Tíminn - 13.12.1983, Blaðsíða 12

Tíminn - 13.12.1983, Blaðsíða 12
ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1983 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1983 Fimm hundrnð ár síðan ítalski meistarinn Rafael fæddist: 99Voldugar myndir, dýrlegri en allt það sem heiðinni Rom tókst að skapa” ■ Rafael, er fæddur 6. apríl 1483 í bænum Urbino á Mið-Ítalíu. Faðir hans var, auk þess að vera kaupmaður, skáld og listmálari. Hjá föður sínum mun Rafael hafa fengið fyrstu tilsögn í mál- aralistinni. Bærinn Urbino var á þeim tíma þekktur vegna listamanna, sem þar höfðu alist upp. Það hefur verið um hann sagt að fáir bæir í veröldinni væru jafn vel í sveit komnir, til að opna augu ungra listamanna fyrir dásemdum feg- urðarinnar. Bærinn stendur í hæðar- drögum, þaðan sem sér yfir frjósama dali milli hárra fjalla, er teygja toppana til himins og brenna sérstæðri litadýrð við sólarlag. Lengst í fjarska er logblátt Adríahafið. Bærinn sjálfur var í bygging- arstíl einn af fegurstu bæjum Renisance- tímans. Eldri Santio var ríkur maður. Var það syni hans mikið happ, því að 11 ára missir hann föður sinn og tveim árum áður hafði móðir hans andast. Þrátt fyrir það áhyggjuleysi sem hann, vegna arfsins, gat haft um fjárhagslega afkomu sína, hefir þessi missir hlotið að skilja djúp sorgarmörk eftir í jafn viðkvæmri barnssál og Rafael var. Frændi hans tekur að sér að ala hann upp. Þegar hann er svo 16 ára gamall, árið 1499, yfirgefur hann fæðingarbæ sinn og flyst til Perugia í héraðinu Umbriu. I Perugia starfaði Perugino, einn af frægustu málurum Ítalíu á þeim tíma. Rafael verður nem- andi hans. í þrjú ár nýtur hann kennslu þessa listamanns og tileinkar sér kunn- áttu hans. En árið 1504 var ár hinna mestu umskipta í ævi hans. Þá kemur hann til Flórens. Hún var ein höfuðmið- stöð Renisancestefnunnar. Þar var Le- onardo da Vinci, hinn fjölhæfi listamað- ur. Enginn var honum gáfaðari og snjall- ari, né betri hæfileikum búinn og enginn hefur lagt meir af mörkum til að móta hugsjónir þær, sem Renisansistefnan byggðist á. í Flórens, bæ blómanna, voru þeir þá einnig staddir Michael Angelo, 29 að aldri, Fra Bartolomeo og byggingarmeistarinn Baccio d’Agnolo. Michael Angelo er þá lærisveinn eins og Rafael. Frá Bartolomeo var heitttrúar- maður, lærisveinn Savonorola, einn helsti frumkvöðull þess að árið 1497 _er gerður bálköstur úr forngrískum og rómverskum bókum, höggmyndum og málverkum, sem fyrir fundust í borginni. Þegar hann hafði þannig brennt og grafið anda heiðninnar, gerðist hann Domenicusarmunkur og eyddi því, sem eftir var ævinnar við bænagerðir og að mála heilaga menn og konunga. Vinátta hans og Rafaels helst til dauða Fra Bartolomeos, árjð 1517. Byggingameist- arinn Baccio d’Agnolo var alger and- stæða hans; hann var hinn mikli heims- maður. Vinnustofa hans var staðurinn þar sem saman safnaðist viska og vís- dómur Flórensborgar. Þar voru lista- menn, skáld, heimspekingar og vísinda- menn heimagangar. í þeim hóp kunni Rafael vel við sig. Þar hóf andi hans sig til flugs í fjörugum samræðum og sjón- deildarhringur hans víkkaði. Rafael var líka maður sem hlaut að vekja athygli: Hið barnalega andlít hans og hin djúp- dökku augu. Þegar bros lék um varir hans, átti hann það til að svara aðdáend- um sínum með nöpru háði, sem aldrei missti marks. í Flórens kynntist hann einnig aðalsmönnum og verslunar- mönnum Ítalíu, ævintýramönnunum, sem töldu manndráp og gripdeildir sjálf- sagðan hlut. En Rafael voru þeir vernd- arar, næstum föðurlegir unnendur, þeir heiðruðu hann með boðum og fylltu pyngju hans gulli og loks vöktu þeir athygli sjálfs páfans, Júlíusar II á þessum unga listamanni. Sumarið 1508 kemur Rafael til páfa- stóls Júlíusar II. Páfi þessi var meir veraldlegur höfðingi en andlegur. Á bókmenntir bar hann ekkert skyn. „Því gefur þú mér bók“, sagði hann við Michael Angelo. „Ég er hermaður, gefðu mér sverð“. Áhugi hans fyrir listum var einungis sprottinn af metnað- argirnd hans. Hann vildi láta listamenn- ina auglýsa mátt sinn og veldi. Hann hafði þá að leiksoppum, lét þá vinna þau verk sem hæfileikar þeirra og kunnátta framast megnaði. Júlíus II. hafði haft fyrireinkaherbergi stofu þá er Alexander Borgia hafði látið skreyta. En 26. nóvember 1507 lýsti hann því yfir, að sér væri ómögulegt að dvelja í þeim húsakynnum, þar sem myndlistin minnti sig stöðugt á hinn mjög svo hataða fyrirrennara. Hann valdi sér því til íbúðar herbergi Nikulás- ar páfa IV., sem síðar urðu hinar frægu Stönzur. í þessum herbergjum voru hálfgerð verk hinna frægustu málara 15. aldar, sem nú lágu undir skemmdum. Til þess að Ijúka þeim kallar páfi málara sína til starfs, og í þann hóp bætist Rafael. En í stað þess að beita hann sömu brögðum og þá, varð Rafael brátt uppáhald páfans, sakir yfirburða sinna. Það virðist hafa verið sérstakur hæfileiki Rafaels að vinna sér vináttu og traust. Andspænis hógværð og tign þessa unga manns, gat éngin ruddamennska staðist. Páfinn tók sérstaka tryggð við Rafael og ekki leið á löngu áður en keppinautar hans hurfu af sjónarsviðinu, einn eftir annan, og loks urðu þeir eftir í þjónustu hans Rafael, Michael Angelo og Bramanthe. Þessir þrír risar Renisansitímans takast nú á hendur að gera heiminn þremur undrum auðugri. Michael Angelo gerir uppdrátt að minnismerki Júlíusar II. Bramanthe gerir áætlun um endurreisn Péturskirkj- unnar og Rafael verður einn eftir við skreytingar á herbergjum páfans. Til að skapa honum víðara verksvið, lætur páfinn höggva niður þau verk, sem hann áður hafði skipað að ljúka við og lætur Rafael eftir að skapða ný. Frægust þessa eru skreytingarnar í Stanza della Segnatura (þ.e. herbergið þar sem páfi undirritaði skjöl páfadóms- ins). Þeirri skreytingu var lokið 1511, og var hún glæsilegasti sigur Rafaels. Páfinn gefur Rafael strax skipun um að skreyta næsta herbergi við og ónýtir að nýju þau listaverk er þar voru fyrir, til þess að gefa myndum Rafaels rúm. Þetta herbergi var svokallað Stanza d’Elidoro (þ.e. herbergi Heliodorusar, en út af sögunni um musterisræningjann Heliodorus er ein aðalmynd þessa herbergis gerð). Árið 1513verðapáfaskipti. Júlíuspáfi II. deyr en Leo X. tekur við. Leo páfi var í eðli st'nu listunnandi, ekki vegna metnaðargirndar, sem Júlíus II. heldur vegna listarinnar sjálfrar. Hann var sonur Lorenzo Magnificent, þess, sem áður hefur verið getið í sambandi við Botticelli og var einn þeirra sem drengi- legast studdi Michael Angelo. Leo X. var vel menntaður maður og aðdáandi bókmennta og lista. Menn væntu því nýs tíma. En hið stríðandi andrúmsloft, er stefna Júlíusar II. hafði skapað (ecclesia militati: hin stríðandi kirkja í verald- legum skilningi þess orðs) var of sterk, til þess að við yrði snúið. Því lét hann sér nægja að halda spönn lengra á þeirri braut er Júlíus annar hafði farið: að gera kirkjuna að veraldlegu stórveldi, og í því fylgir hann stefnu fyrirrennara síns, að listin varð honum eitt af vopnunum til þess. Á meðal listamanna Leo X. mætum við því þeim sömu mönnum, sem áður höfðu starfað fyrir Júlíus II., þeim Rafael, Michael Angelo og Bram- anthe. Bramanthe deyr 1514 og þá gengur Rafael inn í verk hans, til að ljúka Péturskirkjunni og þegar Michael Angelo fer í erindum páfans til Rórens 1516, fellur öll yfirumsjón með bygg- ingum páfastólsins á herðar hins unga Rafaels. Rafael lauk skreytingu annarrar Stönzunnar 1514 og byrjar þegar á hinni þriðju, Stanza della Incendio, sem hann hafði lokið við 1517. Leo X. hafði mikinn áhuga fyrir fornleyfarannsóknum og á þessum tíma var mikið unnið við að grafa í rústir hinna gömlu föllnu Rómar. Rafael fylgd- ist vel með athugunum þessum og 1515 varð hann yfirumsjónarmaður þeirra, en eftir niðurstöðum rannsóknanna gerði hann uppdrátt af Róm eins og hún myndi hafa verið á dögum rómverska ríkisins. Rafael hagnýtti sér hverjum betur þá þekkingu á sviði fornaldarlistar- innar, sem þar fékkst og sótti þangað þrótt til þeirrar baráttu er þeir undir niðri háðu, hann og Michael Angelo, sterkasti persónuleiki þessa tímabils. Áður en Rafael hafði að fullu lokið við þriðju stönzuna, var hann kvaddur til að gera frummyndir fyrir veggteppi, sem páfinn hafði í hyggju að láta vefa og skreyta með sixtinsku kapelluna. Myndir þessar voru alls 10 og eftir þeim voru teppin síðan ofin í Niðurlöndum. Verki þessu var að- fullu lokið 1519 og þau hengd upp í fyrsta sinn 26. desember þ. á. 1518 tók hann til við skreytingu Sala di Constantiono (salur Konstantínusar, sem hann aldrei lauk við sjálfur heldur lærisveinn hans Romano 1524. Jafnhliða því geysilega starfi sem nú hefur verið nefnt, yfirumsjón með bygg- ingum Péturskirkjunnar og óteljandi skreytingum kirkna og kapellna, hafði hann einnig með höndum byggingar og skreytingar í höllum stórauðugra fjár- málamanna. Einn þeirra var Agostino Chigi og eru margar frægustu myndir Rafaels í höll hans Villa Farnesia eins og t.d. Sigurför Galatheu og Sagan af Amor og Psyche og eru þær myndir gerðar eftir frásögn Inciusar Apeleiusar. En þessi margvíslegu störf uxu Rafael yfir höfuð og til þess að geta komist yfir það, sem af honum var krafizt varð hann að taka í vinnu fjölda lærisveina, málara, sem jafnframt urðu að spila upp á eigin spýtur og grípa inn í verk meistarans. í mörgum myndum eru greinileg merki þessa og margar misfellur, sem Rafael hafa verið eignaðar í verkum hans, eiga vafalaust rætur sínar þar. Rafael var líka maður síns tíma. Einkenni yfirstéttarinnar, þess fólks, er hann mest átti mök við, var keppnin eftir að yfirganga hvern annan í veizluhöld- um, klæðaburði og öðrum íburði. Gott dæmi upp á þennan tíma er saga sú, er sögð er um fyrrnefndan Agostino Chigi. Hann hafði boðið til veizlu fjölda manns. Var borðbúnaður allur úr silfri. Jafnóðum og veizlugestirnir höfðu lokið af diskunum skipaði húsbóndinn að fleygja þeim í ána Tiber sem þar rann rétt hjá. Öllum virtist þetta óhemju eyðsla og íburður. En Chigi hafði séð ráð við því að láta ekki borðbúnaðinn ganga sér úr greipum. Niðri í ánni hafði hann komið fyrir netum og þegar gestirn- ir voru farnir dró hann þau upp með silfrinu í. Rafael var einn eftirsóttasti veizlugestur borgarinnar, sakir andríkis síns og glæsibrags. Hann var hrókur alls fagnaðar, hvar sem hann fór, og ungir menn flykktust að honum. Saga er til um það, að eitt sinn hafi Michael Angelo mætt honum í hópi ungra manna og virst hann láta full mikið. „Þú gengur um göturnar fylktu iiði eins og herforingi", hafði hann sagt. En Rafael varð ekki seinn til svars: „En þú gengur einn eins og böðullinn“. Enn gleggra dæmi um meistaralegt tilsvar er þessi skrítla: Tveir kardínálar voru að finna að einni af myndum hans. Þeim þótti höfuð postulanna Péturs og Páls vera máluð nokkuð rauð. „Viljandi gert. herrar mínir", svaraði Rafael. „Þeii roðna á himnum, þegar þeir sjá hvílíkir menn það eru, sem stjórna kirkju þeirra“. En í hópi kvenna átti Rafael þó mestum vinsældum að fagna. Hann leit þær ekki með heimspekilegri ró, sem sagan segir að Leonardo og Michael Angelo hafi gert. Hann elskaði þær af öllum mætti hugar síns, og um það eru til ótal sögur, - ekki hneykslissögur um óleyfilegt ástarbrall, heldur sögur um ungan mann, sem til þess telur sig fæddan að njóta lífsins og dáði kvenleg- an yndisþokka - því meira, sem fegurð- artilfinning hans var næmari en annarra manna. Hitt er svo aftur jafn víst, að frá sjónarhóli listarinnar, sem slíkrar, var Michael Angelo, sem lokar sig inni í Sixtinsku kapellunni og fjarlægir sig öllu því sem truflun gæti valdið, sterkari persónuleiki en Rafael, sem heldur kaus samtal við fagra stúlku en að sökkva sér niður í list sína, ef um slíkt væri að velja, og ur.ðu vinir hans oft að skerast í leikinn og fjarlægja hið kvenlega áhrifavald. Það má segja með nokkrum sanni að tvær andstæður hafi togast á um Rafael: heimurinn með öllum sínum lystisemdum og listin. Og ef satt skal segja mun hvað um sig hafa krafizt of mikils af honum. Á hátindi frægðar sinnar, árið 1520, þegar hann er að vinna að myndinni „Ummyndunin" - hann lauk aldrei þeirri mynd -, fékk hann skyndilegt áfall. Ofþreytu er um kennt. Hinn fyrsta apríl gekk hann til vinnu með fullu fjöri. 6. apríl er hann dáinn. Hann dó á afmælis- degi sínum 37 ára gamall. Meðan hann lá banaleguna hafði síðustu myndinni, sem hann vann að verið komið fyrir við rúm hans. Hún var tákn forlaganna, forlaga alls sem lifir: líf - dauði - ummyndun. List Rafaels Michael Angelo hefur sagt og þá að því er álitið er átt við hinn bráðgera vin sinn, Rafael: „Fallegar myndir hafa trúarlegt gildi í sjálfum sér, því að þær lyfta sál mannsins í þeim krafti, sem einn getur leitt til fullkomleikans, til samein- ingar við guð. Og þær hafa það sameigin- legt með því guðlega, að hinn einfaldasti getur skilið og hrifist með“. Öllum listgagnrýnendum hefur komið saman um, að þessi orð séu sannmæli um list Rafaels, þótt þeir á hinn bóginn hafi ýmislegt út á hana að setja. Henni verði þó aldrei neitað um, að hún sé frá því fyrsta til hins síðasta helguð fegurðinni. Það kann að virðast undarlegt og mótsagnakennt, en er þó satt, að hin sterka hlið Rafaels er, að hann er alltaf undir áhrifum annarra. Hann er alltaf að læra og tileinka sér nýja kunnáttu. Þetta á sér stað, allt frá því, að hann kemur til Perugia og byrjar nám hjá Perugino, til þess, er hann kynnist list Michaels Angelos. Við lítum nánar á þessi atriði í sambandi við þau tímabil (periodur), sem skipta má listamannsferli Rafaels í. Fyrsta tímabilið er námsferill hans hjá Perugino. Perugino var einn af hinum fáu, stóru meisturum Umbríu- skólans svonefnda, en hann var grein af Sienna-skólanum (Skóli þýðir hér lista- stefna sú, sem á upptök sín í Sienna og er átt við skyldleika við hana) fræga. - Perugino var fyrsti meistarinn, sem Raf- ael hafði komizt í kynni við. Var þá nokkuð eðlilegra, en áhrifin yrðu mjög mikil? Það er líka svo, að um fyrstu verk Rafaels verður ekki annað sagt, en að þau séu bergmál af verkum Perugino. Gott sýnishom frá þessu tímabili er myndin Krossfesting Jesú, sem máluð er á seinni hluta þess. Það, sem fyrst vekur athygli, er yndisþokki línuhreyfinganna - eitt höfuðeinkenni Pemginos - næstum dularfull mýkt og angurværð; öll átök, allur óróleiki er svelgdur upp í lotningu. - Þá er meira „rúm“ í þessari mynd, en almennt gerðist um þessar mundir, og er það einnig læriföðurins. Rúmskyn Per- ugino var meiri en annarra meistara á undan honum. Þriðja einkenni þessarar myndar, sem einnig á fyrirmynd sína hjá Perugino, er landslagið: eins konar draumalönd hugarróseminnar, Paradís, sem er æðri öllum veruleika þessa heims. Með komu Rafaels til Flórenz árið 1504 halda ný og margþætt áhrif innreið sína í list hans, og þá hefst annað tímabilið. ■ Baldassare Castiglione. ■ Ein af frægustu madonnumyndum Rafaels, sixtínska madonnan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.