Tíminn - 14.08.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.08.1982, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1982 ©nmsm Tímamynd:G.E. ■ Hjónin Lilja Guðmundsdóttir og Björn Jóhannesson í verðlaunagarði sínum að Selbrekku 20 í Kópavogi. Viðurkenningar veittar fyrir garda og lóðir í Kópavogi: „Alltaf veriö nokkur í götunni” — segja hjónin Lilja Guðmundsdóttir og Björn Jóhannesson ■ Fegrunamefnd Kópavogs veitti í gær verðlaun og viðurkenningar fyrir garða og lóðir fyrir árið 1982. Alls hlutu 12 lóðir og garðar viðurkenningu nefndarinnar. Hciðursverðlaun Bæjarstjórnar Kópavogs fyrir samstillt átak og frum- lega uppbyggingu lóða hlutu eigendur lóða nr. 20, 22, 24 og 26 í Selbrekku. Það sem fyrst vekur athygli vegfarenda á þessum lóðum em sérkennilegar og fallegar steinhleðslur, auk þess sem grjót sem fyrir var í lóðunum hefur verið látið halda sér. „Það hefur alltaf verið nokkur samstaða hér í götunni um að halda fallegu og snyrtilegu í kringum sig“ sögðu hjónin Lilja Guðmundsdóttir og Björn Jóhannesson sem búsett eru á Selbrekku 20. „Við höfum haft nokkra samvinnu við næstu nágranna okkar með lóðina, og hér er mikið áhugafóik um garðrækt.“ í samvinnu við þau hjónin hefur Hörður Rögnvaldsson, Hörgslundi 2 Garðabæ, hannað lóðina. Hörður er mikill áhugamaður um garðrækt, að sögn þeirra hjóna, og hefur hann unnið að því að skipuieggja lóðir og hafði m.a. hönd í bagga með skipulagningu á þremur af þeim fjórum lóðum sem hlutu heiðursverðlaunin. „Það er búið að taka okkur tvö ár að standsetja lóðina, og það er enn margt eftir, en flestum plöntunum var ekki plantað fyrr en í vor þannig að garðurinn á eftir að breytast mikið á næstu árurn," sögðu þau Lilja og Björn. Auk heiðursverðláunanna veitti fegr- unarnefndin viðurkenningu fyrir sam- ræmdan heildarsvip og snyrtilegan frágang lóða, og voru það eigendur lóða nr. 1, 3, 5, 7, 9 og 11 við Seibrekku sem fengu þær viðurkenningar, þannig að íbúar við Selbrekku geta verið stoltir af götunni sinni. f fegrunarnefnd Kópavogs, sem kosin er af Bæjarráði Kópavogs voru þetta árið þeir Sig. Grétar Guðmundsson, Vilhjálmur Einarsson, Sigurður Bragi Stefánsson og Einar 1. Sigurðsson. Með nefndinni starfa fulltrúi Rotaryklúbbs Kópavogs, Jón R. Björgvinsson og frá Lionskiúbbi Kópavogs, PéturSveinsson. Þeir völdu þá garða sem fengu verðlaun Rotaryklúbbs og Lionskiúbbs Kópa- vogs, og það voru hjónin Fríða Ágústsdóttir og Hafsteinn Hjartarson Hvannhólma 2 sem fengu verðlaun fyrir snyrtilegan garð og sérstæðar vegg- hleðslur, og fyrir snyrtilegan og fallegan garð hlutu Ásdís Þórarinsdóttir og Bjarni Björgvinsson Hjallabrekku 25 verðlaun. - SVJ Sjómaður gefur út skáldsögu Reykja- víkurmót barnanna 1982 ■ Nýstárleg og vafalaust skemmtileg keppni verður háð í Hljómskálagarðinum á sunnudaginn kemur og byrjar klukkan tvö. Það er Reykjavíkurmót barnanna, sem þar fer fram og keppnisgreinar eru þær sem allir krakkar eru í stöðugri þjálfun í, svo sem að sippa, snú-snú, skjóta bolta í mark, húlla, reiöhjólakvartmíla, 100 metra hlaup, kassa- bílarallý, skalia bolta á milli, labba á grindverki og halda bolta á lofti. f kassabílarallýinu og að skalla bolta á milli keppa tveir og tveir saman. Kassabíll verður á staðnum fyrir þá sem engan hafa, en keppendur mega koma með sinn eigin bíl. Keppt verður í tvcim flokkum í hverri grein, 7-9 ára og 10-12 ára. 20-30 keppendur geta verið með í hvorum flokki í hverri grein og allir eru velkomnir til, keppninnar. Mótið hefst klukkan tvö með skráningu keppenda og síðan hefst keppnin og hvert skemmtiatriðið af öðru, t.d. flugdrekasvif, fjarstýrðir bátar á tjörninni, víðavangsleikir, tískusýning, spyrnukeppni fjarstýrðra bíla, siglingar á tjörninni o.fl. Allir eru hvattir til að mæta með flugdreka, skútur eða báta, kassabíla og hvað sem er annað, sem gæti orðið til skemmtunar. Reykjavíkurmeistararnir verða krýndir klukkan 16.30. Aðgangur er ókeypis og eru foreldrar hvattir til að mæta með krökkunum og taka þátt í ieikjum þeirra. Nánari upplýsingar fást í síma 15484. SV ■ Ungur rithöfundur, sjómaður, sölu- maður og fyrrverandi heimshorna- flakkari, Ólafur Þ. Ólafsson leit við á ritstjórnarskrifstofum Tímans í gær með nýja bók, Sarita, í fórum sínum. Ólafur sagðist hafa dundað við að skrifa bókina í hjáverkum á undanförnum árum. „Hún fjallar um unga ævintýramenn. Þeir fara til Danmerkur með það í huga að ráða sig á farskip. í Danmörku gengur ekki allt eins og til stóð. Erfiðlega gengur að komast í skipsrúm. Þó fer svo um síðir að ævintýramenn- irnir fá pláss á Saritu, ævintýrafleyi með áhöfn sem samanstendur af alla vega mönnum," sagði Ólafur þegar hann var spurður um efni bókarinnar. „Skipið siglir til Suður-Ameríku, til Chile, og þar eiga sér stað hinir ótrúlegustu hlutir," sagði hann. Ólafur gefur bókina út sjálfur. -Sjó Ólafur Þ. Ólafsson. Gjaldeyrir keyptur á gamla genginu en seldur með 18% álagi: MSendi ekkert inn fyrr en nýtt gengi er skrád” — segir gjaldkeri hjá Hótel Loftleiðum ■ „Ég sendi ekki inn erlendan gjald- eyri á gamla genginu, geri það ekki fyrr en skráð hefur verið nýtt gengi“, svaraði Bertha Jóhansen gjaldkeri á Hótel Loftleiðum, spurð á hvaða gengi bankarnir tækju við gjaldeyri frá hótelunum og verslunum sem mikil viðskipti hafa við erlenda ferðamenn. Gjaldeyrirsbankarnir taka nú 18% tryggingarfé ofan á síðastskráð gengi á þeim erlenda gjaldeyri sem þeir fá er nauðsynlega þurfa á gjaldeyri að halda þangað til gengi krónunnar verður skráð á ný, þ.e. gengisfellingin hefur verið ákveðin. Hugsanlegur mismunur verður svo gerður upp síðar. Bankarnir hugsa hins vegar ekki eins vel um hag þeirra erlendu ferðamanna sem þurfa að fá skipt erlendum seðlum sínum eða ferðatékkum og sinn eigin, því útlendingarnir fá aðeins greitt út samkvæmt síðast skráðu gengi. „Við viljum helst ekki að þessi fyrirtæki komi með erlendan gjaldeyri meðan gengið er óskráð. Við getum í Færeyingar hafa undir- skrifað laxasamninginn ■ Milliríkjasamningur um verndun lax í Norður-Atlantshafi var undirritaður í gær í Reykjavík af Janus A. W. Paludan sendiherra Dana og Árna Ólafssyni fulltrúa landsstjórnar Færeyja, fyrir hönd Færeyja. Áður hafði samningur- inn verið undirritaður af fulltrúum Efnahagsbandalags Evrópu, Bandaríkj- anna, Canada, Noregs og íslands. Svíum er einnig heimilt að undirrita samninginn. Samkomulag náðist um samning þennan á ráðstefnu, sem ríkisstjórn íslands boðaði til 18.-22. janúar s.l. Samningurinn tekur gildi þegar fjórir aðilar hafa fullgilt hann eða staðfest formlega. 9V raun og veru ekki afgreitt þetta, enda myndu fyrirtækin tapa á því að leggja inn fyrr en gengið hefur verið skráð á ný,“ var svarið sem við fengum í Gjaldeyrisdeild Landsbankans. En hvað segja útlendingar sem þurfa að versla allt samkvæmt gamla genginu þegar allir vita raunar að gengið er fallið? Þykir þeim ekki ósanngjamt að þurfa kannski að borga 100 dollara fyrir flík sem kannski myndi ekki kosta nema 85-90 dollara ef búið væri að skrá gengið? „Ég var nú hálf hræddur um það í byrjun, enda er þetta ósanngjarnt. En menn bara koma, gamla gengisskráning- in er þarna - enda höfum við ekki annað að fara eftir - og það hafa ekki orðið nein vandræði. Eg er að vona að það haldist, enda hljóta menn að ákveða þetta yfir helgina“, sagði Haukur Gunnarsson, í Rammagerðinni. „En það er alveg hrikalegt að þetta skuli koma upp á. Menn eru að teygja lopann eins og krakkar í stað þess að skvera þessu af og hætta þessu þrasi. Þetta stóð að vísu í 10 daga síðast, en menn verða að læra af reynslunni." Vinafélag Árbæjarsafns undirbúið ■ Að undanförnu hefur verið rætt um stofnun vinafélags Árbæjarsafns og endurreisn Reykvíkingafélagsins, sem var stofnað árið 1940. Vinafélögin starfa við söfn víða erlendis og er aðalmarkmið þeirra að auka tengsl milli safnanna og styðja þau við innkaup á munum, því söfn hafa oft takmarkaða fjárveitingu. í Reykvíkingafélaginu, sem stofnað var 1940 var mikill áhugi á sögu borgarinnar og söfnuðu félagsmenn m.a. fjölda gamalla ljósmynda, en það safn var síðan afhent Minjasafni Reykja- víkurborgar, sem nú er Árbæjarsafn. Nú eru liðin mörg ár síðan félagið hélt síðast fund, en áhugi hefur vaknað á því að endurvekja félagið og stofna um leið vinafélag Árbæjarsafns. Allir gamlir félagsmenn eru hvattir til þess að mæta á almennan fund að ræða þessi mál, að Hótel Borg 18. ágúst kl. 20.30. -SVJ NOTAR^§ ÞÚ « . m usðs~’ f réttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.