Tíminn - 28.11.1986, Blaðsíða 19

Tíminn - 28.11.1986, Blaðsíða 19
Föstudagur 28. nóvember 1986 Tíminn 19 HELGIN FRAMUNDAN Börn og foreldrar - Upplestur og fleira í Gerðubergi Barnabókadagskrá íslandsdeildar IBBY - Alþjóðlega barnabókaráðsins - og Gerðubergs verður sunnudaginn 30. nóv. kl. 16.00 í Gerðubergi. Efni: Sigrún Eldjárn les upp úr bók sinni „Bétveir" (B2) Þorvaldur Þorsteinsson les upp úr bók sinni „Skilabóðaskjóðan" og Iðunn Steinsdóttir les upp úr bók sinni „Jólasveinarnir". Leikarar Alþýðuleikhússins úr leikritinu „Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir", eftir ævintýri Kipplings í leikgerð Ólafs Hauks Simonarsonar, koma og flytja söngva. Húsið opnar kl. 15.00. íslandsdeild IBBY oa Gerðuberg. Margrét Ólafsdóttir, Hanna María Karlsdóttir, Helgi Björnsson, Ragnheiður Elfa Arnardóttir, Aðalsteinn Bergdal og Guðbjörg Thoroddsen í hlutverkum sínum i „Upp með teppið, Sólmundur!" Leikfélag Reykjavíkur: Upp með teppið, Sólmundur Aðeins þrjár sýningar eru eftir á hinni bráðhressu afmælissýningu „Upp með teppið, Sólmundur!" eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur, en þetta leikrit er samið og sett á svið í tilefni af 90 ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur, og að sjálfsögðu sýnt í Iðnó. Síðustu sýningar eru núna í kvöld, föstud. 28. nóv. föstud. 5. des. og síðasta sýning er svo miðvikudaginn 10. desember. í leikritinu er með gamansömum hætti greint frá aðdraganda ð stofnun Leikfélagsins og upphafsárum þess, en Leikfélag Reykjavíkur verður 90 ára i byrjun næsta árs. (11. jan.) í verkinu er mikið sungið og margar skemmtilegar uppákomur, og inn í verkið er fléttað ýmsum kómískum atriðum úr nokkrum fyrstu sýningum Leikfélagsins. Leikstjóri er höfundurinn Guðrún Ásmundsdóttir, leikmyndateiknari er Guðrún Erla Geirsdóttir (Gerla), tónlistarstjóri er Jóhann G. Jóhannsson. Leikendur eru: Aðalsteinn Bergdal, Bríet Héðinsdóttir, Gísli Halldórsson, Guðbjörg Thoroddsen, Guðmundur Ólafsson, Guðmundur Pálsson, Hann María Karlsdóttir, Helgi Björnsson, Jakob Þór Einarsson, Margrét Ólafsdóttir, Ragnheiður Elfa Arnardóttir, Soffía Jakobsdóttir og Steindór Hjörleifsson. Úr ævintýraleiknum í Mosfellssveit. Barnaleikrit frum- sýnt í Mosf ellssveit Á morgun, laugard. 29. nóvember frumsýnir Leikfélag Mosfellssveitar barnaleikritið Töfratréð eftir Lév Ustinof í Hlégarði kl. 20.30. Leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir, en þýðingu gerði Úlfur Hjörvar. Elín Edda Árnadóttir gerði leikmynd. Árni Magnússon hannaði lýsingu. Leikritið er rússneskt ævintýri og tekur u.þ.b. eina og hálfa klukkustund í flutningi. Salur Hlégarðs er nýttur til hins ýtrasta, því að segja má að sviðið sé allur salurinn. Sex ungmenni, þar af flest þeirra í Gagnfræðaskólanum fara með helstu hlutverkin, og að auki eldra leikfélagsfólk. Tónlistarflutning annast Grétar Snær Hjartarson og Brynja Magnúsdóttir. Önnur og þriðja sýning verða sunnudaginn 30. nóvember kl. 14.00 og sama dag kl. 17.00. r Sýning Agústs Petersen í Listasafni ASÍ í Listasafni ASÍ, Grensásvegi 16, efstu hæð, stendur yfir málverkasýning Ágústs Petersen. Á sýningunni eru 64 verk, einkum landslags- og mannamyndir og er liðlega helmingur þeirra til sölu. Ágúst tók fyrst þátt í samsýningu árið 1951, en fyrstu einkasýningu sína hélt hann 1958. Síðan hefur hann haldið fjölda sýninga, bæði hér á íslandi og erlendis. Verk eftir Ágúst eru í eigu margra listasafna. Hann hefur hlotið listamannalaun óshtið síða 1970 og einnig starfslaun listamanna. Opið daglega til 7. des., virka daga kl. 16-20 og um helgar kl. 14- 22. Kaffiveitingar um helgar. —I Alþýðuleikhúsið: Hin sterkari og Sú veikari Sýning verður á leikþáttunum Sú sterkari og Sú veikari í kjallara Hlaðvarpans sunnudaginn 30. nóv. kl. 16.00. Þrjár sýningar eru eftir. Upplýsingar um miðasölu eru í síma 15185 kl. 14.00-18.00. ,í smásjá* Nú er nýtt leikhús að Uta dagsins ljós, Litla svið Þjóðleikhússins að Lindargötu 7. Opnunarverk Litla sviðsins verður nýtt leikrit eftir Þórunni Sigurðardóttur, „f smásjá", í leikstjórn ÞórhaUs Sigurðssonar. Hönnuður leikmyndarog búninga er Gerla og ljósahönnuður Björn Bergsteinn Guðmundsson. Frumsýning átti að verða nú um mánaðamótin, en sökum veikinda eins leikaranna er nú stefnt að frumsýningu 30. desember. Leikararnir Anna Kristín Arngrímsdottir, Arnar Jónsson, Ragnheiður Steindórsdóttir og Sigurður Skúlason fara öll með stór hlutverk í þessu magnaða nýja verki Þórunnar sem bíður frumsýningar. Úr ballettinum „Stöðugir ferðalangar". íslenski dans- flokkurinn norður Á föstudags- og laugardagskvöldið gefst leikhúsgestum á Akureyri fyrsta skipti siðan 1973 tækifæri til að sjá Islenska dansflokkinn flytja list sína í Samkomuhúsinu. Dansflokkurinn heldur frá Reykjavik til Akureyrar með úrvals dagskrá, tvo vinsæla balletta frá síðasta ári, Fjarlægðir og Tvístígandi sinnaskipti eftir Ed Wubbe og hinn heita og ástríðufulla dans Duenda eftir Hlíf Svavarsdóttur, sem frumsýndur var í Þióðleikhúsinu um síðustu helgi ásamt tveimur öðrum. í Duende túlka tvö pör, Guðmunda Jóhannesdóttir, Katrín Hall, Örn Guðmundsson og Patric Dadey ást og ofbeldi sem spænska skáldið Lorca fjallaði um í ljóðum sínum og leikritum við tónhst eftir George Crumb. BALLETTARNIR FJARLÆGÐIR og Tvístígandi sinnaskipti eftir Ed Wubbe eru hlutar af danssýningunni Stöðugir ferðalangar sem flutt var við miklar vinsældir í Þjóðleikhúsinu s.l. vor og í Kaupmannahöfn á alþjóðlegri leiklistarhátíð í októberlok. Sú sýning hlaut einróma lof gagnrýnenda jafnt heima og erlendis. „Glæsilegur og frumlegur dans" sögðu danskir gagnrýnendur, „listviðburður ársins" og „stórsigur íslenska dansflokksins" sögðu íslenskir starfsbræður þeirra. Þetta eru gullfallegir dansar, sem höfða til allra, og eiga vonandi eftir að gleðja augu sem flestra Norðlendinga. í Fjarlægðum dansa þær: Birgitte Heide, Guðrún Pálsdóttir, Helga Bernhard og Ingibjörg Pálsdóttir en í Tvístígandi sinnaskiptum þau Helena Jóhannsdóttir, Katrín Hall, Sigrún Guðmundsdóttir, Patrick Dadey, Norio Mamiya og Örn Guðmundsson. Gallerí Svart á hvítu við Óðinstorg Sýning Ómars Á morgun, laugard. 29. nóv. kl. 14.00 verður opnuð sýning á málverkum Ómars Stefánssonar. Sýningin stendurtil 14. desemberog Galleríið er opið kl. 14.00-18.00 alla daga nema mánudaga. Þjóðleikhúsið: Tosca Uppreisn Óperan Tosca eftir Puccini er á fjölum Þjóðleikhússms í kvöld og sunnudagskvöld. Elísabet F. Eiríksdóttir fer með hlutverk Toscu í kvöld en Elín Ósk Óskarsdóttir á sunnudagskvöldið. Robert Becker syngur Scarpia og Kristján Jóhannsson Cavaradossi. Hljómsveitarstjóri er Guðmundur Emilsson, en í sýningunni tekur þátt hátt á annað hundrað manns að meðtöldum einsöngvurum, Þjóðleikhúskórnum, drengjakór, aukaleikurum og sinfóníuhljómsveit. Síðasta sýning á óperunni Tosca verður 14. desember en uppselt hefur verið á allar sýningar til þessa. Uppreisn á ísafirði eftir Ragnar Arnalds hefur slegið í gegn svo um munar. Þegar komnar á þriðja tug sýninga fyrir fullu húsi. Leikstjóri er Brynja Benediktsdóttir og leikmyndarhönnuður Sigurjón Jóhannsson. Alls taka um 50 manns þátt í leiknum, en í aðalhlutverkum eru Róbert Arnfinnsson (Magnús Stephensen), Randver Þorláksson (Lárus H. Bjarnason), Kjartan Bjargmundsson (Skúli Thoroddsen), Lilja Þórisdóttir (Theodóra Thoroddsen), Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, (Díana) og Helgi Skúlason (Grímur Thomsen). Uppreisnin er sýnd á laugardag kl. 20.00 og er það næst síðasta sýning fyrir jól. Valborg og bekkurinn eftir Finn Methling er sýnd í Leikhúskjallaranum á sunnudag kl. 16 með Guðrúnu Þ. Stephensen og Karl Ágúst Úlfsson í hlutverkum Valborgar og bekkjarins. Þessi hlýlegi lith söngleikur fjallar i léttum dúr um ævi ekkjunnar Valborgar sem nú er orðin ástfangin á ný. Hægt er að njóta kaffiveitinga á undan og meðan á sýningu stendur. Valborg Robert Becker og Elín Ósk í hlutverkum sínum í Toscu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.