Tíminn - 28.11.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.11.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn FRÉTTAYFIRLIT BONN — Vestur-þýska stjórnin vísaði fimm sýrlensk- um stjórnarerindrekum úr landi eftir að dómstóll hafði fundið Sýrlendinga seka um að tengj- ast sprengjutilræði í Berlín. WASHINGTON - ( gær var almennurfrídagur í Banda- ríkjunum helgaður þakkargjörð til Guðs (Thanksgiving Day) og minnkaði þá heldur fárið í kringum hina leynilega vopna- sölu Bandaríkjastjórnar til fr- ans og peningasendingar til Contra skæruliða í Nicaragua í sambandi við það mál. Spurn- ingin er þó enn þessi; hversu mikið vissi Reagan Bandaríkj- aforseti um viðskiptin við íran?. Forsetinn skipaði rannsóknar- nefnd í málið áðuren hann hélt til búgarðs síns í Kaliforníu. Sú nefnd á að rannsaka þátt Þjóð- aröryggisráðsins í málinu. LOS ANGELES - Blaðið Los Angeles Times sagði Ol- iver North, embættismanninn innan Þjóðaröryggisráðsins sem Reagan Bandaríkjaforseti vék úr starfi vegna málsins er tengist vopnasölunni til irans og peningasendingum til skæruliða í Nicaragua, hafa eyðilagt nokkur skjöl í skjala- skáp Þjóðaröryggisráðsins um síðustu helgi. SÍDON, Líbanon - Að minnsta kosti sex ísraelskar herþotur gerðu loftárás á stöovar Palestínumanna í grennd við flóttamannabúðir þeirra í Suður-Líbanon. STOKKHÓLMUR Sænskar hersveitir héldu til Suður-Líbanons og var þetta síðasta skrefið í endurskipu- lagningu friðarsveita SÞ á þessu svæði. Þær sveitir hafa lítið getað gert við ástandinu þar um slóðir- að undanförnu. MOSKVA — Sovésk stjórn- völd hafa harðlega gagnrýnt Kohl kanslara Vestur-Þýska- lands, sakað hann um fjand- skap við Moskvustjórnina og sagt hann reyna að koma aftur á köldu stríði milli austurs og vesturs. MANILA — Fulltrúar skæru- liða skrifuðu undir vopnahlés- samning við stjórn Corazonar Aquino á Filippseyjum. Þetta gæti verið fyrsta skrefið í þá átt að binda enda á sautján ára stríð skæruliða kommúnista við stjórnarherinn í landinu. Föstudagur 28. nóvember 1986 Bandaríkin: Salt-2 samkomulagið stefnir í að verða merkingarlaust plagg - Bandaríkjastjóm brýtur þaö í dag - Ríki V-Evrópu telja Salt-2 eitt af því fáa sem haldið hefur aftur af vígbúnaðarkapphlaupi stórveldanna Reuter- Bandaríkjastjórn mun í dag brjóta Salt-2 samkomulagið sem hún gerði við Sovétstjórnina árið 1979. Þetta kom fram í tilkynningu varnarmálar- áðuneytisins bandaríska í fyrra- kvöld. I tilkynningunni var skýrt svo frá að 131ta B-52 sprengjuflugvélin muni fljúga til stöðvar sinnar í Texas í dag. Sú flugvél ber kjarnorkuflaug- ar sem brýtur í bága við Salt-2 samkomulagið um kjarnorkuodda og umferð sprengjuflugvéla er flytja kjarnorkuflaugar. Reagan Bandaríkjaforseti til- kynnti í vor að stjórn sín hygðist brjóta Salt-2 samkomulagið, sem þeir Carter fyrrum Bandaríkja- forseti og Brezhnev þáverandi So- vétleiðtogi skrifuðu undir árið 1979, nema að Sovétmenn tækju umtals- verð skref í átt til afvopnunar. Reagan hefur margoft sakað Sovétmenn um að brjóta Salt-2 sátt- málann og hefur verið undir miklum þrýstingi frá hægrisinnuðum þing- mönnum og ráðamönnum innan varnarmálaráðuneytisins að hætta að fylgja samkomulaginu. Samkvæmt Salt-2 mega stórveldin ekki hafa yfir að ráða meira en 1320 kjarnorkuflaugaoddum og sprengju- flugvélum er flytja kjarnorkuvopn. Bandamenn Reagans í Vestur- Evrópu hafa verið mjög mótfallnir því að forsetinn færi á bak við samkomulagið sem þeir telja vera eitt af því fáa sem takmarki vígbún- aðarkapphlaupið. Breska stjórnin gaf út tilkynningu í gær þar sem hún sagðist vilja ræða þetta mál við Reaganstjórnina og lýsti jafnframt yfir að hún hefði margoft tekið fram að hún vildi að farið væri eftir samkomulaginu. Þá sögðu sovésk stjórnvöld í gær að þau væru að huga að svari vegna þessa máls sem þau sögðu hafa verulega neikvæð áhrif á afvopnun- arviðræður stórveldanna í Genf. Út- varpið í Moskvu bætti við að Sovét- ríkin gætu verið neydd til að losa sig undan sáttmálanum vegna brots Bandaríkjamanna á honum. Indland: Gráðugir úlfar gleypa í Nýja Delhi -Reuter Úlfar hafa drepið og gleypt í sig sex þorpsbúa í Biharfylki í Austur-Indlandi á síðustu tveim- ur vikum. Það var hin opinbera fréttastofa iandsins sem skýrði frá þessu í gær. Fréttastofan hafði eftir embættismönnum í bænum Haz- aribagh í Biharfylki að meðal fórnarlamba úlfanna hefðu verið tvö börn. í fréttinni var einnig skýrt frá að alls hefðu 128 ein- staklingar lent í klóm úlfa og borið lægri hlut í Biharhéraði á síðustu sex árum. Annar eins fjöldi mun hafa komist i kast við skepnurnar á þessu tímabili en einungis særst í þeim viðskiptum. “Mig vantar fleiri atkvæði“, sagði Jóhannes Rau kanslaraefni Jafnaðarmanna í samtali við vikublaðið Newsweek nýiega. Það er engin lygi. Nú styttist í kosningarnar í Vestur-Þýskalandi, sem fram fara þann 25. janúar næstkomandi, og flest bendir til að Kohl kanslari og flokkur hans, Kristilegir demókratar, vinni öruggan sigur. Jafnaðarmenn eiga hinsvegar á brattann að sækja sé tekið mark á úrslitum síðustu aukaþingkosninga í Bæjaralandi og Hamborg svo og á skoðanakönnunum. Nakinn nútímasannleikur. Skógar í Evrópu hafa farið illa vegna loftmengunar Mengun í Evrópu: Nakinn nútímasannleikur Um helmingur trjáa í Sviss hefur skemmst vegna loftmengunar Bern-Reuter Um það bil helmingur allra trjáa í Sviss hefur skemmst vegna loft- mengunar. Þetta kom fram í skýrslu skógarsérfræðinga en helstu atriði hennar voru birt fjölmiðlum í gær. Skógarannsóknarstofnunin í Sviss sagði að 50% trjáa sem rannsökuð hefðu verið á þessu ári hefðu skemmst vegna mengunar ámóti' 36% trjáa á síðasta ári. Rúmlega átta þúsund tré voru skoðuð á 766 stöðum víðsvegar um landið. Kom í ljós að skemmdirnar voru mestar í alpahéruðunum þar sem loftmengun hafði skaðað um 60% allra trjáa. Stofnunin sagði skemmdir af völd- um mengunar auka verulega hætt- una á snjóskriðum og skriðuföllum sem heilbrigður skógur veitir veru- lega vernd gegn. Sviss er eitt þeirra landa þar sem súrt regn er hvað mest. f síðasta mánuði voru stjórnvöld þar í landi fyrst allra ríkisstjórna í Evrópu til að setja lög sem gera ráð fyrir að allir nýir bílar verði seldir með búnaði á útblástursrörum, sem með hvötum breyta kolsýringi og kolvatnsefnum í koltvísýring og vatnsgufu. Sovétríkin: Stjórnvöld samþykkja rekstur smáfyrirtækja Sovéska þingið hefur nú sett lög sem gefa þegnum Sovétríkjanna rétt til að afla sér tekna með rekstri smáfyrirtækja. Lögin taka gildi 1. maí á næsta ári og eiga að auka gæði vöruframleiðslu og þjónustu. Lögin heimila verkafólki að reka í frítímum sínum smáfyrirtæki til framleiðslu á fatnaði, skóm, leður- vörum, karlmannsfötum, húsgögn- um, teppum, leikföngum og fleiru. Þá mega einstaklingar einnig reka einkabifreiðar, leigja ferðamönnum húsnæði og selja þeim fæði. Þeir mega stunda ljósmyndagerð og hár- UTLOND UMSJÓN Heimir BLAÐAMAÐUR-v greiðslu, í stuttu máli sagt, það er orðið löglegt að drýgja tekjurnar með því að finna upp hugmyndir hjá sjálfum sér. Þessar atvinnugreinar opnast fyrir verkafólk og þá sem vinna hjá því opinbera og einnig fyrir húsmæður, eftirlaunafólk (sem er um fimmtíu milljónir talsins í Sovétríkjunum) og stúdenta. Yfirvöld á hverjum stað gefa út leyfi til einkareksturs sem gildir í fimm ár. Eigendur slíkra fyrirtækja greiða árlega þóknun eða skatt af rekstri sínum til ríkisins. í lögunum eru þegnunum tryggð leyfi, sala, upplýsingar og lán í sambandi við einkareksturinn. Gert er ráð fyrir að vissir hópar muni njóta forréttindi á þessu sviði og eru þar fremstir í flokki uppgjaf- arhermenn, verkamenn á eftirlaun- um og öryrkjar. Sovésk stjórnvöld eru á þeirri skoðun að þessi lög muni stuðla að þjóðfélagslegu réttlæti með því að veita þegnunum möguleika til að setja upp smáfyrirtæki og auka þann- ig fjölbreytni framleiðslunnar. (Byggt á fréttabréfí frá sovésku fréttastofunni APN)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.