Tíminn - 14.08.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.08.1982, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1982 ■ Bandarísku forsetahjónin og Indira Gandhi Viðræður Indiru og Reagans gagnlegar ■ INDIRA Gandhi forsætisráðherra Indlands er nýlega komin heim úr 10 daga ferðalagi um Bandaríkin, en aðalerindi hennar var að heimsækja Ronald Reagan í Hvíta húsið í Washington og ræða við hann um samvinnu og samskipti tveggja stærstu lýðræðisríkja heims, ásamt skoðana- skiptum um heimsmálin yfirleitt. Indira Gandhi hafði fyrir 11 árum komið í svipaða heimsókn til Bandaríkj- anna og þá rætt við Nixon í Hvíta húsinu. Viðræður þeirra urðu ekki til að auka samskiptin milli Indlands og Bandaríkjanna. Nixon var þá upptekinn af því að bæta sambúðina við Kína, og mun m.a. ekki hafa talið það heppilegt af þeirri ástæðu að treysta samvinnuna við Indland. Indland og Kína áttu í landamæradeil- um, sem raunar eru ekki leystar enn, en sambúð þessara aðalríkja Asíu er hins vegar orðin mun betri nú en þá. Þau Indira Gandhi og Reagan hittust í Mexikó síðastliðið haust á fundi þjóðarleiðtoga, sem fjallaði um málefni þróunarlandanna. Viðræður þeirra urðu ekki langar þá, en vinsamlegar, og lauk með því, að ákveðið var að Indira kæmi í heimsókn til Bandaríkjanna næsta sumar. Á undanförnum árum hefur Banda- ríkin og Indland greint á um margt. Bandaríkin hafa verið óánægð vegna náinnar samvinnu Indlands og Sovét- rfkjanna, en Indland hefur talið að stuðningur Bandaríkjanna við Pakistan stríddi gegn hagsmunum sínum og gerði m.a. samvinnu við Sovétríkin nauð- synlega, þá hafa Indverjar litið með nokkurri tortryggni vaxandi vinfengi Kínverja og Bandaríkjanna. Til viðbótar hefur svo komið ólík afstaða Indverja og Bandaríkjamanna til ýmissa alþjóðamála. Þrátt fyrir þetta hafa verið mikil og vaxandi viðskipti milli Indlands og Bandaríkjanna á ýmsum sviðum, t.d. hefur Indland ekki meiri verslun við annað land en Bandaríkin. Þá hafa Bandaríkin veitt Indlandi ýmsa mikils- verða efnahagslega og tæknilega aðstoð. VEGNA þessara ástæðna og fleiri var fundi þeirra Indiru og Reagans í Hvíta húsinu veitt mikil athygli. Fréttaskýr- endur töldu að vísu, að hann myndi ekki breyta viðhorfi þessara ríkja til alþjóða- mála og þau myndu halda áfram að vera ósammála um margt. Hins vegar gæti fundurinn greitt fyrir aukinni samvinnu þeirra á ýmsum sviðum, eytt ýmsum misskilningi og veitt báðum viðmælendum aukna yfirsýn um stöðu alþjóðamála. Yfirleitt virðist það álit fréttaskýrenda sem hafa fjallað um viðræðumar, að þær hafi náð tilætluðum árangri að þessu leyti. Viðræðurnar eru sagðar hafa farið hið bezta fram og Reagan sýnt sínar beztu hliðar til að geðjast gesti sínum. Gesturinn hafi svarað gestgjafanum í sömu mynt. Þá hafi fallið vel á með Indiru og frú Reagan. Eigi að síður hafi verið ræðst við í fullri alvöru og megi vænta þess, að gagnkvæmur skilningur hafi aukizt. Þannig hafi verið lagður grundvöllur að meiri samskiptum þessara ríkja og sennilega auknum samráðum á ýmsum sviðum. Helzta áþreifanlega niðurstaða fund- arins varð sú, að Bandaríkin féllu frá banni, sem þau höfðu sett á sölu uraníums til kjarnorkuvers, sem þau höfðu aðstoðað við að reisa í Tarapur. Þegar bygging þess var hafin 1963 var gerður samningur til 20 ára þess efnis, að Bandaríkin fengu fulla tryggingu fyrir því, að orkuverið yrði ekki notað til að framleiða kjarnavopn. Árið 1978 voru sett um það lög í Bandaríkjunum, að ekki mætti selja uranium til annarra ríkja en þeirra, sem gerðust aðilar að alþjóðasamningi um eftirlit með því, að ný ríki bættust ekki í hóp kjarnavopnaframleiðenda. Þegar Indverjar neituðu að undir- gangast þennan samning, ákvað Carter- stjórnin að hætta útflutningi á uranium til Indlands, en samkvæmt samningnum frá 1963 höfðu þau heitið að selja Indverjum uranium til 1983. Þá beittu þau einnig áhrifum sínum til að koma í veg fyrir að Indland fengi uranium annars staðar frá. Þetta mál leystist á fundi þeirra Indiru og Reagans á þann veg, að Indverjar geta hér eftir keypt uranium af Frökkum, en lofa jafnframt að fram- fylgja samningnum við Bandaríkin frá 1963 um að nota ekki orkuverið til að framleiða kjarnavopn. Þá samdist um það að auka samvinnu ríkjanna á sviði vísinda- og tæknimála, menningarmála og efnahagsmála. ÞAU Indira Gandhi og Reagan ávörpuðu hvort annað mjög virðulega í samkvæmi, sem henni var haldið í Hvíta húsinu. Bæði Iögðu áherzlu á bætta og aukna samvinnu ríkjanna. Reagan sagði í ræðu sinni, að Indland og Bandaríkin, sem væru stærstu lýðræðisríki heims, hefðu sameiginleg markmið á mörgum sviðum, eins og að efla frelsi, öryggi og velmegun. Hvort þeirra um sig hefði öðlazt reynslu, sem gæti verið gagnleg fyrir hitt þeirra. Um sitthvað væru þau ósammála, en sam- mála um annað. Mikilvægast væri þó, að sameiginlegar hugsjónir tengdu þau og ættu að auðvelda samvinnu þeirra á mörgum sviðum. Indira Gandhi sagði, að erfitt væri að hugsa sér ólíkari þjóðir en Indverja og Bandaríkjamenn. Indverjar hefðu að baki eldgamla og rótgróna menningu. Nýlendustjórn og kúgun hefði á ýmsan hátt sett mót sitt á Indland nútímans. Bandaríkjamenn væru hins vegar ung þjóð, sem hefði mótazt af frumkvæði og djörfung landnemans og því orðið forustuþjóð á mörgum sviðum. Mark- mið hennar væri frelsi, sem veitti sem flestum tækifæri til að njóta krafta sinna. Þetta hefði átt sinn drjúga þátt í því, að Bandaríkin væru nú voldugasta þjóð heimsins og næstum hvert verk og hver ummæli forseta Bandaríkjanna væru vegin og metin nær hvarvetna um heim allan. Þá lagði Indira Gandhi áherzlu á, að Indverjar vildu búa í vinsemd við allar þjóðir og því höfnuðu þeir ekki samstarfi við neina þjóð, heldur sæktu eftir vinfengi hennar. Þetta skilja sumir fréttaskýrendur sem svar hennar við því, að hún hefur verið ásökuð um of nána samvinnu við Rússa. í reynd hafi hún líka boðizt til samvinnu við Bandaríkin, en án þess að það breytti afstöðu hennar til Sovétríkjanna eða annarra ríkja. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar Kn Úrvalið af leikföngum fyrir alla krakka á öllum aldri. Póstsendum pkiymobll pkiumolsil LEIKFANGAVERZLUNIN JOJO AUSTURSTRÆTI8 - SÍM113707 Til sölu Ursus dráttarvél 65 ha. árg. 1978. Ámoksturs- tæki geta fylgt. Einnig Fahr-sláttuþyrla árg. 1977, vinnslubreidd 1,35. Upplýsingar í síma 99-6550 Ljóa — hvít ft gul m/Halogen-peru Settið 510,- Ljós — hvit & gul m/Halogen-peru Settið 510,- Bremsuljós aft/glugga kr. 349,- Króm felguhringir 12" —13" 4 stk. i setti 708,- 14" -15" 4 stk. í setti 752,- Tjakkar 1 tonn 230,- Tjakkar 1.2 tonn 290,- Búkkar 2stk. 355,- 1 1/2 tonn pr/bukka Póstsendum um land allt y BILHLUTIR V Suðurlandsbraut 24 Simi 38365 /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.