Fréttablaðið - 12.12.2008, Síða 24

Fréttablaðið - 12.12.2008, Síða 24
24 12. desember 2008 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 171 381 -2,14% Velta: 259 milljónir MESTA HÆKKUN EXISTA 20,00% ATLANTIC PETROL. 6,25% MESTA LÆKKUN STRAUMUR-BURÐA. 4,21% MAREL 3,59% ÖSSUR 2,31% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,90 +0,00% ... Bakkavör 3,55 -0,84% ... Eimskipafélagið 1,32 -0,75% ... Exista 0,06 +20,00% ... Icelandair Group 13,20 +0,00% ... Kaupþing 0,00 +0,00% ... Marel Food Systems 75,30 -3,59% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur- Burðarás 2,73 -4,21% ... Össur 97,20 -2,31% GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR: 200,4 +0,90% Heimskreppan og fyrsta dómínóið Boðið verður upp á áhugaverðan fyrirlestur í Hátíðarsal Háskóla Íslands í hádeginu í dag, þegar Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði, heldur fyrirlestur um þær slæmu horfur sem nú eru í efna- hagslífi um heim allan. Ætlar Gylfi að leita skýringa á þessari stöðu og hvað verið geti fram undan, sérstak- lega hér á landi. Yfirskrift erindisins ætti að gefa ágæta mynd af efnistökunum, en það er: „Heimskrepp- an og fyrsta dómínóið.“ Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. Sheikinn tapaði stórt Sheik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani lítur á 25,5 milljarða kr. fjárfestingu sína í Kaupþingi sem glatað fé. Vísir hafði eftir Telmu Halldórs- dóttur, talsmanni Q Iceland Finance, í gær, að Al-Thani hafi greitt fyrir 5 prósenta eignarhlut sinn í Kaupþingi með reiðufé og mjög tryggum veðum í eignum sínum erlendis. „Ég reikna samt með að hann sé ekki á flæðiskeri staddur þrátt fyrir þetta tap sitt á Kaupþingi,“ segir Telma aðspurð. Al-Thani tilheyrir konungsfjölskyldunni í Qatar en fjölskyldan hefur stjórnað þessu auðuga arabaríki frá því á nítjándu öld. Peningaskápurinn ... Vatnsfyrirtækið Icelandic Water Holdings, sem er í eigu Jóns Ólafs- sonar, sonar hans og bandaríska drykkjavörurisans Anheuser Busch, og framleiðir átappað vatn á flöskum í Ölfusinu, hefur landað þriggja ára samningi við NetJets, eina umsvifamestu einkaþotuleigu Evrópu. Fátt liggur fyrir um verðmæti samningsins en ætla má að þetta jafngildi útflutningi á tuttugu gámum af vatni á ári, að sögn Jóns, stjórnarformanns fyrirtæk- isins. Hann er jafnframt afar ánægður með samninginn. Helstu viðskiptavinir NetJets er fólk í viðskiptalífinu og fyrir- tæki. Þorstlátir farþegar í vélun- um geta nú svalað þorsta sínum með eins lítra og 330 milllítra flöskum næstu þrjú árin. - jab VATNIÐ RENNUR Á FÆRIBANDI Vatn á flöskum úr Ölfusinu verður fáanlegt næstu þrjú árin hjá umsvifamestu einkaþotuleigu Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Íslandsvatn í einkaþotum Til þess að fasteignaverð nái hér jafnvægi á ný þarf það að lækka um 25 til 30 prósent á næstu þrem- ur árum. Er þá miðað við að laun hækki á sama tíma um 10 til 15 prósent. Þetta kemur fram í fyrsta hluta úttektar IFS-Greiningar um fast- eignir og vænleika þeirra sem fjárfestingarkosts. Þar kemur jafnframt fram að hér hafi fasteignaverð lækkað að raunvirði um 16 prósent síðustu tólf mánuði og að lækkunin hafi ekki verið meiri í yfir 20 ár. Í fyrra, þegar fasteignaverð var hvað hæst, segir í skýrslunni að það hafi verið ofmetið um 40 til 50 prósent. - óká Fasteignaverð fjarri jafnvægi Fleiri hundruð milljarðar hafa tapast hjá Existu á síðustu mánuðum þessa árs, eftir að níu mánaða uppgjör félagsins var birt. Hlutir félagsins í Sampo, Storebrand og Bakkavör voru seldir á mun lægra verði en nemur því verð- gildi sem fram kom í bókum félagsins í septem- berlok. Ætla má að fjárfestingarfélagið Exista hafi tapað yfir 400 millj- örðum króna á seinasta fjórðungi þessa árs, miðað við uppgjör sem félagið birti í september. Forsvarsmenn Existu segjast ekki geta tjáð sig um einstakar tölur varðandi reikninga félags- ins, enda sé félagið skráð á mark- aði. Hins vegar sé ljóst að félagið hafi orðið fyrir verulegu fjár- hagslegu tjóni eftir lok síðasta uppgjörstímabils. Exista seldi hlut sinn í Sampo, norrænu fjármálafyrirtæki, fyrir ríflega 200 milljörðum króna lægri fjárhæð en bókfærð var í uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. Þá var hluturinn í Sampo færður til bókar á 2,7 milljarða evra, en skömmu síðar var hann seldur fyrir 1,3 millj- arða evra. Þá var eignarhlutur Existu í Kaupþingi metinn á 1,2 milljarða evra, um 180 milljarða íslenskra króna miðað við gengið í haust, í níu mánaða uppgjörinu, en hann gufaði upp í bankahruninu. Hlutirnir í Sampo og Kaup- þingi voru færðir í bækur Existu með svonefndri hlutdeildarað- ferð, sem felur í sér að ekki er miðað við markaðsverð þeirra. Ætla má að Exista hafi tapað tugum milljóna evra á sölunni á Storebrand, eða hátt í tíu millj- örðum króna. Svipað tap má ætla að Exista hafi tekið á sig með sölu á næst- um fjörutíu prósenta hlut í Bakkavör. Því má ætla að samanlagt tap Existu frá því að níu mánaða upp- gjör félagsins var birt, nemi yfir 2,6 milljörðum evra, eða yfir 400 milljörðum króna, miðað við gengi krónunnar í byrjun októb- er, rétt fyrir hrun. Lýður Guðmundsson, stjórnar- formaður Existu, sagði við kynn- ingu á uppgjörinu að í lok sept- ember hefði efnahagsreikningur félagsins sýnt styrk félagsins. „Bókfært eigið fé nam þá tveim- ur milljörðum evra, eitt það mesta meðal íslenskra fyrir- tækja,“ sagði hann. Við uppgjörið var greint frá því að eftir bankahrunið væri mikil óvissa um félagið. Það hafi átt eignir umfram skuldir í bankakerfinu „og er enn ekki ljóst hvort og þá hvenær skuld- bindingum bankanna gagnvart Exista verður fullnægt. Þess vegna liggur eignastaða félags- ins ekki fyrir.“ Eftir því sem næst verður kom- ist munu þær skuldbindingar fel- ast að einhverju leyti í gengis- vörnum Existu. ingimar@markadurinn.is Tap Existu hleypur á hundruðum milljarða HELSTU EIGENDUR EXISTU Lýður og Ágúst Guðmundssynir eru helstu eigendur Existu. Svo virðist sem félagið hafi tapað hundruðum milljarða frá síðasta uppgjöri. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Veiðisumarið 2008 í máli og myndum Fæst hjá útgefanda og á öllum helstu bóksölustöðum. Jólabók veiðimannsins Vatnagörðum 14 – 104 Reykjavík Sími 563 6000 – www.litrof.is JÓLABÓK VEIÐIMANNA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.