Fréttablaðið - 27.07.2008, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 27.07.2008, Blaðsíða 57
SUNNUDAGUR 27. júlí 2008 25 Landsbankinn býður 16 ára og yngri á völlinn. Sækja þarf boðsmiðann í næsta útibú Landsbankans. Landsbankadeild karla ÍAsun. 27. júlí sun. 27. júlí mán. 28. júlí mán. 28. júlí mán. 28. júlí þri. 29. júlí 13. umferð FH 19:15 19:15 19:15 19:15 Þróttur R. 20:00 20:00 ValurGrindavík HK Fram Fylkir Keflavík Breiðablik KR Fjölnir FÓTBOLTI Nýliðarnir í Landsbanka- deildinni, Þróttur, Grindavík og Fjölnir, leiða deildina í svokölluð- um unnum stigum, það er stig fengin í leikjum þar sem liðið hefur lent undir. Topplið Keflvík- inga er aftur á móti það lið sem hefur tapað flestum stigum í leikj- um þar sem liðið hefur verið yfir. Þróttarar eru á toppnum yfir unnin stig en þeir hafa náð í 9 af 16 stigum sínum í leikjum þar sem þeir hafa lent undir. Þetta segir samt ekki alla söguna því í 4-4 jafntefli við FH lenti Þróttaraliðið þrisvar undir og liðið lenti síðan tvisvar undir í 3-2 útisigri á Fylki og 4-3 útisigri á Fjölni. Í þessari tölfræði fær liðið þó aðeins skráð unnin stig einu sinni fyrir leik sem liðið lendir undir þótt að liðið komi margoft til baka í sama leiknum. Grindvíkingar hafa unnið sér inn sjö stig í leikjum sem þeir hafa lent undir og þau hafa öll komið í hús í síðustu þremur leikjum liðs- ins. Grindavík tryggði sér útisigur á ÍA og heimasigur á KR eftir að hafa lent 1-0 undir og gerði síðan 2-2 jafntefli við Þrótt eftir að hafa bæði lent 0-1 undir og komist 2-1 yfir. Þriðju nýliðarnir sem hafa verið duglegir að koma til baka í sínum leikjum eru Fjölnismenn sem urðu þó að sætta sig við að „tapa“ þrem- ur stigum í síðasta leik sínum sem var á móti Þrótti. Fjölnismenn hafa náð að vinna tvo leiki þar sem þeir hafa lent 0-1 undir. Sá fyrri var á móti KR á heimavelli en sá síðari á útivelli á móti Keflavík. Topplið Keflavíkur hefur fengið 26 stig í sumar en hefur engu síður þurft að sætta sig við að horfa á eftir sjö stigum í leikjum þar sem Keflvíkingar hafa á einhverjum tímapunkti verið með forustuna. Keflavík tapaði 1-2 á móti Fjölni eftir að hafa komist í 1-0 og gerði síðan jafntefli við bæði Blika og Valsmenn á útivelli eftir að hafa verið yfir. Keflvíkingar voru þar af 2-0 yfir á móti Blikum en misstu leikinn niður í jafntefli. Framarar eru sér á báti í þess- ari tölfræði því Safamýrarpiltar hafa hvorki unnið né tapað stigi sem þýðir að liðið hefur unnið alla leiki þar sem þeir hafa komist yfir en tapað öllum leikjum þar sem þeir hafa lent undir. KR-ingar hafa heldur ekki náð stigum út úr þeim leikjum þar sem þeir hafa lent undir. - óój Fréttablaðið skoðar tölfræði yfir „unnin“ og „töpuð“ stig í Landsbankadeild karla í fyrstu tólf umferðunum: Nýliðarnir hafa aldrei gefist upp í sumar MARKI FAGNAÐ Þróttarar hafa sýnt mikinn karakter í sínum leikjum í sumar og margoft komið til baka eftir að hafa lent undir. Hér fagna þeir marki gegn Fylki í bikarnum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FLEST “UNNIN” STIG: Þróttur 9 stig (2 sigrar- 3 jafntefli) Grindavík 7 stig (2 sigrar- 1 jafntefli) Fjölnir 6 stig (2 sigrar) HK 4 stig (1 sigur- 1 jafntefli) Keflavík 3 stig (1 sigur) Fylkir 3 stig (1 sigur) ÍA 2 stig (2 jafntefli) Valur 1 stig (1 jafntefli) FH 1 stig (1 jafntefli) Breiðabblik 1 stig (1 jafntefli) KR 0 stig Fram 0 stig Unnin stig eru stig í þeim leikjum þar sem liðið lendir undir. FLEST “TÖPUД STIG: Keflavík 7 stig (1 tap - 2 jafntefli) KR 6 stig (2 töp) FH 5 stig (1 tap - 1 jafntefli) ÍA 5 stig (1 tap - 1 jafntefli) HK 5 stig (1 tap - 1 jafntefli) Girndavík 4 stig (2 jafntefli) Þróttur 4 stig (2 jafntefli) Valur 3 stig (1 tap) Fylkir 3 stig (1 tap) Fjölnir 3 stig (1 tap) Breiðablik 2 stig (1 jafntefli) Fram 0 stig Töpuð stig eru stig sem lið misstu af í þeim leikjum sem liðið var yfir. FÓTBOLTI Grétar Hjartarson fær loksins tækifæri til þess að klæðast Grindavíkurbúningnum þegar Grindavík tekur á móti Val í Landsbankadeildinni í kvöld. Grétar skipti yfir úr KR 23. júní síðastliðinn en fékk ekki leikheimild fyrir 15. júlí. Hann mátti síðan ekki spila í leikjunum tveimur á móti KR þannig að eftir 33 daga bið er loksins komið að fyrsta leiknum. „Þetta er búið að vera langt undirbúningstímabil eins og maður segir en það leikur á morgun (í dag) og ég má vera með. Ég er í toppformi, er ekki í leikæfingu en er með ágætis- reynslu þannig að þetta ætti að vera í lagi. Ég komst vel inn í þetta á þessum tíma,“ segir Grétar sem verður í byrjunarlið- inu. „Þetta verður hörkuleikur en ég hef fulla trú á því að við vinnum þá á morgun. Við erum búnir að spila mjög vel undanfar- ið enda erum við með mjög sterkt og spilandi lið. „Við getum unnið hvaða lið sem er,“ segir Grétar sem hlakkar til samstarfsins við Gabonbúann Gilles Mbang Ondo. „Hann er hörkuleikmaður og sterkur senter. Ég hugsa að við eigum eftir að ná vel saman þarna frammi. Grindavík er líka að spila skemmtilegan fótbolta og ég held að ég eigi eftir að smella vel inn í þetta,“ segir Grétar spenntur fyrir leiknum í kvöld. - Grétar Hjartarson, Grindavík: Byrjar á móti Val í kvöld 33 DAGAR Þetta er orðin löng bið hjá Grétari Hjartarsyni eftir fyrsta leiknum. VÍKURFRÉTTIR/ÞORGILS FÓTBOLTI KR sækir Breiðablik í Landsbankadeild kvenna í dag. KR er í harðri baráttu við Val um Íslandsmeistaratitilinn en liðið hefur orðið fyrir skakkaföllum fyrir þennan leik. Landsliðskonurnar Katrín Ómarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir og Embla Grétars- dóttir verða ekki með. Ólína tekur út leikbann og Embla er meidd og Katrín meiddist síðan í bílslysi um síðustu helgi. Í gær var ljóst að hún yrði með í dag. „Ég fór á æfingu í dag og í gær en þurfti alltaf að halda í öxlina á mér. Ég hefði gert það miklu verra ef að ég hefði spilað,“ sagði Katrín vonsvikin í gær. Þetta hefði orðið síðasti leikur hennar í sumar en hún er á leiðinni út í skóla í Bandaríkjun- um. „Ég held að þetta eigi eftir að lagast ef ég er ekkert að þjösnast á þessu. Ég fer út í næstu viku og byrja strax á undirbúningstíma- bili og ætla að reyna að vera tilbúin í það,“ segir Katrín. Edda Garðarsdóttir hefði getað orðið fjórða landsliðskona KR til að missa af leiknum en hún er komin með fjögur gul spjöld. Edda tekur ekki út leikbannið fyrr en eftir fund aganefndarinn- ar á þriðjudaginn. „Sem betur fer,“ segir Katrín. - óój KR-konan Katrín Ómarsdóttir: Ekki með gegn Blikum í dag BÚIÐ Í SUMAR Katrín Ómarsdóttir hefur leikið sinn síðasta leik með KR í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.