Fréttablaðið - 12.12.2008, Síða 72

Fréttablaðið - 12.12.2008, Síða 72
48 12. desember 2008 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is > ÁNÆGÐ MÓÐIR Nicole Richie segir að móðurhlutverk- ið sé það besta sem hafi komið fyrir sig. Hin 27 ára Nicole eignaðist sitt fyrsta barn, dótturina Harlow, með kærasta sínum Joel Madden í jan- úar á þessu ári. Hún segir allt hafa gengið eins í sögu frá því Harlow fæddist og henni þyki fátt skemmtilegra en að vera í fínum fötum og sokkabuxum. Nicole segist þó hafa þæg- indin í fyrirrúmi þegar hún velur fötin á Harlow. Eins og jafnan á þessum tíma árs keppast nú blöð, tímarit og netmiðlar við að birta lista sína yfir bestu plötur ársins. Niðurstöð- urnar eru jafn ólíkar og miðlarnir eru margir, en sé litið til heildarinnar skara sumar plötur fram úr. 1. Fleet Foxes - Fleet Foxes Gæði kvintettsins Fleet Foxes frá Seattle spurðust fyrst út á netinu. Sveitin fékk samning við gamla gruggmerkið Sub Pop í byrjun árs og frumraunin sem kom út í júní þykir gríðarlega vel heppnuð. Miðað við ungan aldur meðlimanna þykir bandið gríðarlega þroskað og fullnægjandi. Tónlistin er róleg og þéttofin og er gagnrýnendum tíð- rætt um sterk áhrif frá Beach Boys og Crosby, Stills, Nash & Young. 2. Bon Iver - For Emma, Forever ago Bon Iver („Góður vetur“ á frönsku) er hljómsveitarnafn Justins Vern- ons. Hann samdi lögin á plötunni um hávetur í einangruðum sumar- bústað í Wisconsin þar sem hann dvaldi sér til heilsubótar. Útkom- an þykir einstaklega góð og per- sónuleg. 3. TV on the Radio - Dear Science Þriðja stóra plata TV on the Radio frá New York þykir bæði besta og aðgengilegasta verk sveitar- innar. Sveitin þykir brúa snyrti- lega bil tilraunamennsku og popptónlistar. 4. Lil‘ Wayne - Tha Carter III Sjötta plata rapparans Lil‘ Wayne gerði það einstaklega gott á árinu, uppskar mikið lof og fádæma vin- sældir miðað við rappplötu. Platan er mest selda plata ársins í Banda- ríkjunum og fékk flestar Grammy tilnefningar, alls átta. 5. Kings of Leon - Only By The Night Fjórða plata þessa bræðrarokk- bands frá Tennessee kom út í sept- ember og hefur verið mjög vinsæl um allan heim. Þetta er sneisafull plata af rokkslögurum, en „Sex on Fire“ og „Use Somebody“ hafa þegar slegið í gegn. PLÖTUR ÁRSINS 2008 TILKYNNTAR FLEET FOXESBON IVER KINGS OF LEON Q 1. Kings Of Leon - Only By The... 2. Fleet Foxes - Fleet Foxes 3. Coldplay - Viva La Vida 4. Vampire Weekend - Vampire... 5. Glasvegas - Glasvegas NME 1. MGMT - Oracular Spectacular 2. TV On The Radio - Dear Science 3. Glasvegas - Glasvegas 4. Vampire Weekend - Vampire Weekend 5. Foals - Antidotes Uncut 1. Portishead - Third 2. Fleet Foxes - Fleet Foxes 3. TV On The Radio - Dear Science 4. Bon Iver - For Emma, Forever Ago 5. Vampire Weekend - Vampire... Mojo 1. Fleet Foxes - Fleet Foxes 2. The Last Shadow Puppets - The Age Of The Understatement 3. Paul Weller - 22 Dreams 4. Bon Iver - For Emma, Forever Ago 5. Nick Cave & The Bad Seeds - Dig, Lazarus, Dig!!! Guardian 1. Bon Iver - For Emma, Forever Ago 2. Amadou and Mariam - Welcome to Mali 3. Elbow - The Seldom Seen Kid 4. Glasvegas - Glasvegas 5. Kings of Leon - Only by the Night Times 1. Fleet Foxes - Fleet Foxes 2. Cut/Copy - In Ghost Colours 3. Paul Weller - 22 Dreams 4. Nick Cave and the Bad Seeds - Dig!!! Lazarus Dig!!! 5. Bon Iver - For Emma, Forever Ago Rolling Stone 1. TV on the Radio - Dear Science 2. Bob Dylan - Tell Tale Signs — The Bootleg Series Vol. 8 3. Lil Wayne - Tha Carter III 4. My Morning Jacket - Evil Urges 5. John Mellencamp - Life, Death, Love and Freedom Stereogum 1. Fleet Foxes - Fleet Foxes 2. TV On The Radio - Dear Science 3. Bon Iver - For Emma, Forever Ago 4. Vampire Weekend - Vampire... 5. Deerhunter - Microcastle Paste 1. She & Him - Volume One 2. Sigur Rós - Með suð í eyrum við spilum endalaust 3. Vampire Weekend - Vampire Weekend 4. Bon Iver - For Emma, Forever Ago 5. Okkervil River - The Stand Ins Blender 1. Lil’ Wayne - Tha Carter III 2. Girl Talk - Feed The Animals 3. TV On The Radio - Dear Science 4. Metallica - Death Magnetic 5. Hot Chip - Made In The Dark Amazon.com 1. Kings of Leon - Only by the night 2. Santogold - Santogold 3. Fleet Foxes - Fleet Foxes 4. Lay it down - Al Green 5. Adele - 19 Time 1. Lil’ Wayne - Tha Carter III 2. TV On The Radio - Dear Science 3. Metallica - Death Magnetic 4. Girl Talk - Feed The Animals 5. Vampire Weekend - Vampire Weekend New York Magazine 1. Lil Wayne - Tha Carter III 2. TV on the Radio - Dear Science 3. Bon Iver - For Emma, Forever Ago 4. Portishead - Third 5. Hercules & Love affair - Hercules & Love affair ÞEIR BESTU Þessar fimm sveitir og listamenn skara fram úr í árslitauppgjörum erlendra miðla. Enn sem komið er því ekki eru öll kurl komin til grafar. LIL WAYNE TV ON THE RADIO Fyrsta plata rokksveitarinnar Pearl Jam, Ten, verður endurútgefin í fjórum mismunandi útgáfum 24. mars á næsta ári. Síðan platan kom út árið 1991 hefur hún skipað sér sess sem ein sú besta í rokksögunni og bíða því margir spennt- ir eftir þessum útgáfum. Fyrsta endurútgáfan nefnist Legacy Edition og er tvöföld. Fyrri diskurinn hefur að geyma upprunalegu plötuna en hljómgæðin eru meiri en áður og á síðari disknum er platan bæði endur- hljóðblönduð af upptökustjóranum Brendan O´Brien og hljómgæðin meiri. Á disknum eru einnig sex aukalög: Brother, Just A Girl, State of Love and Trust, Breath and Scream, 2000 Mile Blues og Evil Little Goat. Önnur endurútgáfan nefnist Deluxe Edition. Á henni er allt sem er á Legacy Edition auk DVD-mynddisks með óraf- mögnuðum MTV-tónleikum Pearl Jam frá árinu 1992 sem hafa aldrei áður verið gefnir út. Þriðja útgáfan kallast Vinyl Collect- ion. Henni svipar til Legacy-útgáfunnar nema hvað engin aukalög fylgja með og hún er vitaskuld á vínil. Stærsta útgáfan af öllum, Super Deluxe Edition, hefur að geyma allt úr hinum útgáfunum auk tónleika frá árinu 1992 sem voru teknir upp í Seattle, heimaborg Pearl Jam. Einnig fylgir með eintak af Momma-Son, upprunalegri demó-kassettu með lögunum Alice, Once og Footsteps. Að auki fylgir með bók með textum söngvarans Eddie Vedders, ljósmyndum og fleiri varningi. Þessar endurútgáfur eru upphafið að fleiri slíkum útgáfum á næstu árum, allt fram að tvítugsafmæli Pearl Jam árið 2011. Fjórar endurútgáfur af Ten PEARL JAM Fyrsta plata rokkaranna í Pearl Jam, tímamótaverkið Ten, verður endurútgefin í mars á næsta ári. Léttöl PILSNER Drukkinn í 91 ár G ot t fó lk Það er ekki að ástæðulausu að sumt stenst tímans tönn. Íslendingar hafa haldið tryggð við Egils Pilsner í blíðu jafnt sem stríðu í tæpa öld, þökk sé hressandi bragði og hagstæðu verði. Endurnýjaðu kynnin við ölið sem Íslendingar hafa drukkið allar götur síðan 1917. Auglýsingasími – Mest lesið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.