Tíminn - 21.11.1986, Side 1

Tíminn - 21.11.1986, Side 1
Endurskipulagning bankakerfisins: FRESTUR TIL að sækja um I stöðu fréttastjóra útvarpsins rann út á miðvikudag. Utvarpsráð mun fjalla um | þær fjórar umsóknir sem bárust um | stöðuna á fundi sínum í dag. Nöfn | umsækjenda verða ekki látin uppi fyrr i en eftir útvarpsráðsfundinn. MAÐURINN sem lést af slysför- 1 um á Hótel KEA á Akureyri aðfaranótt | sl. mánudags hét Jóhann Pálsson, Skaftahlíð 28 ReykjavífT Jóhann var fæddur 15.janúar 1952 SJÓPRÓF fóru fram í Vest- mannaeyjum í gærmorgun vegna á- siglingar Laxfoss á Naustshamars- bryggju á mánudaginn. Niðurstöður úr sjóprófunum verða síðan sendar til viðkomandi aðila, þar á meðal sak- sóknara. Dómkvaddirmatsmenn unnu í gær að því að meta skemmdirnar á bryggjunni. BORGIN OKKAR nýtt ís lenskt tónverk eftir Skúla Halldórsson með texta eftir Matthías Johannessen verður frumflutt af Sinfóníuhljómsveit íslands og Karlakór Reykjavíkur á morgun kl. 15.00 í Laugardalshöll. Einnig verða á dagskránni erlend verk, t.d. Finlandia eftir Sibelius og 2 verk eftir Verdi. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni 60 ára afmælis Karlakórsins og 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar. Miðasala verður við innganginn og kostar miðinn kr. 400,- BÍLVELTA var á Keflavíkurvegi á miðvikudagskvöld. Ökumaður var fluttur á slysadeild en bifreiðin sem var af Mazda gerð skemmdist mjög mikið við veltuna. Talið er að hálka hafi valdið óhapþinu. GERT ER RÁÐ FYRIR að um 3000 manns taki þátt í prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem fram fer helgina 29.-30. nóvember. Þegar lokað var fyrir skráningu á kjörskrá í fyrrakvöld, höfðu 1604 skrif- að undir ósk um að taka þátt í prófkjörinu og yfirlýsingu um að þeir væru ekki félagsbundnir í öðrum stjórnmálasamtökum. Til viðbótar á kjörskrá bætast um 2400 félagsmenn Framsóknarfélaganna í Reykjavík. Nú er unnið að frágangi kjörskrár og mun hún að öllum líkindum verða tilbúin annað kvöld. Nokkur brögð eru að því að fólk í öðrum stjórnmálasam- tökum hafi vegna misskilnings á aug- lýsingum óskað eftir þátttöku í prófkjöri framsóknarmanna. Viðkomandi munu falla út af endanlegri kjörskrá. YVES ST. LAURENT, franski tískuhönnuðurinn, og forseti fyrirtækis þess sem hann á eru orðnir sérlegir ráðgjafar kínverskra fatafram- leiðenda. Á blaðamannafundi í Pekíng kom fram að St. Laurent á að gefa Kínverjum ráð varðandi hönnun á gæðafatnaði og forseti fyrirtækisins Pierre Berger mun veita aðstoð við stjórnun fyrirtækja er framleiða föt. HUÓMSVEITARSTJÓR- inn vestur-þýski Wolfang Rennert fékk hjartaáfall í Óportó í Portúgal í fyrra- kvöld. Rennert datt sem dauður niður skömmu eftir að hann tók að stjórna flutningi á verki Wagners; „Hollend- ingnum fljúgandi". Hann hvílist nú í sjúkrahúsi í Óportó. KRUMMI Mér sýnast val- kostirnir vera tveir: Útbúnaðar-banki Úthluta-fé-banki “Seðlabankaleiðin“ könnuð til þrautar Sameining Utvegs- leiðin, segir Steingrí „Ég trúi því ennþá að það muni sýna sig þegar upp verður staðið að sameining Útvegsbanka og Búnað- arbanka verði langsamlegasta fljót- virkasta og skynsamlegasta leiðin," sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í samtali við Tím- ann í gær. Endurskipulagning bankakerfis- ins var til umræðu á ríkisstjórnar- fundi í gærmorgun. Að sögn Steingríms voru umræður þar mál- efnalegar og menn lýstu skoðun sinni á málinu. Niðurstaða fundar- ins varð sú að fjórum ráðherrum, og Búnaðarbankans mur Hermannsson þeim Steingrími Hermannssyni, Halldóri Ásgrímssyni, Þorsteini Pálssyni og Matthíasi Bjarnasyni, var falið að kanna til þrautar þá lausu enda sem cru á „Seðlabanka- leiðinni", að sameina Útvegsbanka Iðnaðar- og Verslunarbanka í öfl- ugan einkabanka. „Á meðan verð- ur endanlegri afgreiðslu málsins frestað,“ sagði Steingrímur. Hann var spurður hvort þetta þýddi að ekki yrði skoðuð frekar leið sú sem Framsóknarflokkurinn hefur samþykkt. „Það eru allir sammála um að skynsamlegasta kanna hana. Hún er bara út af fyrir sig miklu einfaldari og eins og við höfum sagt, við getum afgreitt hana í dag og lagt inn frumvarp á mánudag. Þetta eru hvorutveggja bankar sem eru í eigu ríkisins og þurfa lítillar könnunar við,“ sagði Steingrímur Hann tók skýrt fram að báðir flokkar hefðu gefið eftir í kröfum sínum, þegar samþykkt var að kanna til þrautar „Seðlabankaleið- ina“. Með því að báðir flokkarnir gáfu eftir af kröfum sínum í viðræðun- Á stjórnarfundi Skeljungs í gær var ákveðið að fresta umræðu um samrunann og því gæti orðið bið á að starfsmenn fyrirtækjanna tveggja sveifluðu saman dælum. Tímamynd Svernr. Stjórnarfundur Skeljungs haldinn í gær: Skeljungur ákvað að fresta málinu Fundurinn veitti umboð til áframhaldandi viðræðna, um samruna Olís og Skeljungs Á stjórnarfundi Skeljungs sem haldinn var í gærdag var ákveðið að veita Indriða Pálssyni forstjóra og Birni Hallgrímssyni stjórnarfor- manni áframhaldandi umboð til viðræðna um sameiningu olíufélag- anna tveggja, OIís og Skeljungs. Leynilegar viðræður hafa farið fram um samruna olíufélaganna tveggja. Fyrir stjórnarfundi Skelj- ungs lá ákvörðunartaka um áfram- haldandi framvindu mála varðandi sameininguna. Niðurstaðan varð áframhaldandi viðræður. Mikill þrýstingur er á Skeljungs- menn, að af sameiningunni verði. Rekstur Olís er erfiður, þar sem miklar skuldir hvíla á fyrirtækinu. Tíminn fékk staðfest hjá einum af stjórnarmönnum félagsins að skuldirnar væru í kringum 1,1 milljarð. Pórður Ásgeirsson for- stjóri Olís sagði í samtali við Tím- ann í gær að samkvæmt níu mán- aða uppgjöri væri ljóst að rekstur- inn hefði verið réttum megin við strikið og mun jákvæð eiginfjár- staða fyrirtækisins vera 450 mili- jónir króna. í dag verður haldinn fundur hjá Olís, með starfsmönnum og for- stjóra, þar sem níu mánaða upp- gjörið verður lagt fram og málin rædd við starfsfólkið. Eða eins og einn hluthafi Olís orðaði það: „Fundurinn verður líka haldinn til þess að kveða niður gróusögur um sölu á félaginu." Þrálátar sögusagnir ganga meðal starfsfólks olíufélaganna tveggja um að bráðlega verði af sameining- unni, en stjórnarmenn eru þögulir sem gröfin. Indriði Pálsson forstjóri Skelj- ungs sagði í samtali við Tímann í gær að það væri ekki hans vani að láta uppi það sem fram færi á stjórnarfundum Skeljungs. _ES um í gær, var þá stjórnarslitum i forðað? „Ég trúi því nú alls ekki að stjórnarslit hefðu getað hlotist af þessu. Alþýðubandalagið hcfur lýst yfir stuðningi við sameiningar- leið Útvegs- og Búnaðarbanka og mér skilst Alþýðuflokkur vcra með haltu mér slepptu mér stefnu í þessu máli,“ sagði Steingrímur. Boðaður hefur verið fundur í dag, þar sem Halldór Ásgrímsson og Matthías Bjarnason munu hefja viðræður um „Seðlabankaleiðina" og kalla til sérfræðinga innan banka- kerfisins. -ES Síldarsöltun: Skip með 40 þúsund tunnurá í fyrrakvöld var búið að saita síld í 174, þúsund tunnur á þessari síldarvertíð. Mikil veiði hefur verið fyrir austan og er stór og góð sí(d þar inni í fjörðunum. Alls verður saltað í um 260 þúsund tunnur á þessari vertíð, um 2(K) þúsund til Sovétríkjanna, rúm 50 þús- und til Skandinaviu, um 10 þúsund á innanlandsmarkað og til annarra landa. í gær var vcrið að salta á flestum höfnum á svæðinu frá Vopnafirði til Keflavíkur, en talsvert var farið að hægjast um sums staðar vcgna tunnu- skorts. , Um síðustu helgi komu til landsins þrjú skip með um 64 þúsund tunnur og af þeim var um 45 þúsund dreift á Aust- fjörðumenum 19þúsundtunn- ur fóru á Suðurland, enda var tunnuskorts farið að gæta á nokkrum stöðum á Reykja- nesi. Nú virðast þessar tunnur vera að verða búnar, en af þeim 174 þúsund tunnum sem saltað hefur verið í var saltað i 139 þúsund fyrir austan. Sam- kvæmt upplýsingum frá Síldar- útvegsnefnd er eitt skip á leið- inni með um 40 þúsund tunnur og er væntanlegt um helgina og verið er að lesta þrjú til viðbót- ar með samtals um 58 þúsund tunnur og er það restin af tunnunum. Skipin sem koma ineð tunnurnar eru Hvalvík sem er á lciðinni með 40 þús- und tunnur, en verið er að lesta Keflavík, ísafold og Skeiðsfoss í Noregi og Finnlandi. -BG

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.