Tíminn - 21.11.1986, Page 3

Tíminn - 21.11.1986, Page 3
Föstudagur 21. nóvember 1986 Tíminn 3 íslensk Getspá: Lottó fyrir lýðinn - þarf að selja 160 þús.raðir á viku Nýtt fyrirtæki sem byggir starf- semi sína á þeirri von manna að alltaf megi fá mikið fyrir lítið, hefur nú séð dagsins ljós. Þetta erfyrirtæk- ið íslensk Getspá, sem reka mun happdrættistilbrigðið lottó hér á landi. Eigendur fyrirtækisins eru íþróttasamband íslands, Öryrkja- bandalag íslands og Ungmcnnafélag 'íslands og er íslensk Getspá rekin í krafti sérstakra laga frá 2.maí 1986, sem heimiluðu þessum samböndum reksturinn. En hvað er lottó og hverjar eru leikreglur ? í stuttu máli er leikurinn þannig að þú verður þér út um lottó-seðil á næsta lottó - sölustað. en reiknað er með að þeir verði unt 150 , dreifðir um landið. Á hverjum seðli eru 5 talnaraðir og hver talna- röð cr frá tölunni einum upp í 32. Þú velur síðan 5 tölur af handahófi af þessurn 32 og strikar í þær. Fyrir hverja slíka röð sem fyllt er út borgar þú 25 kr.. þannig að kjósir þú að fylla út heilan seðil kostar það 125 kr. Seðilinn afhendir þú á sölustað og þar er honum rennt í gegnum beinlínutengdan tölvukassa, sem gefur þér kvittun með völdum tölum og skráir kaupin og annað í móður- tölvunni. Síðan er bara að bíða þar til dregið verður í beinni sjónvarps- útsendingu hvert laugardagskvöld. En tölvubúnaður þessi, sem auð- vitað er sá fullkomnasti í Evrópu. er fenginn með kaupleigusamningi við bandarískt fyrirtæki. í samningi er ekki gert ráð fyrir greiðslu fyrstu sex mánuðina, en síðan skal greiða á- kveðna prósentu af veltu. Að sögn forráðamanna íslenskrar Getspár þarf að selja lottómiða fyrir 4 millj- cmir kr. á viku svo rekstur standi í járnunt. Þetta þýðir að landsmenn þurfa að kaupa 160 þús. raðir á viku eða 32 þús. heilar raðir. Miðað við lauslega útreikninga þarf Gctspáin að greiða eigendum tölvubúnaðarins ríflega 300 þús. kr. á viku, sé veltan 4 millj. kr.,cða um 14 milljónirá ári. Svona líta þeir út lottó-kassarnir sem verið er að koma upp. Fyrsti dráttur í lottó verður laug- tryggt að fyrsti vinningur vcrði ardaginn 29. nóvemher og verður þá a.nt.k. ein milljón króna. -phh Samningsréttarmálin: Unnið að gerð fylgiskjals - um hvaöa störfum fylgir verkfallsréttur „Það er mikil vinna eftir í samb- andi við fylgiskjal ntcð frumvarp- inu sem er listi yfir þá scni ekki mega fara í verkfall oguppbygging- una á því kerfi. Við funduðum um það mál í morgun og sú vinna verður sett í fullan gang í dag. Þetta cr vinna sem þarf að inna af hendi í samvinnu milli fulltrúa félaganna og Bandalagsins annars vegar og fulltrúa ríkisvaldsins hins vegar.ásamt fróðuni mönnum um t.d. sjúkrahúsmál." sagði Kristján Thorlacius formaður BSRB í sam- tali við Tímann í gær. Á aukaþingi BSRB sem lauk á micðvikudag var samþykkt tillaga þar sem stjórn BSRB í samráði við formcnn félag- anna er falið að ganga frá sam- komulagi við ríkisvaldið um samn- ingsréttarmálið. Kristján sagði í gær að hann teldi talsverðar líkur á því að samkomulag gæti náðst fljótlega og að stefnt væri að því að halda formannafund á sunnudag- inn. Sagði hann að það hcfði nteðal annars staðið á því á þingi BSRB að ekki hefðu allir listar um það hverjir mættu fara í verkfall borist, t.d. hefðu slíkir listar ekki verið komnir frá Reykjavíkurborg og ýmsum sveitarfélögum úti á landi. Kristján sagði að þctta aukaþing BSRB hafi verið tímamótaþing vegna þeirra skipújjtgsbrcytinga sem þar voru samþykktar og ekki síður ef upp úr því fengist ný löggjöf um samningsréttinn. „Þctta er rammi um nýja uppbyggingu BSRB sem var orðinn tímabær. Nýja skipulagið býður upp á flciri möguleika á aðild að BSRB, þacð býður upp á aðild sambanda t.d. sem getur orðið rnjög mikilvægt þegar samningsrétturinn breytist. Til dæmis geta félögin rnyndað samband en hin einstöku félög hefctu beinan samningsrétt innan þeirra," sagði Kristján. Hann tók sem dænii að Starfs- mannafélag ríkisstofnana sem er 5000 manna félag og stærsta félagið í BSRB gæti hugsanlega breyst í þacf að vercða samband einstakra félaga, enda væri STR mjög bland- að félag. Þannig myndi hvert eins- takt félag hafa samningsréttinn beint. -BG ÖLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ • Hðnnun • Setning • Filmu- og plötugerð • Prentun • Bókband PRENTSMIDJAN SMIÐJUVEGI 3, 200 KOPAVOGUR SIMl 45000 TROMPIÐ ER TRYGGING K- % Pað er góð trygging í TROMP reikningnum, hann er verðtryggður, óbundinn og hefur auk þess grunnvexti. Pú getur alltaf lagt inn, alltaf tekið út. Vextir eru lagðir við höfuðstól 2var á ári. Treystu TROMP reikningnum, hann er góð trygging. TROMP reikningurinn er einungis í Sparisjóðnum. SPARISJÓÐIRNIR - ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.