Tíminn - 23.01.1986, Blaðsíða 16

Tíminn - 23.01.1986, Blaðsíða 16
SIGURÐUR SVEINSSON kemur væntanlega til landsins um helgina og byrjar aö æfa meö íslenska landsliöinu í handknattleik fyrir HM í Sviss. Siguröur er búinn að eiga viö meiðsl aö stríöa um langa hríö og óvíst hvort hann nær sér verulega á strik. Þaö er þó vonandi því aö íslenska liðiö vantar vinstri handar skyttu til aö bakka upp Kristján Arason í sókninni. Landsliöið er nú aö undirbúa sig fyrir alþjóölegt mót sem byrjar í næstu viku. Fjórðungur homma er haldinn AIDS - segir í skýrslu frá landlækni Engin kjötsala „Einn hefur dáið og einn er með greinileg forstigseinkenni en sjö aðr- ir með vægar eitlastækkan- ir. Þá eru átta sem hafa greinst með veiruna í blóð- inu,“ sagði Ólafur Ólafsson landlæknir í samtali við Tímann í gærdag, vegna skýrslu sem embættið hefur sent frá sér vegna AIDS á íslandi. í skýrslunni sem landlæknisembættið hefur sent frá sér kemur fram að fimmtíu og einn kynhverfur karlmaður hefur komið til rannsókna hér á landi, vegna hins banvæna sjúk- dóms AIDS. 27,5 prósent þeirra hafa greinst með veiruna HTLV III í blóði sínu. P>á hafa fimmtíu eit- urlyfjasjúklingar, sem sprauta sig í æð komið til rannsókna og hefur veiran fundist í blóði tveggja. í hópi blæðara hafa ellcfu manns komið til rannsókna og þar hefur enginn greinst með veiruna í blóði sínu. Sömu sögu er að segja um 1900 manna hóp blóðgjafa sem hafa verið rannsakaðir hér á landi. Þegar prósentuhlutfall kynhverfra manna á íslandi sem greinst hafa með veir- una í sér er borið saman við önnur Norðurlönd, Evr- ópu, Kanada og Bandarík- in, kemur í Ijós að við ís- lendingar erum með næst hæstu tíðnina. Mest er tíðn- in meðal bandarískra kyn- hverfra karlmanna, eða 53,6 prósent. Næstir í röð- inni eru íslendingar með 27,5 prósent. Það skal tekið fram að úrtak allra landa er mjög lágt. Til dæmis voru ekki rannsakaðir nema 840 manns í Bandaríkjunum. Tölur þær sem stuðst er við í skýrslunni eru frá 15. janúar síðastliðnum. - ES Beðið stimpils lækna NATO Lítið þokast enn varðandi aukna sölu á íslensku kjöti til varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli. Að sögn Jóns H. Bergs, forstjóra Sláturfélags Suðurlands var í haust óskað eftir að dýralæknar varnar- liðsins tækju út hið nýja og fullkomna sláturhús félags- ins, sem þá var tekið í notkun áHvolsvelli. Dýralæknarþeir sem hér um ræðir hafa hins dýra- vegar aðsetur í Danmörku og hafa ekki lagt leið sína hingað ennþá. Yfirmenn varnarliðsins fóru hins vegar í skoðunar- ferð í sláturhúsið á sínum tíma og leist að sögn ágæt- lega á allar aðstæður og kvaðst Jón því ekki eiga von á miklum athugasemdum frá dýralæknunum. -HEI Hitað upp fyrir ræðukeppni. Þessi vesalings bíll varð fyrir barðinu á nemum Fjölbrautaskólans í Garðabæ, þegar þeir voru að koma sér í rétta skapið fyrir mælsku- keppni við MR sem fer fram í kvöld. Hvort höggin verða jafn þung þegar í pontu er komið skal ósagt látið. Tímamynd: Sverrir Samstarfsráöherrar Norðurlanda: Aukið samstarf í sjávarútvegi Ákveðið hefur verið að koma á fót embættis- ntannanefnd til að vinna að auknu samstarfi milli Norðurlandanna í rann- sóknarstarfi á sviði sjávar- útvegs. Halldór Ásgríms- son sjávarútvegsráðherra, sem er nýkominn af fundi samstarfsráðherra Norður- landa, þar sem fjárhags- áætlun fyrir 1987 var á dagskrá, sagði í samtali við Tímann í gær að samþykkt hefði verið að veita fé til rannsóknarstarfsemi, fiski- ræktar og ýmissa annarra ntála sem tengdust sjávar- útvegi. Halldór sagðist telja að mikil nauðsyn væri á að auka samstarfið á þessu sviði, við gætum ým- islegt lært af nágrönnum okkar í slíkri samvinnu og þeirafokkur. „Sannleikur- inn er sá að hinar Norður- landaþjóðirnar vilja auka fjármagn til samnorrænna verkefna og við meguni passa okkur á að verða ekki útundan í því starfi. Það er auðveldara að tryggja fjár- magn ef við erum saman í þessu, en ef við erum sitt í hvoru lagi,“ sagði Halldór ennfremur. -BG Árið 1985 mesta slysaárfrá upphafi í umferðinni: Um 130 fleiri slös- uðust en árið 1984 - 2500 ungmenni eiga eftir aö slasast í umferðinni fram til aldamóta! Tæplega 900 manns slösuð- ust í umferðinni á síðasta ári, samkvæmt bráðabirgðaskrán- ingu umferðarslysa hjá lögregl- unni, og er það mesti fjöldi sem slasast hefur á einu ári frá upp- hafi bílaaldar. Árið 1985 urðu slys með meiðslum í umferðinni 595 samkvæmt bráðabirgðaskrán- ingunni, af þeim voru 23 dauðaslys. í þessum slysum slösuðust 889, þar af létust 23, 375 hlutu alvarleg meiðsli og 514 minni háttar meiðsli. Sam- bærilegar tölur frá arinu 1984, sem var mesta slysaárið fram að því, eru 762 slasaðir, í 527 slysum, þar af létust 27, 419 hlutu alvarleg meiðsl og 343 minni háttar meiðsl. „Við hljótum að þurfa að staldra við, hvert og eitt, ekki aðeins umferðaryfirvöld, og hugleiða þessi mál,“ sagði Óli H. Þórðarson, framkvæmda- stjóri Umferðarráðs þegar Tíminn bar þessar slysatölur undir hann. „Ef við lítum 14 ár fram á veginn, til aldamóta, má sam- kvæmt tölfræðinni búast við að 336 deyi í umferðarslysum hér á landi, en á undanförnum árum hafa að jafnaði látist 24 árlega í umferðarslysum. Og tölfræðin sýnir líka að aldurshópnum 17- 20 ára er afar hætt í umferð- inni. Þaðan koma 23-24% af því fólki sem slasast. Það má bt ast við að 2500 ungmenni slasist í umferðarslysum fram að alda- mótum og allt að 60 láti lífið. Og þessi hugsun verður enn óhugnanlegri þegar litið er til þess að allt þetta fólk er fætt og er á meðal okkar nú.“ - GSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.