Tíminn - 07.04.1983, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.04.1983, Blaðsíða 1
íslendingaþættir fylgja blaðinu í dag FJÖLBREVTTARA OG BETRA BUD! Fimmtudagur 7. apríl 1983 78. tölublað - 67.árgangur. Allur saltfiskur verður gegnumlýstur eftir endursendingu 1200 tonna frá Portúgal: T7 KOSTAR TUGI MILUONA AÐ GEGNUMLÝSA SALTFISKINN’ ■ Ákveðið liefur verið að allur saltfiskur sem fluttur verður úr landi eftir næsta mánudag verði gegnumlýstur. Framleiðslueftir- lit sjávarafurða og Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda tóku þessa ákvörðun á fundi, sem haldinn var í gær vegna 1200 tonna saltfiskfarms, sem ekki stóðst gæðaeftirlit í Portúgal vegna hringorms, og verður sendur heim aftur á næstunni. „Þessi fiskur var skoðaður með tilliti til hringorms eins og venja er. Hann var þó ekki gegnumlýstur, enda hefur það hingað til ekki verið gert nema að fiskurinn fari á Grikkland, en þar voru reglur um hringorm í saltfiski mjög hertar fyrir nokkru," sagði Jóhann Guð-. mundsson, forstjóri fram- leiðslueftirlits sjávarafurða, í samtali við Tímann í gær. Kostar tugi milljóna ' „Við flytjum úr landi 35 til 40 milljón saltfiska á ári og það geta allir séð í hendi sér að það er mikil fyrirhöfn að gegnumlýsa hvern og einn. Ég treysti mér engan veginn til að segja að svo stöddu hvað það kostar, en það er stórfé, sennilega tugir millj- óna,“ sagði Jóhann. Jóhann sagðist alls ekki viss um að þessi tiltekni farmur hefði verið verri en gengur og gerist. „Það er hins vegar Ijóst að alls staðar í heiminum er verið að herða gaiðaeftirlit á matvælum, í Portúgal og annars staðar," sagði Jóhann. „Við verðum að horfast í augu við það og herða enn okkar eftirlit. En meðan okkur er ekki sköpuð sú aðstaða sem við þurfum er það ekki hægt. í raun er okkar stóra vandamál það, og síðan framleiðslueftirlit byrjaði hefur umfangið vaxið um milli 60 og 70%, en starfsliði aðeins fjölgað um milli 5 og 10%“ sagði Jóhann. Hann sagði ennfremur, að um- ræddur farmur hefði komið frá fjölda verkunarstöðva og vildi ekki tilgreina það nánar. —Sjó 'EFAÐIST ALDREI UM AÐ Nfl TIL BYGGÐA” „Skelfileg ferö” segir Roger Pichon um Vatna- jökulsleidangur sinn ■ „Þetta var skelfileg ferð. Erfiðari en ég hafði nokkru sinni gert mér í hugarlund og þó taidi ég mig hafa kynnt mér aðstæður eins og kostur var“ sagði Roger Pichon, höfuðsmaður í franska hernurn, nýkominn úr 10 daga gönguferð um Vatnajökul, lengst af í fárviðri. „Það var eiginlega tvennt sem var öðru vísi en ég á að venjast: snjórinn, sem var svo fíngerður að hann smaug alls staðar og fraus síðan innan klæða, og stöðugt hvassviðri, sem gerði gönguna þá erfiðustu sem ég hef farið nokkru sinni,“ sagði Roger. Roger sagði að sortinn hefði verið svo mikill að ómögulegt hefði verið að styðjast við nokk- ur kennileiti á leiðinni. „Ég studdist aðeins við áttavita alla leiðina frá Kverkfjöllum að Breiðamerkurjökli. Roger sagðist hafa skilið tjald sitt eftir í Kverkfjöllum og á leiðinni suður yfir hafa gert sér snjóhús til að sofa í. Hann sagði erfiðastan hafa verið páskadag, en þá fór hann úr skálanum við Grímsvötn snemma morguns og taldi sig aðeins hafa komist um 3 kílómetra allan daginn. Bindingar á skíðum Pichon biluðu fjórum sinnum á leiðinni úr Kverkfjöllum. Þrisvar tókst honum að gera við þær, en í fjórða skiptið neyddist hann til að skilja skíðin eftir og ganga það sem eftir var leiðarinnar: „Ég efaðist aldrei um að ég myndi ná til byggða þótt ég sykki næstum metra niður í snjóinn í hverju fótmáli,“ sagði Frakkinn. Hann sagðist ákveðinn í að koma aftur til íslands, og þá að sumarlagi.“ „Landið er ótrúlega fallegt, landslagið stórbrotið. Ekki bara á Vatnajökli, heldur alls staðar sem ég hef komið,“ sagði Roger. Roger var kalinn á hægri hendi, en hann taldi það ekki alvarlegt og bjóst við að fara að vinna fljótlega eftir að hann kæmi til Frakklands. Loks sagðist Roger standa í ævarandi þakkarskuld við Árna Aðalsteinsson vörubílsstjóra, sem tók hann upp í bíl sinn á Breiðamerkursandi um klukkan 9 í gærmorgun og flutti stðan til Reykjavíkur. —Sjó ■ „Þetta var skelfileg ferð,“ sagði Roger Pichon, fjallgöngumaðurinn franski, sem vel hefur fengið að kynnast vetrarríkinu á Vatnajökli nú um páskana. Tímamynd Róbert FJÖLGAÐ ÍSINFÚN- ÍUNNI — nýir hljód- færaleikarar ganga undir hæfnispróf ■ „ Við erunt núna með 59 hljóðfæraleikara í Sin- fóníuliljóinsveil íslands, en samkvæmt lögum þá megum við vera með 65 » stöðugildi, og það er meiningin að fylla upp í það,“ sagði Sigurður Bjömsson, framkvæmda- stjóri Sinfóníuhljóm- sveitar íslands er Tíminn spurði hann út r hæfnis- próf þaö sem hljómsveit- in hefur auglýst í maí- mánuði næstkomandi. Sigurður var spurður um hvort nú hefði verið breytt starfsreglum Sinfóntuhljóm- sveitarinnar á þann vcg að hljóðfæraleikyrarnir mættu ekki lcngur starfa að tónlistar- kcnnslu meðfram starfinu í Sinfóníuhljómsveitinni:„ís- lensk lög segja náttúrlega fyrir um það, að menn mega ekki ráða sig í fullt starf á tveimur stöðum,“ sagði Sigurður, „en það er hins vcgar látið afskipta- laust þótt menn séu í hluta- störfum annars stáðar. Þetta mál hefur aðeins verið rætt núna innan Sinfóníunnar, vegna þrýstings ofan frá, en hér hjá okkur eru nokkrir scni cru í fullu starfi sem tónlistar- kennarar meðfram starfinu hér. Enn aðrir eru í hálfu starfi eða hlutastarfi, og hvort citt- hvað verður aðhafst í þeirra máli vcit ég ekki enn.“ -AB.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.