Tíminn - 31.12.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.12.1983, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1983 fréttir Óþarfi að knýja í gegn löggjöf um nýja fiskveiðistefnu fyrir jólafrí alþingismanna? „HEFÐUM EKKITHWD ÞATT f UNDIR- BdNINGI MÁLSINS ÁN LAGAHQMILDAR” — segir Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ ■ „Gg tel þetta algjöran misskilning. Það lá Ijóst fyrir alveg í upphafi, að það þyrfti að fá lagaheimild og að þingið þyrfti að marka ákveðna stefnu, til þess að unnt væri að vinna að framgangi málsins,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaöur Landssambands íslenskra út- vegsmanna er Tíminn spurði hann í gær álits á þeim skrifum sem fram hafa komið m.a. í lciðara Morgunblaösins og í Þjóðviljanum að það hafi ekki verið rétt að knýja í gegn löggjöf um nýja Óskum öllu starfsfólki okkar og viðskiptavinum um land allt farsældar á nýja árinu Pökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Esso Olíufélagið h.f. Suðurlandsbraut 18 Sínii: 81100 fiskveiðistefnu áður en þingmenn fóru í jólafrí. Kristján sagði jafnframt: „Viðhefðum til dæmis ekki tekið þátt í því að undirbúa málið, ef við hefðum ekki vitað vilja Alþingis í því efni, því þá hefði það verið alveg marklaust starf. Þetta er það margslungið mál og það mörg atriði sem þarf að skoða, að ekki verður hlaupið að neinum ákvörðunum í því sambandi. Við þurfum að leita upplýsinga hjá hverjum einstökum út- gerðarmanni, og það lá fyrir í þinginu að við myndum þurfa þess í sambandi við óvæntar úthaldstafir sem orðið hafa, ef miða á við það sem gerst hefur síðast liðin þrjú ár og það eitt kallar á tíma. Það þarf að gefa mönnum tækifæri til þess að sjá hver úthlutunin er; það þarf að gefa mönnum kost á að geta óskað eftir leiðréttingu á því, hafi orðið á einhver mistök, þannig að það hefði aldrei hvarflað að okkur að þessar reglur um kvótaskiptingu gætu séð dagsins ljós fyrr en í febrúar." Kristján Ragnarsson sagði jafnframt: „Hitt erannað, að með þeirri yfirlýsingu sem hefur verið gefin, þess efnis að það verði farin þessi stjórnunarleið, en ekki sú leið sem farin hefur verið, hafi mönnum verið gefnar nægilegar upplýs- ingar til kynna til þess að geta markað sínar ákvarðanir um hvað gera skuli í útgerð í ársbyrjun. Þar með sé málið komið rétta leið, sem ég persónulega tel að hljóti að hafa þau áhrif, að þegar menn vita að við ætlurn að fiska svona miklu minna en við höfum gert, þá verði úthaldið náttúrlega verulega skert. Það finnst mér að hljóti að koma fram í úthaldinu í svartasta skammdeginu, þannig að ég ætla það að menn fari sér hægt næstu vikur. Fiskverðið kemur ekki heldur fyrr en fyrsta febrúar, þannig að mönnum liggur ekkert á, því þeir eiga eftir að þurfa að beita sínum takmörk- unarreglum á úthaldið síðar á árinu hvort sem er. Ég tel því að þetta sé allt á réttum vegi og í eðlilegum farvegi." -AB Engin kreppa í flugelda sölunni ■ Kreppan margumtalaða lætur lítið á sér kræla þegar menn fara af stað nú um áramótin til þess að kaupa sér flugelda til þess að senda upp um þessi áramót. Af viðmælendum Tímans mátti merkja í gær, að flugeldar yrðu sendir upp í jafnríkum mæli um þessi áramót og önnur, þótt sumir hefðu þann fyrirvara á, að ekkert væri hægt að segja til um heildarútkomuna, fyrr en eftir daginn í dag, en flestir munu selja flugelda fram til kl. 16 í dag. Þeir hjá Björgunarsveitinni Fiska- kletti sögðu í gær að salan virtist vera svipuð um þessi áramót og önnur. Salan gengi þokkalega og ekki yrði vart við neinn samdrátt miðað við árið í fyrra. KR selur flugelda einnig og þeir KR-ingar báru sig vel í gær, og sögðu flugeldasöluna ganga að óskum, eða rúmlega það. Engin kreppumörk væru merkjanleg í flugeldasölunni. Sömu sögu var að segja hjá Hjálparsveit skáta í Reykjavík, en þeir sögðu að salan hingað til væri samkvæmt björtustu óskum. Að lokum ræddi Tíminn lítillega við Ellingsen, sem selur flugelda að venju, og þær upplýsingar fengust hjá Ellingsen að salan væri góð. Fjölskyldu- pokar væru vinsælastir, bæði þeir sem kosta 600 krónur og 1000 krónur. -AB Annríki í flugi um áramótin ■ Mikið annríki verður í innan- landsflugi Flugleiða mánudaginn 2. janúar en liðlega 1100 manns hafa pantað far þann dag. Þá er áætlað að fljúga 21 ferð frá Reykjavík og 15 ferðir þriðju- daginn 3. janúar. í frétt frá Flugieiðum segir að á gamlársdag séu áætlaðar ferðir frá Reykjavík til Vestmanna- eyja, Akureyrar og Egilsstaða. Innanlandsflugi lýkur kl. 15.00 er síðasta vél kemur til Reykja- víkur. Flugleiðavél kemur til Keflavíkur síð- degis á gamlársdag frá Luxemburg og heldur áfram til New York. Hún fer aftur frá New York að kvöldi nýársdags til Keflavíkur og áfram til Luxemborgar að morgni 2. janúar. Á nýársdag kemur Flugleiðavél til Keflavíkur frá Luxem- borg og heldur áfram til Chicago. Ekki er flogið til Evrópu á gamlárs- og nýársdag en 2. janúar verður flogið samkvæmt áætlun til Oslóar, Stokkhólms, London, Kaupmannahafn- ar og Chicago. -GSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.