Tíminn - 28.11.1986, Blaðsíða 16

Tíminn - 28.11.1986, Blaðsíða 16
Kjósum sterka menn til forystu, og þeim að baki traust fólk. Veljum Þór Jakobsson í 4. sætið Stuðningsmenn. Skoðanakönnun á Vestfjörðum Skoðanakönnun um röðun á framboðslista framsóknarmanna í Vestfjarðarkjördæmi fyrir næstu alþingiskosningar fer fram dagana 6. og 7. desember 1986. Eftirtaldir hafa gefið kost á sér í skoðanakönnunina: Ólafur Þ. Þórðarson, Pétur Bjarnason, Sigurður Viggósson, Sveinn Bernódusson, Þórunn Guðmundsdóttir. Egill H. Gíslason, Guðmundur Hagalínsson, Gunnlaugur Finnsson, Heiðar Guðbrandsson, Jón Gústi Jónsson, Magdalena Sigurðardóttir, Skoðanakönnunin er opin öllum heimilisföstum Vestfirðingum sem eru fæddir fyrir 1. janúar 1972 (það er verða 16 ára á kosningaári) og lýsa yfir því að þeir styðji stefnu Framsóknarflokksins og séu ekki félagar í öðrum stjórnmálaflokki. Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla fer fram frá 25. nóvember nk. hjá forsvarsmönnum Framsóknarfélaganna í hverju sveitarfélagi sem annast framkvæmd skoðanakönnunarinnar. Einnig á skrifstofu flokks- ins að Rauðarárstig 18 Reykjavík. Kjörstaðir verða opnir kjördagana í flestum sveitarfélögunum og auglýstir nánar á hverjum stað. Allar nánari upplýsingar gefur formaður kjörstjórnar Sigurgeir Magnússon Patreksfirði í símum 1113 og 1320. Kjörstjórn. Aðalfundur Framsóknarfélags Skagfirðinga verður haldinn í Framsóknarhúsinu, Sauðárkróki, sunnudaginn 30. nóv. kl. 15.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á Kjördæmisþing. 3. Önnur mál. Stjórnin PRÓFKJÖR í REYKJAVIK UTANKJÖRFUNDARKOSNING Utankjörfundarkosning vegna prófkjörs Framsóknarflokksins í Reykjavík, vegna komandi alþingiskosninga fer fram dagana 21 .-28. nóvember á skrifstofu flokksins að Rauðarárstíg 18, kl. 13-15. Kjörstjórn. Borgnesingar nærsveitir Spilum félagsvist í samkomuhúsinu í Borgarnesi föstudaginn 28. nóvember kl. 20.30. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Borgarness PRÓFKJÖR í REYKJAVIK Prófkjör Framsóknarflokksins í Reykjavík, vegna komandi alþingis- kosninga fer fram á skrifstofu flokksins að Rauðarárstíg 18 laugardag 29. nóvember, kl. 11-21 og sunnudag 30. nóvember kl. 10-16. Kjörstjórn. Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna á Akranesi verður haldinn í Fram- sóknarhúsinu að Sunnubraut kl. 20.00 mánudaginn 1. des. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Rangæingar Spilakvöld verður í Hvolnum 30. nóvember kl. 21.00. Góð verðlaun. Framsóknarfélagið. Þuríöur Guðmundsdóttir, rithöfundur, frá Bæ, á 85 ára afmæli á morgun, laugardaginn 29. nóvember. Hún tekur á móti gestum í Safnaðarheimili Bústaða- kirkju eftir kl. 17.00 þann dag. Orgeltónleikar í Fríkirkjunni Björn Steinar Sólbergsson heldur org- eltónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík i kvöld, föstud. 28. nóv. kl. 20.30. Vetrarfagnaður Harmonikuunnenda Félag Harmonikuunnenda heldui vetrarfagnað 29. nóvember kl. 21.00 1 Risinu, Hverfisgötu 105. Allir eru vel- komnir. Skemmtinefndin. GEÐHJÁLP Aðventuhátíð og jólaföndur Geðhjálp verður með Aðventuhátfð sunnudaginn 30. nóv. kl. 14.00-18.00. Þriðjudaginn 2. des. kl. 20.00-22.30 verð- ur jólaföndur í félagsmiðstöðinni Veltu- sundi 3B. Hananú í Kópavogi Vikuleg laugardagsganga Frístunda- hópsins Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugard. 29. nóv. lagt verður af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10.00 Við göngum hvernig sem viðrar. Búið ykkur eftir veðrinu og verið vel búin til fótanna í hálku. Markmið göngunnar er: Samvera, súrefni, hreyfing. Heitt molak- affi. Allir velkomnir. íslenskar nútímabókmenntir Á morgun, laugard. 29. nóv. verður haldinn fundur á vegum Félags áhugam- anna um bókmenntir. Fundarefnið er: íslenskar nútímabókmenntir, staða þeirra og eðli. Þar munu fjórir fyrirlesarar flytja erindi sem jafnt tengjast ljóða- og skáldsagnagerð. Þeir eru: Eysteinn Þor- valdsson, Elísabet Þorgeirsdóttir, Guð- mundur Andri Thorsson og Einar Már Guðmundsson. Fundarstjóri verður Silja Aðalsteinsdóttir. Fundurinn verður haldinn í ODDA, næsta húsi við Norræna húsið, og hefst kl. 14.00. Allir eru velkomnir. Stjórnin Jólafundur Kvenfélags Laugamessóknar Kvenfélag Laugarnessóknar heldur jólafund sinn í Safnaðarheimilinu mánu- daginn 1. desember kl. 20.00. Hefst með helgistund í kirkjunni. Síðan verður snæddur kvöldverður, hangikjöt o.fl. Mætið vel og munið eftir jólapökkunum. Mælsku- og rökræðukeppni hjá Málfreyjum Á morgun, laugard. 29. nóvember, verður mælsku- og rökræðukeppni að Hótel Esju kl. 13.30. Þar mætast í útsláttarkeppni Málfreyju- deildirnar Björkin frá Reykjavík og Selj- ur frá Selfossi, en þessar deildir eru i 3. ráði innan Landssamtaka Málfreyja á Islandi. Gestir eru velkomnir á fundinn. Mætið stundvíslega. Föstudagur 28. nóvember 1986 Myndlistarsýning Skagfirðingafélagsins í tilefni 50 ára afmælis Skagfirðingafé- lagsins í Reykjavík verða 10 skagfirskir listamenn með málverkasýningu í Drang- ey, Síðumúla 35 í Reykjavík. Sýningin verður opnuð á morgun, laug- ard. 29. nóv, kl. 14.00 og opin þann dag til kl. 22.00. Síðan verður sýningin opin næstu viku frá mánud. til föstudags kl. 14.00-18.00. En síðasta daginn verður sýningin opin fram til 22.00 eins og opnunardaginn. Jólakaffi Hringsins Hið árlega jólakaffi Kvenfélagsins Hringsins verður haldið í veitingahúsinu Broadway á morgun, laugard. 29. nóv. kl. 13.00-17.00 Að vanda verða skemmtiatriði á dagskrá m.a. tískusýning á barnafötum, jassballettsýning o.fl. Einnig verður hið margrómaða skyndihappdrætti á staðnum, þar sem vinningar eru m.a. utanlandsferð, skartgripir, heimilistæki og fleiri góðir vinningar. Einnig verða basarmunir og jólakort seld. Félagskonur vænta þess að velunnarar félagsins láti sig ekki vanta frekar en endranær, þó á Iaugardegi sé. Allur ágóði af fjáröflun Hringsins, svo sem basar, jólakaffi, happdrætti og jólakortasölu rennur til líknarmála. Á þes?u ári hefur félagið gefið lækn- ingatæki á tvær deildir Barnaspítalans að andvirði 950 þús.kr. á Vökudeild og 200 þús.kr. á almenna deild. Ennfremur tók félagið þátt í íbúðarkaupum ásamt Krabbameinsfélagi íslands og Rauða krossinum, sú íbúð er ætluð foreldrum barna utan af landi sem eru haldin illkynja sjúkdómum. Álls hafa gjafir félagsins á þessu ári numið einni og hálfri milljón króna. Helgarferð: Aðventuferð í Þórsmörk 28.-30. nóv. Gist verður í skálum Útivist- ar Básum. Það verður sannkölluð að- ventustemmning í Mörkinni. Gönguferð- ir, aðventukvöldvaka. Örfá sæti laus vegan forfalla. Upplýsingar og farmiðar á skrifstofunni Grófinni 1, símar 14606 og 23732. Sunnudagsferð 30. nóv. Aurbær-Mús- arnes. Létt strandganga í utanverðum Hvalfirði. Fjölbreytt leið. Brottför frá BSÍ, bensínsölu. Farm. 450. kr en frítt fyrir börn með fullorðnum. Ársrit Útivistar: Tilboð til nýrra Úti- vistarfélaga, ellefu rit með þessu nýja sem kemur út á næstunni á samtals kr. 3.500.- Tilboðið stendur stuttan tíma. Útivist, ferðafélag wFREYRsl FREYR-Búnaðarblað Nýkomið er út 22. blað Freys á þessu ári, en árgangurinn er sá 82. Meðal efnis í blaðinu er: Ritstjórnargrein - Baráttu- mál kvenna. Þar segir m.a.“ ... Stjórn Stéttarsambands bænda hefur ákveðið að beita sér fyrir að hlutur kvenna aukist í félagskerfi Stéttarsambandsins... “ Minningargrein er um Þorstein Sigfús- son, bónda á Sandbrekku í Hjaltastaða- þinghá, skrifuð af Ármanni Halldórssyni. Viðtal er við Gest Einarsson, forstjóra Ágætis og sömuleiðis er viðtal við Höllu Aðalsteinsdóttur í Kolsholti: Konur í sveit láta sífellt meira að sér kveða. Ágústa Þorkelsdóttir á Refstað skrifar: Fleiri konur í forystusveit bænda og Annabella Harðardóttir í Hækingsdal skrifar grein sem hún nefnir: Aukum hlut kvenna í samtökum bænda. „Konurnar koma“ heitir grein eftir Hákon Sigurgrímsson, framkvæmda- stjóra Stéttarsambands bænda, þar sem hann hvetur til þess að konur taki meiri þátt í búnaðarfélögum og öðrum samtök- um bænda. Ólafur E. Stefánsson nautgriparæktar- ráðunautur skrifar: Meira af stórum skrokkum af nautakjöti? Þá kemur II. skýrsla eftir Þorkel Bjarnason og Pál Bjarka Pálsson um Stóðhestastöð Búnað- arfélags íslands 1985 og grein frá Rala eftir ’Aslaugu Helgadóttur: Samnorrænt átak í graskynbótum. Fréttir eru af starfsmönnum og störfum og smáfréttir og bókarkynning o.fl. Forsíðumyndin er Úr Öræfasveit: Hafra- fell til vinstri. Öræfajökull gnæfir yfir, en Svínafellsjökull kemur fram austan við Hafrafell. Útgefandi JC ísland Komið er út fyrsta tölublað Stjórnand- ans, en það blað leysir JC Fréttir af hólmi, og segir Ari Eggertsson landsritari: „Nafn blaðsins ber keim af markmiði hreyfingar- innar, að þjálfa ungt fólk til forystu- starfa." Marta Sigurðardóttir, forseti JC íslands skrifar: Hugsjónir JC hreyfingar- innar eru enn þær sömu. Þá er kynnt stjórn félagsins 1986-’87. “Skæruliðar á leið til Finnlands, en þar segja þeir Sigmar Hjartarson og Þröstur Gunnarsson, JC Vestmannaeyjum frá ferð sinni á Evrópuþing í Finnlandi. JC húsið - fjarlægur draumur orðinn að veruleika! Árni Þór Árnason, JC Reykja- vík skrifar. Þá segir Ari Eggertsson frá námskeiði í Danmörku. Nýir senatorar og aðrar fréttir af félagsmönnum. Mynd er af Árna Þór og Mörtu á frambjóðendakynningu á Evrópuþingi, en hann er frambjóðandi Islands. Sagt er frá breska landsþinginu í Ports- mouth og frá heimsókn á danska lands- þingið. Viðtal er við Víglund Þorsteins- son, form. Félags íslenskra iðnrekenda. Thor O. Hallgrímsson, svæðisstjóri Reykjavíkur: „Enginn Þyrnirósarsvefn hjá aðildarfélögunum á Reykjavíkur- svæði.“ Margar félagsfréttir og myndir frá félagsstarfinu eru í þessu blaði. Ritstjóri er Ari Eggertsson, landsritari. Gjafirtil Krabbameinsfélagsins Á sl. hausti barst Krabbameinsfélaginu peningagjöf til minningar um hjónin Sig- ríði Guðmundsdóttur og Guðmund Egg- ertsson, sem bjuggu á Nýp á Skarðsströnd í Dalasýslu. Gjöfin er frá syni þeirra hjóna, Guð- laugi og konu hans, Jónu Guðrúnu Stef- ánsdóttur, til minningar um að 100 ár eru liðin frá fæðingu Sigríðar og 95 ár frá fæðingu Guðmundar. Nýlega barst svo félaginu önnur minn- ingargjöf af sama tilefni frá Gesti, syni þeirra hjóna frá Nýp, og konu hans Kristínu Katarínusdóttur. Krabbameinsfélagið færir hlutaðeig- andi innilegar þakkir fyrir þessar góðu gjafir. Ibúðargjöf Nýlega hlaut Krabbameinsfélagið í arf eftir Oktavíu Sólborgu Sigursteinsdóttur íbúð sem hún átti á Hringbraut 111 hér í borg. Sólborg lést í júlí 1986, en erfða- skrána gerði hún 1975. Hún átti enga skylduerfingja á lífi (Frétt frá Krabba- meinsfélaginu) 27. nóvember 1986 kl. 09.15 Kaup Sala Bandaríkjadollar.....40,450 40,570 Sterlingspund........57,696 57,8670 Kanadadollar.........29,2090 29,296 Dönsk króna.......... 5,3844 5,4003 Norsk króna.......... 5,3765 5,3924 Sænsk króna.......... 5,8666 5,8840 Finnsktmark.......... 8,2467 8,2712 Franskur franki...... 6,2078 6,2262 Belgískur franki BEC .. 0,9777 0,9806 Svissneskur franki...24,3748 24,4471 Hollensk gyllini.....17,9938 18,0472 Vestur-þýskt mark....20,3363 20,3967 ítölsk líra.......... 0,02934 0,02943 Austurrískur sch..... 2,8877 2,8963 Portúg. escudo....... 0,2738 0,2746 Spánskur peseti...... 0,3012 0,3021 Japanskt yen......... 0,24877 0,24951 írskt pund...........55,319 55,484 SDR (Sérstök dráttarr. „48,8285 48,9733

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.