Fréttablaðið - 12.12.2008, Side 74

Fréttablaðið - 12.12.2008, Side 74
 12. desember 2008 FÖSTUDAGUR Kvikmyndirnar The Curious Case of Benjamin Button, Frost/Nixon og Doubt fengu flestar tilnefning- ar til Golden Globe-verðlaunanna, eða fimm talsins. Meryl Streep og Kate Winslet hlutu tvær tilnefningar hvor, Streep fyrir hlutverk sín í Doubt og Mamma Mia! og Winslet fyrir frammistöðu sína í Revolutionary Road og The Reader. Anne Hatha- way, Angelina Jolie og Kristin Scott Thomas voru einnig tilnefnd- ar sem bestu dramatísku leikkon- urnar. Hjá körlunum voru Leonar- do DiCaprio, Frank Langella, Brad Pitt, Sean Penn og Mickey Rourke tilnefndir sem bestu leikararnir í dramatískri mynd. Hinn látni Heath Ledger var til- nefndur fyrir aukahlutverk sitt sem Jókerinn í The Dark Knight en stutt er síðan hann vann til verðlauna Samtaka gagnrýnenda í Los Angeles fyrir frammistöðuna. Þetta var eina tilnefningin sem The Dark Knight hlaut og olli það mörgum vonbrigðum. Í flokknum besta dramatíska myndin voru tilnefndar The Curi- ous Case of Benjamin Button, Frost/Nixon, The Reader, Revoluti- onary Road og Slumdog Milli- onaire. Samkvæmt hefðinni er lík- legt að flestar þessara mynda berjist einnig um Óskarinn á næsta ári. Í flokknum besta gaman- eða söngvamyndin voru tilnefndar Burn After Reading, Happy-Go- Lucky, In Bruges, Mamma Mia! og Vicky Christina Barcelona. Golden Globe-verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn 11. jan- úar á næsta ári. - fb Nýtt lag fer í spilun af plötu Mot- ion Boys í dag, titillagið sjálft „Hang On“. Lagið verður til á ton- list.is og grapewire.is og með því fylgja fimm nýjar útgáfur í kaup- bæti. Allir fimm meðlimir sveitar- innar gera sína eigin útgáfu af lag- inu. Bjössi trommari syngur sjálfur útgáfu sem hljómar eins og blanda af Sinead O‘Connor og Prince. Tobbi hljómborðs er með rólega kántríútgáfu sem hann syngur sjálfur. Birgir söngvari er búinn að hraða á laginu og Doddi trommari hefur endurhljóðbland- að það. Þá er ótalin útgáfa Gísla Galdurs sem býður upp á stórund- arlega saxófónútgáfu. - drg Titillag endurbætt SEX LÖG FYRIR EITT Hljómsveitin The Motion Boys. FIMM TILNEFNINGAR The Curious Case of Benjamin Button hlaut fimm tilnefn- ingar til Golden Globe-verðlaunanna. Þrjár myndir með fimm tilnefningar Erlendir vefmiðlar eru fullir af fréttum um ís- lenskt efnahagslíf; IceSave og hrun íslensku bankanna. Inn á milli má þó finna greinar sem sýna glöggt hvaða augum erlendir blaðamenn sjá íslenskt samfélag um þessi jól. Einna athyglisverðust er frétt vefmiðilsins Press Associ- ation sem birtist á vef þess í gær. Þar var fjallað um jólahald hrímverja í skugga efnahagsþrenginga og blaðamaðurinn full- yrðir að Íslendingar séu að bíta úr nálinni eftir stanslaust góð- æri í tíu ár. Meðal þess sem greinarhöfundur segir að seljist hvað best í höfuðborg lands- ins, Reykjavík, er þurrkaður fiskur, hrossakjöt og notuð DVD-útgáfa Söngva- seiðs með Julie Andr- ews í aðahlutverki. Haft er eftir Hólm- fríði Kristinsdóttur, verslunarkonu í Kola- portinu, að Íslending- ar hafi lítið pælt í því hvað hlutir kost- uðu. Nú hafi dæmið snúist við og nánast allt snúist um verð og verðsamanburð. „Ef við til dæmis kaupum bjór þá kaupum við íslenskan bjór af því að hann er ódýrari,“ segir Hólmfríð- ur sem sjálf selur þurrk- aðan fisk. Blaðamaður PA segir að þrátt fyrir að Íslendingar séu að njóta hátíð ljóss og friðar, börn- in setji sem fyrr skóinn út í glugga og jólaljós lýsi upp nítján tíma svartnætti þá vofi efnahagsvofan yfir öllu. „Íslendingar horfa fram á frosið efnahagskerfi, þjóð sem eitt sinn átti flesta Range Rovera miðað við höfðatölu,“ skrifar blaðamaðurinn. Og svo virðist, ef marka má Sigga Garðarsson, sölumann kjöt- vara á flóamarkaði, að hrossakjöt verði sums staðar á boðstólum yfir jólin. „Ég hef allavega fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir því kjöti,“ segir Siggi. Og sama á við um Ólaf Ólafsson sem selur her- mannaföt. „Þetta er einn besti mánuður sem ég hef upplifað,“ segir Ólafur. Blaðamaður lætur þess síðan getið að ein vinsælasta myndin í Kolaportinu sé notuð DVD-útgáfa af Sound of Music eða Tónaflóði og við hana ætli Íslendingar að orna sér næstu mánuði. freyrgigja@frettabladid.is HROSSAKJÖT OG NOTAÐUR SÖNGVASEIÐUR Á DVD HROSSAKJÖT Á JÓLADISKINN Á vef Press Assosiation er því haldið fram að margir Íslendingar ætli sér að hafa hrossakjöt um þessi jól. Það sé jú helmingi ódýrara en lambakjöt. STJARNA ÍSLENSKU JÓLANNA Julie Andrews verður stjarna hinna íslensku jóla þetta árið en notuð dvd-útgáfa af Söngvaseiði rokselst í höfuðborginni um þessar mundir. Sun: 12-16 Opið: Mán-Föst: 10-18 Lau: 11-16 : 2-16 í Súlnasal Hótels Sögu annan í jólum Upplýsingar í síma 525 9930 og á hotelsaga@hotelsaga.is Milljónamæringarnir verða í hátíðarskapi á jóladansleik í Súlnasal Hótels Sögu annan í jólum, 26. desember. Húsið opnar kl. 22. Miðaverð aðeins 2.000 kr. Miðasala í Súlnasal frá kl. 13 samdægurs. Upplýsingar í síma 525 9930. Söngvarar eru: Bogomil Font, Bjarni Arason og Raggi Bjarna. Leynigestur mætir á svæðið. P IP A R • S ÍA • 82 29 9 Dansaðu út jólin með Millunum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.