Tíminn - 30.04.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.04.1986, Blaðsíða 5
Tíminn 5 Miövikudagur 30. apríl 1986 ÚTLÖND Slysið í Chernobyl kjarnorkuverinu: Fólk flutt á brott -Tass fréttastofan sagði tvo menn hafa látist - Bandaríkjamenn bjóða að stoð - Brottflutningur fólks stendur yfir Sovéska féttastofan Tass skýrði frá því í gær að tveir menn hefðu látið lífið þegar slysið varð í Chern- obyl kjarnorkuverinu í grennd við borgina Kiev í Úkraínu í Sovétríkjunum. í frétt Tass var einnig sagt að fólk hefði verið flutt frá nágrenni kjarn- orkuversins og því bætt við að geislavirkni væri nú orðin stöðug á svæðinu. Finnskir ferðamenn sem komu frá borginni Kiev til síns heima í gær staðfestu fréttir um að fólk hefði verið flutt á brott frá nágrenni Chernobyl, allt að 25 þúsund manns að þeirra sögn. Bandaríska fréttastofan UPI skýrði frá því í gær að þúsundir manna kynnu að hafa farist í slysinu. Hafði fréttastofan þetta eftir ónafn- greindum heimildum. Sovéskur embættismaður sagði hins vegar þessa frétt vera langt frá sannleikan- um Bandaríkjastjórn bauðst í gær til að aðstoða Sovétmenn vegna kjarn- orkuslyssins í Chernobyl kjarn- orkuverinu. Rozanne Ridgeway að- stoðarutanríkisráðherra sagði að- stoðina bæði geta falist í tæknilegri hjálp svo og sjúkrahjálp. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa farið fram á við Sovétstjórnina að hún veiti meiri upplýsingar um slysið í kjarnorkuverinu sem er skammt norðuraf Kiev, höfuðborgúkraínu. Frönsk stjómvöld ákváðu síðdegis í gær að flytj a þá tólf Frakka sem búa í Kiev til Moskvu í öryggisskyni. Peir kenna flestir við háskóla borgarinn- ar. Stanley Clinton Davies, yfirmaður stofnunar þeirrar innan Evrópu- bandalagsins sem sér um öryggismál í kjarnorkuverum, gagnrýndi í gær Sovétmenn fyrir að skýra ekki fyrr frá slysinu í kjarnorkuverinu. Taldi hann það jafnvel varða við alþjóða- lög að liggja á slíkri vitneskju. V-Þýskaland: Nær öll morð upplýstust Bonn-Rcuter Samkvæmt skýrslu sem vestur- þýska innanríkisráðuneytið birti í gær leysti þarlend lögregla nær öll morð-og manndrápsmál á síðasta ári. Aftur á móti náði lögreglan aðeins að leysa tæplega fjórðung allra innbrots- og þjófnaðarmála á síðasta ári. Skýrsla þessi inniheldur allar tölulegar upplýsingar um glæpi í V- Þýskalandi og kemur þar fram að rúmlega 95% morð- og mann- drápsmála voru leidd til lykta árið 1985. Þjófar sluppu hinsvegar betur. Um 18% stórþjófnaða voru leystir af lögreglu og upp komst um 23% innbrota. Alls voru um 4,2 milljónir glæpa framkvæmdir í V-Þýskalandi á síð- asta ári og voru þjófnaðir lang- vinsælastir eða um tveir þriðju glæpanna. Glæpatíðnin í landinu hefur tvö- faldast á síðustu 22 árum og á síðasta ári voru framdir alls 102.976 glæpir þar sem líkamiegu ofbeldi var beitt. Kína: Pekíng-Rcutcr Kínverskt dagblað gagnrýndi ný- lega það sem það kallaði lygi af hálfu embættismanna. Sagði blaðið ríkis- stjórnina stundum þurfa að styðjast við erlendar fréttir frá landinu til að komast að hvað væri í rauninni að gerast. Dagblað alþýðunnar hvatti í rit- stjórnargrein sinni embættismenn kommúnistaflokksins og opinbera starfsmenn til að greina satt og rétt frá verkum sínum og varast að taka of létt á vandamálum sem þeim bæri að leysa. í greininni voru Kínverjar sagðir „þurfa að fást við skrýtið fyrirbæri sem fælist í því að mikið magn verðmætra upplýsinga næði aldrei að komast upp á hærri þrep stjórnar- stigsins... sumar kínverskar fréttir berast jafnvel fyrr til erlendra blaða" sagði Dagblað alþýðunnar. Blaðið sagði helstu orsök lyga þessara eða seinagangs vera aukna skriffinnsku, eigingirni og tilraunir til að fela hneykslismál. Kína: Þrælsleg rigning Pekíng-Rcutcr Kínverskir fornleifafræðingar hafa orðið að fresta því að opna kistur í miklu grafhýsi sem fundist hefur í Mið-Kína. Miklarrigning- ar eru ástæðan og er búist við að verkinu seinki um nokkra daga sökum þeirra. Líklegt er talið að í kistunum séu leifar 180 þræla sem grafnir voru lifandi fyrir 2600 árum. Grafhýsið er í héraðinu Sha- anxi og er það stærsta sem fundist hefur á þessari öld í Kína. Haldið er að þrælunum hafi verið fórnað svo að helsta lík grafhýsisins mætti öðlast betra líf eftir dauð- ann. Það lík er talið vera af hertoga sem lést á 6. öld f. Kr. Að sögn fornleifafræðinganna benda hlutir þeir sem fundist hafa í grafhýsinu til að þrælar hafi lifað betra lífi á þessum tíma en áður var haldið. Sovéskir starfsmenn við gæslu í einu kjarnorkuvera sinna. Að venju liggja Sovétmenn á upplýsingum um slysið í kjarnorkuverinu við Chernobyl í Úkraínu. Eldurinn í Chernobyl kjarnorkuverinu: Versta slysið í kjarnorkusögunni - það er nánast samdóma álit vestrænna sérfræðinga - Lítið um fréttir frá Sovétríkjunum Rcuter-Bonn: Vestur-þýskir embættismenn og iérfræðingar sögðu í gær að slysið í Chernobyl kjarnorkuverinu í Sovétríkjunum væri nánast örugg- lega það versta í sögu kjarnorkunnar og gæti það átt eftir að valda bæði alvarlegri mengun og dauða. Helstu kjarnorkusérfræðingar V- Þýskalands sögðu beiðni Sovét- manna um hjálp til að vinna bug á óbundna kolefniseldinum í kjarn- orkuverinu, sýna að kjarninn í kjarnakljúfnum hafi bráðnað og Sovétmenn réðu ekki við eldinn. „Þetta er sannarlega versta kjarn- orkuslys sögunnar og ekki virðist enn hafa tekist að ráða við það,“ sagði Gerd Scharrenberg talsmaður rannsóknarráðuneytisins vestur- þýska. Sovésk stjórnvöld fóru fram á við vestur-þýsk og sænsk stjórnvöld í gær að þau leituðu til sérfræðinga sinna um ráð til að stöðva eldinn. Hafi vestrænir sérfræðingar rétt fyrir sér um orsök eldsins í Chcrn- obyl kjarnorkuverinu verður mjög erfitt að drepa hann niður. Hér er um eld að ræða þar sem hitastig er geysilega hátt og vatn sem beint yrði að honum myndi umsvifalaust breytast í mjög geislavirka gufu. Líklegt er talið að slysið hafi átt sér stað snemma á sunnudags- morgninum síðasta en mjög illa gengur að fá upplýsingar um eldinn. I gær var nánast ekkert minnst á atburöinn í sovéskum fjölmiðlum. Lars Erik Geer, starfsmaður sænsku rannsóknarstöðvarinnar í vamarmálum, sagði í viðtali við bandaríska sjónvarpsstöð í gær að ekki væru miklar líkur á að um mörg dauðsföll hafi verið að ræða hingað til vegna slyssins. Hinsvegar gæti geislavirknin átt eftir að hafa alvar- leg áhrif á íbúana í grennd við kjarnorkuverið. Embættismenn fela fréttir - Dagblað alþýðunnar segir Kínverja þurfa að fást við skrýtið fyrirbæri OPIÐHÚS1.MAÍ Frambjóðendur Framsóknarflokksins við borgarstjórnarkosningarnar hafa opið hús fimmtudaginn 1. maí n.k. að Hótel Hofi kl. 15.30-18.00. Kaffiveitingar verða í boði frambjóðenda. Ávörp flytja: Sigrún Magnúsdóttir og Alfreð Þorsteinsson. Vísnasöngkonan Bergþóra Árnadóttir skemmtir. Allir velkomnir Framjóðendur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.