Tíminn - 23.01.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.01.1986, Blaðsíða 3
Tíminn 3 Fimmtudagur 23. janúar 1986 llllllllllllllllllllllllll FRÉTTASKÝRING ;i1!aillllim^^^ ................................... ............................ ............... Hrátt kjöt og siðferðisþroski Deila iðnaðarráðherra og utanrík- isráðherra um innflutning varnar- liðsins á hráu kjöti blossaði aftur upp í síðastliðinni viku. Tilefnið varálits- gerð þriggja lögfróðra manna sem forsætisráðherra fékk síðsumars til að skera úr um lögmæti þessa inn- flutnings. Úrskurðurinn var Geir Hallgrímssyni og hans afstöðu í hag, á þeirri forsendu að varnarsamning- urinn frá árinu 1951 hafi íslenskt lagagildi. Albert Guðmundsson brást ókvæða við, enda hafði hann lagt mikið undir í þessu máli og átti sjálfsagt von á því að uppskera í sam- ræmi við það. Magnaðir draugar í viðtali við Morgunblaðið þann 16. janúar sl. lýsti Albert yfir efa- semdum sínum vegna fyrrnefndrar álitsgerðar lögfræðinganna. Þá kvaðst hann ætla að taka málið upp á Alþingi og „láta þingið skera úr um hvort það hefur afsalað Keflavíkur- flugvelli til Bandaríkjanna". Sú hót- un iðnaðarráðherra að færa deiluna inn í þingsali virðist hafa hleypt af stað alvarlegum taugatitringi meðal forystumanna Sjálfstæðisflokksins, ekki síst vegna þess að hingað til hafa flokksmenn staðið einhuga í afstöðu sinni til öryggis- og varnarmála þ.ám.til samskipta við varnarliðið. Umfjöllun þings um hið svokallaða kjötmál hefði hugsanlega vakið upp magnaða drauga sem erfitt hefði reynst að kveða niður. Viðbrögð utanríkisráðherra við yfirlýstri ætlan Alberts var í sam- ræmi við þetta. Hann lét þau orð falla að hér væri um grófa móðgun og landráðabrigsl að ræða, að orðalag iðnaðarráðherra væri tekið „beint úr munni herstöðvaandstæðinga í hópi kommúnista". Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins tók svo undir þetta álit Geirs í fréttatíma sjónvarps. Þess var skammt að bíða að andstæðingurinn efldist í and- svörum sínum, því að þann 20. janú- ar sl. sagði Albert í viðtali við DV að það væri „lítið balanseraður" maður sem talaði eins og utanríkisráðherra hefði gert. Efasemdir um andlegt jafnvægi fyrrverandi formanns Sjálf- stæðisflokksins og forsætisráðherra, og núverandi utanríkisráðherra, virðast hafa fyllt mælinn. Minni og stærri spámenn Minni og stærri spámenn tóku saman höndum við að sýna iðnaðar- ráðherra f tvo heimana. Stjórn Heimdallar samþykkti vítur á ráð- herrann á fundi 20. janúar sl. og Morgunblaðið birti harðorðan leiðara næsta dag, sem ekki var hægt að túlka öðruvísi en sem viðvörun. Samdægurs birtist frétt í Þjóðviljan- um sem virtist gefa fullt tilefni til var- færni af hálfu Alberts, þar sagði að unnið væri að því innan Sjálfstæðis- flokksins að koma honum úr ríkis- stjórninni og Birgi ísleifi Gunnars- syni inn í hans stað. Loks lét Þorsteinn Pálsson málið til sín taka á fundi með iðnaðarráð- herra í fjármálaráðuneytinu í fyrradag. I viðtali við Morgunblaðið í gær sagði Þorsteinn að þeir hefðu komist að samkomulagi um að „ekki sé tilefni til að flytja málið inn á Al- þingi“. Ef gert er ráð fyrir að sam- komulag feli alltaf í sér a.m.k. tví- hliða ávinning er Ijóst að sagan er ekki öll sögð. Gæti hugsast að það hafi verið flugufótur fyrir frétt Þjóðviljans? Samkomulag þeirra Þorsteins og Alberts virðist í fyrstu hafa verið feimnismál hjá síðarnefndum. Er Tíminn náði sambandi við iðnaðar- ráðherra að fundinutn loknum vildi hann ekkert kannast við það að kjöt- málið hefði verið rætt en skýrði hins- vegar frá því að öll fyrri orð væru dauð og ómerk. Unt málið yrði ekki frekar deilt af hans hálfu, hvað þá að Alþingi fengi það til umfjöllunar. í stuttu máli sagt: heitstrengingar Al- berts um vasklega framgöngu í þv{ sem hann hefur sjálfur lýst þjóð- þrifamál verða allt í einu að cinföld- um skoðunum sem honum er frjálst að hafa í friði. Verða svo mikil og snögg skoðanaskipti af tilefnislausu? Frumstæður pólitískur siðferdisþroski Þetta dæmalausa kjötmál er ekki einungis athyglisvert fyrir þá sök hvernig það hefur þróast undanfarna mánuði, heldur einnig vegna þess að enn einu sinni hefur sannast hversu pólitískur siðferðisþroski íslenskra stjórnmálamanna er grátlega frum- stæður miðað við það sem tíðkast meðal annarra lýðræðisþjóða. Iðnaðarráðherra hefur í raun lýst því yfir að fullveldi íslenska ríkisins sé í veði þar sem kjötmálið er annars vegar. Ekki er hægt að skilja orð hans undanfarna mánuði öðruvísi. Hann helur komið þeirri sannfær- ingu sinni á framfæri með brauki og bramli, þannigaðenginn hefurkom- ist hjá því að hlýða á. En orðunt fylgja engar athafnir. Sannfæringin er eins og hver önnur fatadrusla sem hægt er að skrýðast eftir hentugleik- um. Þrátt fyrir það að Albert Guð- mundsson hafi sett umrætt kjötmál í háalvarlegt samhcngi, þá virðist liann kæra sig kollóttan um það hvort að ríkisstjórnin beiti sér í því þannig að fullveldinu sé nú örugg- lega borgið. Alla vega bendir ekkert til þess að iðnaðarráðherra ætli að yfirgefa Stjórnarráðið skrýddur sannfæringunni þó svo að óbreytt ástand niuni ríkja. Það gerist allt of oft hérá íslandiað þcgarstjórnmála- menn þurfa að standa við stóru orðin þá cr allt í einu öllum frjálst að hafa sínar skoðanir í friði. Að mörgum öðrum ólöstuðum gæti hinn breski Hescltine kennt íslenskum kollegum sínum sitthvað. - SS Ríkisútvarpiö: Kosningaútvarp fyrir Sjálfstæðisflokkinn - sagði Helgi Pétursson á fundi á Selfossi Frá Sveini Helgasyni fréttaritara Tímans á Selfossi: „Ríkisútvarpið er kosningaútvarp Sjálfstæðisflokksins," sagði Helgi Pétursson ritstjóri á fundi um fjöl- miðlamál sem félögungra framsókn- armanna í Árnessýslu boðuðu til og haldinn var á Selfossi 18. janúar síð- astliðinn. Þessi orð lét Helgi falla í fram- söguræðu sem hann hélt á fundinum en þar ræddi hann einnig um svæðis- útvörp á landsbyggðinni og taldi að þau yrðu vaxtarbroddur í íslenskri fjölmiðlun. Auk Helga hélt Þorgeir Ástvalds- son forstöðumaður rásar tvö fram- sögu á fundinum og ræddi meðal annars starfsemi rásarinnar. Fleiri tóku til máls og var greini- legt að mikill áhugi er á starfsemi svæðisútvarps á Suðurlandi, og var meðal annars rætt um staðsetningu hugsanlegrar útvarpsstöðvar. Fjár- hags- og tæknileg hlið málsins bar einnig á góma. Ræðumenn töldu að nauðsyn bæri til að Sunnlendingar stæðu saman meðal annars til að auka hlutdeild landsbyggðarinnar í dagskrá Ríkisútvarpsins. Erlent gervihnattarsjónvarp og áhrif þess voru einnig í brennidepli og voru fundarmenn sammála um að íslenska menningu yrði að vernda gegn erlendum áhrifum. Snjómokstur í Reykjavík 1985: 20 milljónir spöruðust - en vélaleigur tapa viðskiptum Snjólétt síðastliðið ár sparaði höfuðborgarbúum tuttugu milljónir króna, sem ætlaðar höfðu verið í snjómokstur á árinu. Fjárhagsáætl- un Reykjavíkurborgar gerði ráð fyr- ir fjörutíu milljón krónum í snjó- mokstur, tuttugu milljónir króna voru notaðar. Ingi Ú. Magnússon gatnamála- stjóri sagði í samtali við Tímann í gær að það sem af væri janúarmán- uði væri búið að eyða tæplega hálfri milljón í saltdreifingu og aðrar fyrir- byggjandi aðgerðir gegn hálku. Hann sagði fyrirsjáanlegt að það þyrfti mikið til ef fara ætti fram úr áætlun þetta ár, en gert er ráð fyrir þrjátíu milljónum króna í mokstur í Reykjavík. Það eru þó ekki allir ánægðir með snjóleysið. Tækja- og vélaleigur hafa ekki notið þeirra viðskipta sem vana- legt hefur verið á þessum árstíma. „Þeir menn eru óneitanlega súrir yfir þessu árferði," sagði Ingi. - ES Nokkir leikaranna og leikstjórinn á samiestri á verkinu. L.R. æfir Svartfugl: Frægasta sakamál íslandssögunnar Leikarar Leikfélags Reykjavíkur æfa nú af kappi nýja leikgerð Bríet- ar Héðinsdóttur á Svartfugli eftir Gunnar Gunnarsson. Svartfugl sem fjallar um morðin á Sjöundá árið 1802 er fjórða vcrkefni vetrar- ins hjá Leikfélaginu, og verður leikritið frumsýnt í byrjun mars. Gunnar Gunnarsson skrifaði skáldsöguna Svartfugl í Danmörku og hún kom út þar árið 1929. Þá hafði hann rækilega kannað öll dómsskjöl í málinu og kynnt sér að- stæður og atburðarás. Sagan kom fyrst út í íslenskri þýðingu árið 1938. Sjöundá var innsti bærinn á Rauðasandi og þar var um alda- mótin 1800 tvíbýli. Árferði var um þessar mundir mjög hart, hafís, kuldi og hungursneið, féfellir tíður og jafnvel mannfellir. Á Sjöundá gerðust um veturinn og vorið 1802 þeir atburðir sem a£ mörgum er talið eitt frægasta sakamál Islands- sögunnar en þá var Bjarni Bjarna- son sakaður um að hafa myrt sam- býling sinn Jón Þorgrímsson bónda og síðar einnig konu sína, Guð- rúnu Egilsdóttur. Bæði þessi morð átti hann að hafa framið með að- stoð konu séra Jóns, Steinunnar Sveinsdóttur. Með stærstu hlutverk í sýning- unni fara Þorsteinn Gunnarsson og Jakob Þór Einarsson sem leika sr. Eyjólf, Sigurður Karlsson leikur Bjarna, Margrét Helga Jóhanns- dóttir leikur Steinunni og Gísli Rúnar Jónsson leikur Guðmund Scheving, settan sýslumann. Leikstjóri er Bríet Héðinsdóttir, Jón Þórarinsson semur tónlistina við leikritið, Steinþór Sigurðsson gerir leikmynd og búninga og Da- vid Walters annast lýsingu. Frumsýning á Svartfugli verður í byrjun marsmánaðar. Mrún

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.