Tíminn - 23.01.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.01.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn Titnirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvstj.: GuðmundurKarlsson Ritstjóri: Helgi Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: NíelsÁrni Lund Auglýsingastjóri: SteingrímurGlslason Innblaðsstjóri: OddurÓlafsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.- Hvað vill stjórnarandstaðan? Þótt ríkisstjórninni hafi tekist vel um marga hluti m.a. það að ná verðbólgunni verulega niður, og dreg- ið úr útgjöldum á mörgum sviðum eru blöð stjórnarandstæðinga sífellt með óánægjuraddir og leggja á það megináherslu að ríkisstjórnin fari sem fyrst frá völdum. Út af fyrir sig er það markmið sem nálega hver stjórnarandstaða berst fyrir og lítið um að segja. Það eitt á að leysa allan vanda þjóðarbúsins og þessi málgögn halda því fram að „þá muni allt annað veitast yður að auki“ eins og þar stendur. Pá væri hægt að auka kaupmátt launa, veita meiri félagslega þjónustu, efla listir og menningu og flest annað það sem til heilla horfir. Stjórnarandstaðan forðast þó að svara því hvað eigi að taka við ef núverandi ríkis- stjórn fer frá völdum og rétt er að velta því fyrir sér hvort æskilegt sé fyrir þjóðina að núverandi stjórnar- andstaða komist til valda. Það bendir ekkert til þess að stjórnarandstaðan búi yfir neinum ráðum til lausnar þeim vanda sem uppi er í þjóðfélagsmálum og þar á meðal efnahagsmálum. Þjóðin hefur ekkert að sækja í smiðju þeirra Svavars Gestssonar, Jóns Baldvins eða annarra þeirra sem í forystu teljast fyrir stjórnarandstöðuna. í málflutn- ingi þeirra rekur eitt sig á annars horn. F»ví er haldið fram að gengisstefnan sé kolröng og sé að ríða atvinnulífinu að fullu ásamt óhóflegum fjár- magnskostnaði. Pá liggur beint við að spyrja: Hver eru ráð stjórnarandstöðunnar til þess að skilja ávinn- ing breytts gengis krónunnar eftir hjá undirstöðuat- vinnugreinunum? Hver á að greiða niður neikvæða vexti? Janframt því sem því er haldið fram að atvinnu- lífið sé að sligast eru forystumenn launþega hvattir til að hvika hvergi frá prósentuhækkun launa. Hvergi sést örla fyrir því að nokkurn greinarmun skuli gera á hinum hæst og lægst launuðu um launahækkanir, það heyrist ekki nefnt lengur að jafna launin, enda þótt launamisréttið í landinu sé gífurlegt. Hvernig ætlar stjórnarandstaðan að rökstyðja það að atvinnu- vegirnir geti risið undir stórhækkun launa í prósentum? Það er annars einkennilegt með þessa stjórnarand- stöðu að allir flokkar sem að henni standa virðast sammála um að helsta þjóðfélagsvandamálið um þessar mundir sé tilvera og stjórnarþátttaka Fram- sóknarflokksins. Kvennalistakonur hafa þó síst talað í þessa veru. Allur málflutningur krata hefur beinst að því að biðla til Sjálfstæðisflokksins og þó einkum ræðuhöld for- mannsins Jóns Baldvins. Að vísu biðlar hann einnig til Bandalags jafnaðarmanna en þó í aðra veru. F>á hafa ýmsir framámenn innan Alþýðubandalags- ins lýst yfir áhuga sínum að komast í sæng með íhald- inu og ber þar hæst óskir F>rastar Ólafssonar. Mark- mið allra flokka virðist vera það eitt að komast í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og að því er virðist eru þeir tilbúnir að fórna miklu fyrir það. Framsóknarflokk- urinn rúmast ekki í þessum framtíðardraumum stjórnarandstöðunnar, kannski vegna þess að hann vill standa vörð um samvinnustefnu og byggðapólitík. Fimmtudagur 23. janúar 1986 ORÐ í TÍMATÖLUÐ Bjargráð handa ríkissjóði Löngum hefur það talist léleg bú- mennska að eyða um efni fram. Slíku háttarlagi fylgir sífellt basl sem verra er að losna úr en í að komast. Vitlausar forsendur og rangar kalkúlasjónir eru oftar en ekki ástæðan fyrir því að endar ná ekki saman í frjáhagsdæmum. Þegar fyrirtæki og einstaklingar lenda í svona ógöngum er ekki nema um tvennt að gera, að sjá að sér og þrengja sultarólina eða lýsa yfir gjaldþroti. Margs konar millibilsástand get- ur skapast þegar eyðsla fer fram úr tekjum. Sumum dugir kæruleysið bærilega, flýturá meðan ekki sekk- ur o.s.frv. eða tauta með sér, að þetta bjargist allt einhvern veginn. Stundum gerist það líka. Sukkið og vitleysan bjargast einhvern veginn og hægt er að koma skútunni á rétt- an kjöl. Eina sameign eiga landsmenn, sem þeir eru oft ærið kærulausir um. Það er ríkissjóðurinn. Hann er þeirrar náttúru að taka má úr honum meira en í hann er látið. Að minnsta kosti er það líf- seig þjóðtrú að svo sé. Það þykir við hæfi að telja þessa sameign hina mestu ókind þegar um er að ræða tekjuöflun, en hins vegar á landssjóðurinn að vera allt árið eins og jólasveinn á aðfanga- dagskvöld, að ausa gjöfum á báðar hendur og gera öllum glatt í geði. Stjórnmálamenn hafa löngum verið slyngir að finna upp ný og ný ráð til að afla ríkissjóði tekna. Öll mælast þau iila fyrir hjá háttvirtum kjósendum og stjórnarandstaða hverju sinni er yfir sig hneyksluð á því hvernig landslýður er mergsog- inn. En stjórnarandstaðan hefur ráð undir rifi hverju þegar um er að ræða að eyða úr sjóðnum og hefur ávallt á takteinum mörg og brýn verkefni, sem aðeins stendur á fjár- útlátum til að framkvæma. Skattborgarar eru að vonum hvekktir að sjá á eftir aurunum sín- uni sem fara í skatta og skyldur. Hins vegar finnst þeim ekkert sjálf- sagðara en að fá þau sömu fjárútlát endurgreidd með einum eða öðr- um hætti. Borga lítið enfámikið Þetta er sem sagt sífelld tog- streita. Flestir vilja borga sem minnst til sameiginlegra þarfa þjóðfélagsins, en gera kröfu til að fá fullkomna og góða þjónustu af hálfu opinberra stofnana þegar á þarf að halda. Þá er uppi sífelldur ágreiningur um hvernig fé ríkissjóðs er varið. Hvað er óþarfi sem vel má vera án og hver eiga forgangsverkefnin að vera? Um þau atriði næst aldrei samkomulag. Hitt er annað mál að það krefst búhygginda að reka ríkissjóð með þeim hætti að hann fari ekki yfir um, og er reyndar skylda þeirra sem táka að sér umsjá hans, að halda honum á réttum kili, en þarna vill verða misbrestur á. Þau tíðindi berast nú að sjóður- inn hafi verið rekinn með bullandi tapi á síðasta ári. Þá var ekki stopp- að í götin eins og árið þar á undan og afleiðingin er sú að útgjöld fóru langt fram úr tekjum og tekin lán fyrir mismuninum. Það er því greinilegt að enn er verið að bæta á skuldasúpuna, sem þó mun ærin fyrir. Hin opinbera skýring er sú að út- gjöld til húsnæðismála, námslána og hækkunar á vaxtagreiðslum og launahækkanir hafi vaxið svo á ár- inu að allt hafi farið úr böndunum. Skattar og innflutningsgjöld voru heldur minni en ráð var fyrir gert. Fjármálaráðherra hefur verið önnum kafinn að komast að sam- komulagi í flokki sínum um hvort Miðnesheiðin er íslensk eða bandarísk og er niðurstaðan sú að hún er og verður íslenskt umráða- svæði, að minnsta kosti í sölum Alþingis. Hann hefur því lítið tjáð sig opinberlega um þá stöðu sem upp er komin í ríkissjóði. Vitlaust að staðið Nokkrir tilburðir hafa samt verið hafðir uppi um að lagfæra tekju- hliðina. Það á að skattleggja köku- át. Hefur sú ráðagerð mælst mis- jafnlega fyrir, aðallega eru bakarar á móti henni sem von er. Kökuskatturinn hefur valdið úlfaþyt, enda var vitlaust að honum staðið. Það átti aldrei að viður- kenna að skatturinn sé lagður á vegna fjárskorts í ríkissjóði. Það átti að skattleggja kökurnar af heil- brigðisástæðum. Það var enginn vandi að fóðra álögurnar með þeim hætti, jafnvel með því að láta heil- brigðisráðuneytið gefa reglugerð- ina út, með greinargerð um óhóf- legt kökuát og afleiðingar þess á heilsuna og útlitið. Skattborgurum þykja þær álögur verstar sem þeir komast ekki und- an að greiða, svo sem beinu skatt- ana. Fæstir vita þegar verið er að borga tolla og aðraf óbeinar álög- ur. Slyngasta skattheimtan er sú að leyfa mönnum að ráða hve mikið þeir borga og ala á gróðafíkninni um leið. Gróðalind íslendingar greiða milljarða króna árlega með glöðu geði í happdrætti og getraunir. Ágóðinn rennur til þjóðþrifamála. Sumir kvarta yfir að miðarnir séu dýrir, en kaupa samt. Ríkið gefur leyfi til að reka happdrætti, en fær lítið í aðra hönd, að minnsta kosti ekki í bein- hörðum peningum, ekki einu sinni skatta af vinningunum. Spilavíti eru bönnuð en happ- drættin koma í þeirra stað. Það væri þjóðráð að virkja spilafíknina enn betur en gert er og koma á fót myndarlegu ríkishappdrætti. Það gæti sem best starfað við hliðina á öllum hinum. Ríkishappdrætti eru rekin í mörgum löndum og er ómissandi tekjulind. Hér á landi veitir lands- sjóðnum sannarlega ekki af meiri tekjum. Þegar illa stendur á hjá ríkissjóði eins og núna, og reyndar oftastnær, er hægt að hækka vinningana og auglýsa grimmt, rétt eins og öll blessuð skuldabréfin. Ef fjármálaráðherra hefur ekki vitað það áður skal honum bent á að ekkert er athugavert yið það að græða. Því skyldi ríkissjóður ekki mega græða eins og aðrir. Ekki veitir honum af eins og komið er og flestum þykir skattlagningin nóg. í ríkishappdrætti munum við greiða álögurnar með bros á vör og gróðavonina í augum. Ef vel gengur gæti jafnvel farið svo að hægt verði að standa við öll kosningaloforðin um lækkun og af- nám tekjuskattsins. O.Ó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.