Tíminn - 28.11.1986, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.11.1986, Blaðsíða 9
Föstudagur 28. nóvember 1986 Tíminn 9 Prófkjör Framsóknarflokksins í Reykjavík Fram- bjóðendur til próf- kjörsins Prófkjör Framsóknar- flokksins í Reykjavík vegna komandi alþingiskosninga fer fram nú um helgina. Kos- ið er að Rauðarárstíg 18. Laugardaginn 29. nóvember verður kjörstaður opinn frá kl.11.00-21.00. en sunnudag- inn 30. nóvember frá kl.10.00-16.00. Merkja skal við fjóra fram- bjóðendur með númerum frá 1-4, eftir því hvaða sæti kjós- andi vill að frambjóðendur taki á listanum. Mikilvægt er að merkja hvorki við fleiri né færri frambjóðendur. Ásta Ragnh. Jóhannesdóttir dagskrárgerðarmaður Fd. 16. október 1949 i Reykjavík Ásta Ragnheiður hefur starfað sem dagskrárgerðarmaður við út- varp og sjónvarp í 16 ár, auk þess við fararstjórn erlendis um 8 ára skeið. Hún hefur verið ritari í stjórn Fram- sóknarfélags Reykjavíkur og fram- kvæmdastjórn Landssambands framsóknarkvenna. Þá starfar hún í miðstöð Friðarhreyfingar íslenskra kvenna sem fulltrúi Framsóknar- flokksins. Ásta Ragnheiður er nú 1. varaþingmaður Framsóknarflokks- ins í Reykjavík. Finnbogi Marinósson verslunarstjóri. Fd. 3. ágúst 1962 í Reykjavík. Finnbogi hóf félagsstörf sín sem stjórnarmaður í íþróttafélaginu Leikni. Finnbogi hóf að starfa með FUF og SUF fyrir þremur árum og hefur setið í fulltrúaráði Framsókn- arfélaganna í Reykjavíksl. tvö ár og er nú í stjórn FUF. Finnbogi var á lista Framsóknarflokksins fyrir síð- ustu borgarstjórnarkosningar. Finnur Ingólfsson aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra. Fd. 8. ágúst 1954 i Vík í Mýrdal. Finnur hefur verið aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar sjávarút- vegsráðherra síðan 1983. Hann var einn af stofnendum Félags umbóta- sinnaðra stúdenta og var formaður Stúdentaráðs árið 1981. Finnur var formaður Sambands ungra fram- sóknarmanna frá 1982 þar til í haust. Hann var kjörinn gjaldkeri Fram- sóknarflokksins í apríl 1986. GuðmundurG. Þórarinsson verkfræðingur. Fd. 29. okt. 1939 í Reykjavík. Guðmundur hefur undanfarið starf- rækt verkfræðistofuna Fjölhönnun hf. Guðmundur var borgarfulltrúi í Reykjavík 1970-1974 og varaborg- arfulltrúi 1974-1978. Hann varvara- þingmaðurfrá 1974-1979, en kjörinn þingmaður 1979-1983. Guðmundur hefur gegnt fjölda annarra trúnaðar- starfa fyrir Framsóknarflokkinn, m.a. var hann gjaldkeri flokksins. Helgi S. Sigríður Guðmundsson Hjartar markaðsfulltrúi. lyfjafræðingur Fd. 29. desember 1948 í Reykjavík Fd. 30. janúar 1943 á Flateyri Haraldur Ólafsson alþingismaður Fd. 14. júlí 1930 í Stykkishólmi. Haraldur var dagskrárstjóri Ríkisút- varpsins 1966-1972. Hann varð dós- ent við félagsvísindadeild Háskóla íslands 1972 og hefur kennt þar síðan. Haraldur var varaþingmaður Framsóknarflokksins 1979-1984 og þingmaður síðan. Haraldur var for- maður Framsóknarfélags Reykja- víkur 1980-1981. Hann situr í ýmsum nefndum og ráðum fyrir Framsókn- arflokkinn. Helgi hefur starfað sem markaðsfull- trúi hjá Samvinnutryggingum sl. fimm ár, en áður hafði han starfað um 13 ára skeið í lögreglunni. Helgi hefur tekið þátt í flokksstarfi sem al- mennur flokksmaður og skipaði 7. sæti á lista Framsóknarflokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Sigríður er lyfjafræðingur frá Há- skóla íslands og stundaði auk þess nám í lífefnafræði og örverufræði við Tækniháskólann í Þrándheimi. Hún kennir við Háskóla íslands og Tækniskólann. Sigríður hefur tekið mikinn þátt í fé- lagsstörfum og er formaður Garð- yrkjufélags fslands. Sigríður hefur átt sæti á lista Framsóknarflokksins við tvennar síðustu borgarstjórnar- kosningar. Valdimar K. Jónsson verkfræöingur Fd. 20. ágúst 1934 í Hnifsdal. Valdimar var prófessor við Pennsyl- vania State University 1969-1972 og prófessor við Háskóla íslands frá 1972 til dagsins í dag. Valdimar hef- ur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir Framsóknarflokkinn og var formað- ur Framsóknarfélags Reykjavíkur 1981-1984. Valdimar var varaborg- arfulltrúi Framsóknarflokksins 1978-1982. Þór Játvarður Jakobsson veöurfræöingur. Fd. 5. október 1936 i Kanada. Þór hefur verið deildarstjóri hafís- deildar veðurstofunnarfrá 1979. Þór stundaði nám og störf í náttúruvís- indum, aðallega veðurfræðum, í Noregi og Kanada í rúma tvo ára- tugi. Hann hefur unnið mikið að og m.a. sat hann í stjórn Félagsmála- skóla Framsóknarflokksins. Þór var á lista Framsóknarflokksins til borg- arstjórnarkosninganna sl.vor. Illllllllllll KAUPFÉLÖGIN '.:!;lillllll!li|i, .................................................................................................. :i;illlli!- llillll!ll .;"!lllll|i^ .ailllll!- :.:i!llillllllilli^ ......................................................................................................................................................................................................................... .niillllllllllllli^ . ,.i;llllllllllll' Afkomutengd launakerfi Á fundi um verslunarmál sam- vinnuhreyfingarinnar í síðustu viku flutti Örn Ingólfsson kfstj. í Hafnar- firði skýrslu um störf Verslunar- nefndar. Þetta er samstarfsnefnd kaupfélaganna og Sambandsins um verslunarmál, og auk Arnar sitja í henni þeir Gísli Haraldsson, Nes- kaupstað, Magnús Gauti Gautason, Akureyri, Ólafur Sveinsson, Búð- ardal, Pálmi Guðmundsson, Sel- fossi, og frá Sambandinu þeir Snorri Egilson, Hafsteinn Eiríksson og Sig- urður Jónsson. Eitt helsta verkefni nefndarinnar á síðasta ári snérist um afkomutengd launakerfi í verslunum. Að þessu máli hefur verið unnið á vegum Vinnumálasambands samvinnufé- laganna, og hefur vinnan til þessa fyrst og fremst beinst að slíkum kerfum fyrir verslunarstjóra. í því efni er gert ráð fyrir að verslunar- stjóri fái ákveðin grunnlaun, þar sem tekið sé tillit til vinnutíma, stærðar verslunar o.fl., en síðan bætist við veltuálag og framlegðará- lag. Um þetta efni gerði Verslunar- nefnd svohljóðandi samþykkt: „Verslunarnefnd Sambandsins og kaupfélaganna hvetur kaupfélög og samvinnufyrirtæki til þess að taka sem fyrst upp launakerfi í samvinnu- versluninni er taki mið af rekstursaf- komu og verði þannig stöðug hvatn- ing til að ná sem bestum árangri. Verslunarnefndin mælir með því afkomutengda launakerfi sem Vinnumálasamband samvinnufélag- anna hefur hannað og er nú tilbúið til notkunar. Verslunarnefndin er sammála því að fyrst í stað verði kerfið notað fyrir verslunar- og deildarstjóra, en vekur hins vegar athygli á að ekkert er því til fyrirstöðu að breytilegi hluti laun- anna samkvæmt þessu kerfi (í sam- ræmi við þau atriði er almennir starfsmenn hafa áhrif á) myndi skiptaverðmæti sem komi í hlut allra starfsmanna eftir ákveðnum reglum (sbr. t.d. skipti á fiskiskipum). Verslunarnefndin telur mikilvægt að afkomutenging launa nái til allra fastráðinna starfsmanna í verslun- um, og raunar sé slíkt mjög í anda samvinnustefnunnar. “ Annað mál, sem nefndin fjallaði um á liðnu starfsári, var fræðsla og endurmenntun fyrir starfsmenn í samvinnuverslununum. Slíkri starf- semi er nú haldið uppi í umfangs- miklu námskeiðahaldi Samvinnu- skólans, ogsamþykkti nefndin álykt- un þar sem áhersía er lögð á að þetta fræðslustarf sé á hverjum tíma sam- ræmt þörfum samvinnuhreyfingar- innar og því skipulags- og stjórnkerfi sem þar er notað. Nefndin fjallaði auk þess um fé- lagsmannatilboð, og m.a. telur hún æskilegt að öll kaupfélögin láti útbúa félagsskírteini fyrir félagsmenn sína. Einnig var rætt um það í nefndinni hvort ekki væri rétt að félagaskrár kaupfélaganna yrðu unnar saman á einum stað og leiðréttar árlega sam- kvæmt þjóðskrá. Þá fjallaði nefndin um ýmis atriði varðandi sértilboð kaupfélaganna, og einnig ræddi hún viðskiptakjör kaupfélaganna hjá Verslunardeild. Líka var rætt í nefndinni um búða- ráð, sem samanstæðu af fulltrúum neytenda, starfsfólks og verslunar- stjóra, sem hún taldi að gætu styrkt verslunarreksturinn og aukið tengsl- in við félagsmenn. Einnig fjallaði nefndin um Kvörtunarnefnd versl- unarinnar, sem komið var á fót nýlega í samstarfi Neytendasamtak- anna, Kaupmannasamtaka íslands og Sambandsins. Undir lok ræðu sinnar sagði Örn Ingólfsson m.a.: „Ljóst er að miklum fjármunum er árlega varið til auglýsinga innan samvinnuhreyfingarinnar/ en ekki er vitað hversu markviss og fagleg stjórnun þeirra er eða hvernig þeir fjármunir skila sér til baka í aukinni veltu eða betri (mynd samvinnu- hreyfingarinnar. Órðið kaupfélag er ekki lengur samnefnari fyrir samvinnuhreyfing- una þegar þarf að markaðssetja eða auglýsa vörur. Svo tekið sé dæmi: Gefjunar sængur fást í Kaupfélag- inu, Domus og Torginu. Ódýra Ju- vel-hveitið fæst í Kaupfélaginu, Samkaupum, Sparkaupum, Mið- vangi, Kaupstað og Miklagarði. Verslunarnefnd telur að samræm- ingar sé þörf, þannig að auglýsingar, markaðssetning og ímynd samvinnu- hreyfingarinnar verði heilsteyptari." -esig

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.