Tíminn - 07.04.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.04.1983, Blaðsíða 6
TONI BflSIL SLð GEGN MEÐ „POM-POM-LAGINU MICKEY” ■ I nxrri 20 ár hafði Toni Basil unnið vel í sinni sérgrein, söng og dansi. Og hún var vel þekkt mcðal atvinnufólks í þeim greinum og hafði alltaf nóg að gera. Þcgar hún var í skóla var hún foringi hjá stclpu- hópnum, sem gekk á undan í öllum skrúðgöngum inn á íþróttavellina fyrir kappleiki og í sambandi við skólahátíðir. Basil fór að rifja upp fyrir sér taktinn og tónlistina sem notuð var við þessar skrautsýningar, og heimsótti sinn gamla skóla, „Las Vegas High“ og þcssar gömlu minningar urðu til þess að lagiö „Mickey" varð til. I>ar notar Toni Basil sömu takt- föstu og fjörugu tilburðina og notaðir voru hjá „pom-pom- stelpunum“, og síðan bjó hún lagið Mickey, sem komst fljótt á vinsældalistann í Ameríku. Plata með laginu kom út í ágúst sl. og um áramót höfðu selst ein og hálf milljón plötur með þessu iagi og í janúar sl. var það nr. I á topp-10 listan- um þar í landi. Allt í einu var þá Toni Basil orðin fræg á þessu eina lagi. Toni Basil er orðin 34 ára og hefur síðan á barnsaldri verið í skemmti- bransanum. Toni fæddist í Philadelphiu og var móðir licnnar dansari, en faðir henn- ar stjórnaði hljómsveit, Toni segir sjálf, að þegar hún var að alast upp, þá fannst henni eiginlega ekki önnur vinna koma til greina nema í sam- bandi við söng eða dans. Hún fór þó í skóla og ætlaði eiginlega að halda áfrani námi, og vcrða tannsmiöur en hún hélt þó áfram að dansa og æfa dans meðfrain skólanum. I'á bauðst henni að dansa í nýrri uppfærslu af West Side Story og hætti þá í skólanum til að geta tckiö því tilboði. Scinna fékk Toni Basil danshlutverk í myndum með Elvis Presley og Ann Margret, og hún var dansahöfundur og gerði og stjórnaði dansatriöum i kvik- myndinni „American Grafl'- iti“. ■ Toni Basil dansar í gömlu Las Vegas-skólapeysunni sinni og syngur „Mickey“ Toni gekk mjög vel að fá bjó til lög og dansaöi. Hún hélt mataræði“, drekkur ekki kaffi, vinnu, ýmist við sjónvarp eða sér alltaf við í danslistinni, æfði reykir ekki né drekkur og forð- kvikmyndir. Hún söng líka og vel og hélt visst „dansara- así 0|| |yf 0g citurefni. ■ Á video-spólunni „Word of Mouth" sést Basil hér með kærastanum, - en hann leikur gorilluna ■ A heimili sínu í röndóttum búningi eftir Spazz Attack, tískuhönnuð og sambýlismann hennar Toni Basil segist aldrei hafa haft tíma til að gifta sig, en hún hefur síðastl. fjögur ár verið í ástarsambandi við „punk“ tískuhönnuð, sem kallar sig Spazz Attack. Þau búa saman í litlu húsi í Los Angclcs. Basil er mjög ánægð með viðtökurnar sem platan með laginu Mickey fékk, og næst kcniur frá henni stór plata „Word of Mouth“, en hún hefur leikið hana líka inn á videó. vidtal dagsins — IANDSLAGS- MYNMR í KÍNA EFT- ÍTIW ABSTRAK Rætt vid Hjörleif Sigurdsson listmálara ■ N.k. laugardag opnar Hjör- leifur Sigurðsson listmálari sýn- ingu á myndum sínum í Lista- safni alþýðu. Hjörleifur er fyrr- verandi forstöðumaður safnsins, en síðustu árin hefur hann búið og starfað í Noregi. „Ég sýni þarna tæplega sextíu myndir, þær eru flestar frá þessu ári og hafa ekki verið sýndar áður," sagði Hjörleifur í spjalli við Tímann í gær. „Þetta eru eingöngu lasndslagsmyndir, bæði héðan frá íslandi og Noregi. Myndirnar eru unnar með þrenns konar tækni, með vatns- litum, olíu og krít. Olíumálverk- in eru 12-13, vatnslitamyndirnar og krítarmyndirnar eru á þriðja tug. Er það ekki tiltölulega nýtt hjá þér að mála landslagsmyndir? Jú, það er rétt, ég var afstrakt- málari í 30 ár áður en ég fór að fást við landslagsmyndir. Ég byrj- aði að fást við þær þegar ég flutti til Lofoten í Noregi fyrir nokkr- um árum. En þessi sýning er sú ■ Hjörleifur Sigurðsson listmalari. Ttmamynd: Róbert

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.