að segja henni að nú væri hún tilbúin til að fara í háskólann. „Það er svo mikil bjartsýni í þessum krökkum og það er það sem mér finnst íslensku stuðningsmenn- irnir hafa gefið þeim,“ segir Jóhanna. Í fyrstu styrktu Íslendingarnir bara stúlk- ur en nú hafa nokkrir drengir bæst í hópinn. „Það var þarna ein kona í einni af ferðunum okkar til Jemen sem hafði hitt Nouriu og sagði mér síðan að hún vildi endilega styrkja strák. Ég varð voða hissa og spurði hvers vegna og þá sagði hún: „Vegna þess að ég held að strákar verði betri menn af því að kynnast þessari konu.“ Það segir mikið um það hvaða áhrif Nouria hefur.“ Þörf á nýju húsnæði YERO-miðstöðin hefur nú sprengt utan af sér núverandi húsnæði í Sanaa og vitanlega ætla Íslendingar að bregðast við því. Settur hefur verið á laggirnar aðgerðahópur undir forystu Sigþrúðar Ármann í Exedra, skipaður íslensk- um kvenskörungum úr ýmsum áttum, sem ætla að halda markað í Perlunni 30. ágúst næstkomandi. „Þetta verður Perlusúk,“ segir Jóhanna en súk er arabíska orðið yfir markað. „Við erum byrjaðar að safna varningi til að selja og frá og með 30. júlí verður hægt að koma með varning til okkar í Síðumúla 15 fyrir markaðinn. Þarna verða seld föt, veski, slæður, púðar, teppi og sitthvað fleira. Og þetta á ekki bara að vera sölumarkaður held- ur verður þetta skemmtilegur viðburður með músík og alls kyns uppákomum,“ segir hún. Allur ágóði rennur óskiptur í bygginga- sjóð fyrir miðstöðina. „Við ætlum að safna fyrir nýju húsi,“ segir Jóhanna. „Til þess að við getum keypt eitthvað almennilegt og þurfum ekki að stækka við okkur aftur eftir örfá ár þurfum við um 30 milljónir. Það er eins og hvað … ein fjögurra herbergja íbúð í Reykjavík, en það eru miklir peningar í Jemen.“ Gott að geta hjálpað Stuðningsverkefnið í Jemen hefur gefið Jóhönnu mikið. „Sem manneskja hef ég grætt á þessu heilan helling. Ég fæ mikið út úr þessu og finnst þetta óskaplega skemmti- legt. það er ekki nokkur vafi. Ég finn líka að fólkinu sem tekur þátt í verkefninu finnst gott að hjálpa. Ég tala nú ekki um þá sem hafa farið þarna og séð með eigin augum hvað þörfin er mikil,“ segir hún. Starf sem þetta þarf að vinna í góðu sam- starfi við heimamenn og það hefur Jóhanna haft að leiðarljósi. „Þetta er engin aum- ingjagæska. Við viljum gera þetta þannig að allir haldi sinni reisn. Svona starf verður ekki unnið nema með fullkominni virðingu fyrir viðkomandi menningu og við gerum ekkert þarna nema í samvinnu við Nouriu og heimafólk. Við komum ekki og segjum þeim til með yfirgangi. Ég hef búið í Jemen og ég veit að konur vilja læra, þær bara hafa ekki tök á því og því reynum við að breyta. Hins vegar er nauðsynlegt að virða þeirra hefðir, gera ekki lítið úr þeim og gera ekki lítið úr trúnni. Okkur ber líka skylda til að veita aðstoð á þeirra forsendum. þegar við kaupum þetta hús til dæmis, sem ég er ekki í nokkrum vafa um að við gerum, þá er það fyrst og fremst þeirra mál hvernig þau ganga frá því húsi og hvað þau hafa þar,“ segir Jóhanna. Allir vegir færir Núna, fimm árum eftir að YERO tók til starfa og rúmum þremur árum eftir að Fati- musjóðurinn var stofnaður, er fyrsti nem- andinn, Hanak Al Matari, að fara í háskóla. „Við erum ofsalega stolt af þessu. Hér á Íslandi finnst okkur svo sjálfsagt að allir fari í háskóla ef þeir geta en þarna er það í raun og veru mjög merkilegur áfangi. Það að þetta skuli vera fátæk stúlka sem er auk þess komin á giftingaraldur gerir þetta síðan enn merkilegra,“ segir Jóhanna. Hanak er 19 ára og hefur fengið styrk frá Íslendingum frá upphafi ásamt þremur systrum sínum sem einnig stefna á háskóla- nám. „Þetta er dugleg fjölskylda og stúlk- urnar eru fyrirmyndarnemendur. Faðirinn er atvinnulaus en er húsvörður í verksmiðju og fær þannig frítt húsnæði en engin laun. Þau búa saman hjónin í tveggja herbergja íbúð með ellefu börn. Móðirin vinnur við ræstingar en hefur sótt sér fullorðins- fræðslu hjá okkur og dreymnir um að setja á laggirnar litla saumastofu. Hún er ólæs og óskrifandi en vill fikra sig áfram og hvetur börnin sín til dáða.“ Og hvað skyldi Hanak ætla að læra í háskólanum? „Hún fer í hagfræði og stjórn- málavísindi,“ segir Jóhanna brosandi. „Mér finnst mjög merkilegt að fyrsta stelpan okkar skuli láta sér detta í hug að fara í þess háttar nám. Maður hefði kannski haldið að hún færi í kennaranám eða eitthvað álíka, án þess að gera lítið úr því. En hún telur sem sagt réttast að fara í hagfræði og stjórn- málavísindi sem sýnir að henni finnast henni greinilega allir vegir færir.“ Íslensk umhyggja í Jemen JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR Áhugi Jóhönnu á Miðausturlöndum kviknaði þegar hún starfaði sem blaða- maður á Morgunblaðinu og skrifaði erlendar fréttir. Nú hefur hún farið óteljandi ferðir til þessa heimshluta og er alltaf jafn heilluð. „Það er í raun og veru bara allt; sagan, mannlífið og minjarnar Líka trúarbrögðin sem mér finnst heillandi og falleg þótt margir séu svolítið hræddir við þau,“ segir Jóhanna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN GÓÐAR VINKONUR Þegar Jóhanna kemur með ferðamenn til Jemen býður Fatima þeim í mat. Hún er nú orðin 18 ára gömul og stefnir á háskólanám. MYND/JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR Þegar Jóhanna Kristjónsdóttir fékk verðlaun Hagþenkis fyrir bók sína Arabíukonur árið 2005 ákvað hún að nota verðlauna- féð til góðs og stofna sjóð til styrktar stúlkum í Jemen. Jóhanna sagði Þórgunni Oddsdóttur frá stuðningsverkefninu, markaði sem halda á í Perlunni til að safna fyrir húsnæði í Jemen og fyrirmyndarnemandanum Hanak sem nú er á leið í háskólanám. Það er svo mikil bjart- sýni í þess- um krökk- um og það er það sem mér finnst íslensku stuðnings- mennirnir hafa gefið þeim. Um 250 börn eru styrkt til náms í YERO-mið- stöðinni nú og á þriðja tug kvenna sækir þar fullorðinsnámskeið. Síðastliðinn vetur studdu Íslendingar allar konurnar í fullorðinsfræðslunni og helming barnanna. Hvert barn er styrkt um 270 dollara (um 22.000 krónur íslenskar) á ári en fyrir þá upphæð getur barnið gengið í skóla, fengið skólabúning, skólavörur, reglulega læknisskoð- un, fatnað fyrir stórhátíðir, leiðbeiningar og aðstoð við heimanám í miðstöðinni þrisvar í viku, kennslu í handmennt og tónlist (sem ekki er í boði í Jemenskum skólum) auk þess sem fjölskylda barnsins er studd með matargjöfum þegar illa stendur á. Forstöðukonan Nouria kannar aðstæður allra sem sækja um og velur vel hvaða börn fá styrk. Vonast er til að með nýju húsnæði verði unnt að taka á móti fleiri börnum. YERO-MIÐSTÖÐIN Í SANAA AÐSTOÐ VIÐ HEIMANÁMIÐ Nouria borgar kennur- unum hærri laun en gengur og gerist til að tryggja að hún fái besta fólkið. ÞAKKLÁTIR KRAKKAR Ef ekki væri fyrir stuðninginn sem þessi börn fá frá góðu fólki á Íslandi og víðar er óvíst hvort þau gætu gengið í skóla. M YN D /JÓ H A N N A K R ISTJÓ N SD Ó TTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.