Fréttablaðið - 18.12.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 18.12.2008, Blaðsíða 64
40 18. desember 2008 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Hver er þín eftirlætiskvikmynd? Mér þykir helst varið í þær myndir sem hafa breytt sýn minni á heiminn, en þær eru svo sem ekki margar. Ég nefni tvær: Höllina í köngulóa- vefjarskógi gerða eftir Kurosawa, byggðri á Macbeth og svo heimildarmyndina Svarta uppskeru eftir Bob Connolly og Robin Ander- son. Hún segir frá tilraunum manns til að fá þorpsbúa í Nýju-Gíneu með sér í kaffiræktun. Merkilegt að fræðast um kynni og skilning steinaldarmanna á kapítalisma. Hvort finnst þér betra að fara í bíó eða að horfa heima? Það er meiri einbeiting og meiri áhrif í bíó heldur en heima í stofu. Gaman líka að fara út á meðal fólks. Hver er þinn eftirlætis kvikmyndaleik- stjóri? Hann Fellini hefur gefið mér mikið, svo vil ég nefna hjónin Elim Klimow fyrir Komdu og sjáðu og Larisu Shepitko fyrir Upprisuna. Sú kona var myrt af KGB. Svo man ég líka eftir honum Paradsjanóv sem Árni Bergmann hitti í lest. Hann gerði ótrúlegar myndir enda alltaf inni í fangels- um Sovéts. Þá er það hann kínverski Zhang Yimou, sá danski Carl Th. Dreyer, sá franski Chris Marker sem gerði avant garde-myndir, Bresson, Jean Renoir, af yngri Wong Kar- Wai og eru þá flestir ótaldir. Hver er ofmetnasta kvikmynd allra tíma? Ég hef misst af svo mörgum sem eru vel metnar að ég hef ekkert þurft að ergja mig. En hver er vanmetnasta kvikmyndin? Aftur Kuros- awa: Dodeska Den. Um líf fólks á öskuhaugum Tókýó. Hann reyndi að fyrirfara sér þegar hann fékk umfjöllunina og dóm almennings. Mér fannst þetta ofurgóð kvikmynd um fegurð í sorpinu. Hvaða kvikmynd myndirðu vilja endurgera og hvernig myndirðu breyta henni? Ég hef aldrei fundið beint til þessarar löngunar, en ég man að ég fór í annað sinn á Rocco og bræður hans í von um að strákurinn myndi breyta öðruvísi. Sem ekki varð. Fengirðu fjármagn og frjálsar hendur til að gera hvaða kvikmynd sem er, hvað myndirðu gera? Sennilega eigin kvikmynd sem ég er að skrifa handritið að. KVIKMYNDANJÖRÐURINN ÁSDÍS THORODDSEN LEIKSTJÓRI Fellini hefur gefið mér mikið ÁSDÍS THORODDSEN Ásdísi þykir helst varið í kvikmyndir sem hafa breytt sýn hennar á heiminn. Liam Neeson hefur átt farsælan feril í kvikmynda- bransanum og starfað með leikstjórum á borð við Steven Spielberg, Martin Scorsese og George Lucas. Nýjasta mynd hans er tryllirinn Taken sem verður frumsýndur á morgun. Liam Neeson er ekki þekktastur fyrir að leika í spennumyndum en honum þykir engu að síður hafa tekist vel upp í Taken. Þar leikur hann föður unglingsstúlku sem lendir í klóm misindismanna og þarf hann að nota alla þekkingu sína sem fyrrverandi leyniþjón- ustumaður til að bjarga henni. Með önnur hlutverk fara Maggie Grace og Famke Janssen, sem er líklega þekktust fyrir X-Men- myndirnar. Annar handritshöf- undanna er Frakkinn Luc Besson, leikstjóri The Big Blue, Nikita, Leon og The Fifth Element. Taken fær 7,9 af 10 á Imdb.com. Liam Neeson fæddist á Norður- Írlandi árið 1952 og var eini strák- urinn í hópi fjögurra systkina. Hann steig fyrst á svið í skóla- leikriti þegar hann var ellefu ára og eftir það var hann duglegur að leika meðfram skólagöngunni. Einnig æfði hann hnefaleika og varð unglingameistari í þunga- vigt á Írlandi þrjú ár í röð. Eftir stutta háskólagöngu vann hann hin ýmsu störf, þar á meðal á lyftara í Guinness-verksmiðju og sem vörubílstjóri. Smám saman fór leiklistin að eiga hug hans allan og 1977 flutti hann til Dublin og gekk til liðs við leik- hópinn Abbey Theatre. Þremur árum síðar kom leikstjórinn John Boorman auga á hann og bauð honum hlutverk í Excalibur. Í framhaldinu flutti Neeson til London og lék árið 1984 á móti Mel Gibson og Anthony Hopkins í The Bounty. Þremur árum síðar flutti Nee- son enn á ný, nú til Hollywood í leit að frekari frægð og frama. Spennumyndin Darkman varð fyrst til að vekja á honum athygli og í kjölfarið fékk hann aðalhlut- verkið í Spielberg-myndinni Schindler´s List, sem hlaut sjö Óskarsverðlaun. Neeson var einn- ig tilnefndur en tapaði fyrir Tom Hanks sem átti stórleik í Phila- delpia. Neeson hafði þegar þarna var komið sögu fest sig í sessi sem virtur Hollywood-leikari og hefur hann á undanförnum árum leikið í myndum á borð við Rob Roy, Kinsey, Gangs of New York, Star Wars Episode 1: The Phantom Menace og Batman Begins. Fram undan hjá þessum hávaxna leikara (193 cm) er svo aðalhlutverkið í Lincoln sem er byggð á ævi forsetans Abraham Lincoln. Hittir hann þar aftur fyrir félaga sinn Steven Spiel- berg sem kom honum á kortið á sínum tíma. freyr@frettabladid.is Vann á lyftara í verksmiðju LIAM NEESON Nýjasta mynd írska leikarans nefnist Taken og er spennumynd af bestu gerð. NORDICPHOTOS/GETTY Mamma Mia! er söluhæsti DVD-mynddiskurinn á Íslandi það sem af er jólavertíðinni. Diskurinn hefur selst í hátt í sautján þúsund eintökum síðan hann kom út fyrir aðeins þremur vikum. „Þetta er frábærlega gott og stendur alveg undir væntingum,“ segir Hall- dór Sigurbjörn Guðjónsson, sölustjóri Myndforms. Næstvinsælasti diskurinn er Laddi 6-Tugur sem hefur selst í þrettán þúsund eintökum og greinilegt að Íslendingar hafa síður en svo fengið nóg af gaman- semi Ladda. Í þriðja sætinu er nýjasta Batman-myndin Dark Knight sem hefur verið rifin út í tólf þúsund eintök- um. „Hún er eiginlega farin fram úr væntingum,“ segir Ómar Friðleifsson hjá Sam-myndum. „Við vorum tvístígandi hvort hún færi í tíu eða tólf þús- und. Síðasta Batman-mynd fór fram úr vonum, eða í 7.200 eintök að mig minnir. Hún var rosavinsæl en þessi er búin að slá öll met eins og alls staðar annars staðar.“ Næst á blaði er teiknimyndin vinsæla Kung Fu Panda sem hefur selst í rúmum tíu þúsund eintökum og þar á eftir kemur Sex and the City-bíómyndin um ævintýri Carrie Bradshaw og vinkvenna hennar. Söluhæsti íslenski mynddiskurinn er Brúðguminn sem hefur selst í átta þúsund eintökum. Einnig hefur Dagvaktin selst mikið á skömmum tíma og er nú komin í fimm þúsund eintök. - fb Mamma Mia! er söluhæst MAMMA MIA! Kvikmyndin Mamma Mia! hefur slegið rækilega í gegn á þessu ári bæði hér heima og erlendis. Harrison Ford hefur tekið að sér aðalhlutverkið í gamanmyndinni Morning Glory sem J.J. Abrams mun framleiða. Einnig er líklegt að Rachel McAd- ams, úr Wedding Crashers, leiki á móti honum. Hún myndi leika fréttastjóra sem reynir að bjarga misheppnuðum morgunþætti í sjónvarpi með því að taka fréttamenn sína í gegn. Ford leikur einn af fréttamönnunum. Ford og McAdams hafa í nógu að snúast um þessar mundir. Næsta mynd Fords er hin dramatíska Crossing Over en McAdams er að leika í Sherlock Holmes í leikstjórn Guy Ritchie. Ford fréttamaður HARRISON FORD Ford hefur tekið að sér aðalhlutverkið í gamanmyndinni Morning Glory. > CROWE SEM CLINTON Orðrómur er uppi um að Russell Crowe ætli að leika Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í nýrri mynd. Nefnist hún The Special Rel- ationship og fjallar um sam- skipti Clintons og Tonys Blair, fyrrverandi forsætisráð- herra Bretlands. Talið er að Michael Sheen, sem lék Blair í The Queen, muni leika það hlutverk í mynd- inni. föstudagur fylgir Fréttablaðinu á morgun föstudagur w w w .h ir z la n .i s Smiðsbúð 6 210 Garðabæ Sími 564 5040 monaco glæsilegar veggsamstæður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.