Tíminn - 07.04.1983, Blaðsíða 10

Tíminn - 07.04.1983, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 7. APRIL 1983 FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1983 15 íþróttir Blaklandsleikirnir í Færeyjum: UNGU NGALANDSLHHN UNNU FVRSTU SIGRANA Umsjón: Samúel örn Erllngsson ■ íslensku unglingalandsliðin í blaki, pilta og stúlkna 18 ára og yngri unnu sína fyrstu sigra nú í vikunni, en liðin héldu til Færeyja síðastliðinn laugardag. Pilta- landsliðin höfðu leikið 5 leiki áður, og Færeyingar unnið í þeim öllum. Stúlkna- landslið þjóðanna höfðu ekki leikið áður. Piltarnir sigruðu í fyrsta leiknum á mánudag 3-1 og aftur 3-1 á þriðjudag. Stúlknaliðið okkar sigraði einnig í tveim- ur fyrstu leikjunum, 3-0 á mánudag og 3-0 á þriðjudag. Á mánudag var leikið í Klakksvík. Stúlknaliðið okkar hafði ætíð frumkvæð- ið, og náði að sigra 3-0, eftir dálítið basl ísíðustutveimurhrinunum, 15-6,17-15, og 15-13. Piltarnir voru einnig mun sterkari, sigruðu 3-1 nokkuð ðrugglega. Strákarnir töpuðu að vísu fyrstu hrin- unni 11-15 eftir að hafa haft yfir 11-8. í næstu hrinum gekk betur, og sigruðu strákarnir 15-7 eftir 15 mínútur, 15-6 eftir20mínúturog 15-9cftir26mínútur. Á þriðjudag var leikið í Giljanesi, en þar er ný og stórglæsileg íþróttahöll. Kvcnnaliðið sigraði mjög örugglega 3-0, 15-6, 15-6 og 15-4. Piltaliðið átti nokkru ■ Ástvaldur J. Arthúrsson besti maður íslcnska piltalandsliðsins í blaki. erfiðari dag, sigur náðist í höfn eftir 101 mínútu. Strákarnir töpuðu fyrstu hrinu 10-15 eftir 22 mínútur, sigruðu síðan 15-12 eftir 27 mínútur, 15-13 cftir 31 mínútu, og 15-10 eftir 21 mínútu. íslensku liðin virðast sterkari nú en þau færeysku. Þó gekk íslenska liðið ekki heilt til skógar, þar eð Guðmundur Kjærnested Þrótti sem hefur leikið 4 A landslciki og 3 unglingalandsleiki, og Gísli Jónsson Þróttir sem leikið hefur 2 unglingalandsleiki komust ekki með vegna veikinda. Þeir voru hávöxnustu leikmenn liðsins. Ástvaldur Arthúrsson H.K. var afgerandi bestur í leiknum á þriðjudag, og á mánudag var hann einnig bestur ásamt Bjarna Péturssyni HK og Hauki Magnússyni Fram. í kvennaliðinu munar mest um þær Oddnýju Erlendsdóttur UBK og Sigur- lín Sæmundsdóttur UBK, en þær hafa báðar leikið A landsleiki. Síðustu leikirnir voru í gærkvöld í Þórshöfn, óg verður skírt frá úrslitum þeirra leikja í blaðinu á morgun. Skíðalandsliðið í Alpagreinum í nýju æfingabúningunum. , SKÍÐALANDSUÐK) A POLAR CUP ■ í gær hélt landslið okkar í Alpagreinum skíðaíþrótta tii keppni í Polar Cup á skíðum, en mót innan þeirrar keppni verða haldin í Tárna- by, Boden og Gállivare í Svíþjóð, og Rankatunt- uri, Pykátunturi og Rovaniemi í Finnlandi. Allt bæir við heimskautsbaug. Liðið er þannig skipað: Björn Víkingsson, Árni Þór Árnason,, Daníel Hilmarsson, Elías Bjarnason, Guð- mundur Jóhannsson, Ólafur Harðarson, Nanna Leifsdóttir og Tinna Traustadóttir. Farastjóri karlanna er Guðmundur Södering, en stúlkurnar fylgja sænskum stöllum sínum. Ferð þessi er styrkt af íslenskum fyrirtækjum, þau eru: Veltir, Sportval, Bikarinn, Henson, Útilíf, Vesturröst og Tómas Steingrímsson og co. Þekkt þýskt lið á höttunum eftir Kristjáni Arasyni: KRISTJAN til ÞVSKAIANDS ■ Töluverðar líkur eru á að Kristján Arason, handknattleikskappinn sterki úr FH leiki í Vestur-Þýskalandi næsta vetur í hinni vel þekktu „Bundeslígu". Vcstur-þýska liðið Gúnsburg, sem nú er í 8. sæti í Búndeslígunni hefur verið á höttunum eftir Kristjáni undanfarið, allt frá B-keppninni í Hollandi á dögunum, enda ekki furða, Kristján þötti þar ein öflugasta stórskytta B-heimsmeistara- keppninnar. HK uppi ■ HK vann alla þrjá leiki sina í botnkeppni annarrar deildar t hattd- knattleik um síðustu helgi, og er ásanit F.yjaÞór nnkkuð öruggt um sæti sitt i annarri deild. Ljklega falfa Ánnann og Afturelding. Ein umferð er eflir og hefur HK 23 stig, Þér 22, Afturelding 17 og Ármann 15. GETRAUNALEIKUR TÍMÁNS 31. leikvika Þorst. Friðþjófsson Arsenal/ knattspyrnuþjálfari Coventry „Barónarnir vinna eftir tapið gegn Totten- ham.“ Geir Hallsteinsson Nott. For./ íþróttakennari og Tottenham handboltaþjálfari „Þetta eru svipuð lið, og heimavöllurinn gildir." Bragi Garðarsson Birmingham/ prentari Norwich „Þetta eru tvö af botnliðum 1. deildar. Norwich vann 5-1 í fyrri umferðinni. Spá mín er 2-1 sigur fyrir Birmingham." Gunnar Salvarsson Stoke/ kennari Man. City „Þetta getur ekki farið nema á 1 veg. Einn.“ X Gunnar Trausti Guðbjörnsson útlitsteiknari Brighton/ Everton „Brighton á í fallbaráttu, en Everton er sterkt þessa dagana. Útkoman úr þessu verður jafntefli, 1-1.“ Hermann Gunnarss. W.B.A./ fréttamaður Watford „Þetta verður æðislegur leikur. West Bromwich vinnur eftir jafnan og spennandi leik. “ GísliFelixBjarnas. Ipswich/ handboltakappi Notts County „Þetta er pottþéttur 1. Ipswich er miklu sterkara lið, og Notts County vinnur ekki oft á útivelli. Ipswich vinnur þetta 2, 3-0." 2 Páll Pálmason WestHam/ knattspyrnukappi Sunderland „Ég hef trú á Sunderland, þeir eru sterkir á útivelli. Þeir unnu fyrir mig síðast, og gera það aftur nú.“ 2 Hólmbert Friðjónss. Luton/ knattspyrnuþjálfari Aston Villa „Aston Villa hlýtur að hafa þetta" Flosi Kristjánsson Bolton/ kennari Sheff. Wed. „Sheffield Wednesday tekur þetta, það er góður skriður á þeim þessa dagana." SigurðurÞorkelsson Man.Utd./ prentari Southampton 1-0.“ HalldórLárusson Fulham/ kennari Charlton „Þetta er engin spurning, Fulham vinnur. ‘ ■ Hefst nú önnur umferð útslitakeppninn- ar, og eru keppendur enn frekar hafnir. Flestir fóru illa út úr síðustu umferð, aðeins fjórir spáðu rétt, þeir Gunnar Trausti, Páll, Flosi og Halldór. Þeir skoðast með eitt stig, en hinir ekkert. Getraunaseðillinn síðast bauð reyndar upp á léleg úrslit, enda náði enginn 12 réttum. Seðillinn nú er ekki mjög slæmur, einn og einn leikur dálítið erfiður, og mest verður spennandi að vita hverjir ná stigum nú. Annars var gaman að sjá og heyra um mikla knattspyrnuáhugamenn, og þá sér- staklega þá sem áttu sér átrúnaðarliðin Manchester United og Liverpool, þegar úrslitaleikurinn í deildarbikarkeppninni var sýndur hér beint um daginn. Þá gekk ■ „Þeim lcemur víst ekki allt og vel saman, þessum tveim stjórum.“ maður fram á menn vikuna á undan, þar sem þeir hnakkrifust um hvort liðið væri betra, hvort annað væri stórlið eða bæði o.s.frv. Linnti þessum látum ekki fyrr en menn settust fyrir framan sjónvarpstækin og átu poppkorn og puttana á sér, kannski til þess að blandæsaman fæðu úr jurtaríkinu og dýraríkinu. En upp var risið að lokum, þá er dómarinn flautaði endanlega til leiks- loka, en það táknaði sko engin leikslok hjá vinum okkar sem báru hag annars þessara tveggja ágætu liða fyrir brjósti, það má nefnilega finna skýringar á öllum hlutum. Annars er engin saga sem ég hef heyrt af knattspyrnuunnanda eins mergjuð og sú sem heyrst hefur um bridgespilarann. Það var kona sem komin var um sextugt og hafði spilað bridge hvenær sem elstu menn ■ „Sá er góður, spurði mig á hverju ég lifði.“ mundu. Einn laugardag, sem var heilagur. bridgedagur, enda laugardagstvímenning- ur, stóð sú gamla upp í miðju spili, þar sem sagnir stóðu yfir, gekk út að glugganum og stóð þar drykklanga stund. Alla hina spilarana rak í rogastans, þetta hafði aldrei komið fyrri áður, og allra síst hjá þessari konu. Einhver gægðist, og það kom á daginn að líkfylgd var að fara framhjá húsinu. Líklega fjarskyldur ættingi, hugsaði spilafólkið og beið hið rólegasta. Skýringin kom þó, þegar frúin gekk að borðinu með tárin glitrandi í augunum, settist niður og sagði: „Við vorum búin að vera gift í 23 ár. STAÐUR HINNA VANDLÁTIJ 1 STAÐAN ; i i Staðan í efstu deildunum á ■ 1 Englandi eftir leiki á laugar- 1 dag. l.deild: : Liverpool 34 23 8 3 30 26 77 Witíord 35 19 4 12 63 44 61 Min.Utd, 33 16 11 6 45 25 59 Aston Vilia 35 18 4 13 52 42 58 NottLfOTst 36 15 7 13 47 43 52 Stoke 35 15 6 14 49 61 61 Southampton 35 14 9 12 46 48 51 -i Tottonham 34 14 8 12 49 43 50 Ipswich 35 13 10 12 53 41 49 WestHam 34 15 4 16 55 51 49 Everton 35 13 9 13 53 44 48 WeatBromw.A 35 12 11 12 46 43 47 Araenal 34 12 10 12 44 46 46 Coventry 34 12 8 14 42 4 9 44 Sundetl. 34 11 11 12 40 47 44 Notts County 36 13 5 18 49 64 44 Manch.City 36 11 8 17 43 63 41 Norwich 34 9 10 15 36 52 37 Swansea 35 9 9 17 45 55 36 Brightnn 35 8 11 16 33 60 35 Binningham 34 7 13 14 31 46 34 Luton 33 8 10 15 52 70 34 2.deild:. apn. .. 34 22 5 7 66-28 71 Wolves ..35 19 10 6 60-36 36 .. 34 17 8 9 56-38 59 1 Fulham Leicester ..35 17 6 12 62-38 57 Barnsley .. 24 14 10 10 51-42 52 Leeds .. 34 12 16 6 «-37 52 Oldham ..35 11 17 7 50-37 60 Shrewsbuiy ..35 13 11 11 44-44 50 Sheff.Wed .. 34 12 13 9 49-39 49 Newcastle .. 34 12 12 10 53-45 48 Biackhurn ..35 12 10 13 46-49 46 " Grimsby .. 35 12 7 16 «-61 43 Carlisie .. 35 11 9 15 61-60 42 Chelsea .. 35 10 10 15 46-52 40 Camhridge .. 35 10 10 15 34-50 40 Middiesbro ..35 9 12 14 38-62 39 Charlton .. 34 11 6 17 48-73 39 Bolton .. 35 10 8 17 39-54 38 Rotherham .. 35 9 11 15 36-56 38 Derby -.34 7 16 11 39-47 37 , C.Palece .. 34 8 12 14 33-« 36 ^ Burnley .. 32 9 5 18 46-54 32 „Já, það er rétt, þeir hafa verið að hringja og hafa gert mér lauslegt tilboð", sagði Kristján í samtali við Tímann í gær. „Það er ekkert frágengið í þessu, en ef þeir gera mér viðunandi tilboð, mun ég fara út og líta á aðstæður." Kristján mun eiga að taka við hlut- verki júgóslavnesku stórskyttunnar Miljaks, sem kominn er nokkuð til ára sinna, og félagið mun vilja endurnýja. Ef Kristján fer til Gúnsburg mun hann leika gegn félögum sínuni úr Iandsliðinu íslenska, Bjarna Guðmundssyni og Sig- urði Sveinssyni sem leika með Nettel- stedt. Margir íslenskir handboltakappar hafa leikið í Þýskalandi. Ef Gúngsburg gerir Kristjáni gott tilboð er líklegt að hann fari til Þýskalands. „Ef þeir gera mér gott tilboð, og mér líst á aðstæður, þá get ég ekki neitað því að ég er dálítið heitur", sagði Kristján að lokum. ■ Kristján Arason gæti leikið í Vestur Þýskalandi að ári, og ef af samningum verður mun hann að öllum líkindum halda út í ágúst. LARUSSKOUAW MARK! — en Waterschei steinlá samt 1-5 fyrir Aberdeen í Evrópukeppninni. - Juventus lagdi Lodz léttilega Frá Magnúsi Ólafssyni í Bonn: í litlum erfiðleikum með Liverpoolban- r_ ' Lárus Guðmundsson skoraði eina mark Waterschei er liðið mætti Aber- deen í Evrópukeppni bikarhafa í Skot- landi í gærkvöld. Mark Lárusar dugði skammt, því að hinir léttleikandi ung- lingar Aberdeen skoruðu 5 mörk. í hinum undanúrslitaleik kcppninnar gerðu jafntefli Austria Wien og Real Madrid. í Evrópukeppni meistaraliða mættust Juventus frá Ítalíu og Liverpoolbanarnir Widzew Lodz. Níu landsliðsmenn voru innanborðs í ítalkska liðinu, og átti það Fram fallið ■ Fram og ÍR eru fallin í aðra deild í handluiattleik. Um síðustu hclgi tapaði Fram fvrir hæði Þrótti og Val, og eru þar mcð aðcins 18 stig, gegn 27 stigum Þróttar og Vals. ÍR htaut ekkert stig. ana. Juventus sótti látlaust, og uppskar tvö mörk, Marco Tardelli skoraði eftir góða sendingu frá Paolo Rossi, og Ro- berto Bettega bætti við öðru á 59. mínútu cftir mikinn einleik Bonieks hins pólska, en hann lék einmitt með Lodz áður en hann fór til Juventus. Platini hinn franski stjórnaði miðjuspilinu og átti stórleik, og Gentile var góður í vörninni. Zoff þurfti aldrei að taka á í markinu. í hinum leik meistarakeppninnar gerðu Hamburger Sprtverein og Real Sociedad frá San Sebastian á Spáni jafntefli 1-1, í skemmtilegum og sérlega vel leiknum leik á Spáni. Spánverjarnir sem m.a. sigruðu Víking fyrr í keppninni sýndu léttleikandi knattspyrnu og reyndu að prjóna sig gegnum sterka vörn HSV. Þjóðverjarnirvoru hinsvegar betri ef eitthvað var, öruggir í vörn, góðir á miðjunni og áttu fleiritækifæri. ■Lárus Guðmundsson Rolff skoraði á 59. mín. fyrir HSV, en Gajate jafnaði á þeirri 75. Hrubesch átti að venju nokkra hættulega skallabolta, þar af einn í stöng nokkrum mínútum fyrir leikslok. í UEFA keppninni sigraði Anderlecht Bohemians í Prag, þar skoraði belgíski markakóngurinn Van der Bergh eina mark leiksins. Úrslit úr leik Benfica og Craiova frá Rúmeníu höfðu ckki borist þegar blaðið fór í prentun. MÓ/SÖE STULKURNAR LEIKA VH) DANI — á föstudag í Hafnarfirði og á laugardag á Varmá ■ Um helgina leikur íslenska kvenna- landsliðið í handknattleik gegn Dönum tvo leiki. Fyrri leikurinn er liður í heimsmeistarakeppni kvenna í hand- knattlcik, en það lið sem gerir betur í tveimur leikjum, heima og hciman kemst áfram í B-kcppnina sem haldin verður í Póllandi í haust. Fyrri leikurinn er annað kvöld klukkan 19 í Hafnarfirði, en reynt var að fá að setja hann milli leikja í úrslitakeppni fyrstu deildar sem þar er um helgina. Það fekkst ekki. Síðari leikurinn er á Varmá í Mosfells- sveit á laugardag klukkan 15.00. Liðið sem hefur verið valið í þessa leiki er góð blanda af leikreyndum og efnilegum leikmönnum sem eru ákveðn- ir í að gera sitt besta, og með góðum leik og öflugum stuðningi áhorfenda ætti að takast að leggja Dani að velli. Liðið verður þannig skipað: Markverðir Jóhanna Pálsdóttir Val Jóhanna Guðjónsdóttir Víkingi Aðrir leikmenn Erna Lúðvíksdóttir Val Sigrún Bergmundsdóttir Val Magnea Friðriksdóttir Val Katrín Danivalsdóttir FH Kristjana Aradóttir Erla Rafnsdóttir Ásta Sveinsdóttir Ingunn Bernótusdóttir FH Oddný Sigsteindsóttir ÍR Guðríður Guðjónsdóttir ÍR Þjálfari ÍR Sigurbergur Sigsteinsson Fram Fram ■ Erla Rafnsdóttir skorar eitt marka sinna í landsleiknum gegn Englendingum á dögunum. Erlu og stöllum hennar í íslenska landsliðinu gengur vonandi einnig vel gegn Dönum annað kvöld.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.