Tíminn - 13.12.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.12.1983, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1983 9 fyrirfram um lækningu. Hér má spyrja hvað valdi hverju. Verða hinir trúræknu og trúarheitu fremur fyrir huglækningu en aðrir menn? Eða rekja trúmennirnir bata sinn fremur til huglækninga en aðrir? Þessum spurningum fær könnun sem þessi ekki svarað. En eigi mat fólks á bata sínum við rök að styðjast þá virðast hinir trúuðu hafa heldur meiri líkur en aðrir til að hljóta bata af huglækningu. 1 gögnum okkar eru þrenns konar upplýsingar sem geta sagt nokkuð til um það hve alvarleg veikindi hafa verið. Þetta er, hve langvinnur sjúkdómurinn hafði verið, hvort maðurinn var vinnufær eða ekki eða á sjúkrahúsi, og svo hver sjúkdómurinn var. Nú skulum við athuga þetta hvert fyrir sig með tilliti til þess bata sem fékkst. Batahlutfallið var nær hið sama, 78% hjá vinnufærum og 69% hjá óvinnufær- um, hins vegar litlu hærra hjá þeim sem veikir höfðu verið skemur en eitt ár (84%) en hjá þeim sem þjáðst höfðu af kvilla sínum í meira en ár (65%). Þar sem tilfellin voru aðeins 100 og lýsingar manna á sjúkdómi sínum stundum óljós- ar, tókum við það ráð að skipta þeim aðeins í tvo flokka. í fyrri flokkinn settum við sjúkdóma sem snnilegt þótti að hefðu verið mjög alvarlegs eðlis (krabbamein, hjarta- og æðasjúkdóma, heila- og nýrnasjúkdóma), en í hinn flokkinn þær sjúkdómslýsingar sem ekki þóttu eins skýrar og í mörgum tilfellum ekki jafnalvarlegs eðlis (farsóttir, gigt og bakverkir, afleiðingar slysa, sjúkdómar í öndunarfærum, andlegir erfiðieikar o.fl.) Þessir tveir flokkar urðu ámóta fjölmennir. Hér reyndist batinn verulega tíðari í síðari flokknum (85%) en þó 56% hjá þeim fyrri. Við því var auðvitað að búast að batinn væri tíðari í síðari flokknum. Eftirtektarvert er þó að rétt rúmur helmingur fólks í fyrri flokknum telur sig finna einhvern bata. Þá má geta þess að batahlutfallið var ekki marktækt hærra hjá þeim sem leitað höfðu hug- lækningar fyrir mörgum árum en þeim sem höfðu gert það síðar. Að lokum má bæta því við að þegar um einhvern bata hafði verið að ræða þá reyndist hann langvarandi í langflestum eða 90% til- fellanna. Allir sem töldu sig hafa hlotið einhvern bata hjá einum þessara hug- lækna, kváðu hann hafa verið varanleg- an. í reynd segja margar tölur hér að framan nokkuð það sem búast mátti við. Þó má það heita athyglisvert hve margir sem þjáðst hafa af langvinnum sjúkdóm- um, hve margir óvinnufærir og hve margir sem þjáðst hafa af hinum „alvar- legri“ sjúkdómum teljá sig hafa hlotið góðan bata með því að leita lækningar „að handan" eða með bænum. En því verður að bæta við að þessar niðurstöður segja ekkert með vissu um hvernig batinn raunverulega fékkst. Ekki er unnt að fullyrða neitt um það á grund- velli könnunar sem þessar en hún sýnir greinilega huglægt mat þessara sjúklinga á bata sínum. Það skal endurtekið að öðrum aðferðum yrði að beita til að fá huglægara mat og það yrði að vera verk læknislærðra manna. Ur því við erum farin að minnast á lækna má geta þess að engin togstreita virðist yfirleitt hafa verið milli hinnar efniskenndu og hugarlegu lækningar. Eins og áður hefur verið minnst á voru langflestir þessara sjúklinga í meðferð hjá læknum og henni var sjaldan hætt þótt leitað væri til huglæknis. Það má því segja að yfirleitt hafi verið um tvöfalda meðferð að ræða. Þá var hug- lækningin nær ævinlega eingöngu þannig að sá sem leitað var til sagðist hafa samband við framliðinn mann, venju- lega látinn lækni, og hann átti síðan að sjá um lækninguna að handan. Eða þá að beðið var fyrir hinum sjúka. í aðeins 4% tilfellanna var um einhvers konar líkamlega meðferð að ræða. Það má því segja að huglæknarnir hafi mjög sjaldan gripið inn í eða reynt að breyta þeirri meðferð hjá lækni sem sjúklingurinn var í. Það var næsta fátítt að sjúklingar þessir skýrðu læknum sínum frá því að leitað hefði verið til huglæknis. Aðeins 8% sjúklinganna létu lækni sinn vita. Eins og áður var minnst á leituðu flestir til huglæknis af eigin hvötum eða 54, en 33 vegna hvatningar frá öðrum. Aðeins einn af þessum hundrað bar við vantrú á læknum. Ekki kom fram í þessari könnun að samkeppni væri milli hinna hefðbundnu lækninga og hug- lækninga. Að vísu taldi um þriðjungur að erfitt gæti verið að ná fundi lækna og að þeir hefðu ekki nægan tíma til að sinna sjúklingum sínum, en aðeins sex töldu að menntun þeirra væri ábótavant og nokkru fleiri að dýrt væri að leita þeirra. í heild varð ekki séð að fólk leitaði til huglækna vegna vantrúar á læknum eða gagnrýni á störf þeirra. Sjaldgæft var að krafist væri greiðslu fyrir huglækningu, meðal viðtalenda okkar voru aðeins tveir sem minntust þess. Oft var huglækninum gefið eitt- hvað, þ.e. ekkert var sett upp, en viðkomanda í sjálfsvald sett hvað hann léti af hendi rakna. Þetta gerðist í 35 tilfellum og tvisvar var gefið til samtaka. í flestum tilvikum, eða 36, hlaut hug- læknir enga fjárhagslega umbun fyrir verk sitt. í fjórðungi tilvika vissi eða mundi viðkomandi ekki hvernig þessu hafði verið varið. Hvaða hugmyndir gerðu viðmælendur okkar sér um árangur eða árangursleysi huglækninganna? Yrði enginn árangur var því aðallega borið við að tilfellið hafi verið vonlaust (59%) eða þá að viðkom- andi hafi enga trú á huglæknum (29%). í 12% tilfella var hæfileikaleysi huglækn- is eða sambandsleysi við framliðnar hjálparverur borið við. Ef árangur varð og maðurinn hlaut bata taldi þriðjungur (34%) hjálpina hafa komið frá látnum, litlu færri (30%) hana hafa orðið fyrir kraft bænarinnar, 24% þökkuðu krafti frá huglækni, en aðeins 14% trúnni á bata. Um þriðjungur þessara svarenda taldi að tvénnt af ofantöldu hefði valdið lækningu, en slík viðhorf eru meðtalin í tölunum hér að ofan. Aðeins tíundi hver maður hafði ekki ákveðnar skoðanir á orsökum lækningar. Það kom því ber- lega fram hjá viðmælendum okkar að þeir töldu hjálpina að handan og mátt bænarinnar mestu valda um huglækning- ar. UGIÐ BATA AF HUGLÆKNINGUM FYRIR OFAN 0G VIÐ SVIFUM BURT eftir þetta var sama hvað ég hreyfði mig mikið, ég hef ekki fundið fyrir verk í hjartastað síðan. Ég tel mig hafa fengið lækningu á sjúkleika mínum á yfirnáttúr- legan hátt sem ég get ekki skýrt nánar.“ „Þegar ég var 17 ára veiktist ég af heilahimnubólgu. Var mér ekki hugað líf, og ráðlagði læknir á Heilsuvemdar- stöðinni móður minni að leita til hug- læknis sem hann sagði að hefði reynst honum vel. Eg var rænulítil er hún kom til mín. Hún tók í hönd mér, og mér virtist hún tala til einhvers læknis sem hafði látist í rúminu sem ég lá í. Mér fannst mikill kuldi og styrkur koma frá hendi hennar scm streymdi upp hand- legg minn. Um nóttina fékk ég mikið kast og var vakað yfir mér og þurfti að fá mikið blóð. Um morguninn er ég vaknaði var ég næstum hitalaus og leið alveg dásamlega. Læknarnir höfðu enga aðra skýringu á bata mínum en að hann hefði verið yfimáttúrlegur.“ „Fyrir fjórum árum bjó ég vestur á Fjörðum. Fékk ég senda bók sem heitir Valva Suðurnesja. Þar er ömmu minnar getið og fleiri sem mér voru nákunnugir. Ég lá fyrir og var að hugsa um það sem ég las og var með vissar efasemdir. Ég hef alltaf verið handviss um að ég var glaðvakandi er ég sá ömmu mína koma inn gólfið þungbúna og ganga að mér. Hún tók í hönd mína og um leið opnaðist þakið fyrir ofan herbergið og við svifum burt, en mér fannst ég sjá sjálfan mig eftir í rúminu. Við komum á stað þar sem voru fyrir hvítklæddir menn, og fannst mér að það væru læknar. Ég var lagður á borð, og ég sá hníf og fann að ég var skorinn upp á móts við lífið. Mig kenndi mikið til. Síðan var sama ferðin til baka í rúmið og um leið og þangað var komið var ég með sjálfum mér. Kenndi mig til þar sem ég var skorinn, og var hálfsmeykur við að skoða mig, en ekkert sá ég, en hafði það lengi á tilfinningunni að það hefði verið átt við mig. Ég efaðist ekki lengur.“ „Kona mín fór til andalæknis í Hafnar- firði af því hún var með exem sem sérfræðingar gátu ekki læknað. Ég varð var við veru í svefnrofunum snemma morguns. Það laut kona yfir hana og smurði einhverju hvítu kremi á vit hennar. Uppfrá þessu fór henni að batna og batnaði alveg.“ „Á miðilsfundi bað ég um hjálp fram- liðins læknis við gigtarsjúkdómi. Nokkr- um dögum síðar sá ég sprautuför að því er virtist á báðum handleggjum og mér fór að líða betur.“ „Ég var sex ára þegar ég að nóttu til horfði á lækni úr öðrum heimi sprauta móður mína sem haldin var slæmu exemi. Skömmu seinna varð hún alheil.“ „Varð greinilega var við er huldulækn- ir kom til mín. Var, að mér fannst, glaðvakandi, en eins og deyfður. Fann að hnéð var þuklað og eitthvað gert við það. Fóreftirþaðdagbatnandi. Mörgum árum síðar blæddi í sama hnélið. Eftir að hafa legið í 8 vikur í þessu með miklum hita var leitað til huldulæknis. Brá þá strax við að hitinn datt niður á örfáum dögum og fór mér síðan dagbatn- andi;“ „Árið 1958 var ég staddur í Reykjavík (bjó þá úti á landi) og beið eftir spítala- plássi. Ég átti að ganga undir uppskurð vegna brjóskloss í baki. Að áeggjan móður minnar sem ég bjó þá hjá fórum við til læknamiðils. Þar kom enskur læknir sem skoðaði mig og lýsti mjög greinilega þessum sjúkdómi, og sagði hann að ef leyfi fengist, þá myndi hann heimsækja mig að nokkrum dögum liðnum. Svo var það undir morgun stuttu seinna.... ég lá þá vakandi í rúmi mínu og hafði nýlega snúið mér til veggjar. Heyrði ég að hurðin var opnuð og gengið að rúminu. Síðan var eins og farið væri höndum um bakið á mér. Þegar svo heimilisfólkið kom á fætur fór ég fram og bað móður mína og stjúp- föður að líta á bakið á mér, og var þar greinilegt far eftir nálarstungu.“ „Ég var sjúkur og lá í heimahúsi, þ.e. sjúkrahús var ekki starfrækt. Mér hafði liðið mjög illa og það gat komið til mála að taka þyrfti af mér vinstri fót. Gamli héraðslæknirinn var nýlátinn og nýr kominn í staðinn. Ég var sofandi, eða var ég það ekki, ég gat ekki hreyft mig. Og heyrði fótatak, sænginni var lyft, ég sá aldrei neinn mann. Eftir það fór mér að batna.“ „Ég var lögð inn á sjúkrahús vegna nýrnasteina og stóð til að skera mig upp. En um nóttina áður fannst mér einhver vera hjá mér og toga sængina ofan af mér, og greinilegan andardrátt fann ég. Um morguninn þegar ég var rannsökuð voru steinarnir horfnir." „Þessar frásagnir lýsa vel trú höfunda þeirra á yfirnáttúrlegar lækningar. Það ér handan við möguleika könnunar sem þessar að sýna fram á sannleiksgildi slíkra frásagna. Ekki svo að skilja, að ástæða sé yfirleitt til að ætla að menn segi hér ekki rétt og frómt frá. En þörf hefði verið ýtarlegra læknisfræðilegra rannsókna fyrir og eftir bata til að geta sagt, þótt ekki væri nema með nokkurri vissu, hvort ástæða væri til að ætla að batinn ætti sér yfimáttúrlega orsök. Þrátt fyrir þessar augljósu takmarkanir kannana af þessu tagi lék okkur samt forvitni á að athuga þessar meintu hug- lækningar betur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.