Fréttablaðið - 24.08.2008, Page 62

Fréttablaðið - 24.08.2008, Page 62
matur SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MAT VIÐ MÆLUM MEÐ... ... BERJATÍNU. Hún ætti að vera til á hverju heimili enda góð búbót á haustin að tína ber. Notkunarmöguleikar berjanna eru óteljandi en auk þess að safta og sulta má bæta þeim út í nánast hvaða brauð- eða kökuuppskrift sem er. ... GÓÐUM HNÍFUM. Beittir og góðir hnífar gera eldhúsvinnuna að leik einum. ... SULTUKRUKKUM MEÐ ÞÉTTUM LOKUM. Í sumarlok er rétt að vara sultuglaða sælkera við ósvífnum geitungum sem svífast einskis þegar kemur að lendingu í dísætu aldinmauki. Lokið sultukrukkum um leið og smurningu lýkur því geitungar lifa lengi í sultutaui og ólystugt að draga þá upp með skeið í næstu máltíð. ... HEIMARÆKTUÐUM HVÍT LAUK. Allir sem hafa yfir moldarbeði að ráða ættu að geta ræktað hinn heilsusamlega og ómissandi hvítlauk. Ein aðferðin við það er sú að stinga niður hvítlauksrifjum að hausti um þrjá sentímetra niður í moldina. Þá er von til að gægist þar upp grænar spírur að vori og að undir þeim vaxi hin heilsusamlega og ómissandi kryddjurt hvítlaukur. Bjóðið upp á ... ristaða humarhala humarfyllta nautalund eða humar-tagliatelle Fjórir gæðaokkar eru í boði: Sannkallaður sælkeramatur fyrir alla! Ljúffengur og litríkur B r a g ð m i k i ð s j á v a r f a n g

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.