Tíminn - 30.04.1986, Blaðsíða 16

Tíminn - 30.04.1986, Blaðsíða 16
Tíminrv Akranes 30. apríl kl. 20.30-22.30 Æskulýðsmál, íþróttamál og skólamál. Komdu og nýttu þér tækifærið. Vertu með í stefnumótun. Frambjóðendur Framsóknarflokksins. Kópavogur Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins verður opnuð í Hamraborg 5 sími 41590,1. maí kl. 15.00. Kaffiveitingar. Frambjóðendur B listans verða á staðnum. Framsóknarfélagar og stuðningsfólk lítið inn og ræðið við frambjóðendur. T akið þátt í kosningabar- áttunni. Aðalfundur Kaupfélags Árnesinga verður haldinn í Tryggva- skála þriðjudaginn 6. maí 1986 kl. 13.30. Fulltrúar mæta kl. 12.00 í Árseli Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar Stjórnin Akranes Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins að Sunnubraut 21 verður opin fyrst um sinn alla virka daga kl. 20.30-22.00, um helgar frá kl. 14-18 sími 2050. Heitt kaffi á könnunni. Allir velkomnir. Framsóknarfélögin á Akranesi Grindavík Kosningaskrifstofa Framsóknarfélags Grindavíkur hefur verið opnuð að Suðurvör 13. Kosningasímar 8410 og 8211. Kosningastjórar: Kristinn Þórhallsson, Sími 8022 og Svavar Svavars- son, sími 8211. Aðalþjónustan verður í síma 8211 fyrst um sinn. Keflavík Skrifstofa Framsóknarflokksins að Austurgötu 26 verður opin mánu- daga til laugardaga frá kl. 16.00-18.00. Stuðningsfólk Framsóknar- flokksins er hvatt til að líta inn, ávallt heitt á könnunni. Framsóknarfél. Keflavík Selfossbúar Opið hús á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl. 18.00 og 19.00 að Eyrarvegi 15. Komið og ræðið málin. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Selfoss Garðabær Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins að Goðatúni 2, verður opin fyrst um sinn alla daga kl. 17-19, sími 46000. Margar hendur vinna létt verk, kaffi á könnunni. Framsóknarfélag Garðabæjar Austur Húnvetningar Aðalfundur verður haldinn í Vertshúsinu á Hvammstanga miðviku- daginn 7. maí kl. 21.00. Stjórnin Aðalfundur Aðalfundur félagsins Verkcfnastjórnun verður haldinn á Hótel Esju í dag, miðvikudaginn 30. apríl kl. 16.00. Magn- ús Pétursson hagsýslustjóri heldur erindi á fundinum. Allir velkomnir. Stjúrnin Veislukaffi Skagfirðinga- félagsins l.maí Kvennadeild Skagfirðingafélagsins í Reykjavik verður með vcislukaffi og hlutaveltu í Drangey, Síðumúla 35 fimmtudaginn 1. maí n.k. kl. 14.00. Félagið Ingólfur: 200 ára afmælis Reykjavíkur minnst Næstkomandi miðvikudagskvöld, 30. apríl, kl. 20.30 mun Félagið Ingólfur (stofnað 1934) efna til fundar, þar sem minnst verður 200 ára afmælis Reykjavik- ur. Ingólfur het'ur fengið Guðjón Frið- riksson, sem starfar hjá Reykjavíkurborg við að skrá sögu hennar, til að flytja fyrirlestur uni húsið Aðalstræti 8, sem á sér lengri sögu en sjálfur kaupstaöurinn. f sögu þessa húss endurspeglast saga bæjarins. Guðjón rekur sögu Aðalstrætis 8 í máli og myndum og segir frá frægustu íbúum þcss, svo sem Einari hattara, Jónasi Hallgrímssyni, Sigurði Breiðfjörð, Benedikt Gröndal, Valgarði Breiðfjörð og Jóhanni „próka". Valgarð stækkaði húsið og byggði aftan við það leikhús, sem kallað var Fjalakötturinn. Saga Aðal- strætis 8 gefur innsýn f atvinnu- og menningarsögu höfuðstaðarins. Fundurinn verður haldinn í Stúdenta- kjallaranum við Hringbraut. Á undan erindinu verður efnt til aðalfundar Ingólfs, en fyrirlesturinn hefst klukkan 21.00 og er öllum opinn. Guðmundur Kristmundsson gengst undir einleikarapróf. Einleikaraprófs-tónleikar í Norræna húsinu Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur tón- leika á morgun fimmtud. 1. maí kl. 17.00 í Norræna húsinu. Guðmundur Kristmundsson leikur á víólu verk eftir J.S.Bach. Hindemith og Brahms. Catherine Williams leikur með á ptanó. Þessir tónleikar eru fyrri hluti einleik- araprófs Guðmundar Kristmundssonar frá skólanum. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Tónleikar Tónlistarfélags ísafjarðar Fjórðu og síðustu áskriftartónleikar Tón- listarfélags ísafjarðar á þessu starfsári verða í Alþýðuhúsinu á ísafirði föstu- dagskvöldið 2. maí kl. 20.30. Að þessu sinni verða heimamenn í sviðsljósinu: Margrét Bóasdóttir sópransöngkona syngur og Margrét Gunnarsdóttir leikur á píanó. Á dagskrá er píanósónata op. 22 eftir Schumann og sönglög eftir ýmsa höfunda, innlenda og erlenda, svo sem Pál Isólfs- son, Sigvalda Kaldalóns, Schubert, Fauré o.fl. Áskriftarkort Tónlistarfélagsins gilda að tónleikunum á föstudaginn. en einnig verða miðar seldir í Bókaverslun Jónasar Tómassonar og við innganginn. Þær nöfnurnar munu flytja þessa sömu efnisskrá á tónleikum í Bolungarvík. Þeir tónleikar verða í Félagsheimilinu miðviku- dagskvöldið 30. apríl og hefjast kl. 20.30. Miðasala við innganginn. Valborgarblót í Skíðaskálanum Á Valborgarmessu, sem er 30. apríl, heldur íslensk-sænska félagið Valborg- arblót, eins og mörg undanfarin ár. Samkoman verður haldin í Skíðaskálan- um í Hveradölum, og verður þar margt til i w getrguna- VINNINGAR! 35. leikvika - 26. apríi 1986 Vinningsröð: 111 -1X2-221 -1X1 1. vinningur: 12 réttir, kr. 256.025.- 96455(6/n)+ 104304(6/ii) 126442(6/n) + 2. vinningur: 11 réttir, kr. 3.227.- 2841 18215+ 50739 70403+ 103728 126607 133334*+ 2842 19222 52404 73355+ 104146+ 126866 133424* 2850 23440 53974 73954+ 104301 129186 133627 2853 23525 54318 95403+ 104305 131714+ 133866+ 2857 42098+ 56431 95684+ 104306 132387 506288 4153 42258 57140 95685+ 104307 133071 513707* 4531* 42282* 58308+ 97247 105411 133221 513708 7722 42505 61781 99212+ 106491 + 133278+ 519620 12308 44436 62198* 99221+ 126434*+ 133286+ 15933+ 44870+ 63329 99283*+ 126440+ 133290+ Úr25.viku: 17350 49454* 67839 102592 126443+ 133292+ 130220 * = Vti Kærufrestur ertil þriðjudagsins 20. mai 1986 kl. 12.00 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðs- mönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. íslenskar Getraunir, íþróttamiðstödinni v/Sigtún, Reykjavík Miövikudagur 30. apríl 1986 skemmtunar. Árni Björnsson læknirflyt- ur ávarp, Marianne Eklöf óperusöngkona og Stefan Bojsten píanóleikari flytja nokkur lög, og að loknu borðhaldi leikur Reynir Jónasson á harmonikku. Síðast en ekki síst er ætlunin að tendra bálköst til að fagna sumri. Veislustjóri er Hallgrím- ur Snorrason hagstofustjóri, en bálvörslu annast Rúnar Bjarnason slökkvistjóri. Þeir sem vilja taka þátt í skemmtuninni þurfa að tilkynna það fyrirfram í Skíða- skálanum eða í Veislumiðstöðinni (sími 10024). Rútur, sem leggja af stað frá Hlemmi klukkan sjö á miðvikudag, munu flytja gestina í Skíðaskálann - og svo aftur í bæinn á miðnætti. Söngför Karlakórsins Fóst- bræðra um Norðurland 1.4. maí Karlakórinn Fóstbræður, sem í ár heldur upp á 70 ára afmæli sitt, heldur í söngferð um Norðurland dagana 1.-4. maí og heldur tónleika á eftirtöldum stöðum: Á Hvammstanga í félagsheimilinu 1. maí kl. 15.00, í Bifröst á Sauðárkróki 1. maí kl. 20.30, á Siglufirði 2. maí kl. 20.00, í félagsheimilinu ídalir, Aðaldal 3. maí kl. 14.00, i Akureyrarkirkju 4. maí kl. 17.00. Aðgöngumiðar verða seldir við inn- ganginn á öllum stöðum. Stjórnandi Fóstbræðra er Ragnar Björnsson. Undir- leik á píanó annast Lára Rafnsdóttir. Einsöngvarar með kórnum verða Björn Emilsson og Eiríkur Tryggvason, báðir úr röðum kórsins og Þuríður Baldursdótt- ir sem syngur einsöng með kórnum á tónleikunum í Aðaldal og á Akureyri. Efnisskrá er mjög fjölbreytt og eru lög eftir innlend og erlend tónskáld. Halldóra Thoroddsen (t.v.) og Bára Guðmundsdóttir (t.h.). (Tímamynd Sverrir) Vefjalist í Gallerí Borg Á sýningunni sýnir Bára 5 verk en Halldóra sex verk. Bára og Halldóra eru báðar fæddar 1950. Þær luku prófi frá Textíldeild Handlista- og myndlistaskóla íslands árið 1985. Þær hafa stundað kennslu um árabil. Sýningin er opin daglega kl. 10.00-18.00 og um helgar kl. 14.00-18.00. Fyrirlestur á Hótel Sögu: Einkaframtak og almenningsálit Antony Fisher, formaður „Atlas Econ- omic Research Foundation" í San Fra- nsisco er kominn hingað til íslands. Hann mun haida erindi í Átthagasal Hótel Sögu miðvikudagsmorguninn 30. apríl ki. 8.15-9.30. Erindi hans nefnist Einkaframtak og almenningsálit. Fundurinn á Hótel Sögu er öllum opinn. Þátttaka tilkynnist sem fyrst í síma 83088. Morgunverður (450 kr.) verður fram borinn. Fyrirlestur þessi er fluttur á vegum Verzlunarráðs íslands. F.I.- l.maí Ferðafélag íslands stendur fyrir göngu/ skiðaferð á Hengilinn kl. 10.30 á morgun, fimmtud. 1. maí kl. 13.00 Húsinúli - Innstidaiur kl. 10.30 Súlnadalur. Frestað vegna breyttra aðstæðna. kl. 10.30. Eyrarfjall (424 tn) Farið í allar ferðirnar frá Umferðar- miðstöðinni austanmegin. Farmiðar við bíl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.