Tíminn - 31.12.1983, Blaðsíða 12

Tíminn - 31.12.1983, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1983 áramótaviðtöl kom frábær íslenskur hornleikari í fyrsta sinn fram í einleikshlutverki með hljóm- sveit fyrir troðfullu húsi. Þorkell Jóels- sen. Marshal Nardaeu lék í fyrsta sinn einleik með hljómsveit hérlendis og hefur þó verið búsettur hér undanfarin ár, Stórefnilegur hörpuleikari, Elísabet Waage kom fram í stóru hlutverki og Jón Þorsteinsson mikilhæfur söngvari sem starfað hefur lengi erlendis, en lítið hefur borið á hér á landi. Ég hef alltaf haldið því fram að íslendingar hafi áhuga á íslendingum. Þeir vilja ekki bara hlustak á erlendar stórstjörnur. Þeir vilja stuðla að vel- gengni og þroska síns fólks. Undirtekt- irnar í fyrrakvöld árétta. það“. - JGK. ■ Garðar Cortes „27% þjóðar- innar kom í óperuna" - segir Garðar Cortes, stjórn- arformaður íslensku óperunnar H „Ég er ekki með nákvæmar tölur, en cg held að það liggi nærri að 27% þjóðarinnar hafi komið í óperuna á árinu 1983“, sagði Garðar Cortes, óperusöngvari og stjórnarformaður ís- lensku óperunnar. „Fjárhagslega hliðin er auðvitað ekki góð, en ef hún væri góð þá værum við komin í Heimsmetabók Guinnes, því að það er ekkert óperuhús í heiminum, sem stendur undir sér og mjög fá sem eru rekin á sama hátt og okkar. Við erum að vísu með styrk á fjárlögum, en iniklu minni hluta af stofnkostnaði en venja er um óperur. íslenska óperan hefur komið mjög vel út listrænt séð, við höfum fengið mjög góða dóma fyrir allar okkar uppfærlsur. Þar með er ég ekki að segja að okkar uppfærslur séu betri en óperuuppfærlsur í gamla daga, það sem átti sér stað hér áður fyrr var með ólíkindum. En fyrir okkur sem nýtt fyrirtæki, þá vil ég leyfa mér að vona að við förum aldrei niður fyrir þann standard sem við erum á núna en getum jafnframt bætt við okkur. Það er enginn uppgjafartónn í okkur núna frekar en fyrri daginn. Nú á næstunni frumsýnum við tvær óperur, fyrst Rakarann í Sevilla og síðan Nóaflóðið eftir Britten. Eftir áramót náum við í fyrsta sinn þeim áfanga að vera með fjórar óperur í gangi í einu. Og það má geta þess að það er áætlað að vera með 25 sýningakvöld í febrúar af 29 í mánuðinum öllum“. - JGK. „Mikil gróska í öllu listalíf i“ - segir Þorkell Sigurbjömsson formaður Bandalags íslenskra listamanna ■ „Ég er nú ekki alveg r'eiðubúinn að ■ Þorkell Sigurbjömsson. tala um þetta ár í þátíð, það hefur liðið svo hratt að maður hefur ekki almenni- lega áttað sig á því að það er að renna sitt skeið á enda,“ sagði Þorkell Sigur- björnsson formaður Bandalags íslenskra listamanna. „Þetta ár hefur liðið án byltinga og stórtíðinda á sviði listanna, en mér hefur fundist þróunin vera öll í jákvæða átt. Sívaxandi áhugi almennings á listastarf- semi leynir sér ekki þrátt fyrir þröngan fjárhag og því höfum við síst af öllu efni á að hafa uppi harmatölur. Það er mikil aðsókn að leikhúsi og myndlistarsýning- um, ungir kvikmyndagerðarmenn hafa komið fram á sjönarsviðið og fleiri íslenskar kvikmyndir verið frumsýndar en nokkurn tíma áður. Það hefur verið mikil gróska í tónlist- inni og sívaxandi aðsókn að tónleikum. Næsta ár, já ég er bjartsýnn á það, það er ekki hægt annað". - JGK. ■ Hákon Sigurgrímsson „Fjölgun fast- rádinna hljóð- færaleikara stór áfangi" - segir Hákon Sigurgrímsson, stjómarformaður Sinfóníu- hljómsveitar íslands ■ „Fyrst vil ég nefna að á síðustu ári kom til framkvæmda ákvæði laga um fjölgun hljóðfæraleikara í hljómsveit- inni, þannig að í henni eru nú 65 stöðugildi fastráðinna, sumir eru í hálfu starfi þannig að í hljómsveitinni eru nú um 70 manns," sagði Hákon Sigurgríms- son, stjórnarformaður Sinfóníuhljóm- sveitar íslands. „Þetta er mark sem lengi hefur verið keppt að og mikill áfangi, enda hefur það komið fram á tónleikum hljómsveit- arinnar í haust að mönnum hefur fundist hún batnandi og færari um að takast á við stór verkefni. Annað mjög gleðilegt sem gerðist á árinu var það að Einar Grétar Svein- björnsson sem starfað hefur sem kons- ertmeistari í Malmö kom heim og starf- aði með sveitinni í þrjá mánuði. Þetta var skemmtileg tilbreyting og væri ósk- andi að starfandi hljómlistarmenn erl- endis gætu komið oftar heim og ieikið með hljómsveitinni, þótt ekki væri nema tímabundið. Anægjulegustu tónleikarnir, á árinu var að mínu mati flutningurinn á 9. sinfóníu Beethovens í júní. Þar komu fram þrír kórar, Söngsveitin Fílharmón- ía, Þjóðleikhúskórinn og Karlakórinn Fóstbræður og er vonandi að framhald geti orðið á slíku samstarfi. Það er einnig ánægjulegt við þessa tónleika að þar var tekin ákvörðun um stofnun Samtaka um byggingu tónlistarhúss. Þegar það verð- ur að veruleika eignast hljómsveitin ekki aðeins konsertsal við hæfi heldur einnig heimili og fullkomna starfsaðstöðu". - JGK. ■ Árni Bergmann „Þrjár skáld- sögur minnis- stæðastar“ segir Árni Bergmann rítstjóri og gagmynandi. ■ „Ef þú spyrð mig sem bókmennta- mann koma mér hclst í hag þrjár bækur, sem mér er ómögulegt að gera upp á milli. Þæreru: Vængjasláttur íþakrenn- unum eftir Einar Má Guðmundsson; Þar sem djöflaeyjan rís, cftir Einar Kárason, og Tíu myndir, eftir Vigdísi Grímsdótt- ur", sagði Árni Bergmann ritstjóri og bókmenntagagnrýnandi þjóðviljans. „Það er ansi gaman að fylgjast mcð því hvernig Einari Má tekst að láta hugarflugið lyfta tiltölulega hvunndags- legum tíðindum. Einar Kárason býr til mjög skemmtilcga sögu þar sem örlög margra fléttast sama og úr Verður mjög skemmtileg tímabilslýsing. Vigdís sýnir næmleika á kjör og hugarfar ólíkra manntegunda. Mér hefur stundum fundist að rit- höfundar séu ákaflcga sjálfhverfir, sér- staklega ungir rithöfundar, og um tíma virtist mér að þeir kæmust ekki út fyrir að lýsa einhverjum staðgengli sínum í sögum. Þessir þrír höíundar hafa allir nóg úrræði til að brjótast út úr fangeísi eigin persónu í bókum sínum. Fyrir utan bækur eru friðarmálin e.t.v. efst í mínum huga þessa stundina. Árið hefur verið bæði jákvætt og neikvætt: annarsvegar heldur djöfulskapurinn áfram; hinsvegar láta æ fleiri sig þessi mál varða. - GSH. „Árið fyrir 1984 - ár 0rwells“ - segir Jóhann Hjálmarsson, bókmenntagagmýnandi ■ „Árið 1983 er ekki síst merkilegt fyrir það að vera árið fyrir árið 1984 - ár Georgs Orwell - og það er vissulega margt sem bendir til þess að Orwell hafi verið sannspár, þó ekki allt sem betur fer", sagði Jóhann Hjálmarsson, bók- menntagagnrýnandi Morgunblaðsins. „Sérstaklega koma mér í hug tveir Pólverjar, annars vegar Lech Walesa ■ Jóhann Hjálmarsson sem fékk friðarverðlaun Nobels á árinu og hins vegar Jóhannes Páll páfi, sem með manréttindabaráttu sinni virðist vera að ryðja nýjar brautir fyrir kristnina í heiminum. Allt fordæmi þessara manna hlýtur að gefa okkur vonir um að árið 1984 sé ekki enn komið, í þeirri merk- ingu sem Orwell skrifaði um það, og að það sé vonandi mjög langt undan. „Stórir bræður“ eru þó allt í kringum okkur. Og af því þú spurðir um merki- legasta ritverkið á árinu þá held ég að það sé eftir pólska andófsskáldið Krycin- ski og er svohljóðandi: „Hræðstu þann guð sem ekki er til í hjarta þínu“. Með tilliti til „stóra bróður“ er gott að rifja það upp. Meðal annarra merkilegra tíðinda tel ég vera (sem ég tel dálítð til vitnis um velsæld vesturlandabúa þrátt fyri allt) að Margrét Thatcher skyldi leggja það á sig, vegna megrunar, að sfeppa viskíglas- inu sínu á kvöldin. Satt að segja finnst mér þetta mjög leiðinlegar fréttir, því ég hélt nú að frjálshyggjumönnum veitti ekki af einum viskí“, sagði Jóhann. - HEI. ■ Matthías Sæmundsson „Mikið af góðum þýð- ingumá erlendum góðbók- menntum“ segir Mattías Viðar Sæmunds- son bókmenntafræðingur menntum. Á þessum tíma, þegar bókin er á stöðugu undanhaldi fyrir vídeói og öðru þvíumlíku, þá er dálítið makalaust að sjaá ð þýðingar skuli jafnvel marg- faldast á góðum bókum. Ég tel það t.d. mikinn viðburð að geta lesið Hlutskipti manns eftir Malraux í þýðingu Thors Vilhjálmssonar“. GSH ■ Halldór Kristjánsson „Fáir tíma- mótaat- burðir“ - segir Halldór Krístjánsson, bókmenntagagnrýnandi ■ „f svip man ég nú ekki eftir neinum tímamótaatburði á þessu ári. Þó vareinu sinni á árinu svo að skilja á forseta Bandaríkjanna, að hann gerði ráð fyrir að vel væri hægt að heyja kjamorkustyrj- öld í Evrópu þó hún næði ekki til Ameríku. Ut frá þessum orðum hafa menn auðvitað hugleitt margt - þó þau væru síðan að vísu borin til baka“, sagði Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli, bókmenntagagnrýnandi Tímans. Halldór kvað það og alltaf vera að glöggvast fyrir mönnum að auðlindir jarðar eru ekki ótæmandi. Útkoman á þorskveiðunum við ísland sé eitt dæmi um það. Spurður álits um besta ritverk ársins kvaðst Halldór eiga margar bækur ólesn- ar og einhverjar þeirra gætu sjálfsagt komið til greina. „En þó að vísu hafi komið út allmargt vel læsilegra bóka er lítið um bækur sem sérstaklega skerá sig úr og eru líklegar til að rísa hátt og verða minnisstæðar fram í tímann. Það væri þó kánnski að út hefur komið 3. bindi af hinu sérstaka verki Lúðvíks Kristjáns- sonar um íslenska sjávarhætti. Þó ég hafi ekki lesið það bindi ennþá, þá þekki ég hin nokkuð og gæti trúað að það væri með því merkara í bókagerð hér á landi þetta árið - svona fljótt á litið“. - HEI. „Kosning- arnar í vor og afleiðingar þeirra“ - segir Gunnlaugur Ástgeirs- son, bókmenntagagniýnandi ■ „Ef litið er á bókmenntasviðið hefur ■ „Einna minnisstæðastar þykja mér mér fundist vera mikil hreyfing í skáld- kosningarnar í vor, og þá fremur af- sagnagerðinni á árinu og það hafa komið leiðingar þeirra en úrslit, þ.e. þessi út nokkrar góðar skáldsögur af öðru tagi voðalega ríkisstjórn Sem kom til valda í en raunin hefur verið undanfarin ár. Þar kjölfar þeirra. Hún virðist m.a. stefna vil ég nefna t.d. bók Einars Más Guð- markvisst að því að hverfa frá því mundssonar, Vængjasláttur í þakrenn- velferðarþjóðfélagi sem byggt hefur ver- unum. sagði Mattías Viðar Sæmundsson ið upp á íslandi. Sú mikla kjaraskerðing, bókmenntafræðingur. sem brennur á hverjum og einum, er „Þó finnst mér vera merkilegast varð- eftirminnileg frá þessum síðari hluta andi þessa bókavertíð sem nú er nýgeng- ársins", sagði Gunnlaugur Ástgeirsson, in yfir hvað mikið hefur komið út af bókmenntagagnrýnandiHelgarpóstsins. góðum þýðingum á erlendum góðbók- „Af erlendum vettvangi er eftirminni-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.