Tíminn - 14.08.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.08.1982, Blaðsíða 7
fylla inn í heildarmyndina. Pennan kjarna minnist Björn Bjarnason ekki á. Þungamiðja á röngum stað Ekki fæ ég heldur skilið, hvernig Björn Bjarnason getur lesið það út úr bókinni, að þungamiðja hennar sé að sanna, að samkomulagið um 12 mílurn- ar frá í mars 1961 hafi verið nauðungar- samningur. Um þetta mál er fjallað í niðurlagi 4. kafla (bls. 99-108) og þar eru, eftir því sem ég best veit, birt í fyrsta sinn bréf breska utanríkisráðherr- ans, Lord Home, til Guðmundar í. Guðmundssonar, utanríkisráðherra, frá 21. desember 1960og 27. janúar 1961 (bls. 101-102). í>að þarf ekki frekari vitnanna við en þessi bréf til að sanna fullri sönnun, að samningurinn í mars 1961 var gerður við aðstæður hótana Breta um frekari ofbeldisaðgerðir á íslandsmiðum. Að þjóðarrétti eru samn- ingar gerðir við slíkar aðstæður nauð- ungarsamningar og ógildir. Ég tel það mikinn skaða, að þessi bréf skildu ekki hafa verið send Alþjóðadóm- inum, þegar Bretar og Vestur-Þjóðverj- ar kærðu brot okkar á samningunum frá 1961 vegna útfærslunnar í 50 mílurnar 1972. Það var hins vegar, illu heilli, ekki hafa í frammi andlitslyftingu eða fegrun á einum stjómmálaflokki eða öðrum né heldur að gera lítið úr frumkvæði annarra. Leiðarljósið var aðeins að hið sanna og rétta kæmi fram. Finnist Birni minna bera þar á Sjálfstæð- isflokknum en Framsóknarflokknum í forystuhlutverki þá er það hans mat á staðreyndunum, sem settar eru fram og studdar sönnunum með tilvitnun í traust heimildargögn, aðgengilegum öllum ís- lendingum. Nokkrar staðreyndir um frumkvæði í landhelgismálinu Ég ætla ekki að blanda mér í deilur íslensku stjómmálaflokkanna og málgagna þeirra um ágæti hvers þeirra um sig í sambandi við frumkvæði við undirbúning og útfærslu íslensku fisk- veiðilögsögunnar. Hins vegar gefur Björn Bjarnason tilefni til þess að ég reki nokkrar staðreyndir í því sam- bandi. Hann segir t.d. að það sé nýmæli að sjá, að það megi rekja til Skúla heitins Guðmundssonar, alþingismanns Fram- sóknarflokksins, að samningnum milli Dana og Breta frá 1901 skyldi sagt upp, Lúðvík Jósefsson í embætti sjávarút- vegsráðherra sem færði fiskveiðilögsög- unæ út í 50 mílur 1972, eftir að kosið hafði verið m.a. á milli stefnu viðreisnar- stjórnarinnar í landhelgismálinu og þeirra flokka, sem síðar stóðu að ríkisstjóm Ólafs Jóhannessonar. Um þá útfærslu náðist fyrir atbeina Ólafs Jóhannessonar full samstaða á Alþingi 15. febrúar 1972 þrátt fyrir harða stjórnarandstöðu Sjálfstæðisflokksins og oft ógætileg skrif Morgunblaðsins. Hitt er líka staðreynd, að 50 mílna og 200 mílna útfærslan tengjast á vissan hátt í aðgerðum ríkisstjómar Ólafs Jóhannessonar, sem 13. maí 1974 gerði þá breytingu á landgrunnslögunum að inn í þau var bætt ákvæði um 200 mílna landgrunnsmörk. Staðreynd er það líka, að það var ríkisstjóm Geirs Hallgrímssonar, sem færði út fiskveiðilögsöguna í 200 mílur í október 1975 en í þeirri ríkisstjórn sátu m.a. Ólafur Jóhanncsson og Einar Ágústsson, þáverandi formaður og varaformaður Framsóknarflokksins. Ég get ekki skilið hvers vegna staðreyndir af þessu tagi virðast ergja Björn Bjarnason. Hver sem á heiðarlegan hátt vill rekja framvindu landhelgismálsins getur ekki málaflokkar hafa átt á þessu sviði. í fjórða lagi og að loknum öllum nauðsynlegum athugunum móta stjórn- málamennimir stefnuna í málinu eins og Hermann Jónasson og Skúli Guðmunds- son gerðu, og leggja til við flokk sinn eða flokksþing þeirra, að þeir samþykki stefnuályktun um málið, í þessu tilfelli uppsögn landhelgissamninganna frá 1901 og útfærslu fiskveiðilögsögunnar. í fimmta lagi, er málið tekið upp með tillöguflutningi á Alþingi og síðar, við stjórnarmyndun, er samið um að málið sé tekið inn í stefnu ríkis- stjórnarinnar og stefnunni hmndið í framkvæmd. Stjómmálamennirnir voru í þessu sambandi fyrst og fremst að hugsa um íslenska hagsmunagæslu í mikilvægu máli. Þeir vora beint ábyrgir fyrir orð sín og gerðir gagnvart kjósendum sínum, flokki sínum, almenningsálitinu í kjördæmum þeirra og gagnvart þjóðinni í heild. Ef málið var gott og vel á því haldið mætti ætla að fylgisaukning yrði afleiðing aðgerðanna, ef lélegt og illa á því haldið, þá fylgisrýrnun. En jafnframt þessari framvindu við lýðræðislega stefnumótun kom að því, að ríkisstjórn sú, sem tók endanlega ákvörðun um uppsögn samninganna og útfærslu fiskveiðilögsögunnar, yrði ábyrg fyrir aðgerðir sínar gagnvart þeim erlendu ríkisstjórnum, sem töldu hags- muni sína skerta við þessar aðgerðir. Þar kom inn hlutur embættismanna og sér- fræðinga eins og t.d. Hans G. Andersen og fleiri, að taka ásamt öðrum þátt í ÞORSKASTRÍMN 0G ÞRÓUN HAFRÉTTARINS eftir dr. Hannes Jónsson, sendiherra gert. Eigi að síður getur hvaða þjóðréttarfræðingur sem er sannfærst um, að samningarnir frá í mars 1961 voru nauðungarsamningar með því að lesa framangreind bréf frá breska utanríkisráðherranum til íslenska utan- ríkisráðherrans. Væri það hins vegar þungamiðja bókarinnar að sanna, að samningarnir væra nauðungarsamningar mundi ég hafa eytt í það meira rúmi en raun ber vitni. Það er t.d. ekki minnst á málið sérstaklega í heildarniðurstöðum verks- ins, þar sem þó er drepið á lausn 12 mílna deilunnar 1961 (bls. 201). Aug- ljóst er að mat Björns Bjarnasonar á aðalviðfangsefni verksins er brenglað. Hann finnur þungamiðjuna á röngum stað. Hverjum glöggum lesanda með ópólitísk gleraugu má Ijóst vera, að umfjöllunin um nauðungarsamningana frá 1961 er aðeins einn þáttur í að rekja framvindu og endalok einnar deilunnar af fjóram en er engin þungamiðja heildarverksins. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr umfjölluninni um samningana frá 1961 (bls. 99-108). Síður en svo. En þeir samningar era aðeins einn þáttur í greiningu á framvindu málsins, sem ég hef lýst hér að framan. Pólitískur en ekki vísindalegur áhugi Svo virðist sem Björn Bjarnason hafi þröngan flokkspólitískan fremur en vísindalegan áhuga á bókinni Vinir í átökum. Honum finnst hlutur fram- sóknarmanna í framvindu landhelgis- mála íslendinga of mikill. Jafnframt finnst honum of lítið gert úr framlagi kollega míns, Hans G. Andersen, þjóðréttarfræðings og sendiherra í Washington, og gert minna úr hans hlut í landhelgisbaráttunni en íslenskur lesandi eigi almennt að venjast. Á sama hátt virðist honum „uppákoman í Moskvu" 16. febrúar 1976 ekki í samhengi við stjórnmálaslitin við Breta þrem dögum síðar. Ástæðulaust er að deila um sögulegar staðreyndir framvindu landhelgisdeiln- anna, undanfara þeirra og endalok. Það liggur allt skilmerkilega fyrir í handbærum skjölum og gögnum, heim- ildum sem dyggilega er vitnað til í bókinni sjálfri. Ég get líka fullvissað Bjöm Bjamason um, að ég hafði við samningu doktorsrit- gerðarinnar ekki minnsta áhuga á að en það var forsenda útfærslu fiskveiði- lögsögunnar í 4 mílur 1952. Fyrir þessu iiggja þó skjalfestar sannanir og heimildir, svo sem tíðindi af flokksþingi Framsóknarflokksins, sem haldið var dagana 24. nóvember til 4. desember 1946 og fréttir af því í dagblaðinu Tíminn. Á því þingi lögðu þeir Hermann Jónasson og Skúli Guðmundsson til, að flokkurinn beitti sér fyrir því, að landhelgissamningnum milli Danmerkur og Bretlands frá 24. júní 1901 yrði sagt upp þegar í stað og að undirbúin yrði löggjöf til þess að færa landhelgina verulega út. Þetta ereinföld staðreynd. Fyrir því er líka glögg heimild í Alþingistíðindum frá 1946, að þeir félagar, Hermann og Skúli, fylgdu eftir ályktun flokksþingsins með því að bera fram tillögu á Alþingi sama efnis. Aðrir flokkar höfðu ekki gert þetta fyrr. Ríkisstjórn Ólafs Thors lýsti því hins vegar yfir, að hún teldi ekki tímabært að gera ályktun um málið að svo komnu, þar sem að hún væri að vinna að undirbúningi þess. í bókinni er bent á það (bls. 55), að sannleiksgildi þessarar fullyrðingar ríkisstjórnarinnar hafi kom- ið í ljós þegar ríkisstjórnin hafi beitt sér fyrir samþykki landgrannslaganna, sem gefin voru út 5. apríl 1948, og þegar hún á árinu 1949 beitti sér fyrir uppsögn samningsins frá 1901 án þess að tillaga þeirra Hermanns og Skúla hefði komið til atkvæða í þinginu. Þetta eru einfaldar og augljósar staðreyndir, sem ég get ekki séð hvernig Björn þarf að gera úr pólitískt þrætuepli milli Framsóknar- og Sjálfstæðismanna. Hitt er svo líka staðreynd, að þegar þetta hvort tveggja gerðist hafði verið skipt um stjórn. Ráðuneyti Stefáns Jóhanns Stefánssonar var myndað 4/2/1947 með þátttöku Framsóknar- flokksins, Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks. Hitt er líka ljóst að það var ráðuneyti Steingríms Steinþórssonar, sem færði fiskveiðilögsöguna út í 4 mílur 1952. Ennfremur er það staðreynd, að það var ráðuneyti Hermanns Jónassonar, sem færði út fiskveiðilögsöguna í 12 mílur, en Lúðvík Jósefsson var þá sjávarútvegsráðherra. Átti ráðuneytið þá við að stríða mjög harða stjórnarand- stöðu Sjálfstæðisflokksins, svo sem skrif Morgunblaðsinsfrá þessum tíma sanna. Ekki er heldur hægt að komast fram hjá þeirri staðreynd, að það var ráðuneyti Ólafs Jóhannessonar með hlaupið yfir þessar staðreyndir. Stað- reyndaupptalning af þessu tagi er í sjálfu sér ópólitísk. Stefnumótun í utanríkis- málum við lýðræðislegar aðstæður Erfitt er að átta sig á hvers vegna Björn Bjarnason heldur því fram að ég geri minna úr hlut Hans G. Andersen í landhelgisbaráttunni en íslenskur lesandi á almennt að venjast. Staðreyndin er hins vegar sú, að hlutur Hans G. Andersen sem þjóðréttarfræð- ings utanríkisráðuneytisins og ráðgjafa ríkisstjórnarinnar í landhelgismálinu kemur mjög greinilega fram í bókinni. Auk textans sjálfs þarf ekki annað en að vitna til atriðisorðaskrár og heimildaskrár verksins til að sanna þetta. Á hinn bóginn mega menn ekki gera því skóna, að embættismenn ríkisins séu eða eigi að vera annað en ráðgjafar ríkisstjórna og framkvæmi vilja þeirra. Stefnumótun í mikilvægum utanríkis- málum er ekki þeirra vettvangur, heldur aðeins ráðgjöf. Við lýðræðislegar aðstæður fer stefnu- mótun ríkis í mikilvægu utanríkismáli eins og landhelgismálinu fram með þeim hætti að stjórnmálamenn taka fyrst eftir þörf aðgerða í þágu þjóðarhags- muna, í þessu sambandi þörfinni fyrir verndarráðstafanir fiskistofna og fyrir forréttindi' strandríkisins til þeirra efnahagslegu gæða, sem era í sjónum umhverfis það. í öðru lagi meta stjórnmálamennirnir möguleikana á því að ná fram þeim markmiðum, sem þörfin kallar á, þ.e. í þessu tilfelli uppsögn landhelgissamn- ingsins frá 1901 og útfærsla landhelginn- ar. Jafnframt meta þeir hættuþáttinn vegna hagsmuna annarra ríkja, mögu- leika þeirra til mótmælaaðgerða og til að hindra framgang málsins. í þriðja lagi meta stjórnmálamennirn- ir möguleika ríkisins til að ná markmið- unum skref fyrir skref með því að afla upplýsinga um allar aðstæður, m.a. ákvæði alþjóðalaga, fylgi annarra ríkja við nauðsynlegar aðgerðir, og í þessu tilfelli möguleika íslensku landhelgis- gæslunnar til þess að verja nýja landhelgi. Á öllum þessum þremur stigum er að sjálfsögðu mikilvægt fyrir stjómmála- menn að hafa sér til ráðuneytis færastu sérfræðinga sem allir íslenskir stjórn- samningaviðræðum við fulltrúa annarra ríkja um málið. - Það starf er annars eðlis en lýðræðisleg stcfnumótun í mikilvægu utanríkismáii. Með allt þetta í huga þarf engan að undra að við greiningu stefnumótunar í mikilvægu hagsmunamáli eins og land- helgismálinu sé hin pólitíska ákvarðana- taka í brennipunkti, en minna beri á þeim, sem þar koma formlega ekki nærri, þ.e. embættismönnum, sem koma síðar inn í starfið. Gagnrýnin á Gilchrist Björn Bjarnason heldur því fram, að ég komist oft í baráttuskap í ritgerðinni og sjáist þá ekki fyrir í dómum um menn og málefni. Nefnir hann þar sem dæmi gagnrýni mína á Sir Andrew Gilchrist, sem var sendiherra Breta í Reykjavík við upphaf 12 mílna deilunn- ar. Þetta finnst mér vægast sagt skrítið mat. Á Gilchrist er minnst á tveimur stöðum í bókinni, bls. 91 og 99. Setn- ingarnar um hann era báðar fremur stuttar. Rétt er því að láta þær tala sjálfar til þess að sanna mistúlkun Björns. Á bls. 91 segir svo: „Ein möguleg ástæða fyrir því að Bretar sendu flotann til íslands var sú, að sendiherra þeirra á íslandi, Andrew Gilchrist, gerði sér ljóst, að það hafði verið ágreiningur innan íslensku ríkisstjórnarinnar um útfærsluna, og hann trúði því einnig vegna áróðurs T dagblöðunum, aðallega Morgunblað- inu, að stjórnarandstaðan væri, þar til í maílok 1958, gegn útfærslunni án þess að til kæmi samkomulag við NATO ríkin. Augljóslega greindi hann á- standið ranglega og sendi villandi skýrslur til London um þetta atriði, vegna þess að eftir að lokaákvörðunin hafði verið tekin var engin spurning um að nokkur stjómmálaflokkur styddi ekki nýju 12 mílna mörkin. Breska stjórnin gerði sér grein fyrir villunni á sínum tíma og hr. Gilchrist var fluttur sem aðalræðismaður til Chicago." Og á bls. 99 segir svo um Gilchrist: „í september 1960 funduðu þeir á fslandi Ólafur Thors, forsætisráðherra, og breski forsætisráðherra íhaldsflokks- ins, Harold Macmillan. Þessi fund- ur virðist hafa verið mikilvægur til að skapa skilning bresku stjórnarinnar í fiskiveiðideilunni, vegna þess að nokkra eftir þann fund sagði hr. Macmillan íslenska sendiherranum í London, dr. Kristni Guðmundssyni: „Mér hefur verið skýrt rangt frá. Ég hef verið blekktur." Ástæðan fyrir þessari athuga- semd var, að hann hafði gert sér grein fyrir því í samtölunum við Ólaf Thors, að ríkisstjórn hans hafði fengið villandi upplýsingar frá breska sendi- herranum á íslandi, Andrew Gilchrist, látin trúa því að Sjálfstæðisflokk- urinn (sem Ólafur Thors var foringi fyrir) væri gegn útfærslu lögsögunnar í 12 mílur.“ Þá er allt talið, sem um Andrew Gilchrist stendur í bókinni. Hvað réttlætir þá að Björn noti þessar sannsögulegu frásagnir sem forsendur ályktunar um að ég sjáist ekki fyrir í dómum um menn og málefni og efnistökin í bókinni séu einhliða? Ef nokkur er dómharður um Gilchrist í frásögninni þá er það Macmillan, sem fylgdi dómhörku sinni eftir með því að láta lækka Gilchrist um tvö stig í utanríkisþjónustunni, þ.e. flytja hann úr ambassadorsstöðu í aðalræðismanns- stöðu. Þarna er líka sennilegasta skýringin á því hversu ósæmilega Gilchrist talar um Ólaf Thors í bók sinni „Þorskastríð og hvernig á að tapa þeim“, (sjá t.d. bls. 70, 155 og 156). Landgrunnslögin frá 1948 Það er mikill misskilningur hjá Birni að halda, að ábending um að land- grunnslögin frá 1948 hafi ekki verið frumleg heidur svipi mjög til Truman- yfirlýsingarinnar um fiskiveiðar með ströndum fram frá 28/9/1945, feli í sér dóm um það, að landgrunnslögin hafi ekki verið mikilvæg. Þvert á móti kemur greinilega fram í bók minni að allar útfærslurnar - 4,12,50 og 200 mílurnar - hafi verið gerðar á grandvelli þeirra. Þjóðréttarfræðingar leita einmitt að traustum fordæmum þegar þeir móta aðgerðir er snerta ákvæði alþjóðalaga. Truman-yfirlýsingin hafði verið í gildi í sem næst 3 ár, þegar landgrunnslögin voru gefin út. Enginn hafði mótmælt þeim. Þarna var því traustur grannur að byggja á og það var gert, góðu heilli, svo sem hver sem er getur séð með textasamanburði. Traman-yfirlýsinguna er m.a. að finna á bls. 28-30 í bók minni „The Evolving Limit og Coastal Juris- diction“ en landgrannlögin á bls. 33-34 í sömu bók, sem gefin var út af ríkisstjórn íslands í júní 1974. Lokaorð Ég hef skrifað þessar athugasemdir fyrir lesendur Morgunblaðsins til þess að þeir hafi réttari mynd af styttu ensku útgáfu doktorsritgerðar minnar en Björn Bjamason gaf þeim. í sjálfu sér skiptir engu fyrir mig hvert mat íslenskur blaðamaður, sem skrifar um utanríkismál við erfið skilyrði, leggur á bókina. Ritgerðin var sjálf metin af færustu prófessorum við Vínarháskóla, einum í alþjóðalögum, öðram í stjóm- málafræðum og þeim þriðja í hagfræði. Þeirra mat var ótvírætt. Eintak af framgerð ritgerðarinnar á þýsku er til á Landsbókasafninu. Henni fylgir umsögn prófnefndar. Geta þeir sem vilja skoðað hvort tveggja þar. Einnig mun hægt að fá ensku útgáfuna hjá einhverjum bóksala í Reykjavík. Ég mun því ekki taka þátt í frekari umræðu um bókina heldur aðeins vísa lesendum á að kynna sér sjálfir frumgögnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.