Tíminn - 13.12.1983, Blaðsíða 15

Tíminn - 13.12.1983, Blaðsíða 15
ÞRlBJUb'AGUR 13. DESEMBER 1983 nokkurn lítt þekktur til hirðar páfans, en hverfur þaðan ekki aftur fyrr en dauðinn heimtir hann til sín, og þá sem einn frægasta og glæsilegasta málara samtíð- arinnar. - Mjög hefur verið um það ritað, hvaða ástæður myndu sérstaklega liggja til þess, að Rafael nær þeirri sérstæðu hæð í list sinni í Róm, þar sem myndir hans fyrir þann tíma síður en svo gefi vonir um slíkt. Það er almennt talið að þar hafi að mestu komið tvennt til. í fyrsta lagi, geysileg samkeppni sem var á milli málaranna við páfahirðina, þó sérstaklega og nær eingöngu, þegar fram í sækir, milli Rafaels og Michaels Ange- los. Það er ekki talið, að um mikil bein áhrif hafi verið að ræða frá Michael Angelo á list Rafaels enda hafði Michael Angelo ekki lokið við Sixtinsku kapell- una, þegar Rafael málaði Stanza della Signatura, en þaðan rekja menn helst áhrif hans, - heldur hafi kraftur þessa jöfurs orðið til þess að kalla fram hjá Rafael allt það bezta, sem í honum bjó. Það var ekki annað að gera, ef hann átti ekki að bíða lægri hlut og vera úr leik. - Annað voru breyttar aðstæður við út- færslu myndanna. Á veggi „stanzanna" var ekki málað með olíulitum, þar sem hægt var að laga til og breyta eftir eigin geðþótta og margendurtaka hvern pens- ildrátt. Freskómyndir eru þannig unnar, að lítill flötur er búinn undir málningu í hvert sinn, dreginn yfir hann kalkhúð. Á þessa kalkhúð er málað á meðan hún er blaut. Það er illmögulegt að breyta pensilstrikinu, hafi það einu sinni náð að festa á kalkinu, og ómögulegt, þegar það er þornað. Af þessu er auðskilið, að þess háttar myndlist krefur mikils öryggis. Málarinn verður að vita, hvað hann vill og vita það rétt; vilji hann, að það sé því besta, sem hann gefur líf á þessum myndlfeti, verður hann að hafa fyrirfram tryggingu fyrir því, að það geti ekki annað en tekist. Hann verður vissulega að undirbúa sig, eins og skólapiltur, sem vill kunna námsgreinarnar sínar vel, lærir þær utanbókar. Slíkur skóli er strangur, en sá strangleiki launast þús- undfalt í meiri þekkingu og lærdómi, en þó fyrst og fremst í öryggi. - Hér eru birtar tvær freskómyrrdir Rafaels, Heim- spekin (philosofia) og Guðfræðin (theo- logia), úr Stanza-della-Signatura. Þær taka hver yfir einn heilvegg. Heimspekin. Myndin hefureinnig ver- ið nefnd „Skóli Alþenu". Hún á að vera heildarsýn yfir leit mannanna að þekk- ingu og skilningi, við leiðarljós mann- legrar skynsemi. Þarna er safnað saman á einn stað öllúm vitringum og speking- um fomaldarinnar, og þeir látnir ræðast við; fulltrúar kenninga sinna og fræða. - Öll bygging og útfærsla myndairnnar er byggð á skilningi miðaldanna um hin sjö stig æðri þekkingar, sem greindist í Trivium og Quadrivium. Uppistaðan í myndinni eru hinar lá- réttu og lóðréttu línur. Að þær eigi að tákna annars vegar hið raunvísindalega og hins vegar hin andlegu vísindi, verður ekki nema ágizkun. Hitt er víst, að þessar tvær höfuðstefnur, ásamt bog- hvelfingunum, leiða augað inn í mynd- ina, og þar er numið staðar við þá tvo, sem standa í miðjum dyrum og ræðast við. Það eru Plato og Aristoteles. Þessir tveir eru aðalhöfundar grískrar heim- speki. Aristoteles bendir til jarðar, grundvallar náttúruvísindanna, en Plato til himins, þaðan sem innblásturinn kem- ur frá. Þetta er mismunur scientia (vís- indanna) og sapientia (spekinnar). Út frá þeim tveimur, Plato og Aristoteles flæðir manngrúinn yfir grunnflöt mynd- arinnar; til vinstri allir þeir, sem á einhvern hátt eru tengdir sapientia svo sem: kappræðumenn, lögvitringar og tónlistarmenn. Þargefur að líta Sókrates í áköfum viðræðum, notar hendurnar til að leggja áherslu á orð sín. f þeim hóp er einni Zenofón, með hjálm á höfði. Neðst á myndinni og styður hönd undir kinn mjög hugsi er Heraklitus frá Efesus. - Hægra megin eru brautryðjendur í geometri (flatarmálsfræði) og astronomi (stjörnufræði) og hinna annarra svo- nefndu exakt-vísinda. Þar má sjá Eukl- ides, í hópnum lengst og neðst til hægri, hann beygir sig mikið fram og teiknar á spjald: Ptolemeus, konungssonurinn. Diogenes liggur í tröppunum. - Högg- myndir af Appollo og Pallas Aþena eru ael valið sér enn vandasamara og flókn- ara viðfangsefni en í „Heimspekinni". Það, sem um er að ræða, er að koma saman því jarðneska og því himneska, láta þessar ýtrustu andstæður mætast, þó þann veg, að þær renni ekki um of saman né fjarlægðin verði óyfirstíganleg. Það væri sennilega réttasta líkingin um lausn listamannsins á þessu viðfangsefni að taka þrumuna, þegar tvö rafhlaðin ský mætast og straumur leiðir á milli, svo að ljós kviknar. - Annarsvegar eru mennirnir á jörðunni; þeir leita hins guðlega. Þar eru kirkjufeðurnir í broddi fylkingar, sitja við altarið tveir og tveir hvoru megin. Listamaðurinn lætur mannhópinn mynda hálfboga, sem snýr upp í myndflötinn. Hreyfingar mann- anna stefna að altarinu í hálfboganum, þar er „monstransinn", hinn heilagi kaleikur, tákn kvöldmáltíðarsakrament- isins. Hins vegar stefnir annar bogi niður. Hann er myndaður úr „himn- esku“ skýi og í því sitja tólf spámenn og dýrlingar. í miðju rís hásæti. Þar situr Kristur, María, móðir hans, til vinstri og Jóhannes, „lærisveinninn, sem Jesú elsk- aði“, til hægri. Undir hásætinu, þar sem næst er jörðinni er málaður ljós hringur og á hann dúfa, þ.e. tákn heilags anda. í sakramentinu, við gjöf heilags anda, mætist hið jarðneska og hið himneska og sameinast. - Bak við mynd frelsarans er nýr hálfbogi, sem kveður ennþá fastar á um dýrð hans og mátt og styrkir persónu hans í myndinni. Að baki þeim hálfhring og oftar stendur Guð almáttugur; það á að sýna, að hann sé hið efsta, hið síðasta, sá, sem að lokum öll dýrð og allt vald heyri til. Og svo langt sem augað eygir upp í himinhvelfinguna að baki sér á himneskar verur. Hvað átökin við þessi næstum ofur- mannlegu viðfangsefni gerðu úr Rafael bera öll síðari verk hans vitni um. Þegar hann að nýju málar madonnumynd, þá er það „Sixtinska madonnan". Það er ekki framar aðeins fallegar myndir, heldur voldugar myndir, fæddar í krafti heiðinnar Rómar, en þó dýrlegri en allt það, sem heiðinni Róm tókst að skapa. (Áður birt í Heimilisblaðinu 1943) ■ Ummyndunin látnar skreyta veggi musterisins, bak- grunn myndarinnar. Hinir einstöku hlut- ar hennar falla saman svo sem best verður á kosið, ekkert gleymist né yfirsést, þó allt leiði að risi myndarinnar, þeim, sem augað fyrst nemur staðar við og síðast skilst frá, Plato og Aristoteles. Guðfrœðin. Myndin heitir öðru nafni La disputa de sákramento (umræður um sakramentið). í þessari mynd hefur Raf- ca SÖLUFÉLAG Húnvetninga MJÓLKLKFÉLAG Húnvetninsa KLÖJNDUÓSI óska öllum viðskiptavinum og starfsfólki gleðilegra jóla og farsœls nyárs Þakkar viðskipti og samstarf á árinu, sem er að líða

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.