Tíminn - 30.04.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.04.1986, Blaðsíða 6
Tímirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Ritstjóri: NíelsÁrniLund Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Innblaðsstjóri: OddurÓlafsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.- Makalaus vinnubrögð Frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórnun selveiða hér við land náði ekki fram að ganga á nýliðnu Alþingi. Með bolabrögðum og málþófi tókst nokkrum þing- mönnum Alþýðubandalagsins og Sjálfstæðisflokksins að koma í veg fyrir afgreiðslu þess. Frumvarpið fjallar um að koma stjórn á selveiðar við ísland; þannig að selastofninum verði haldið í skefjum en að jafnframt verði tryggð eðlileg nýting hans af bændum og öðrum þeim sem haft hafa hag af nýtingu þessara hlunninda. Talið er fullvíst að 95% af þeim hringormi sem finnst í fiski megi rekja til selsins og þá aðallega útselsins sem nauðsynlegt er að fækka. Gífurlegur kostnaður fylgir því að hreinsa hringorminn úr fiskinum og eru því miklir hagsmunir í húfi fyrir sjávarútveginn og þjóðarbúið að takast megi að fækka hringorminum eða að koma í veg fyrir hann svo sem unnt er. Með því að fækka selnum yrði stigið spor í þá átt og því var ekki lítið í húfi að frumvarpið næði fram að ganga. Ein af þeim afsökunum sem hafðar voru uppi af þeim mönnum sem vildu fella frumvarpið var hve seint það hefði verið lagt fram. Það er léttvæg afsökun og hvergi tekin gild. Þetta var í þriðja skipti sem frumvarpið kom til kasta Alþingis og nú með þeim breytingum að fullt samráð var um framkvæmd þess við landbúnaðinn. Frumvarpið var ítarlega rætt á Alþingi síðastliðið vor af sömu mönnum og nú og því var efni þess þeim að fullu kunnugt. Nú hafði málið hlotið afgreiðslu í neðri deild og búið var að afgreiða það úr nefnd í efri deild nokkrum dögum fyrir þinglok og því hægur vandi að afgreiða það. Hagsmunaaðilar höfðu verið kallaðir til og þeirra álit lá fyrir. Þá má einnig minna á að sjómenn og samtök verkafólks höfðu sent frá sér ályktanir þar sem eindregið var hvatt til þess að frumvarpið yrði samþykkt, enda ekki lítið mál fyrir þessa aðila að koma á stjórnun selveiða. Gegn vilja þessara aðila stóðu nokkrir þingmenn og beittu valdi sínu gegn því að svo yrði. Þannig vinnu- brögð lýsa ekki einungis þröngsýni, heldur brjóta þau í bága við lýðræðið og eiga ekki heima í þingsölum Alþingis. Sjávarútvegsráðherra hefur lengi barist fyrir þessu máli. Það er eitt af þeim stóru málum sem hann hefur tekist á við með það að markmiði að sjávarútvegurinn geti áfram orðið sú tekjulind íslensku þjóðarinnar sem hann hefur verið til þessa og nauðsynlegt er að geta treyst á áfram. Stjórnun fiskveiðanna er ekki auðveld en samt hefur honum tekist að fá hagsmunaaðila til að viðurkenna nauðsyn þeirra og vera má að andstæðingum hans á Alþingi finnist nóg um það lof sem hann hefur fengið um allt land vegna skynsamlegra vinnubragða sinna. Það tjón sem hringormurinn veldur íslenska þjóðar- búinu skiptir hundruðum milljóna árlega. Sú staðreynd liggur fyrir að hann kemur að verulegu leyti frá selnum og því ber að fækka honum frá því sem nú er. Það var því mikið ólán að ekki skyldi hafa tekist að koma þessu frumvarpi í gegn um Alþingi og eiga þeir litlar þakkir skildar sem stóðu í vegi fyrir því. 6 Tíminn Miðvikudagur 30. apríl 1986 lllllllliliii garri .......................... ...................... .........................-............... ........... .............1 Þau erfa landið. - Hvers vegna eru þau svo fús til skattsvika, ef fseri gefst? Fátækt og skattsvik Um fátt hefur verið meira rætt manna á meðal og í fjöl- miðlum að undanförnu en niðurstöður nefndar um um- fang skattsvika í þjóðfélaginu og könnun á fjölda þess fólks, sem hefur tekjur undir svo- nefndum fátækramörkum samkvæmt skattframtölum. Niðurstaðan er sú, að 6-7 mill- jarða tekjur komi ekki fram á skattframtölum og söluskatts- skýrslum og ríkissjóður sé snuðaður um 2,5-3,0 milljarða króna. Fátækrakönnunin leiðir svo « Ijós, að stórhluti sjálf- stæðra atvinnurekenda hefur tekjur undir fátækramörkum skv. skattframtölum þeirra og virðist sem byggingariðnaðar- menn komi einna verst út úr þessari könnun. Fyrir allra augum Ekkert hefur skort á þaö á undanförnum áratugum að fjÖrug umræða færi fram um stórfelld skattsvik, nánast.fyrir opnum tjöldum, þar sem ná- grannar eru vitni aö árlegri eignaaukningu framteljanda samfara meiri eyðslu en gengur og gerist, er greiðir svo til engin gjöld til sameiginlegra þarfa velferðarþjóðfélagsins. Fjölmiðlar bentu oft á hrika- legustu dæmin, þegar skatt- skrár komu út, án þess að séð væri að skattheimtumenn gerðu sér grillur út af því. Þessi umræða í fjölmiðlum var drep- in í dróma þegar sú breyting var í lög leidd að skattskrár skyldu ekki lengur opnar al- menningi til skoðunar. Ekki vantaði það að alltaf var verið aö endurskoða skattalögin. Þeim var breytt þrisvar til fjórum sinnum á hverjum áratug. En engu lík- ara er en með hverri breytingu hafi þeim glufum fjölgað, er gerir þeim, sem aðstöðu hafa til, kleift að skjóta tekjum undan skatti löglega eða ólög- lega. Með uppvís skattsvika- mál hefur svo verið farið sem ríkisleyndarmál væru. Eftir efnum og ástæðum? í siðuðum þjóðfélögum er sú hefð gildandi að menn greiði skatta til samfélagsins cftir efn- um og ástæðum. Framkvæmd innheimtu tekjuskatts á íslandi hefur í raun um inargra ára- tugaskeiö verið ranghverfa hinnar siðrænu hefðar. Tekju- skatturinn hefur verið nær hreinn launþegaskattur. Sann- leikurinn er sá, að tekju- skatturinn hefur verið mesta ranglætið í þjóöféiaginu á liðn- um árum og er enn. Hann hefur eitraö íslenskt samfélag. Hann hefur slegið þjóðina siðblindu, sem kemur best fram í könnuninni á viðhorfum fólks til skattsvika hér á landi. 90% ungra manna, þeirra, sem erfa eiga landið, svöruðu því til að þeir myndu taka þátt í eða stuðla að skattsvikum, gæfíst þeim færi á. Hér er um að ræða framlögin til menntunar ung- menna, til lækningar og hjúkr- unar sjúkra, til aðhlynningar aldraðra, til stuðnings við bág- stadda og yfírleitt allt sem íslenskt þjóðfélag stendur að til velferðar þcgnunum. Köstum þessu kerfi Er ekki kominn tími til að stjórnmálamenn staldri við og hugleiði hvort ekki sé orðið löngu tímabært að afnema þennan rangláta launþegaskatt í því formi sem hann hefur verið innheimtur? Er skynsam- legt að vonast eftir því að framkvæmd hans verði eitt- hvað réttlátari við næstu endurskoðun skattalaga? Þurf- um við ekki að fara nýjar leiðir til að jafna gjöldum réttlátlega niður á þegnana? Við hverja endurskoðun hafa skattalög orðið fíóknari og flóknari, undanþágum og giufum hefur fjölgað með til- heyrandi misnotkun þeirra, sem tök hafa á undanskoti. Finnst mönnum ekki að það sé engu líkara þegar litið er yfir farinn veg en að starfsmenn skattstofanna hafí setið og sitji enn með sveittan skallann yfír framtölum launþega, sem allt er gefið upp á og engu geta skotið undan? Að vísu er það stefna núver- andi ríkisstjórnar að afnema tekjuskatt af svokölluðum „ai- mennum launatekjum“ og í tíð hennar hefur skattbyrði tekju- skattsins minnkað nokkuð. En áfram verða launþega- framtölin 90% franitalanna, sem skattstofurnar eiga að yfir- fara! Myndu þá 10% framtelj- andanna ekki halda áfram að leika lausum hala eins og þeir hafa gert og skjóta sem svarar 7-8 milljörðum undan skatti á þessu ári? Nýtt skattform Hvernig væri t.d. að fella niður skyldu launþega að skila skattframtölum nema í fáum undantekningatilfellum t.d. ef þeir standa í húsbyggingum og eru Iaunagreiðendur til bygg- ingariðnaðarmanna? Senda síðan allt skattstofulið landsins tvíeflt á tíu prósentin og sölu- skattsvikarana, fyrirtækin og hina sjálfstæðu atvinnurekend- ur, sem skyldaðir yrðu til ná- kvæmra framtala og skýringa á eignaaukningu þegar tekjur eru við fátækramörk! Þá yrði og að gera þá ábyrga fyrir réttum framtölum á tekjum til launþega í þeirra þjónustu að viðlögðum þungum viðurlög- um, þegar upp kæmist við rannsókn á bókhaldi að tekjur launþega í þcirra þjónustu væru vantaldar eða oftaldar. Lágan, flatan skatt í stað hins flókna tekjuskatts í núverandi mynd gæti svo komið lágur fíatur skattur á brúttótekjur launþega í tveim- ur þrepum, þar sem lægri mörkin væru ríflega fyrir ofan fátækramörk, sem nú eru talin vera við 30 þúsund krónur á mánuði. Þannig yrði klepps- vinnu skattstofanna breytt í virkt og hert skatteftirlit með þeim sem hafa möguleika á því að stcla undan. Og af hverju mætti ekki borga skatteftirlits- mönnum einhver prómill, eins og uppboðshöldurum ríkisins, af innheiintum ránsfeng af skattsvikurunum? Þá fínnst Garra það undar- leg siðfræði í íslenskri skatta- löggjöf, að undirritun framtelj- anda að viðlögðu drengskap^r- lieiti á grófíega fölsuðu skatt- framtali skuli ekki talið til skjalafals með sama hætti og annað skjalafals skv. ákvæðum hegningarlaga. Garri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.