Tíminn - 03.12.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.12.1986, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 3.desember 1986 i íminn 5 Fyrirspurn um hernaöarframkvæmdir: Bygging 250 íbúða leyfð „Ekki tjaldaö til einnar nætur,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fyrirspyrjandi Matthías Á. Mathiesen utanríkis- ráðherra hefur svarað fyrirspurn Steingríms J. Sigfússonar (Ábl.N.e.) um hvort ráðherra hafi heimilað Bandaríkjaher eða Atlantshafs- bandalaginu að hefja einhverjar nýj- ar framkvæmdir síðan Alþingi var síðast gerð grein fyrir slíku á s.l. vori. í svari utanríkisráðherra kom fram að á árlegum fundi með bygg- ingardeild bandaríska sjóhersins, sem haldinn var í Norfolk í Banda- ríkjunum í októbers.l. hafi eftirtald- ar varnarliðsframkvæmdir verið heimilaðar á árinu 1987: 1. Bygging húsnæðis fyrir húsn- æðisskrifstofu varnarliðsins, u.þ.b. 300 fermetrar. 2. Bygging félagsheimilis fyrir varnarliðsmenn, u.þ.b. 400 fermetr- ar. 3. Húsnæði fyrir fjármála- og bókhaldsdeild flughersins, u.þ.b. 550 fermetrar. 4. Vegagerð, bifreiðastæði, og að- og fráveitur fyrir nýtt 250 íbúða hverfi. 5. Tvö hundruð og fimmtíu íbúðir, 2ja, 3ja og 4ra herbergja. 6. Tvær nýjar vararafstöðvar við byggingu kafbátaleitareftirlitsins. 7. Verkstæði við flugskýli 885, u.þ.b. 180 fermetrar. 8. Framhaldsframkvæmdir við gerð flughlaðs, akstursbrautir og flugvallarveg vegna nýju flugstöðv- arinnar. 9. Viðgerð á akstursbraut S-2 og S-3. f>á kom fram hjá ráðherra að Bandaríkin greiða allan kostnað af ofangreindum framkvæmdum nema viðgerðina á akstursbrautunum í níunda lið, sem NATO greiðir. í öðru lagi spurði Steingrímur J. Sigfússon utanríkisráðherra um hvort átt hefðu sér stað viðræður um aðild íslands að mannvirkjasjóði Atlantshafsbandalagsins? Utanríkisráðherra svaraði því neitandi, en gat þess að varnarmála- skrifstofa utanríkisráðuneytisins ynni nú að því að gera úttekt á hugsanlegri aðild íslands að sjóðn- um og væri niðurstöðu að vænta í febrúar n.k. Þá yrði hægt að meta kosti og galla hugsanlegrar aðildar íslands að mannvirkjasjóðnum. Fyrirspyrjandi sagði að hér væri greinilega ekki tjaldað til einnar nætur, því 250 íbúða hverfi væri engin smásmíð. Þá sagði Steingrím- ur J. Sigfússon að aðild-að mannvir- kjasjóðnum væri allsendis óþörf. ÞÆÓ Úr íbúðahverfi á Keflavíkurflugvelli. Nú hefur verið heimilað að reisa 250 íbúðir til viðbótar. Alþingiskosningar: Kosið tuttugasta og fimmta apríl? Eðlilegt aö svo veröi segir forsætisráðherra Eiður Guðnason (A.Ve.) bar fram fyrirspurn á Alþingi um fyrir- Þátttaka NATO í uppbyggingu flugvallar á Norðurlandi: Viðræður hefjast í þessum mánuði kom fram í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn um það efni stofustjóri varnarmálaskrifstofu og leyti af hernum. Þorgeir Pálsson prófessor. Fyrirspyrjandi minnti Stefán Guðmundsson (F.N.v.) skilning forsætisráðherra Snarpar umræður fóru fram um fyrirspurn Steingríms J. Sigfússonar (Abl.N.e.) til MatthíasarÁ. Mathie- sen um á hvaða stigi athuganir eða umleitanir varðandi þátttöku Bandaríkjahers eða Atlantshafs- bandalagsins í uppbyggingu flugvall- ar á Norðurlandi væru. Utanríkisráðherra ítrekaði svar sitt frá s.l. vori um að flotastjórn Atlantshafsbandalagsins á Atlants- hafi hafi lýst áhuga á að kannaður verði möguleiki þess að byggður verði varaflugvöllur fyrir Keflavík- urflugvöll, án þess að ákveðin stað- setning væri höfð í huga. Þá upplýsti ráðherrann að fyrstu formlegu viðræður íslenskra stjórn- valda við flotastjórn Atlantshafs- bandalagsins og varnarliðið mundu fara fram í þessum mánuði. Kom fram að af hálfu samgöngu- ráðuneytisins munu þeir Ólafur Steinar Valdimarsson ráðuneytis- stjóri og Pétur Einarsson flugmála- stjóri taka þátt í viðræðunum og að hálfu utanríkisráðuneytisins þeir Sverrir Haukur Gunnlaugsson skrif- sagði að menn yrðu að halda sig við jörðina í þessu máli og taldi Skag- firðinga það greiðasama að þeir mundu sinna eins herflugvélum sem farþegaflugvélum í neyð, ef Sauðár- króksflugvöllur yrði sá varaflugvöll- ur sem málið snérist um. Herflug- völlur væri hér ekki til umræðu. Hjörleifur Guttormsson (Abl.Au.) gagnrýndi forystu Fram- sóknarflokksins fyrir að beygja sig fyrir sjónarmiðum Sjálfstæðisflokks- ins í þessu máli. Óeðlilegt væri að erlend ríki hefðu áhrif á staðarval samgöngumannvirkja hér á landi. Ragnar Arnalds (Abl.N.v.) sagði að fjármagn frá Atlantshafsbanda- laginu til framkvæmda við varaflug- völl mundu breyta eðli málsins. Páll Pétursson (F.N.v.) sagði að ekki kæmi til greina að varaflugvöll- ur við Sauðárkrók yrði á nokkurn hátt herstöð. Hann myndi ekki sætta sig við að flugvöllurinn þar væri undir stjórn né mannaður að öðru á þann að þótt NATO styrkti framkvæmdirnar þá væri ekki um hernaðarframkvæmdir að ræða. Sagði hann að mannvirkja- sjóður NATO léti aðeins fjármagn til framkvæmda í hernaðarlegum tilgangi og lytu þar fyrir utan aðeins hernaðarlegri stjórn. Svavar Gestsson (Abl. Rvk.) ósk- aði eftir afstöðu forsætisráðherra um það hvort Framsóknarflokkur- inn væri á móti flugvelli á landinu ef til hans yrði notað fé frá Bandaríkj- unum? Steingrímur Hermannsson fors- ætisráðherra sagði að ekki kæmi til greina að reisa annan herflugvöll hér á landi. Þá kæmi heldur ekki til greina að væntanlegur varaflugvöll- ur yrði undir erlendri stjórn. Ef styrkur úr mannvirkjasjóði Atlants- hafsbandalagsins til flugvallarbygg- ingar væri háður því að flugvöllurinn væri undir stjórn hersins, þá yrði slíkt fjármagn ekki tekið til þess. ÞÆÓ ætlanir ríkisstjórnarinnar um dag- setningu fyrir alþingiskosningar og skipulag þinghalds út frá því. 1 svari Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra kom fram að hann teldi eðlilegt að kosið yrði sem næst þeim degi, sem kjörtímabili þing- manna lyki, en það er 23. apríl n.k. Því væri laugardagurinn 25. apríl eðlilegur kjördagur. Minnti forsætisráðherra á að í gildandi kosningalögum væri síðasti laugardagur í júnímánuði tiltekinn sent kjördagur, en hann væri hins vegar mótfallinn því að kjósa svo seint. Þá væru kosningalög til meðferðar á Alþingi og mætti í því sambandi freista að ná samstöðu um nýjan kjördag, t.d. annan laugardag í júní. Ef ekki þá væri 25. apríl eðlilegur kjördagur. Þá gat forsætisráðherra þeirra hugsanlegu vandkvæða sem misjöfn veðurskilyrði víða á landsbyggðinni gætu haft á kosningar á þessum árstíma, þ.e. í apríl. Ef kosningar færu frarn í apríl- mánuði þá þyrfti að sjálfsögðu að taka mið af því f störfum Alþingis. Kæmi þar m.a. til greina að Alþingi kæmi saman fyrr en ella eftir jóla- leyfi, t.d. 19. janúar. Halldór Blöndal (S.N.e.) fullyrti að dráttur á kosningum fram yfir 25. apríl væri stjórnarskrárbrot, því kjörtímabilið væri aðeins fjögur ár. Hjörleifur Guttormsson (Abl.Au.) sagði að ramma vantaði um þinghaldið. Æskilegt væri að binda kosningar við tiltekinn dag til að tryggja eðlileg vinnubrögð og fjöldaþátttöku við undirbúning kosninga. Þá verði að taka mið af aðstæðum út á landsbyggðinni. ÞÆÓ SJOLEIÐIRI VIÐRÆDUM VID EIMSKIP „Sala á Sögu I til Eimskips hefur komið til umræðu annað slagið, m.a. í síðustu viku. Enn hefur enginn samningur verið gerður og málið á nokkuð viðkvæmu stigi,“ sagði Guðmundur Karlsson, hjá Sjóleiðum í samtali við Tímann í gær. Saga I er svokallað pallettu skip, fjögurra þilfara eins og Guðmundur sagði, og hefur eingöngu verið í - um sölu á Sögu I saltfiskflutningum. Sagði Guðmund- ur að Sjóleiðir hefðu orðið fyrir áföllum, þegar sveifarás gaf sig í Sögu, sem er hitt skipið í eigu félagsins. Taldi Guðmundur það skaða upp á 12 m.kr. Fé það sem fengist fyrir söluna á Sögu I yrði notað til að fjármagna þessar við- gerðir. Eimskip hefur notað Skeiðs- foss til saltfiskflutninga hingað til, en hafa nú selt það skip. Því hafa þeir áhuga á þessum kaupum, sagði Guðmundur. Guðmundur sagði að Saga I væri fj ármögnuð frá Noregi og yrði skipið aðeins selt í samráði við lánveitend- ur. Hins vegar væru Sjóleiðir ekki undir neinum þrýstingi þessara að- ila. Bjóst Guðmundur við að málin skýrðust í lok þessarar viku eða byrjun þeirrar næstu. -phh Verðlagsgrundvöllur kúabúa kominn: Um 78 þúsund mjólkurlítrar á hvert meðalbú - sem gefa 2 milljónir í brúttótekjur Verðlagsgrundvöllur kúabúa hef- ur nú loks verið ákveöinncn upphaf- lega var búist við að hann yrði tilbúinn í lok scptcmber. Áðurhefur verið réiknaður út grundvöllur fýrir sauðfjárafurðir, en þar til í haust var vcrðlagsgrundvöllurinn reiknað- ur út fyrir blönduð bú. Hækkun á grundvellinum nemur 3,06 prósentum frá því í júní í sumar. Grundvöllurinn er miðaður við 22 kýr með geldneytum, þ.e. 440 ær- gilda bú. Tekjur af mjólk eru taldar vera rúrnar 2 milljónir miðað við 26,05 krónur á hvern lítra. Miðað cr við 77.710 lítra. Tekjur af kjöti eru rúm 243 þúsund, húðir 3,400 og aðrar tekjur sem eru ekki nánar skilgreind- ar á rúmar 64 þúsund krónur, alls 2.335,580,14. Breytilcgur kostnaður er alls rúm ellefu hundruð þúsund. Kjarnfóður vegur mest í breytilega kostnaðinum eða tæp 400 þúsund og þar á eftir kemur áburður sem er áætlaður tæp 217 þúsund. Flutningur á mjólk, kjarnfóðri og öðrunt vörum er tæp 110 þúsund og þjónusta er áætluð rúm 109 þúsund. Varahlutir í vclar og olíur á þær er reiknað á tæp 135 þúsund en viðhald á öðrum hlutum er tæp 50 þúsund. Rekstrarvörur eru rúm 66 þúsund og ýmis kostnaður tæp 46 þúsund. Þá eru laun talin tæp 864 þúsund og afskriftir húsa og véla eru samtals um 276 þúsund. Vextir af fjárfestingum húsa og véla eru samtals rúm 83 þúsund. Kostnaður alls er því metinn á 2.335,580,14. ABS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.