Fréttablaðið - 12.12.2008, Page 48

Fréttablaðið - 12.12.2008, Page 48
12 föstudagur 12. desember ✽ glimmer bjargar alltaf stemningunni útlit MEÐVIRK ÞJÓÐ Á undanförnum vikum hef ég tekið eftir því hvað fólk er pirrað og hef ég orðið vitni að sturlaðri hegðun fólks á almannafæri. Ég velti því fyrir mér hvort efnahagsástandið framkalli þessa hegðun eða hvort ég hafi bara verið óheppin að vera vit- laus kona á vitlausum stað? Ég hallast þó frekar að því að þetta sé því fyrrnefnda að kenna. HVAÐ VARÐ UM NÁUNGAKÆRLEIKANN? Um dag- inn tók ég meðvitaða ákvörðun um að leggja ameríska bensínhákn- um mínum uppi á gangstétt. Þegar ég steig út úr bílnum gekk kona fram hjá og hvæsti á mig og tilkynnti mér að það væri bannað að leggja þarna. Það eina sem mér datt í hug var að brosa til hennar og segja henni að ég vissi það enda var það bara einlægur brotavilji sem framkallaði þetta athæfi. MÖGNUÐ BÓNUSFERÐ Í sömu vikunni var ég stödd í Bónus á háanna- tíma. Röðunum miðaði afar hægt áfram. Þegar mér verður litið yfir í næstu röð sé ég hvar eldra fólk er að smygla sér inn í röðina við hlið- ina á mér. Þar sem þetta var ekki mín biðröð sagði ég ekkert heldur fylgdist með. Þegar kona ein úr smyglararöðinni gerði athugasemd við að þau væru að troðast fram fyrir brugðust þau mjög illa við og úr varð hávaðarifrildi. Ég skildi konuna ótrúlega vel því auðvitað á fólk ekkert að vera að smygla sér í röðina eins og smákrakkar. Fólk með grátt hár á líka að kunna mannasiði. STURLAÐ SAMFÉLAG Er ekki eitthvað að hjá þjóðinni þegar hún fer að rífast yfir röðinni í Bónus? Eða er þjóðin að vakna til vitundar eftir áralangan þyrnirósarsvefn? Kannski er það bara jákvætt ef fólk er til í að ýta meðvirkninni til hliðar og standa á sínum rétti … Ljósmyndari: Ari Magg Förðun: Guðbjörg Huldís með MAC Stílisti: Auður Karítas Hárkolla: Frá Hárkollugerð Kolfinnu Knútsdóttur G uðbjörg Huldís segir að hún hafi hugsað um sterka konu sem þori að taka áhættu þegar hún gerði jólaförðunina með snyrtivörum frá MAC. Guðbjörg Huldís förðunarmeistari töfraði fram jólaútlitið frá MAC SEXÝ&SEIÐANDI Hún hugsaði um konu sem þorir að leika sér með liti og er sjálfstæð, ögrandi og óhrædd við að vera sexý. Konu sem væri til í að bregða sér í hlutverk og upplifa smá ævintýri. Í jólaútlitinu er húðin björt og hrein en hún bar Hyper Real Foundation á hana. Svo bar hún gljáandi Paint Pot-kremaugn- skugga yfir allt augnlokið. Málmá- ferð er allsráðandi í augnskuggum en Guðbjörg Huldís ákvað að nota brons og brúna tóna á fyrirsætuna. Hún bleytti upp í bronslitnum með vatni og skellti í innri augnkrókinn. Það gefur falleg og seiðandi áhrif. Síðan setti hún nóg af maskara á augnhárin. Til að ramma inn auga- brúnirnar notaði hún svartan augn- blýant sem heitir Ebony eftir að hafa greitt þær vel. Hún lagði mikla áherslu á varirnar og til að gera þær sterkar notaði hún varalitablýant og dökkfjólubláan varalit inn í. - mmj Vino varalitablý- antur setur punkt- inn yfir i-ið. Inter-wiew augnskuggi frá MAC býður upp á marga möguleika. Cremesheen party line varalitur- inn frá MAC er það sem allar konur verða að eignast fyrir þessi jólin. MARTA MARÍA JÓNASDÓTTIR martamaria@365.is Þemað hjá L´Occitane í ár eru jólin í Provence í Frakk- landi. Ein af hefðunum sem fyrirtækið sækir í er að brenna sérstakan viðarkubb í arninum á aðfangadags- kvöld og fram yfir nýársdag. Viðurinn sem kemur af ávaxtatré er borinn þrjá hringi í kringum húsið af öllum fjölskyldumeðlimum og er blessaður þrisvar sinnum með kryddaðri vínblöndu. Þetta skapar góða stemningu en jólalínan frá L‘Occitane ilmar í takt við ávaxtatréð. Handáburðurinn í jólalínunni er tilvalin jólagjöf handa þeim sem elska dekur og eiga allt. Fyrsta kremið er með sítrónu- og hunangsilmi, næsta er með rósailmi og það þriðja með kirsuberjailmi. Handáburður í ferðaumbúðum GLIMMERÚÐI Til þess að komast í rétta hátíðar- skapið er rétt að úða á sig svolitlu glimmeri. Glimmer- úðinn frá Guerlain er alger himnasending.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.