Tíminn - 30.04.1986, Blaðsíða 20

Tíminn - 30.04.1986, Blaðsíða 20
ÍVAR WEBSTER gæti hugsanlega fengiö að spila meö íslenska landsliöinu í körfuknattleik á B-keppninni sem hefst í Belgíu í næsta mánuði. ívar hefur verið bú- settur hér á landi í fjölda ára en þarf aö hafa haft ríkisborgararétt í þrjú ár áöur en hann má spila meö landslið- inu samkvæmt lögum FIBA. Á ís- landi fær enginn ríkisborgararétt fyrr en eftir fimm ára búsetu hald þessa aðalfundar, en þar var framleiðni og árangur fyrirtækja megin þemað. Magnús Gústafsson forstjóri Coldwater Seafood flutti erindi sem hann nefndi „Að ná árangri“ og þeir Brynjólfur Bjarna- son framkv.stj. Granda, Elías Gunnarsson verkfræðingur og Valur Valsson bankastjóri fluttu allir er- indi sem tengdust framleiðni og lífskjörum. I öllum þessum erindum og um- ræðum á fundinum var áberandi samstaða um að gera þyrfti átak í framleiðni þó nokkur ágreiningur væri um hvaða leiðir bæri að fara og hver hlutur stjórnvalda og Vinnu- veitendasambandsins í slíkri herferð ætti að vera. Alyktun aðalfundarins var síðan rökrétt framhald af þessari umræðu, en í henni er því beint til félags- manna að þeir stuðli með öllum tiltækum ráðum að því að árangur febrúarsamninganna verði tryggður. „Til þess þarf aukinn árangur í rekstri, auka framleiðni og ýtrasta aðhald í verðlags- og launamálum. Að þessu vill VSÍ keppa og standa sameinað gegn tilraunum einstakra hópa og hagsmunaaðila, sem enn velja baráttu í stað árangurs, ósk- hyggju í stað raunsæis og taka stund- arhag fram yfir þjóðarheill," eins og segir í niðurlagi ályktunarinnar. Gunnar J. Friðriksson var ein- róma endurkjörinn formaður Vinnuveitendasambandsins. Ólafur S. Ólafsson var kjörinn varaformað- ur. BG alþingismenn miklu um þau skilyrði sem atvinnuvegunum eru búin, en á sama tíma er þingmennsk- an orðin fullt starf og launað sam- kvæmt því, sem aftur hefur leitt til þess að tengsl þingmanna og at- vinnulífs hafa minnkað til muna frá því sem áður var. Gunnar sagði að það yrði gagnlegt ef þingmönnum gæfist kostur á að kynnast atvinnuvegunum af eigin raun, og sagðist vona að tillagan fengi góðar undirtektir bæði hjá þingmönnum og atvinnurekendum. Svo virðist sem tillagan hafi fallið í góðan jarðveg hjá atvinnurekcnd- um, í það minnsta ef dæma má af viðbrögðum Kristjáns Ragnarssonar formanns LÍU á aðalfundinum í gær, en hann bauðst til þess að ganga persónulega í að útvega þingmönn- um pláss á togurum. Einhverjir við- staddra þingmanna og ráðhcrra munu óformlega hafa gefið í skyn að þeir væru ekki síður reiðubúnir til að verma forstjórastólana í einn dag, en klofstígvél togarasjómanna. Að öðru leyti rakti Gunnar J. Friðriksson í ræðu sinni í gær þróun mála frá sfðasta aðalfundi en lagði einkum áherslu á að tryggt yrði áfram það megin markmið sem fólst í febrúarsamningunum um hjöðnun verðbólgu. Til að ná þessu marki taldi hann nauðsynlegt að auka framleiðni fyrirtækjanna án þess að samsvarandi aukning ætti sér stað í framleiðslukostnaði. Þar með gaf formaður Vinnuveit- endasambandsins tóninn fyrir fram- „Ég hef ákveðið að leggja til við atvinnufyrirtæki innan vébanda Vinnuveitendasambandsins, að þingmönnum verði boðin vinna í atvinnufyrirtækjum einn dag á ári á þeim kjörum, sem viðkomandi starf býður upp á og að þeim gefist þar með tækifæri til þess að komast í snertingu við þau störf sem standa undir velferð þjóðarinnar," sagði Gunnar J. Friðriksson fornraður VSI m.a. í ræðu sinni á aðalfundi Vinnu- veitendasambandsins sem haldinn var á Hótel Sögu í gær. Tilefni þessarar ákvörðunar Gunnars er það, að gegnurn lagasetningar ráða Brynjólfur Bjarnason frkvstj. Granda flytur erindi um framleiðni og lífskjör á aðalfundi VSÍ í gær. Brynjólfi á hægri hönd situr Gunnar J. Friðriksson formaður VSÍ, Þórarinn V. Þórarinsson framkvstj. VSÍ og Sveinn Sigurðsson framkvstj. Fél. ísl. prentiðnaðarins. Hinum megin ræðustólsinssitur Kristján Ragnarsson form. Landssambands ísl. útvegsmanna en hann var fundarstjóri. Tímamynd Róbert Albert mætti! Málefni iðnaðarráðuneytisins voru ekki scrstaklega til umræðu á ríkis- stjórnarfundi sem haldinn var í gær- morgun. Þrátt fyrir það mætti Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra til fundarins eins og Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafði áður afdráttarlaust lýst yfir að ráð- herrann myndi gera. Albert lét þau orð falla er hann gekk út af ríkisstjórn- arfundi fyrir fáeinum vikum að hann hygðist ekki sækja fundina framar nema sérstaklega væri fjallað um málefni iðnaðarráðuneytisins. Þessu til staöfestingar var Albert fjarverandi á ríkisstjórnarfundi fyrir viku síðan. Á fundinum í gær var fjallað unt kjaramál farmanna og yfirvofandi vinnudeilur annarra starfsstétta. Framlag iðnaðarráðhcrra til fundarins fólst í skýrslu um fund á veguni Formaður VSÍ á aðalfundi: Vill að þingmenn fari út og vinni - Kristján Ragnarsson bauðst til að útvega þeim skipsrúm! Útflutningur gámafisks: Kvótinn ekki ástæðan - segir Jón Sigurðsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar ísfiskssölur veiðiskipa erlendis hafa nánast staðið í stað frá 1983, og miðað við tölur fyrsta ársfjórð- ungs þessa árs virðist sem svipað magn, eða 35-36 þúsund tonn, verði selt með þessum hætti í ár. Þetta kom m.a. fram í erindi Jóns Sigurðssonar forstjóra Þjóðhags- stofnunar á framhaldsaðalfundi Sambands fiskvinnslustöðvá í fyrradag. Jón sagði ennfremur að þessar tölur væru athyglisverðar þar sem afli jókst verulega á þessum tíma. Gámafiskur hefur hins vegar fimm- faldast á þessu tímabili eða úr 7 þúsund tonnum 1983 í uíþ.b. 33 þúsund tonn 1985. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hefur gámafisksútflutningur tvö- faldast miðað við sama tíma í fyrra. Jón Sigurðsson sagði í erindi sínu að skýringin á þessum aukna útflutningi gámafisks lægi í betri samkeppnisaðstöðu ísfisks gagn- vart freðfiski annars vegar og auk- inni eftirspurn eftir ferskum fiski samhliða bættri flutningatækni til að fullnægja þeirri eftirspurn hins vegar. Varðandi samkeppnisaðstöðu gámafisks gagnvart freðfiski benti Jón á að fob-verðmæti á hvert hráefniskíló í freðfiski og gáma- fiski væri nú álíka hátt, en fyrir aðeins þremur árum, 1983, var fob-verð á hvert hráefniskíló af ísfiski á erlendan markað aðeins 67% af fob-verðmæti freðfisks. Stafar þetta að hluta af gengis- breytingum erlendis og að hluta af minna framboði af ferskum fiski annars staðar frá á Evrópumark- aði. Ekki taldi Jón að kvótakerfið ætti sök á auknum útflutningi gámafisks og nefndi í því sambandi að fiskvinnslufyrirtækin væru sjálf stórir gámafisksútflytjendur, og losnuðu þannig við aflatoppa sem þau eiga erfitt með að sinna á góðu verði. „Gámafiskurinn er viðbót við markaðstækifæri sjávarútvegs- ins, en ekki skerðing á tekjum, ef rétt er á haldið,“ sagði hann. -BG Allir islendingar í banka á hverjum degi Bankar og sparisjóðir í landinu annast daglega milli 200 til 250 þús. færslur fyrir viðskiptavini sína. En það jafngildir því að afgreiða þurfi hvern einasta íslending í banka hvern einasta rúmhelgan dag ársins. Þessar tölur komu fram hjá Vali Valssyni, bankastjóra á aðalfundi VSÍ í gær, en þar gerði hann m.a. að umræðuefni hlutverk bankanna og þá gagnrýni sem oft hefur komið fram á mikinn fjölda banka og bankastarfsmanna og stöðuga og mikla fjölgun þeirra. Að sögn Vals má ætla að bankar og sparisjóðir hafi annast um 55 milljón færslur á sl. ári. Þar af innlausn 21 milljón tékka, 18 milljón færslur á öðrum veltureikningum, 8 milljón afgreiðsl- ur vegna spariinnlána, afgreitt 2,7 milljón víxla, 2,2 millj. skuldabréf og 3,2 milljón sölunótur vegna greiðslukorta. Starfsfólk bankanna 1985 áætlar Valur um 3.350 manns og hafi því fjölgað um 17-18% á síðustu 4 árum. Fyrrnefndum bankafærslum hafi hins vegar fjölgað um yfir 60% á sama tímabili. Þessi fjölgun sé því vegna þess að fólk auki stöðugt notkun þessarar þjónustu. Valur kvað það rétt vera að hlut- failslega vinni fleira fólk í banka- stofnunum hér á landi en t.d. á hinum Norðurlöndunum, en það eigi sér líka ýmsar skýringar. Áhrif verðbólgunnar sé þó kannski sú mikilvægasta. Vegna hennar hafi bæði fyrirtæki og einstaklingar stöðugt verið að velta síðustu krón- unni með þeim afleiðingum að menn séu á stöðugum þönum að leysa greiðsluvandamál. Hér sé það venja að menn þurfi að gera sér margar ferðir í bankann í hverjum mánuði til að grciða gíró- reikninga, sem verið er að senda út allan mánuðinn. Erlendis séu reikn- ingar yfirleitt sendir út um mánaða- mótin og þá þegar laun eru greidd. Þá séum við íslendingar nálægt heimsmetinu í tékkanotkun, í flokki með Frökkum og Bandaríkjamönn- um. Öll þessi atriði og fleiri sagði Valur leiða til þess að starfsfólk í bönkum sé hér hlutfallslega fleira en annarsstaðar. Samkvæmt framan- sögðu virðist það undir hverjum og einum okkar komið hvort banka- starfsfólki þarf sífellt að fjölga öðru fremur. Afgreiðslustaði banka og spari- sjóða sagði Valur nú 172 á landinu öllu, þar af 59 á höfuðborgarsvæðinu en 113 á landsbyggðinni. Varðandi fjölgun þeirra sé sömu sögu að segja - bankar hafi jafnan verið undir þrýstingi frá einstaklingum, fyrir- tækjum og sveitarstjórnum um að opna ný útibú og það jafnvel þótt annar banki sé með útibú á staðnum. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.