Fréttablaðið - 12.12.2008, Síða 63

Fréttablaðið - 12.12.2008, Síða 63
FÖSTUDAGUR 12. desember 2008 39 UMRÆÐAN Benedikt S. Lafleur skrifar um samfélags- ástandið Aðskilnaður löggjafar-valds og fram- kvæmdavalds er einn helsti hornsteinn lýðræð- issamfélags. Það hlýtur því að sæta undrun að langflest lagafrumvörp skuli koma frá handhöfum framkvæmdavalds en ekki löggjafarvaldinu. Óhóf- legt vald hefur í gegnum tíðina safnast saman á hendur örfárra manna sem hafa í raun mótað samtíð okkar og hagkerfi, þó þeir hafa jú haft meirihluta þings á bak við sig og vissulega sótt vald sitt upphaflega til þjóðarinnar. Bæði almenningur og þing- heimur þráðu sterka leiðtoga til að þurfa ekki að taka þátt í stjórn- málum sjálf, leiðtoga sem hvik- uðu aldrei frá sannfæringu sinni en tóku um leið ekki nauðsynleg- um breytingum. Þó að þjóðin hafi þroskast smám saman frá þess- ari þörf, hefur umgjörð stjórn- sýslunnar ekki breyst í takt og enn hefur framkvæmdavaldið þingheim meira og minna í vas- anum. Þjóðin hefur uppskorið það sem hún sáði í upphafi: Ráð- þrota þing sem hlýtur þau niður- lægjandi örlög að þurfa að sætta sig við vanmátt sinn. Hvað hefur nú orðið um stolt okkar af elstu þinghefð í heimi? Í skjóli valds- ins hafa æðstu embættismenn þjóðarinnar hrundið málum sínum í gegn á undrahraða án þess að fara í gegnum hreinsun- areld gagnrýnnar umræðu. Útkoman birtist á víxl í leifturs- nöggri lagaframkvæmd ellegar töfum á brýnum lagafrumvörp- um sem gætu aukið skilvirkni í ríkisfjármálum og spornað gegn stjórnlausri þenslu. Allar umræð- ur, hvort heldur um breytingu á stjórnarskránni til að skerpa skil þrígreiningar ríkisvaldsins elleg- ar um hugsanlega aðild Íslands að ESB, hafa ekki fengið að njóta sín í eðlilegum og heilbrigðum farvegi því ráðherrar hafa stýrt þeirri umræðu frá A til Z. Trúnaðarbrestur þjóðarinnar í garð stjórnmálamanna, sem fjár- málakreppan ýtir nú upp á yfir- borðið, er því í raun bara birting- armynd þess stjórnmálaleiða og sofandaháttar sem einkennt hefur íslenska pólitík alltof lengi og drepið hefur í dróma þátttöku almennings í stjórnmálaumræð- unni. Hreinskilin orðaskipti ráða- manna og alþýðunnar í hópsam- komum er því í sjálfu sér merk tímamót í íslenskum stjórnmál- um og til þess fallin að styrkja lýðræðið. Ljóst er að til að hrinda í framkvæmd meiriháttar breyt- ingum á stjórnskipan landsins og hagstjórn, t.d. með myntbreyt- ingu og/eða aðild Íslands í ESB, þarf trúlega að sækja um það umboð til kjósenda. Tímasetning þeirra kosninga skiptir þó sköpum núna og miklu máli skiptir að endurnýj- un og endurstokkun í stjórnmálum komi í senn innan frá, þ.e. innan raða núverandi flokka sem og utan frá, það er að segja með endurnýjun í flokk- unum og heilbrigðara viðhorfi æðstu ráða- manna sem sýni á sann- færandi hátt að þeir hlusti á kröf- ur fólksins í landinu. Höfum samt hugfast að það skiptir ekki máli hver er við stjórnvölinn ef rætur þeirrar kreppu sem nú kemur upp á yfirborðið eru ekki upp- rættar að fullu heldur fá að krauma áfram í sjúkri þjóðarsál. Allir þeir flokkar sem nú eru við lýði þurfa fyrst að vinna heimavinnuna sína: Greina vand- ann, kalla einstaklinga til ábyrgð- ar og bjóða upp á róttækar leiðir til að skapa nýtt og betra þjóðfé- lag. Þetta á jafnt við um stjórnar- andstöðuna og ríkisstjórnina. Geir og Ingibjörg hafa alla burði til að leiða flokka sína og þjóðina í gegnum hið stórkostlega umbreytingarskeið sem þjóðin stendur frammi fyrir núna og þá áskorun sem það felur í sér svo fremi sem þau gæta þess að hlusta á fólkið í landinu. Í janúar á næsta ári, fara áhrif björgunar- aðgerðanna að skila sér og í febrúar ættu stjórnvöld að vera búin að varða nýjan stjórnarsátt- mála inn í framtíð Íslendinga. Sá stjórnarsáttmáli ætti að fela í sér gagngerar breytingar í stjórn- skipan landsins og peninga- stjórn. Óvitlaust væri af hálfu ríkis- stjórnar Íslands að taka ofurlitla pólitíska áhættu þegar nær dreg- ur jólum og láta í ljós vilja sinn um að eitthvað slíkt væri á döf- inni. Mikilvægast af öllu er þó að viðurkenna sem fyrst þau mistök sem hafa verið gerð og boða ský- lausan vilja um endurnýjun, óháð kosningum, og koma þannig ekki aðeins til móts við háværar kröf- ur almennings heldur og þær sem gerjast nú í stjórnarliðinu sjálfu. Sameinumst öll um óhjákvæmi- legar og skynsamlegar breyting- ar á stjórnarháttum. Tökum örlögin í okkar hendur og miss- um ekki af þeim dýrmætu mögu- leikum sem þau hafa fært bæði land og þjóð um þessar mundir. Þjóðin er ekki fórnarlamb eins eða neins, heldur fyrst og fremst sinn eigin gæfu smiður. Afdrátt- arlaus viðurkenning á þessu er trúlega farsælasta jólagjöfin sem Íslendingar geta gefið sjálfum sér í ár. Höfundur er forleggjari. Jólagjöf Íslendinga í ár BENEDIKT S. LAFLEUR Þjóðin hefur uppskorið það sem hún sáði í upphafi: Ráðþrota þing sem hlýtur þau niðurlægjandi örlög að þurfa að sætta sig við vanmátt sinn. D 10/16/08 1:57:40 PM D Featuring the voices of Miriam Margolyes & Dermot Morgan A classic tale of friendship and survival D Ógleymanlegt brúðkaup! D FJÖLSKYLDU SKEMMTUN FYRIR ÞAU YNGSTU SPENNA OG HASAR KLIKKAREKKI! Hörðu pakkarnir fást hjá okkur! Verið velkomin í Nettó Mjódd - Salavegi - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík www.netto.is w w w .m ar kh on nu n. is Skoðaðu tilboðin áwww.netto.is GERÐUBERG Í DESEMBER 13. desember kl. 13-16 Desembermarkaður Jólastemmning í húsinu; Ingveldur Ýr & sönghópur troða upp, upplestur á ýmsum tungumálum og alþjóðlegur skiptibókamarkaður 18. desember kl. 12:15 Klassík í hádeginu BRAHMS Sólveig Samúelsdóttir Svava Bernharðsdóttir Sigurbörn Bernharðsson Nína Margrét Grímsdóttir GERÐUBERG www.gerduberg. is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.