Tíminn - 21.11.1986, Blaðsíða 12

Tíminn - 21.11.1986, Blaðsíða 12
12 Tíminn Föstudagur 21. nóvember 1986 VETTVANGUR lli 'lllllllll llllllllll1 Þorlákur Oddsson: Örvæntingarhróp krata Það má eiginlega segja að ekki hafi verið hægt að mynda starfhæfa ríkisstjórn, síðan 1971 nema að Framsóknarflokkurinn hafi verið kallaður til. Það eitt sýnir hvaða flokkur er að flestra áliti kjölfestan í íslenskri pólitík. Nú er það svo, að það hlýtur að vera kappsmál allra flokka að ná þeirri aðstöðu að sitja í ríkisstjórn, til að geta komið sínum baráttumál- um í framkvæmd. En til þess verða flokkarnir að vera með einhver stefnumál til að berjast fyrir, önnur en þaðeitt aðsitja ístjórn, stefnumál sem flokkarnir eru tilbúnir að standa og falla með, það hefur suma flokka skort hingað til. Formaður Alþýðuflokksins, „Ayhathola Jón Baldvin" hefur marg sagt að Framsóknarflokkurinn þurfi að fara í pólitíska endurhæf- ingu og nauðsynlegt sé að gefa honum frí frá stjórnunarstörfum næstu 10 eða 20 árin. Þetta cr útaf fyrir sig sjónarmið, en það verður að skoða frá hverjum þetta er komið, Alþýðuflokknum og forustumanni hans. Hann er með biðilsbuxurnar á hælunum fyrir hverjum þeim sem er tilbúinn að leggjast í hjónasæng með honum, bara ef hann, Jón Baldvin, fái forsætisráðherraembættið, hon- um gengur bara eitt til, að uppfylla metnaðarþörfina. Framsóknarflokkurinn hefur alltaf átt umtalsvert fylgi á Reykjanesi. [ Þó það hafi ekki náð að fleyta frambjóðanda okkar inn við síðustu 1 kosningar, það vantaði herslu mun- [ inn.Þróunin virðist ætla að snúa nú til Framsóknarflokksins hér á Reykjanesi, hvort sem það er vegna framboðs Steingríms Hermannsson- ar eða ekki. Jú, það hlýtur að hafa áhrif að einn vinsælasti stjórnmála- maður þjóðarinnar í dag, heíur tekið þá áhættu að stíga upp úr öruggu þingsæti, og ætlar að leggja feril sinn að veði í kjördæmi þar sem við eigum ekki þingmann fyrir. Það eitt sýnir að Framsóknarflokkurinn á að skipa formanni sem þorir og lætur verkin tala, er ekki bara gasprandi í fjölmiðlum um að hann ætli að gera svo og svo mikið, sem er svo ekkert nema hjómið eitt, einsog hjá for- ustumanni Alþýðuflokksins. Framsóknarmenn sögðu við stjörnarmyndunarviðræðurnar 1983, að þeir myndu ekki fara í stjórnarsamstarf nema samstarfs- flokkur, eða samstarfsaðilar myndu hafa það baráttumál númer eitt, að koma niður verðbólgunni. Flokkur- inn var sem sagt ekki að hugsa um vinsældarkosningar heldur þjóðar- hag. Leggja til atlögu við þann mikla vágest sem verðbólga og skuldabyrði geta orðið, ef ekki er haldið rétt á málum. Framsóknarflokkurinn í ríkis- stjórn undir forsæti Steingríms Her- mannssonar hefur staðið undir þeim væntingum sem fólk hefur af stjórn- arsetu flokksins, og fylgt hefur verið stefnu þeirri að kveða niður verð- bólgudrauginn með þeim árangri að verðbólga er komin úr 130% niður í um 10%. En betur má ef duga skal, í þeim ásetningi að koma á stöðug- leika í efnahagslífinu, og það næst ekki nema að allar vísitölurnar spili saman. Þar á ég við, að verðtryggja laun, þ.e.a.s. að verðtryggja kaup- gjaldsvísitölu, svo að til komi sam- spil launa, lána- og framfærsluvísi- talna. Engum flokki er betur treystandi að koma þessum baráttumálum heil- um í höfn en Framsóknarflokknum, þar sem nú sést að þegar hefur málum verið stýrt á réttar brautir, þá er ekki nema von að sumir hrópi nú „Úlfur, úlfur“ vegna þess að það sést að þessi miklu baráttumál eru nú í réttum höndum, og það mun takast, þó að það kosti ýmsar fórnir. Útaf því gerir Framsóknarflokkurinn sér ekki rellu, heldur leggur alltaf allt sitt til, að koma málum heilum í höfn. Þess vegna segja andstæðingar flokksins að flokkurinn þurfi að fara í endurhæfingu, en fólkinu í landinu er best treystandi að skilja hismið frá kjarnanum. Þessvegna hljóma örvæntingarhrópin frá „Jóni Baldvin“ og öðrum prelátum, slík í eyrum fólks að þau munu snúast upp í öndverðu gegnt þeim sjálfum, að kjósendur munu ekki einu sinni hlusta á þessar hjáróma raddir for- ustumanna Alþýðuflokksins. Þorlákur Oddsson, Hafnarfirði. Heilbrigðismál Ný öld er í augsýn með gjör- breyttu þjóðfélagi. Viðfangscfni hcilbrigðisþjónust- unnar eru ekki eingöngu að lækna oí> hjúkra heldur einnig að lyrir- byggja sjúkdóma með stórfelldri fræðslu um heilbrigl líferni, auk- inni þekkingu á eigin líkama og með einföldum aðgeröum getur hver einstaklingur haft áhril á eigið heilsufar. Flokksþingiö leggur til, að mörk- uö verði svokölluð ncyslustefna og hvetur til þess að hið opinbera stýri álögum sínum svo, að stuölað veröi, að heilbrigöum neysluvenjuin og tómstundaiðkunum. Breytingar á aldurssamsetningu og sjúkdómatíðni kallar á breyttar aðferðir við skipulagningu og stjórnun heilbrigðisþjónustu. Augljóst er að fyrirbyggjandi starf leiðir til mikils sparnaðar í heil- brigðiskerti nu. Flokksþingið telur að tryggja beri landsmönnum rétt til full- konrnustu hcilbrigðisþjónustu. Hornsteinninn í þeirri þjónustu eru heilsugæslustöðvar um land allt. Viö uppbyggingu í hei 1 brigöis- þjónustunni verði lögð megin- 19. flokksþing Framsóknarflokksins: Ályktun um heilbrigðismál Ný öld í augsýn meö gjörbreyttu þjóöfélagi áhersla á eftirfarandi: Á höfuðborgarsvæðinu verði mjög fullkomin sérfræðiþjónusta. í stærri þéttbýliskjörnum verði al- menn sérfræðiþjónusta. í smærri þéttbýliskjörnum og hinunr dreifðu byggðum verði almenn heilsu- gæsla. Tryggð verði örugg neyðar- þjónusta við alla landsbyggöina. Lcggja ber áhcrslu á góðar sam- göngur og fólksflutninga innan viö- komandi hcilsugæsluumdæma og traust sjúkraflutningakerl'i. Við byggingu heilsugæslustöðva. sjúkrahúsa og annarra heilbrigðis- stofnana sé þess gætt að samnýta eftir föngum húsnæði og tækjabún- að. Leggja ber áherslu á aukna samvinnu og verkaskiptingu stærri sjúkrahúsanna í Reykjavík. Slík samnýting má þó aldrei verða á kostnað þjónustunnar. Þingið leggur áherslu á að stór- auka almenna heilbrigðisfræðslu og bendir á hlutverk heilsugæslu- stöðva á því sviði. Þingið telur að fjölmiðlar geti á áhrifaríkan hátt vakið athygli al- mennings á ýmiskonar fyrirbyggj- andi aögerðum og heilsuvernd og hvetur þingið til samvinnu starfs- fólks heilbrigðisþjónustunnar við íþróttahreyfinguna og fjölmiðla. Þingið leggur áherslu á að gert verði sérstakt átak í fræðslu á sjúkdómnum eyöni (AIDS) í skól- um og heilsugæslustöðvum til þess að hamla gegn útbreiðslu hans svo sem kostur er. Jafnframt varar þingið við hleypidómum í garð fórnarlamba þessa sjúkdóms. Framsóknarflokkurinn lcggur áherslu á gagngera endurskoðun og gcrð heildaráætlunar um upp- byggingu heilbrigðisþjónustunnar um land allt. Jafnframt verði hlut- vcrk og langtímamarkmið þjónust- unnar nánar skilgrcind til þess að fjármagn til þeirrar uppbyggingar nýtist sent best. og fyrir sem flesta. Stjórnvöldum ber að stuöla að samræmingu á launakjörum starfs- fólks sjúkrahúsanna um land tillt. og viðurkenna erfiða satnkeppnis- aðstöðu dreifbýlisins um faglegt starfsfólk í þessari þjónustu. Stór- aukin notkun lyfja frá ári til árs er áhyggjuefni og veldur sívaxandi útgjöldum, þar scm læknar ávísa á rándýr innflutt lyf í stað þeirra sem Lyfjaverslun ríkisins og aðrir íslenskir lyfjaframleiðendur fram- leiða og eru mun ódýrari. Stjórnvöld eru hvött til þess að stuðla að því að sjúkrahúsin í landinu verði sem fyrst öll í santa fjármögnunarkerfinu, hvort sem um er að ræða daggjaldakcrfi eða svokölluð föst fjárlög. Áríðandi er að koma upp sérstakri sjúkrahús- máladcild í hcilbrigðismálaráðu- ncyti sem annist eftirlit og ráðgjöf með þessari starfsemi, bæði er varðandi uppbygginguna og með fjárfrekum og umfangsmiklum rekstri. ■■■■ VIÐSKIPTALÍFIÐ ^ Á Á - ^ t 'T llllllllllUllllllllllllll • - Hvellurinn mikli í kauphöllinni í London voru nýir starfshættir upp tekir 27. okt- óber sl., ekki ólíkir þeim sem í garð gengu í kauphöllinni í New York l. maí 1975, („maí-degi"). í London áttu umskipti þessi 9 ára aðdraganda. Ríkisstjórnin, þá stjórn Verkamannaflokksins, fól 1976 kauphöllinni að skrá starfhætti sína hjá Office of Fair Trading (OFT), sem fann þcim þrennt tii foráttu: (1) Aðeins fáeinir fcngju aðgang að kauphöllinni og þá aðeins einstakl- ingar, en ekki fyrirtæki. (2) Óþörf væri hin heföbundna skipting verð- bréfasöluAi milli „stock-jobbcrs" (braskara). sem keyptu og seldu verðbréf upp á eigin reikning, og „stock-brokers" (miðlara), sem seldu þau og keyptu af viðskiptavin- um. (3) Til húðar hefði gengið sér „löst þóknun" miðlara, 1,65% á sölu upp að £7.000, en síðan hlut- fallslega lægri. Starfsháttum kauphallarinnar þótti fremur áfátt en áður, eftir að eftirlit með gjaldcyrisverslun var að fullu niður lagt 1979. Fjárflutningur til útlanda, (þ.e. sala á útlendum verðbréfum), varð að miklu leyti í höndum útlendra verðbréfasala. Færðist jafnvel sala ýmissa hinna kunnustu breskra vcröbréfa vcstur yfir haf til New York. Sköpum skipti, að þar var „föst þóknun" ekki lengur á þeim viðskiptum, svo að sölulaun á veröbréfum hafði yfirlcitt fallið 0,15-0,30%. Kaupendur eru nú ckki lengur einstaklingar, heldur stofnanir, sem oft gera mikil kaup í einu lagi. svo að hin „fasta þóknun" gat numið talsverðum upphæðum. í London tók ríkið að auki 2% stimp- ilgjald (stamp duty) af söluandvirði þeirra. Ríkisstjórn íhaldsflokksins, sem viö tók 1979, lét ekki niður falla athugun á starlsháttum kauphallar- innar, þó stuöningsmenn hcnnar í City legðu hart að henni um það. Að fjórum árunt liðnum samdist svo með Cecil Parkinson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, og formanni kaup- hallarinnar, Nicholas Goodison, að frá athugun stjórnvalda yrði horfið gegn því, að á kauphöllinni væri fallið frá „fastri þóknun" miðlara. Af liálfu kauphallarinnar fylgdu fleiri tilslakanir á eftir. Fyrst var afnumin verkaskipting á milli brask- ara og miðlara (með nokkrum fyrir- vara þó) og að börskurum var gcrt að skrá á kauphöllinni verö sín á verðbréfum. Óg í júní 1984 var fyrirtækjum heitinn aðgangur að 'kauphöllinni. Raddir urðu uppi um, að breyting- arnar á kauphöllinni gcngjit of hratt yfir. I Financial Timcs25. september 1985 sagöi: .. þrátt fyrir aðvörun- arorð McMahon (ath. aðstoðar- bankastjóra Englandsbanka) hafa Englandsbanki og ríkisstjórnin beitt sér fyrir niðurfellingu rcglna á kaup- höllinni í meiri mæli og hraðar en þekkst hefur í nokkurri annarri mið- stöð fjármála. Byltingin í City hefur umbrcytt London í ævintýraland alþjóðlega bankakerlisins, svo að útlendar peningastofnanir reyna fvr- ir sér um hvcrs konar samsetningu viðskipta og og varnings, þótl þeim væri það óheimilt heima fyrir." Andstæðingum breytinganna urðu aftur á móti fjötur um fót nokkur mál. sent skugga vörpuðu á City, (einkum þrjú: snkfelling fyrrverandi formanns Lloýds-tryggingasamlags- ins fyrir misnotkun ávöxtunarfjár. grciðsluvandi gullsðlu. Johnson Mattley Bankcrs Ltd., sem Eng- landsbanki forðaði frá gjaldþroti með $400 milljóna framlagi, og loks grciðsluþrot London Metal Market í október 1985.) Unt leið og starfsháttum kauphall- arinnar var breytt 27. októbcr sctti Englandsbanki upp deild til að sjá um sölu ríkisskuldabréfa til verð- bréfasala og peningastofnana. Fáfnir Vesturheimsprent Hjá Landsbókasafni fslands er nýkomin út bók sem nefnist Vestur- heimsprent, og er þetta skrá um rit á íslcnsku, sem prentuð hafa verið vestan hafs og austan af Vestur-ís- lendingum eða varðandi þá. Það er Ólafur F. Hjartar, deildarstjóri í safninu, sem tók þessa skrá saman og gerir grein fyrir henni í inngangi. Einnig ritar dr. Finnbogi Guð- mundsson landsbókavörður for- mála, þar sem hann skýrir svo frá að skráin sé gefin út í tilefni af aldaraf- mæli vikublaðsins Heimskringlu, er hóf göngu sína í Winnipeg 9. sept- ember 1886. Eins og allir vita, sem fengist hafa við rannsóknir á þjóðlegum efnunr af einhverju tagi, þá eru traustar bókaskrár ein nauðsynlegustu hjálp- artækin sem á þarf að halda í slíkum störfum. Þessi nýja skrá er um 80 tvídálka síður í stóru broti. Þar fara fyrst rit prentuð í Vesturheimi, síðan rit prentuð á íslandi eða annars staðar austan hafs, og loks er efnis- skrá sem sýnir hvað prentað hefur verið um einstök efni. Þar vekur athygli að þrír þættir eru áberandi fyrirferðarmiklir, ljóðabækur, skáldsögur og ævisögur. Segir það sína sögu um áhugamál íslendinganna vestra. í frétt frá Landsbókasafni segir að skráin sé merkileg heimild um bók- menntir, sögu og félagslíf landanna vestra, svo sem þetta birtist í ritum þeirra á íslensku. Jafnframt sýni hún áhuga íslendinga hér heima á þess- um efnum, og hvern þátt þeir hafi átt í útgáfu vestur-íslenskra bókmennta og umfjöllun um þær. Skráin fæst í Landsbókasafni og ntá panta hana þaðan. -esig

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.