Tíminn - 21.11.1986, Qupperneq 7

Tíminn - 21.11.1986, Qupperneq 7
Föstudagur.21. nóvember 1986 MINNING og Ingveldur bjuggu alla tíð á Brúna- stöðum. Þau eignuðust sextán börn, tólf syni og fjórar dætur. Mörg þeirra eru búsett í sveitum Suður- iands en nokkur á Selfossi. Þau eru öll mannkosta fólk. Af sjálfu sér leiðir að dagar Brúnastaðahjóna hafa verið annríkir við að koma á legg þessum stóra barnahópi, en meira kom til Á Brúnastöðum varð búnaðar- bylting í tfð þeirra hjóna einsog víðar í landinu. Heyskaparhættir uxu frá hestasláttuvél, orfi og hrífu á reitingsengjum í vélavinnu á rækt- uðum völlum. Húsakostur og allir aðrir búskaparhættir breyttust í sam- ræmi við það. Þar er nú eitt myndar- legasta sveitabýli Suðurlands og þó víðar væri leitað. Með Ágústi er fallinn einn virðu- legasti og höfðinglegasti talsmaður landbúnaðarins og sveitamenningar af þeim er ég hefi kynnst á æfi minni. Ég veit að hans verður víða saknað. Ég einsog margir aðrir vilja að leiðarlokum færa honum þakkirfyrir ágæta samfylgd. Ég og kona mín vottum Ingveldi og börnunum öllum samúð okkar. Gunnar Guðbjartsson. Ég veit að ýmsir munu verða til að minnast bóndans, alþingismannsins og félagshyggjumannsins Ágústar Þorvaldssonar á Brúnastöðum, sem lést 12. þ.m. En í þessu greinarkorni mun ég aðeins fjalla um einn þátt í störfum hans, en sem honum var mjög hugleikinn, en það var forysta hans í afréttar- og fjallskilamálum Flóa- og Skeiðabænda um árabil. Bændur í þessum 8 sveitarfélögum eiga sameiginlegan afrétt er liggur upp af Gnúpverjahreppi og mynda oddvitarnir stjórn Áfréttarmála- félags Flóa- og Skeiðahreppa. Þeir kjósa svo úr sínum hópi formann og gjaldkera í framkvæmdastjórn. Ágúst var kjörinn formaður fé- lagsins árið 1953 - og áttum við samstarf um afréttarmál allt frá 1963 að ég var kosinn gjaldkeri og til ársins 1982, að Ágúst baðst undan endurkosningu. Sauðfjárbúskapur er þýðingar- mikill þáttur í afkornu bænda í þessum sveitum og notkun afréttar- ins gegnir þar enn veigamiklu hlut- verki. Fjárleitfr á fjöllum eru byggð- ar á fornu háþróuðu skipulagi og merkilegur þáttur í atvinnulegu og menningarlegu tilliti. En að mörgu þarf að hyggja til að fylgja eftir þcim stórstígu breytingum, sem orðið hafa í þjóðlífinu um þessi efni. Ágúst var vel í stakk búinn til þessa sem reyndur bóndi óg sveitarstjórn- armaður. Hann háfði farið oft á fjall á sínum yngri árum og nauðþekkti afréttinn. Það var siður okkar að fara á hverju sumri-venjulega í ágústmán- uði - til að skoða afréttinn, athuga gróðurinn, hvernig fcð dreifði sér, skoða leitarmannahúsin og ástand afréttargirðingarinnar- og venjuleg- ast var heilsað upp á fjallabændurna í leiðinni. en Ágúst lagði mikið upp úr að eiga við þá góða samvinnu. Fyrir mig voru þessar ferðir bæði fróðlegar og skemmtilegar og Ágúst hinn ákjósanlegasti ferðafélagi. þaulkunnugur afréttinum og sögum hans. Sérstaklega er mér eftirminni- leg ferðin 1968, þegar við fórum ineð þeim Erlendi Daníelssyni, þá framkvæmdastjóra Ræktunarsam- bands Flóa- og Skeiða og Einari Sigurjónssyni vegaverkstjóra undir leiðsögn fjallagarpsins Sigurgeirs í Skáldabúðum til að kanna mögu- leika á að gera akfæra braut eftir afréttinum. Þessir kappar brutust yfir torlciði, scm flcstir höfðu áður talið ófær og sýndu fram á að hægt var að gera þarna braut, enda kom hún þá síðar um suntarið. Síðar komu svo leitarmannahús innst á afréttinum og fleira var gert til að bæta aðbúnað fjallmanna. Ýmislegt gekk þó á móti, svo sem þegar Hekla spúði eldi og eimyrju vorið 1970 og huldi afréttinn allan vikri. Varð að banna upprekstur á afréttinn árið eftir, en upp úr þvt var gerður samningur við Landgræðslu ríkisins um 10 ára áætlun til að græða sárin með áburðargjöf - og tókst það að mcstu. Það verk sem ég veit að Ágúst varð þó ánægðastur og stoltastur af var endurbygging Reykjarétta. Rétt- irnar voru upphaflega byggðar árið 1881 og voru að vonum að falli komnar. Höfðu orðið umræður um að endurbyggja þær. Blöskraði mörgum sá kostnaður, sem af því yrði en á Ágústi var ekkert hik. Hann trúði því, að lagöprútt fé myndi áfram renna í stórum breiðum inn af fjöllum til byggða og að bændur í þessum sveítum ættu þann metnað til að bera að endurbyggja réttirnar af myndarskap. Ágúst átti. sæti í réttabyggingar- nefnd og varð full samstaða um að endurbyggja réttirnar í fornum þjóð- legum stíl, hlaða þær úr hraungrýti eins og áður en þó með breytingum til samræmis við síðari tíma og aðstæður. Gerð var áætlun um að Ijúka verkinu á fjórum árunt og stóðst hún - því að á höfuðdaginn liinn 29. ágúst árið 1981 voru réttirn- ar vígðar með glæsibragog jafnframt minnst 100 ára afmælis þeirra. Þar hélt Ágúst hátíðarræðuna, rakti sögu réttanna að fornu og nýju og mæltist vel að vanda. Það er álit mitt, að Reykjaréttir hinar nýju muni um langa framtíð verða veglegur minnisvarði um Ág- úst á Brúnastöðum og þá snillinga, scm þar lögðu liönd að. Á afréttarmálafundum og annars- staðar fylgdi Ágúst málum eftir af festu og öryggi, en hlustaði þó vel á mál manna og var laginn að sætta misntunandi sjónarmið. ef ágrein- ingur varð. Ræður lians voru vel sarndar og rökstuddar og framsetn- ingin slík að þar voru fáir hans jafningjar. Mikill félagshyggjumaður og hér- aðshöíðingi er fallinn - en gott er aö hafa átta samleið mcðslíkum manni. Aðstandendum hans votta ég santúð. Jón Eiríksson Dagur var að kveldi kominn, lang- ur og erfiður starfsdagur að baki, en öllum verkum skilað af sér með miklum sóma. Hvað er þá sæ[la en að þreyttur og sjúkur líkami fái hvíld? Nú þegar mágur og vinur, Ágúst Þorvaldsson, bóndi á Brúnastöðum hefur kvatt þetta líf, er þakklætið okkur efst í huga. Þann 12. maí 1942 kvæntist hann Ingveldi Ástgeirsdóttur frá Syðri- Hömrunt í Ásahrepp. Þeim varð 16 barna auðið sem öll eru á lífi og hafa goldið foreldrunum gott uppeldi með sérstakri tryggð við bernsku- heimilið. í hálfan fimmta áratug höfum við því notið samfylgdar hans og aldrei mætt öðru en hlýju og tryggð í gegnum öll þessi ár. Ekki naut hann skólagöngu frekar en margur annar af þessari kynslóð þar sem fátæktin var bölvaldur flestra heimila. En fróðleiksfýsnin var óslökkv- andi og af eigin rammleik bætti Ágúst sér þetta upp, með lestri góðra bóka og fræðirita, drakk í sig hvað eina sem þroskað gæti hugann og komið að gagni í lífsbaráttunni, enda fróður um flest sem á góma bar. Ekki er það ætlunin að fara að telja upp öll þau trúnaðarstörf sem honum voru falin fyrir sveit sína og hérað, en þau sýna best hvaða traust samferðamennirnir báru til hans. Öll sín störf rækti hann af trú- mennsku, hvort heldur var á vett- vangi félagsmála eða fyrir þann reit sem hann unni mest, heimilið og fjölskylduna. Eflaust hafa margir þeir sem heimsóttu Ágúst að sjúkra- beðinum ekki rennt grun í hve helsjúkur hann var, hann kvartaði ekki en fagnaði öllum með sínu glaða viðmóti og sló gjarnan á léttari strengi þó þjáður væri. Lífssaga Ágústs er öll, síðasta blaðinu flett og bókinni er lokið. Það er gott til þess að vita að systir okkar og frænka, börn þeirra hjóna og fjölskyldan öll getur yljað sér við arin endurminninganna og gangan framundan verður þeim Iéttari. Aðeins er eftir að kveðja og þakka Ágústi Þorvaldssyni fyrir einlæga vináttu í gegnum árin, hann mun eiga góða heimkomu. Við óskum honum fararheilla til lands eilífðar- innar. Við geymum minningu um góðan dreng. Systkinin frá Syðri-Hömrum og Margrét Illugadóttir Þann 12. nóvember sl. lést í sjúkrahúsi í Rcykjavík Ágúst Þor- valdsson, bóndi á Brúnastöðum í Hraungerðishreppi og fyrrum al- þingismaður, tæplega 80 ára aðaldri. Löngu og viðburðaríku ævistarfi var lokið. Með Ágústi á Brúnastööum er horfinn af sjónarsviðinu svipmikill persónuleiki og traustur fulltrúi sunnlenskra bænda. Ágúst var fæddur á Eyrarbakka 1. ágúst 1907. Þar ólst hann upp við fremur kröpp kjör í æsku og ntundi tímana tvenna. Á uppvaxtarárum sínum gerðist hann sjómaður um skciö og var m.a. 12 vertíðir í Vestmannaeyjum. Hann fluttist að Brúnastöðum í Hraungerðishreppi árið 1918, ólst þar upp með góðu fólki og gerði oft að umtalsefni mcð hlýjum huga, fyrstu árin sín á Brúna- stöðum. Ágúst gerðist bóndi á Brúnastöð- um árið 1932 og bjó þar við rausn og mikil umsvif, uns hann fyrir nokkru lét jörð og bú í hendur sona sinna tveggja, Ketils ogBraga. Eftirlifandi eiginkona Ágústs er Ingveldur Ást- geirsdóttir, frá Syðri-Hömrum í Ásahreppi Rangárvallasýslu. Börn þeirra hjóna eru 16. Eru þau öll hin mannvænlegustu, 4 dætur og 12 synir. Flest þeirra hafa stofnað sitt eigið heimili og valið sér ævistarf. Barnabörnin eru 29, nú þegar Ágúst er allur. Ágúst á Brúnastöðum kom víða við sögu í félagsmálum Sunnlend- inga. Þegar ungmennafélagið Baldur í Hraungerðishreppi var stofnað árið 1927 gerðist hann strax félagi og síðar formaður félagsins, 1932-1941. Störfin í ungmennafélaginu voru Ágústi ntjög að skapi oggóður skóli, sent hann naut ávaxtanna af á langri ævi. I Hraungerðishreppi voru honum falin margvísleg trúnaðarstörf, scm of langt yrði hér upp að telja. Samvinnuhreyfingin var eitt af hans „óskabörnum" sent hann studdi af heilum hug. Þá var Ágúst um langt skeið formaður Afréttamálalélags Flóa og Skciða og einnig formaður stjórnar Veiðifélags Árnesinga í mörg ár. Þegar Ágúst á Brúnastöðum átti þess kost aðgerast þingmaður Sunn- lendinga var honum nokkur vandi á höndum. Umfangsmikil búsforráð og fjölmennt hcimíli voru þau vé- bönd sem hann átti crfitt með að slíta. Með Guðs hjálp og góðra manna lókst honum það sem fáum hefði verið unnt: Hélt vel í horfinu á heiniaslóöum - og skipaði vel sæti sitt sem þingmaður Sunnlendinga í 18 ár. Að þetta tókst svo vel sem raun bar vitni, verður að hluta til að þakka hanns ágætu eiginkonu, Ing- veldi og börnum þeirra sem á legg voru komin, er húsbóndinn hlcypti heimdraganum og hófst handa í hinni umfangsmiklu þjóðmálabar- áttu á Alþingi. Ágúst Þorvaldsson var ekki lang- skólagenginn maöur, a.m.k. miðað viö þaö sem nú gerist. Ætla má aö í hinum stranga skóla lífsins hafi hann numið þau fræði sem haldbcst uröu honum er á reyndi. Hann var mála- fylgjumaður hinh mesti, ræðumaður scm af bar, talaöi gott ntál og kunni góð skil á að greina hismiö og hégómann frá alvöru lífsins og frani- tíðarverkefnum. Þaö er margs aö minnast úr ævi- starfi Brúnastaðabóndans, nú aö lciðarlokum. Unguraðárum kynnt- ist hann ungmennafélagshreyfing- unni og samvinnuhreyfingunni. Þær „systur" voru honum góðar til fylgd- ar gegnum lífiö. Það var hans gæla og lífsfylling að fá tækifæri til þess að taka þátt í framfarasókn þjóðarinn- ar. Þar gekk hann heill og ótrauður til starfa og sá árangur verka sinna. Það var gaman að vera gestur þeirra Brúnastaða hjóna, sitja í stofu og spyrja og spjalla við Ágúst bónda. Bókakost átti hann ágætan og kunni góð skil á mönnum og málefnum, flestum öðrum fremur. Léttleikinn í frásögn hans var oft uppörvandi og góð ráð gaf hann þeim scm þiggja vildu. Ég minnist síðustu fcrðar okkar hjónanna að Brúnastöðum. Það var síðsumars. Heyönnum lokið. „Bleikir akrar og slegin tún“. Áður en heini var haldiö síðdcgis, ók Ágúst okkur austurum víðáttumikil tún og ræktunarlönd. Austurá bökk- um Hvítár, gegnt Hestfjalli hinum megin við ána, var stansað góða stund. Þar, við inntaksmannvirki Flóaáveitunnar, með yfirsýn yfir ræktunarlendur þeirra Brúnastaða- bænda og nærliggjandi byggðir, var framfarasaga sunnlenskra sveita sögð á cftirminnilegan hátt. „Þó ég sé sjálfur hættur að vinna og sestur í helgan stein, heli ég dálílið gaman að rifja þetta upp og fylgjast mcð framþróuninni," sagöi Ágúst, er leiðir skildu. Nú er hann fluttur yfir Móðuna miklu „Meira að starfa Guðs unt geim". Við hjónin sendunt húsfrú Ingveldi og fjölskyldu hennar inni- legar samúðarkveðjur. Stefán Jasonarson í dag kveðjum við Ágúst Þorvalds- son bónda á Brúnastöðum hinstu kveðju. Ágúst tók við formennsku í stjórn Mjólkursamsölunnar árið 1969 og gegndi henni fram að síðasta aðalfundi í apríl s.l. en gaf þá ekki Tíminn 7 kost á sér til endurkjörs. Á þeim tíma ekki síður en áður voru við- fangsefnin í rekstri Mjólkursamsöl- unnar margvísleg og oft vandmeð- farin. í því sambandi má nefna breytingar á mjólkursölumálum sem gerðar voru 1976 og leiddu m.a. til þess að Mjólkursamsalan hætti rekstri eigin sölubúða og nauðsyn- legt reyndist að segja upp fjölmörg- um afgreiðslustúlkum sem unnið höfðu vel og lengi fyrir fyrirtækið. Þá er ekki síður ástæða til að nefna margvísleg verkefni sem tengdust framtíðaruppbyggingu Mjólkur- samsölunnar og staðið hafa yfir síð- ustu árin. Til þessara verka sem og annarra gekk Ágúst sem hinn trausti foringi. Hann gerði sér glögga grein fyrir sameiginlegum hagsmunamál- um mjólkurframleiðenda og neyt- enda. Þá mat hann hlut starfsfólks Mjólkursamsölunnar mjög mikils. Hann var áræðinn og stórhuga. Hann var ekki aðeins framsýnn held- ur einnig víðsýnn en ávallt sanngjarn og mannlegur. Starfsfólk Mjólkursamsölunnar og samstjórnarmenn sjá á bak góð- um liðsmanni og traustum vini. Fyrir störfhans íþágu Mjólkursamsölunn- ar og samskipti öll eru honum því færðar alúðarþakkir. Persónulega færi ég honum þakkir fyrir mikið og ánægjulegt samstarf. Það hlýtur að vera gæfa hvers manns að hitta fyrir góða lærifeður í skóla lífsins. Ég kynntist Ágústi fyrir 12 árum og tel það hafa verið mér til mikillargæfu. Honum fylgdu afskap- lega miklir persónutöfrar. Jafnframt fylgdu hans návist mikil hlýja og öryggi. Ágúst var miklum og góðum gáfum gæddur. Á mönnum og mál- efnum hafði hann ákveðnar skoðan- ir sem hann átti manna auðveldast með að koma á framfæri á þann hátt að eftir væri tekið. Ágúst var því bæði áhrifamikill og fræðandi. Ég mun sérstaklega minnast þeirra mannbætandi áhrifa sem ég tel að hann hafi haft. í mínum huga var Ágúst Þorvaldsson hinn frábæri lærifaðir í skóla lífsins. Ég syrgi hann sem mannkostamann og góðan dreng. Að lokum þakka ég Ágústi öll lians hollu ráð og miklu vinsemd um leið og ég votta ástvinum hans mína dýpstu samúð. Guðlaugur Björgvinsson Ágúst Þorvaldsson fyrrunt bóndi og alþingisntaður á Brúnastöðum léstþ. 12. nóv. sl. ogverðurtilgrafar borinn í dag. Hann var fæddur á Eyrarbakka 1. ágúst 1907. Foreldrar hans voru Guðný Jóhannsdóttir þar og Þor- valdur Björnsson frá Bollastöðum, Björnssonar á Læk Þorvaldssonar, en í gegnum þann ættlegg var frænd- semi okkar. Ágúst ólst upp á Eyrarbakka við kröpp kjör hjá Brandi Þorvarðarsyni og Guðnýju Þórðardóttur til 11 ára aldurs, en þá fór hann í fóstur til Ketils Arnoddssonar og Guðlaugar Sæfúsdóttur, sem bjuggu á Brúna- stöðum í Hraungerðishreppi og komust vel af. Þar var heimili Ágúst- ar síðan. Ketill var inikill fræðasjór og mun Ágúst hafa notið þess, því fróðleiksfús var hann. Ágúst tók snemma þátt í félags- málum í sveitinni. Þegar ungmenna- félagið Baldur var endurvakið 1927, var hann strax virkur félagi í því og formaður þess var hann 1932-41. Á þeim árum orti hann bændarímur um alla bændur í Hraungerðishreppi og flutti á skemmtisamkomu. Þessar rímur hef ég séð í handriti og eru þær bæði vel kveðnar og hnyttnar. 1 hreppsnefnd Hraungerðishrepps var Ágúst kjörinn árið 1936 og oddviti varð hann 1950 og gegndi því til ársins 1966. Þeir sem unnu með honunt og hreppsr Jum telja hann hafa verið farsælan ringja og var stefnufestan hans hebta einkenni. Ágúst tók virkan þátt í félagsstarfi samvinnumanna á Suðurlandi og studdi uppbyggingastarf Egils Thor- arensen á Selfossi og í Þorlákshöfn og talaði jafnan á móti úrtölumönn- unt á þeim vettvangi. Hann var stjórnarmaður í Meitlinum í Þor- lákshöfn, Mjólkurbúi Flóamanna og stjórnarformaður Mjólkursamsöl- unnar í Reykjavík.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.