Fréttablaðið - 27.07.2008, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 27.07.2008, Blaðsíða 59
HANDBOLTI Íslenska 20 ára landsliðið í handbolta komst ekki áfram í milliriðil á HM í Make- dóníu. Það varð ljóst í gær eftir að Þjóðverjar og Rúmenar unnu sína leiki. Þjóðverjar, sem íslenska liðið vann, unnu riðilinn, Ungverjar urðu í 2. sæti og Rúmenar fóru síðan áfram á betri innbyrðisár- angri á móti íslenska liðinu. „Öll úrslitin í þessum riðli voru okkur óhagstæð. Við vinnum Þýskaland sem fer áfram með fullt hús og við gerum jafntefli við Ungverja sem fara líka áfram. Rúmenar fara áfram með tvö töp en við erum bara með eitt tap,“ segir Stefán Arnarsson, þjálfari liðsins. „Auðvitað eru það vonbrigði að komast ekki áfram en þetta er engu að síður frábær árangur. Við náðum fimm æfingum, mættum aðfaranótt mánudags fyrir fyrsta leik á mánudegi. Við töpum aðeins einum leik og það hefðu bara einhver úrslit þurft að vera öðruvísi og þá hefðum við komist áfram. Það verður því að hrósa stelpunum fyrir hvað þær eru búnar að gera í þessu móti. Ef menn skoða mótherjana og hvernig við erum búin að spila þá er ekkert annað hægt,“ sagði Stefán en liðið keppir nú um 13. sætið og næstu leikir eru gegn Kasakstan (mánudag) og Angóla (þriðjudag). „Við ætlum að reyna að halda áfram að spila vel og ná eins góðu sæti og við getum,“ sagði Stefán að lokum. - óój 20 ára landslið kvenna á HM: Sátu eftir með aðeins eitt tap MUNAÐI SVO LITLU Íslensku stelpurnar komust ekki í milliriðilinn á HM í Make- dóníu. FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen spilaði fyrri hálfleikinn í 5-1 sigri Barcelona á Dundee United í æfingaleik í Skotlandi í gær. Eiður Smári fékk eitt ágætt færi en var skipt útaf í hálfleik í stöðunni 1-1. Argentínumaðurinn Lionel Messi kom inn á í hálfleik og skoraði þrennu í seinni hálfleik en hin mörkin skoruðu þeir Thierry Henry og Samuel Et´o en sá síðastnefndi kom einnig inn á í hálfleik. Þetta var annar leikurinn undir stjórn Pep Guardiola en Barca vann 6-0 sigur á Hibernian í fyrsta leiknum þar sem Eiður Smári skoraði tvö mörk. - óój Eiður Smári Guðjohnsen: Spilaði fyrstu 45 mínúturnar GOLF Lokadagur Íslandsmótsins í golfi fer fram í dag og það er held- ur meiri spenna hjá konunum en körlunum. Það er erfitt að spá fyrir um þróun mála enda veðrið í aðalhlutverki á glæsilegum velli þeirra Eyjamanna. Einstakur árangur hjá Heiðari Heiðar Davíð Bragason hefur verið í miklu stuði á Íslandsmót- inu í höggleik og stefnir óðflug að öðrum Íslandsmeistarataitli sínum en hann vann einnig árið 2005. Heiðar Davíð hefur náð þeim einstaka árangri að leika fyrstu þrjá hringina undir pari og það þrátt fyrir að glíma við mikinn vind allan tímann. Heiðar Davíð er kominn með fimm högga for- skot á Íslandsmeistarann Björg- vin Sigurbergsson sem lék vel í gær og er á einu höggi undir pari samanlagt. Ekki hægt að gera betur „Þetta hefur fallið mín megin það er óhætt að segja það,“ sagði Heið- ar Davíð. „Ég held að það sé ekki hægt að gera mikið betur í þessu veðri,“ segir Heiðar sem var mjög yfirvegaður í gær. „Ég er frekar rólegur og lít ekki á neina holu sem einhverja sóknarholu. Fuglarnir koma bara þegar púttin detta og fram að því er bara að halda boltanum í leik,“ segir Heiðar. „Þetta er búið að vera ótrú- legur belgingur í þrjá daga og maður spilar þetta eftir tilfinningu, engu öðru. Það er voðalega erfitt að vera með eitthvað ægilegt leikplan því það fer bara eftir vindinum,” segir Heiðar Davíð. Heiðar býst við harðri baráttu á lokahringnum þrátt fyrir að vera með gott forskot. „Björgvin var að spila mjög vel í dag og gerði lítið af mistökum. Ottó var líka að gera góða hluti þannig að þetta er ekkert búið og það er nóg eftir. Það verður bara að koma í ljós hvernig lokadagurinn spilast. Maður stillir bara upp á fyrsta teig og hugsar ekki um neitt annað. Ég hugsa bara um að vera þolinmóður og jákvæður því það er í raun ekkert hægt að ætlast til meira af sjálfum sér við þessar aðstæður,“ segir Heiðar. GR hefur ekki unnið í 23 ár Heiðar Davíð gekk til liðs við GR í ár og á möguleika á að verða fyrsti GR-kylfingurinn til að verða Íslandsmeistari karla í 23 ár eða síðan að Sigurður Péturs- son vann 1985 á Jaðarsvelli á Akureyri. „Það er líka dálítið síðan að ég vann þennan titil. Ég spái ekkert í þetta og er ekki að hugsa um það þegar ég er úti á velli að spila. Ég ætla bara að reyna að halda mér á jörðinni og vera í núinu því það er alveg nógu erfitt,“ segir Heiðar. Heimamaðurinn Hallgrímur Júlíusson úr GV lék vel í gær eða á 70 höggum en hann er aðeins 14 ára gamall. Hallgrímur komst í gegnum niðurskurðinni og er í 14. sæti fyrir lokadaginn. Nína tók toppsætið af Eygló Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Nína Björk Geirsdóttir, er komin með eins höggs forystu eftir að hafa leikið á 76 höggum í gær en engin lék betur í gær. Nína Björk tók forystu- sætið af hinni 16 ára gömlu Eygló Myrru Óskarsdóttur sem er í 3. til 4. sæti ásamt Tinnu Jóhannsdóttur úr Keili. Helena Árnadóttir er í öðru sæti einu höggi á eftir Nínu en tveimur höggum á undan þeim Tinnu og Eygló. „Það var bara ágætt og ég er mjög sátt,“ sagði Nína eftir hring- inn í gær. „Ég tek bara eitt högg í einu og eitt pútt í einu því það er ekki hægt annað í vindinum. Það sem skiptir máli er að hafa þolinmæðina í að klára þetta. Þetta getur orðið mjög snúið því það er kannski ein vindátt á teignum og önnur á flötinni. Svo þarf maður að reikna með vindinum í púttunum líka. Þetta er því mjög erfitt,“ segir Nína sem hefur spilað af miklu öryggi síðustu tvo daga. Góðar og slæmar holur „Ég var ekki alveg nógu ánægð með fyrsta daginn en þetta var fínt bæði í dag og í gær. Það voru bæði lélegar og góðar holur en yfir höfuð gott,“ segir Nína og bætti við. „Þetta var svolítið upp og ofan því ég var bæði að pútta vel og illa. Það skiptir að ég held mestu máli að ég náði að halda boltanum alltaf í leik og var að koma mér á þá staði sem ég vildi komast á. Ég er búin að vera að halda mér við leikskipulagið og það hefur bara gengið ágætlega,“ segir Nína sem kvartar ekki þó að hún sé komin sex mánuði á leið. „Þetta er smá aukaálag og maður er þreyttur eftir daginn enda alveg vindbarin en annars líður mér bara vel. Þetta verður hörku spenna á morgun enda getur allt gerst á þessum velli og í þess- um vindi. Það er ekkert gefið hérna,“ segir Nína sem var ekki búin að skoða spána en bjóst ekki við miklum breytingum á veðr- inu. Gerir ráð fyrir vindi áfram „Ég geri ekki ráð fyrir öðru en það verði vindur áfram, hann er búinn að vera alla þrjá dagana og ég held að það eigi ekkert að fara að lægja,“ segir Nína. Nína Björk verður með Helenu Árnadóttur og Tinnu Jóhannsdótt- ur í lokahollinu en það má segja að þar sé á ferðinni nýja kynslóðin hjá stelpunum. „Ég hlakka bara til á morgun og veit að þetta verð- ur barátta út í eitt,“ sagði Nína. Lokadagurinn verður örugglega æsispennandi en hann verður í beinni útsendingu á Stöð2 Sport og það verður fróðlegt að sjá hvort þau Heiðar og Nína nái að halda forustunni og tryggja sér annan Íslandsmeistaratitil. ooj@frettabladid.is Heiðar Davíð í stuði í Eyjarokinu Heiðar Davíð Bragason er í miklu stuði á Íslandsmótinu í höggleik í Eyjum en hann lék undir pari þriðja daginn í röð. Íslandsmeistarinn Nína Björk Geirsdóttir er með eins stigs forskot hjá konunum. KOMIN Í FYRSTA SÆTIÐ Nína Björk Geirsdóttir er að leika vel og er komin með eins högg forskot. VÍKURFRÉTTIR/VALUR FRÁBÆR FRAMMISTAÐA Heiðar Davíð Bragason og Björgvin Sigurbergsson léku báðir undir pari í rokinu í gær. VÍKURFRÉTTIR/VALUR Karlar 1. Heiðar Davíð Bragason,GR 204 (-6) 2. Björgvin Sigurbergsson,GK 209 (-1) 3. Ottó Sigurðsson, GR 210 (Par) 4. Sigmundur E. Máss.,GKG 214 (+4) 5. Kristján Þór Einarsson,GKJ 215 (+5) 5. Sigurpáll Geir Sveinss.,GKJ 215 (+5) 7. Örn Ævar Hjartarson GS 216 (+6) 8. Hjalti Atlason,GSE 218 (+8) 9. Axel Bóasson,GK 219 (+9) 9. Guðjón H. Hilmarss., GKG 219(+9) 9. Ólafur Björn Loftsson NK 219 (+9) 9. Hlynur Geir Hjartarson GK 219 (+9) Konur 1. Nína Björk Geirsd.,GKJ 230 (+20) 2. Helena Árnadóttir,GR 231 (+21) 3. Tinna Jóhannsdóttir,GK 233 (+23) 4. Eygló Myrra Óskarsd.,GO 233 (+23) 5. Ragnhildur Sigurðar., GR 236 (+26) 6. Ásta Birna Magnúsd.,GK 237 (+27) 7. Þórdís Geirsdóttir, GK 238 (+28) 8. Valdís Þóra Jónsd., GL 241 (+31) 9. Ragna Björk Ólafsd., GK 245 (+35) 10. Andrea Ásgrímsd., GA 248 (+38) STAÐAN Í GOLFINU FIMM HÖGG Heiðar Davíð Brgason getur orðið fyrsti GR-ingurinn í 23 ár til að verða Íslandsmeistari karla. VÍKURFRÉTTIR/VALUR HANDBOLTI Íslenska hand- boltalandsliðið tapaði með þrem- ur mörkum, 28-31, fyrir Frökkum á æfingamótinu í Strassbourg í Frakklandi í gær. Staðan var jöfn í hálfleik, 16-16, eftir að íslenska liðið hafði byrjað leikinn mjög vel. „Það er margt jákvætt í þess- um leik. Við erum að spila á heimavelli Frakka með franska dómara. Það sást vel í leiknum en ég sagði við strákana að það þýddi ekkert að rífast í þeim. Við vorum búnir að sjá dómgæsluna í leik Frakka og Egypta en hún var algjört bíó. Miðað við það þá vorum við mjög nálægt því að ná öðru stiginu. Við erum samt svekktir að vinna þetta ekki eða ná jafntefli,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari eftir leikinn. Það þykir mörgum mjög furðulegt að Frakkarnir skuli ekki fá aðra en franska dóm- ara til að dæma á mótinu og það er íslenski hópurinn ósáttur með. „Þetta herðir okkur bara,“ segir Guðmundur um þátt franska dómaraparsins í þessum leik. „Það er sorglegt að í stöð- unni 30-28 fáum við dauða- færi sem er varið. Ef að við hefðum fengið mark þá hefði þetta getað farið alla- vega,“ segir Guðmundur en íslenska liðið gafst aldrei upp og kom sér aftur inn í leikinn eftir slæma byrjun á seinni hálfleik. „Við vorum í basli þegar Óli var tekin úr umferð og við verð- um að leysa það betur. Það tók okkur smá tíma að koma með réttu svörin. Við vorum að reyna ákveðna hluti en það er ágætt að fá þetta fram núna,“ segir Guð- mundur en hann býst við að mótherjar íslenska liðsins muni reyna að klippa Ólaf Stefánsson út úr sókn- arleik íslenska liðsins. Íslenska liðið tap- aði fyrsta leiknum á mótinu með sex marka mun á móti Spán- verjum. „Þetta var miklu betra en á móti Spáni. Varnarleik- urinn var á köflum mjög góður en mér fannst koma gloppur í hann og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Hann kom síðan vel upp í síðari hálfleik,“ segir Guðmundur. Íslenska liðið mætir Egyptum í lokaleiknum á mótinu klukkan 12. 30 í beinni útsendingu í Sjónvarpinu í dag. „Nú fáum við að spila við Egypta sem eru með okkur í riðli. Það er voðalega erfitt að fela eitt- hvað og það þýðir ekkert. Við getum alveg sagt að liðið sé á réttri leið. Við vorum mjög þreytt- ir á móti Spáni en vorum mun betri í þessum leik,“ sagði Guð- mundur að lokum. - óój Mörk Íslands: Snorri Steinn Guð- jónsson 8/5, Ólafur Stefánsson 5, Logi Geirsson 4, Alexander Petersson 3, Sigfús Sigurðsson 3, Róbert Gunn- arsson 2, Guðjón Valur Sigurðsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1. Íslenska handboltalandsliðið er búið að tapa tveimur fyrstu leikjum sínum á æfingamótinu í Frakklandi: Við vorum mun betri en á móti Spáni Á RÉTTRI LEIÐ Guð- mundur Guð- mundsson, landsliðs- þjálfari. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.