Tíminn - 13.12.1983, Blaðsíða 19

Tíminn - 13.12.1983, Blaðsíða 19
1 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1983 19 ■ í tilefni af gestakomunni fengu gestgjafarnir epli frá nágranna. Hér er verið að freista ■ Glatt á hjalla. Agnars fararstjóra. Það þarf að merkja Brynjólfsplötu Á ég að segja þér, hann Ólafur gamli sýndi mér eitt merkilegt: Hann sýndi mér Brynjólfsplötu. Þetta er gríðarlega stór steinn út við Látrabjarg, merkilegur steinn sem heitir Brynjólfsplata. Ég álít að það ætti að höggva þetta nafn á steininn og skrifa lýsingu af því hvernig nafnið er til komið og hafa þessa lýsingu í safninu í Hnjóti. Þangað koma margir túristar, sumir langt að, og þá fara þeir að skoða þennan merkilega stein, og sjá margt merkilegt í leiðinni. - Þú talar um Brynjólfsplötu, er þetta merkilegur steinn? - Þessi steinn er bæði þungur og merkilegur skal ég segja þér. Hann Ólafur sagði mér söguna um Brynjólfs- plötu og hún passaði alveg við sögu sem pabbi minn sálugi sagði mér: Það var fyrir mörgum árum þegar róið var til fiskjar þarna á þessum slóðum og bátarn- ir voru dregnir á land, að einn maður, sem hét Brynjólfur, hann var svo sterkur að hann dró einn á við 6 menn og var sá langsterkasti í öllum hópnum. Eitt sinn tóku þeir upp á því, sex menn að lyfta plötunni þar sem hún lá í fjörunni, láta hana upp á bakið á Brynjólfi. Hann gekk með plötuna upp úr fjörunni, alla leið þangað sem hún liggur í dag. Þessu sagðist pabbi minn aldrei gleyma,- Þessu verður þú að segja frá svo eitthvað verði gert í málinu, sagði húsfrú Bergþóra af sannfæringarkrafti. Gaman að vera með þessu ágæta fólki. - Segðu mér Bergþóra, varst þú á samkomunni sem ferðahópurinn frá fslandi efndi til í fyrrakvöld? - Já, ég var þar og það var gaman að vera með þessu ágæta fólki á samkom- unni. Ég undrast það hvað fólkið frá íslandi söng vel og mikið. Hvernig getið þið komið saman til að æfa svona samstilltan og góðan söng? - Margir eru söngmenn „af guðs náð“, á íslandi, sumir starfa í kórum. Ætli þetta sé ekki íslendings-eðlið, að gleðj- ast með glöðum, sem þarna kemur fram. - Hvað segir þú mér um Lögberg- Heimskringlu. Kaupir þú blaðið? - Nei, ekki ég. Guðný systir kaupir blaðið og ég fæ að lesa það. Það er ritstjóri frá íslandi núna við blaðið. - Hvernig líkar þér við blaðið? - Ekki vel. Ég vil að íslenskt blað sem ber íslenskt nafn og er gefið út af fólki, sem er af íslenskum ættum, sé ekki að mestu skrifað á ensku máli. Við viljum fá meira frá íslandi í blaðið okkar og meira lesefni á íslensku. Ef þeir breyta ekki blaðinu þá hættum við að kaupa það. Fólkið gleymir blaðinu. Margir hafa áhuga á íslandi - Finnst þér ekki mikilsvert að halda sem mestum og bestum tengslum við heimalandið og að Vestur-íslendingar almennt treysti ættarböndin? - Hluturinn er það, að margir Vestur- íslendingar hafa áhuga á íslandi og vilja kynnast fólkinu á íslandi, en svo bara verður annað upp á teningnum. Fólkið les auglýstar ferðir um flest lönd í heiminum, en afar sjaldan eru auglýstar túristaferðir heim til íslands. Frænka mín sem ferðaðist til Evrópu, var þar í tvo mánuði, hún sagði við mig þegar hún kom aftur: Það fallegasta sem ég sá í ferðinni voru piltarnir í Grikklandi. Ég spurði hana hvort hún hefði ekki komið til íslands. Nei, hún vissi ekki hvar ísland var. Þá sagði ég: Þú átt að ferðast til íslands. Þar er fallegas'ta fólkið, talar fallegasta málið og þar er fallegasta landið, og ef þú ferð til f slands einu sinni þá vilt þú koma þangað aftur. - Hvað vilt þú segja að lokum Berg- þóra, biður þú að heilsa einhverjum á íslandi? - Já, svo sannarlega bið ég að heilsa mörgum á íslandi. Frænda mínum í Reykjavík, Guðmundi Guðmundssyni og bróður hans, sem er læknir á Blönd- uósi, þeim bið ég báðum að heilsa, og svo bið ég að heilsa einu systur mömmu sálugu, Markúsínu Markúsdóttur í Reykjavík. Svo bið ég að heilsa Jóhanni og Kristínu á Akranesi og Rakel, systur Guðmundar. Já, ég á svo marga góða vini og frændur á íslandi að ég get ekki talið þá alla upp, ég bið þá bara að heilsa þeim öllúm og vona að þeir hafi það gott, og ég vona að við sjáumst, þó seinna verði. Svo mælti húsfrú Bergþóra og svo erum við aftur sest að veisluborði gest- gjafanna. Söngur og samræður krydd- uðu mannlífið. Að síðustu er drukkin „hestaskál" að gömlum góðum íslen- skum sveitasið. - Stjas. kaupfélag Dýrfirðinga ÞINGEYRI óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsœldar á komandi ári Þakkar gott samstarf og viðskipti á liðnum árum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.